Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996 41 Myndasögur Fréttir T3 P! o tn 'Ö 3 s(Ö Ö) O (ö co S|-I • 1-1 ö) Ö^ •i-i Rætt um að færa líffæraflutninga frá Svíþjóð til Danmerkur - ekki verður slakað á faglegum kröfum, segir Ragnhildur Arnljótsdóttir Innan heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis er nú verið að ræða möguleika á því að færa líffæra- flutninga á íslendingum frá Sa- hlgránska sjúkrahúsinu í Svíþjóð til Rigshospital í Danmörku. Að sögn Ragnhildar Amljótsdótt- ur, deildarstjóra hjá heilbrigðis- ráðuneytinu, eru það fyrst og fremst hugmyndir um sparnað sem hér liggja að baki auk þess sem menn vilja ná betri yfirsýn yfir og stjórn á þjónustunni hér heima. „Þetta hefur þótt of dýrt auk þess sem við erum að reyna að bæta ýmsa þætti. Við ætlum að endur- skoða það hvort ekki er hægt að taka meira heim, allt hvað varðar mat áður en sjúklingar eru sendir út svo og eftirlit eftir að þeir eru búnir í aðgerð. Markmiðið er því fyrst og fremst sparnaður og í öðru lagi að breyta samningnum efnis- lega þannig að eftirlitið og öll þjón- usta verði hætt hér heima.“ Ragnhildur sagði ennfremur að ekki væri búið að ganga frá öllu hvað flutninginn varðaði. „Ekki hefði komið til greina að flytja þjón- ustuna ef með því hefði verið slakað á faglegum kröfum. Því byrjuðum við á að skrifa fjölmörgum sjúkra- húsum á Norðurlöndum og í Evrópu og fá ítarlegar upplýsingar um starfssemi þeirra og hvort þau væru reiðubúin að ganga inn í svona samninga. Niðurstaðan var að skoða áfram Dani og Svía. Nú erum við bara að bíða eftir að fá síðustu upplýsingar og svör við þeim spurn- ingum sem okkur fannst skorta. Læknarnir, sem eru í nefndinni, meta það svo að ekki sé um fagleg- an mun að ræða milli Danmerkur og Svíþjóðar þannig að þessa dag- ana erum við að meta hvort við telj- um að betra sé að semja við Danina til að geta betur haldið utan um kostnaðinn hér heima.“ Ragnhildur sagði það vera alveg - _ ljóst að ekki yrði gert neitt sem ylli röskun fyrir sjúklinga og aðstand- endur þeirra. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um flutninga en Ragn- hildur sagði að ef til flutnings kæmi yrðu mál allra einstaklinga sem biðu eftir aðgerð skoðuð nákvæm- lega og mál þeirra leyst og þá senni- lega með samningum við Svíþjóð. -ggá Unnið við að fylla á bak við stálþilið. DV-mynd Ægir Fáskrúðsíj örður: Hafskipa- bryggjan DV, Fáskrúðsfirði: Nú er lokið við að reka niður stál- þil í framhaldi af hafskipabryggj- unni á Fáskrúðsfirði. Viðlegukant- urinn verður 130 metrar að lengd samtals að þessu verki loknu. Það er Trévangur á Reyðarfirði sem er stækkuð verktaki. Eftir er að steypa kant en þekjan verður væntanlega steypt á næsta sumri. Vel gekk að reka nið- ur stálþilið, verkstjóri við þennan áfanga er Eiður Jónsson. -ÆK Smáauglýsingar PV 550 5000 Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.