Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Side 32
44
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
i áPj . ••
Sitt sýnist hverjum um söiu á
myndum af forsetahjónunum.
Forsetahjóna-
mynd til sölu
„Ekki var verið að kjósa um
hver kæmist í aðstöðu til að selja
myndir og fjármagna kosn-
ingatap. Hliðstæða væri sama og
ljósmynd af ríkisstjórninni sem
ráðherrarnir árituðu og hirtu
sjálflr ágóðann."
Jón Steinar Gunnlaugsson, í
DV.
Ummæli
Upptekinn að selja
myndir
„Ég sá einhvers staðar að
hann (Ólafur Ragnar) er upptek-
inn við að selja myndir af sér.“
Ástþór Magnússon, fyrrum for-
setaframbjóðandi, í Alþýðu-
blaðinu.
Fækka nammidögum
Það gefur auga leið að mark-
maður KA-liðsins þatf að breyta
mataræði sínu, fækka
nammidögum."
Jóhann Ingi Gunnarsson, í
Morgunblaðinu.
Flokkatitringur
„Ég held að það sé meiri titr-
ingur innan Framsóknarflokks-
ins heldur en ihnan Sjálfstæðis-
flokksins."
Árni Mathiesen alþingismaður,
í Alþýðublaðinu.
Barist gegn lordum
„Hlutverk VSÍ er m.a. að
koma í veg fyrir að „lordar“
verkalýðshreyfingarinnar geti
gengið á einstök fyrirtæki og
barið á þeim.“
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, í Dagur-
Tíminn.
Stærstu blómin
Stærsta blóm sem þekkist
heitir Rafflesia arnoldii en geng-
ur undir nafninu þefilla náliljan.
Ber hún stærstu blómin. Sníkju-
jurt þessi vex á vínviðarrunnum
i Suðaustur- Asíu og blómin
verða meira en 90 cm að þver-
máli, 1,9 cm þykk og vega um 7
kg. Planta þessi ber nafn með
rentu og er afskaplega illþefj-
andi.
Blessuð veröldin
Stærsta blómstrandi
plantan
Stærsta blómstrandi planta
heims er kínverskt risabláregn
sem vex í Sierra Madre í Kali-
forníu. Það var gróðursett árið
1892 og greinar þess eru nú um
160 cm langar. Það þekur um
4000 fermetra, vegur 228 lestir og
er talið bera eina og hálfa millj-
ón blóma þær fimm vikur sem
það blómstrar. Þegar sá tími
gengur yfir er selt inn á svæðið
og er talið að um 30.000 manns
komi árlega til að sjá blómið.
Verðmætasta blómið
Bandaríska konan Alice Vong
frá Iowa vann til 10.000 dollara
verðlauna árið 1975. Það var fyr-
ir að geta komið meö fyrstu al-
hvítu morgunfrúna. Þessi verð-
laun höfðu verið í boði frá árinu
1954.
Hlýtt norðan- og
austanlands
Yfir Ermarsundi er 1025 mb hæð
og önnur álíka yfir strönd Noregs.
Um 600 km suðaustur af Hvarfi er
allvíðáttumikil 980 mb lægð sem
Veðrið í dag
hreyfist lítið. Yfir vestanverðu ís-
landi er lægðardrag sem þokast
smám saman austur á land.
