Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996
Fréttir
Fyrrverandi sveitarstjóri á Flateyri pakkar saman og flytur í burtu:
Fólk virðist vera mjög
óánægt og hrætt
- líst ekki á framtíð svæðisins, segir Kristján J. Jóhannesson
DV, Flateyri:
„Því er ekki að leyna að það tek-
ur okkur sárt að þuifa að flytja héð-
an þar sem ég og öll fjölskyldan höf-
um búið alla okkar tíð. Við eigum
bara ekki annara kosta völ því ég
missti vinnuna við sameininguna
og hér er ekkert að hafa þrátt fyrir
leit,“ segir Kristján J. Jóhannesson,
fyrrverandi sveitarstjóri á Flateyri,
sem var ásamt fjölskyldu sinn að
pakka saman búslóð sinni þegar DV
ræddi við hann í gær.
Kristján hefur starfað sem sveit-
arstjóri á Flateyri undanfarin 25 ár
og er fæddur og uppalinn á staðn-
um. Eins og fram kom í DV í gær er
um þriðjungur íbúa fluttur af staðn-
um síðan á sama tíma í fyrra og
fleiri eru á fórum. „Ég hef ekki
fundiö annan eins móral hjá fólki
síðan ég tók við starfi sveitarstjóra.
Mér finnst andinn afskaplega und-
arlegur og fólk virðist mjög óánægt
og hrætt, það er einhver slík tilfinn-
ing í gangi. Það er mjög undarlegt
að slíkt skuli koma upp nú á þess-
um tímamótum þegar verið er að
opna jarðgöngin, mestu samgöngu-
bót sem orðiö hefur á þessum slóð-
um. Ég á mjög erfitt með að skilja
þetta og er ekki með á nótunum
varðandi hvað er að gerast," segir
Kristján. „Það eru allt of margir að
fara héðan í burtu og það hefur ver-
ið mjög sárt að sjá á eftir rótgrónum
fjölskyldum héðan. Við förum með
miklum söknuði og ætluðum okkur
ekki að fara,“ segir hann. Hann seg-
ir vandann vera um alla Vestfirði
og ekki bundinn við Flateyri eina.
„Mér líst ekki vel á framtíð þessa
svæðis. Það er ekki bara þessi andi
hér á Flateyri. Mórallinn er um allt
og fólk er að fara allt frá Patreks-
firði og norður úr. Mér líst ekki á
þá þróun sem er í gangi. Það eru
greinilega miklir erfiðleikar alls
staðar og ég veit ekki hvemig fólk
ætlar að komast út úr
þeim,“ segir Kristján.
„Þessi hræðilegu snjó-
flóð hafa haft sín áhrif á
fólk og það er eflaust ein
skýringanna. Kvótakerf-
ið hefur síðan haft hér
gífurleg áhrif og ger-
breytt öllu útgerðar-
mynstri. Það má svo
spyrja hvort við höf-
um spilað rétt og
hvort við höfum of
lengi verið á móti
kvótanum," segir
hann. „Afnám
línutvöföldunar
hefur haft gífur-
leg áhrif auk
þess sem breyt-
ingar á reglum
um smábáta-
kvóta og
stein-
bítskvótinn
hafa haft
mikil áhrif.
Það er
búið að
taka nán-
ast allt
af þessu
svæði.
Það er
alveg
ljóst
að
svæðið þolir ekki svona áfram-
hald. Byggðastofnun spáði
fyrir nokkrum árum
eyðingu byggðar
eftir alda-
mót.
Hingað til hefur sú spá gengið eftir
og ef menn ætla ekki að sjá þetta
fara í eyði verður að bregðast strax
við og snúa þróuninni við,“ segir
Kristján. -rt
Kristján J. Jóhannes-
son, fyrrverandi sveit-
arstjóri, var að pakka
niður búslóð sinni
þegar DV ræddi við
hann í gær. Hann seg-
ist hafa áhyggjur af
framtíð Vestfjarða og
að fólk sé að flýja allt
svæðið. Hann segir
fólk vera bæði óá-
nægt og hrætt og
mórallinn á Flateyri
sé óskiljanlegur í Ijósi
þess að Vestfjarða-
göngin, mesta sam-
göngubót síðari tíma,
séu nýkomin í gagnið.
DV-mynd BG
Fólskuleg árás á 16 ára pilt viö Rimaskóla:
Sleginn og sparkað
hrottalega í höfuð hans
- enn ein árásin í Rimahverfi í Grafarvogi
Sindri Fannar Knútsson, 16 ára
gamall, varð fyrir fóiskulegri árás
jafnaldra síns fyrir utan Rimaskóla f
fyrrakvöld. Hann er með stóran og
Ijótan skurð fyrir ofan vinstra auga.
DV-mynd S
„Ég var að tala við vinkonu mína
þegar strákurinn kom að en ég
hafði aldrei séð hann áður. Hann
var með hótanir og sagðist ætla að
berja mig þar til hann væri búinn
að ganga frá mér. Því næst sló hann
mig í höfuðiö og við það missti ég
gleraugun. Ég beygði mig niður og
ætlaði að ná í þau en þá sparkaði
hann fast í höfuðið á mér,“ segir
Sindri Fannar Knútsson, 16 ára
gamall, en hann varð fyrir fólsku-
legri árás við Rimaskóla í Grafar-
vogi í fyrrakvöld. Þetta er enn ein
árásin sem á sér stað í Rimahverfi
að undanfórnu.
