Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Qupperneq 16
16
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
Fréttir
Menntaskólinn á Akureyri:
Glæsileg nýbygging
tilbúin til notkunar
DV, Akuieyri:
„Kjörorð okkar er að gera góð-
an skóla enn betri og þaö tel ég að
muni tvímælalaust gerast með til-
komu þessarar nýbyggingar sem
við tökum í notkun nú í upphafi
skólaársins. Ég hef talað um að
hér hafi risið nýr skóli á gömlum
grunni,“ segir Tryggvi Gíslason,
skólameistari Menntaskólans á
Akureyri, en ný og glæsileg bygg-
ing við skólann verður tekin í
notkun nú í upphafi skólaárs.
Nýbyggingin tengist gamla
skólahúsinu með gangi en gamla
skólahúsið hefur þjónað síðan
1904 og tengingin nær einnig til
Möðruvalla sem er raunvísinda-
bygging skólans og var tekin í
notkun 1969. Aðrar byggingar
skólans eru Iþróttahús, sem byggt
var 1905, og heimavist sem tekin
var í notkun áriö 1966.
„Með þessari nýju byggingu
fáum við 12 kennslustofur sem all-
ar eru 60 fermetrar að stærð. Við
höfum haft 26 kennslustofur en
meðalstærð þeirra hefur ekki ver-
ið nema um 30 fermetrar og fjórar
þeirra hafa verið i kjallara gamla
skólans þar sem lofthæð er ekki
nema 2,30 metrar. Nú munum við
hafa 32 rúmgóöar kennslustofur
auk 300 fermetra bókasafns, tvö
Tryggvi Gislason fyrir framan nýju bygginguna, sem er til hægri á myndinni, en til vinstri sést í gamla skólahúsiö sem þjónað hefur síöan áriö 1904.
DV-mynd gk
rúmgóð vinnuherbergi fyrir kenn-
ara og 600 fermetra sal fyrir fé-
lagsstarf nemenda," segir
Tryggvi.
Hann segir að nemendum MA
verði ekki fjölgað, þeir verða 600 í
vetur og þar af eru um 200 nýnem-
ar. Helmingur nemendanna er að-
komufólk. „Skólahúsnæði MA
tvöfaldast að stærð, úr 3 þúsund
fermetrum í 6 þúsund fermetra,
og þetta þýðir byltingu í öllu
skólastarfi hér,“ segir Tryggvi.
Sem fyrr sagöi er nýja skóla-
byggingin hin glæsilegasta. Hönn-
uðir hennar eru Gísli Kristinsson
og Páll Tómasson og verktaki við
bygginguna var fyrirtækið SS-
Byggir.
-gk
Regína Thorarensen, fréttaritari DV til fjölda ára, dvelst nú á elliheimilinu
Hulduhlíö. Hún segir gott aö vera þar en þykir verst hversu margt fólk er
komiö út úr heiminum. DV-mynd ÞÖK
í
VILTU KOMAST I GOTT FORM?
EINKATIMAR
HÓPTÍMAR
HJÁ KATÝ
Sími 553-5000 á morgnana
Höfn í Hornafirði:
Óneitan-
lega bjart-
ara yfir
framtíðinni
- segir Kristinn skipstjóri
„Þetta hefur verið óttalegt
skrap á trollinu, svona nudd. Við
erum að skipta yflr á netin og ég
er bjartsýnn á framhaldið í ljósi
þess að verið er að auka þorsk-
kvótann. Það er óneitanlega
bjartara yfir framtíðinni," segir
Kristinn Guðmundsson, skip-
stjóri á Bjarna Gíslasyni SF, sem
var að koma úr róðri þegar DV
ræddi við hann á bryggjunni á
Höfn i Homafirði.
„Það er frekar rólegt yfir þorsk-
veiðinni núna. Aflinn hefur verið
í bland ufsi og þorskur,“ segir
Kristinn. -rt
Kristinn Guömundsson skipstjóri á bryggjunni ásamt Lúövík, syni sínum,
sem er stýrimaður með fööur sínum. DV-mynd ÞÖK
Regína flutt á Hulduhlíð á Eskifirði:
Góð stjórn en verst hve
margt fólk er út úr heiminum
- segir Regína Thorarensen
DV, Eskifiröi:
„Ég kann því vel að vera komin
heim á Eskifjörð. Ég reikna með að
verða alveg hér í Hulduhlíð, hér er
góð stjórn á öllu og mikið gert fyrir
fólkið. Það er verst að hér er svo
margt fólkið komið út úr heimin-
um,“ segir Regína Thorarensen,
fréttaritari DV til fjölda ára, sem nú
býr á elliheimilinu Hulduhlíð á
Eskifirði. Regína flutti nýlega frá
Selfossi til Eskifjarðar þar sem hún
og maður hennar, Karl Thoraren-
sen, sem lést nýlega, höfðu búið um
árabil.
Hún er ekki ókunnug á Eskifirði
því þar bjuggu hún og maður henn-
ar lengi áður en þau fluttu á Selfoss.
Hún segist vera orðin léleg til heil-
sunnar en er eigi að síður ómyrk í
máli og með ákveðnar skoðanir á
því sem er að gerast í stjómmálun-
um.
„Mér finnst Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra hafa mannast
ótrúlega mikið. Davíð Oddssyni hef-
ur aftur á móti farið mikið aftur;
eins og ég var nú hrifin af honum.
Alþingi væri betur sett ef allir þing-
menn næðu sama þroska og Þor-
steinn," segir Regína.
Regína segist ánægð með niður-
stöður forsetakosninganna.
„Ég er mjög ánægð með það að
Ólafur Ragnar skyldi ná kjöri enda
var ég aldrei neitt sérstaklega
ánægð með Vigdisi á forsetastóli,“
sagði Regína. -rt