í dag verður sunnan og suðaustan
kaldi eða stinningskaldi og sums
staðar hvasst austanlands. Rigning
eða súld, einkum sunnan- og vestan-
lands en einnig norðanlands og
austan. Hiti á bilinu 10 til 20 stig,
hlýjast norðaustanlands.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
suðaustan stinningskaldi og rigning
en heldur hægari og úrkomulítið
fram eftir degi. Hiti 11 til 14 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 19.49
Sólarupprás á morgun: 6.57
Síðdegisflóð i Reykjavík: 20.20
Árdegisflóð á morgun: 8.39
Veörið á hádegi í gœr:
Akureyri skýjað 16
Akurnes alskýjaö 12
Bergstaðir skúrir 15
Bolungarvik alskýjaö 14
Egilsstaðir hálfskýjað 16
Keflavíkurflugv. súld 12
Kirkjubkl. rigning 11
Raufarhöfn skýjaö 12
Reykjavík súld 13
Stórhöfði súld 11
Helsinki rigning 12
Kaupmannah.léttskýjað 15
Osló léttskýjað 15
Stokkhólmur skýjað 14
Þórshöfn alskýjað 11
Amsterdam skýjað 16
Barcelona léttskýjaö 22
Chicago skýjað 17
Frankfurt skýjað 15
Glasgow skýjað 17
Hamborg skýjað 14
London léttskýjaó 20
Los Angeles skýjaö 18
Madríd skýjað 22
Malaga léttskýjaö 24
Mallorca skýjaö 25
Paris léttskýjað 18
Róm léttskýjað 23
Valencia léttskýjaö 27
New York skýjað 19
Nuuk léttskýjað 7
Vín hálfskýjaó 16
Friðgeir Baldursson útibússtjóri:
Næsta skrefið er að læra á nöfn og götur
geir hefur búið áður og starfað á
Suðurnesjum. Hann er einnig lærð-
ur rennismíðameistari og vann í
smiðju í Njarðvík árið 1977 í eitt ár
strax eftir sveinsprófiö og bjó i
Keflavík. Þar vann hann meðal ann-
ars fyrir Grindavíkurbátana.
Friðgeir á nokkur áhugamál fyrir
utan fiölskyldu sína. „Ég hef vax-
andi áhuga á landinu. Þá á ég hlut i
góðu sumarhúsi í Borgarfírði og ég
á land í Rangárvallarsýslu og þykir
gaman að koma þangað. Síðan hef ég
áhuga á að ferðast innanlands. Ég
hef verið og búið erlendis og það er
komið að íslandi. Tvær dætur mínar
æfðu fótbolta með 6. flokki hjá
Breiðabliki og önnur þeirra er kom-
in upp í 5. flokk. Ég hef heyrt að
unglingastarf hjá Grindavík í knatt-
spyrnu sé mjög gott og vonandi tekst
stelpunum mínum að fmna sig þar
og vilji æfa með Grindavík.“
Eiginkona Friðgeirs er Björg Pét-
ursdóttir mannvirkjajarðfræðingur,
en hún er jarð- og efhaffæðikennari
við Menntaskólann í Reykjavík og
mun keyra á milli. Þau eiga 5 börn,
Eyrúnu Fjólu, 21 árs, Guðbjörgu
Evu, 17 ára, Guðrúnu Andreu, 9 ára,
Magneu Lillý, 7 ára, og einn strák,
Friðgeir Pétur, sem er rúmlega 6
mánaða. -ÆMK
Myndgátan
Kona slegin við lát mannsins Myndgátan hér aö ofan lýsir orðtaki
DV, Suðurnesjum:
„Það leggst vel í mig að vera kom-
inn til Grindavíkur. Fyrst og fremst
er bærinn mjög snyrtilegur og fal-
legur og hér er atvinnulífið þannig
að ég held að menn þurfi ekkert að
vera svartsýnir í þessum kvóta-
hremmingum sem eru að hrjá okkur
alls staðar á landinu," sagði Friðgeir
Baldursson, hinn nýi útibússtjóri
Landsbanka íslands i Grindavík.
Friðgeir tók við útibúinu 1. sept-
ember og er að koma sér ásamt fjöl-
skyldu sinni fyrir í Grindavík.
„Börnin eru byrjuð í skólanum og
tónlistarskólanum þannig að við
höfum öll kastað okkur inn í hring-
iðuna. Svo er næsta skrefið að læra
á nöfh og götur.“
Maður dagsins
Áður en Friðgeir kom til Grinda-
víkur hafði hann verið búsettur í
Kópavogi í sex og hálft ár. Áður var
hann í námi í háskólanum í Stokk-
hólmi í 5 ár og útskrifaðist þar sem
hagfræðingur. Friðgeir vann í höf-
uðstöðvum Landsbankans og vann
sem sérffæðingur í fyrirtækjavið-
skiptum. Hann þekkir töluvert til
iSL
Friðgeir Baldursson.