Árásarmaðurinn var jafnaldri
Sindra en hann var handtekinn hjá
vini sínum i Kópavogi síðar um
nóttina. Sindri segist aldrei hafa séð
árásarmanninn áður og árásin hafi
verið algerlega að tilefnislausu.
Sindri fékk stóran og ljótan skurð
fyrir ofan vinstra auga og var flutt-
ur í sjúkrabO á slysadeild. Sindri
var heppinn að hann skyldi ekki
slasast meira en raun ber vitni mið-
að við að sparkað var af afli á við-
kvæman stað á höfði hans.
Hljóp í burtu
„Ég náði að komast á lappir og
hljóp í burtu. Ég tók stefnuna á
verslunina Rimaval sem er rúmlega
hundrað metra í burtu. Ég sá að
hann elti mig og ég var smeykur við
að hann næði mér. En ég náði að
komast inn í búðina og þar var af-
greiðslumaður sem hjálpaði mér og
hringdi á lögregluna. Það blæddi
mikiö úr höfðinu á mér og ég var
hræddur um að ég myndi jafnvel
missa sjónina á auganu. Það fóru
óteljandi hugsanir um huga minn á
þessum stutta tíma sem árásin og
eftirfórin stóð yfir. Síðan kom lög-
reglan og þá varð ég rólegri.
Ég er ákveðinn í að kæra árásar-
manninn og mun gera það þegar ég
er kominn með lögfræðing. Ég tel
hann hafa verið undir áhrifum ein-
hverra vímuefna. Það voru fleiri
strákar með árásarmanninum og
þeir voru inni í sendiferðabíl þegar
hann réðst á mig,“ segir Sindri.
-RR
Þú getur svarað þessari
spurningu með því að
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Já 1 Noi 2
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Á að leyfa sölu á áfengum
gosdrykkjum í
matvöruverslanir?
i>v
Kristján Einarsson, starfsmaður
Orkubús Vestfjarða. DV-mynd BG
Flateyri:
Sárt að sjá á
eftir vinum og
vandamönnum
DV, Flateyri:
„Það vantar hér fjölbreyttara at-
vinnulíf. Það er sárt að sjá á eftir
vinum og vandamönnum í burtu,"
segir Kristján Einarsson, starfsmað-
ur Orkubús Vestfiarða á Flateyri.
Hann segir ákveðinn tómleika
fylgja því að sjá á eftir fólki burtu
úr plássinu og margir séu enn
óráðnir hvað varðar áframhaldandi
búsetu á staðnum. „Það er að vísu
næg atvinna hér en hún er bara svo
einhæf,“ segir Kristján. -rt
Stuttar fréttir
Stækkun frestað
Stjóm Jámblendiverksmiðj-
unnar á Gmndartanga ákvað í
gær að fresta áformum um
stækkun verksmiöjunnar.
Emma að koma
Emma Bonino, sjávarútvegs-
stjóri Evrópusambandsins, er
væntanleg í opinbera heimsókn
til íslands í dag. Samkvæmt
RÚV ætlar hún m.a. að leita
stuðnings forseta íslands við
hugmyndum um alþjóðlegan
mannréttindadómstól.
Met hjá islandsflugi
íslandsflug hefur slegið met í
farþegaflutningum það sem af er
árinu. Flutningamir hafa aukist
um 17% miðað við sama tíma í
fyrra. Farþegum í ágúst sl. fiölg-
aði um 31% milli ára.
HÍK mótmælir
Stjórn Hins íslenska kennai-a-
félags, HÍK, hefur sent frá sér
ályktun þar sem mótmælt er öll-
um áformum um niðurskurð í
menntamálum.
Vænleg síldarsala
Mikil bjartsýni ríkir um síld-
arsölu á vertíðinni í haust og
vetur. Samkvæmt Mbl. er búist
við aukinni eftirspum og verð-
hækkunum.
Hækkandi ávöxtun
Meðalávöxtun í þremur flokk-
um spariskírteina ríkissjóðs
hækkaði í útboði í gær um
0,06-0,44% frá síðasta útboði.
Mest var hækkunin í 10 ára skír-
teinum.
Teikningar afhentar
Teikningar af 2 þúsund fer-
meti-a nýrri virkjunarbyggingu
að Nesjavöllum voru afhentar
Hitaveitu Reykjavíkur í gær-
morgun. Samkvæmt Stöð 2 er
allt til reiðu og löngu búið að
bora þær holur sem til þarf.
Hvammsvík seld
Veitustofnanir Reykjavíkur
hafa keypt Hvammsvík í Kjós af
Lögreglufélagi Reykjavíkur fyrir
26,2 milljónir króna. Sjálfstæðis-
menn í stjóm Veitustofnana eru
andvígir kaupunum.
-bjb