landsbyggðarinnar þar sem hann
vann töluvert á þeim slóðum og þá á
Vestfjörðum. „Það voru minni pláss
en Grindavík og landfræðilegar að-
stæður margfalt erfiðari." Áður en
Friðgeir ákvaö að taka við starfmu
þurfti hann að ræða við fjölskyldu
sína. „Auðvitað eiga allir sínar efa-
semdir svona stutta stund. Svona
ákvörðun tekur maður ekki nema
maður sé með betri helminginn með
sér.“
Svo skemmtilega vill til að Friö-
DV
Leikmenn Newcastle og
Manchester United voru í eldlín-
unni um helgina. Á myndinni eru
Alan Shearer og David May aö
kljást um boltann.
Mörk og
aftur mörk
Eftir viðburðarríka helgi í
íþróttum er logn á þessum vett-
vangi í dag. En fýrir þá sem
fylgjast grannt með Evrópubolt-
anum er vert að benda á Ríkis-
sjónvarpið og Stöð 2 sem sýna
ffá helstu leikjum í Evrópu og
þar er boðið upp á mikla marka-
veislu auk þess sem bestu leik-
menn í Evrópu sýna listir sínar.
! Sjónvarpinu er aðallega tekin
fyrir enska deildin og einnig eru
íþróttir
þar sagðar fréttir af stórstjörn-
um. Markaregn er á dagskrá kl.
17.15. Síðan er þátturinn endur-
sýndur kl. 23.15. Á Stöð tvö er
þátturinn Mörk dagsins á dag-
skrá kl. 22.45 og þar er ítalska
knattspyman í fyrirrúmi og sýnt
frá öllum leikjum helgarinnai-.
Spennan í knattspymunni hér
innanlands er í hámarki eftir
leiki helgarinnar en það verður
nokkur bið á að leyst verði úr
þeirri spennu því ekki verður
leikið í 1. og 2. deild fyrr en um
næstu helgi.
Bridge
Þessi „ófreskja“ kom fyrir á NM
yngri spilara í Cardiff í sumar og
olli sveiflum víða. í leik Dana og
Finna olli spilið engum vandkvæð-
um fyrir Danina í AV. Vestur opn-
aði á einu laufi, norður hindraði á
þremur hjörtum, austur sagði fjóra
tígla og vestur fjóra spaða. Við því
sagði austur sex tigla og vestur sex
spaða sem varð lokasögnin. Með
lauftrompun á hendi austurs var
ekki vandkvæðum bundið aö renna
heim tólf slögum. Á hinu borðinu i
leiknum var dramatíkin meiri.
Sagnir gengu þannig, vestur gjafari
og allir á hættu:
* D52
* KG98765
* 5
* D4
4 KG10987
«4 --
♦---
* ÁK86532
* 64
«4 42
* DG8642
4 G109
Vestur Norður Austur Suður
1 * pass 2 ♦ pass
3 * pass 6 Grönd p/h
Finnanum í austur lá ósköpin öU
á í sögnum og stökk beint í sex
grönd án þess að gefa félaga betra
tækifæri á að lýsa hendinni. Sá
samningur er ekki gæfulegur, en
Daninn í suður kom til hjálpar og
spilaði út hjarta. Eftir það útspU var
tUtölulega einfalt mál að fá 12 slagi.
SpUa ÁK í laufi og þriðja laufinu og
fá þannig 6 slagi á þann lit og tvo á
hvern hinna. í slæmri lauflegu var
áUtaf hægt að treysta á spaðasvín-
ingu tU vara. En Finninn virðist
hafa verið sleginn blindu við borðið
því eftir útspilið tók hann slagi á
drottningu og ás í hjarta, ÁK í tígli
og henti fjórum laufum i blindum.
Síðan var spaðaásinn tekinn og
spaðagosa svínað og spUið fór einn
niður. Danimir græddu því 17 impa
sem var eins gott fyrir þá, því leik-
urinn fór 15-15.
ísak Örn Sigurðsson