Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Side 3
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 3 DV Fréttir Hringirnir við Nesstofu Rannsóknir liggja niðri Það eru nú nokkur ár síðan tor- kennilegir hringir, greinilega gerðir af mannahöndum, fundust vestur og norður af Nesstofu á Seltjamarnesi. Þeir eru hlaðnir úr torfi, eru mis- stórir og ekki er vitað nákvæmlega um aldur þeirra, þó svo að þeir séu taldir vera frá fyrstu öldum land- náms, eða frá því um 900. Hringirnir sáust fyrst á loftmynd árið 1980 en rannsóknir á þeim voru hafnar árið 1993 af þeim Kristni Magnússyni, formanni Nesstofu- safns, og Þorvaldi Friðrikssyni fom- leifafræðingi. Þá var grafinn prufu- skurður og kom þá í ljós að í torfi, sem var í hlöðnum vegg, fannst greinilegt öskulag, svokallað land- námslag úr gosi frá því um 900. Ekkert mannvistarlag fannst við rannsóknina og var út frá því talið að ekki hefði verið um mannabú- staði að ræða. Rannsóknir hafa nú legið niðri í nokkurn tíma en Orri Vigfússon fornleifafræðingur stóð fyrir sýna- töku í sumar. Guðmundur Ólafsson fornleifa- fræðingur sagði að annað hefði ekki verið gert, enda myndi það kosta mjög umfangsmiklar fornleifarann- sóknir ef rannsaka ætti þetta ná- kvæmar. „Við vitum að þetta er mannvirki, ekki náttúrusmíð, hlað- ið úr torfi og grjóthejlur fyrir innan. Að öðru leyti kom ekkert út úr skurðinum. Það er erfitt að segja til hvers hringirnir voru gerðir eða hver notkunin var.“ Er áhugi fyrir frekari rannsókn- um? „Þetta er spurning um forgangs- röðun, við höfum ekkert fjármagn til að stunda þarna frekari rann- sóknir.“ -ggá Nýjar vörur \y\\ — frábær verö! \ <» o Undrahaldarar frá 990 kr. Satin-undrahaldarar 1.590 kr. G-strengsbuxur 290 - 590 kr. Brjóstahaldarar frá 690 kr. Satín-hlíranáttkjólar frá 1990 kr. Vinsælu jogginggallarnir komnir a; r. 3.200 sendui um COS Glæsibæ sími 588 5575 COS meö verð fyrir þig! Síbrotamaður ^ dæmdur: Akærði hlaut þriggja ára fang- elsisdóm - fyrir þjófnaði í júní Sigurður Hólm Sigurðsson, 33 ára gamall Reykvíkingur, hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í þriggja ára fangelsi auk 455 þús- und króna skaðabótagreiðslu fyrir þjófnaði sem hann framdi í lok júní sl. Sigurði Hólm var gefið að sök að hafa brotist inn í hús að Samtúni 16 laugardaginn 29. júní sl. og stolið þaðan ýmiss konar raftækjum og skartgripum að verðmæti um 455 þúsund krónur. Þá var Sigurði Hólm gefið að sök að hafa í félagi við annan stolið samtals 59 þúsund krónum af reikningi konu hjá Is- landsbanka með þvi að nota debet- kort konunnar og leyninúmer sem sem hann hafði komist yfir með þjófnaði. í dómnum kom m.a. fram að Sig- urður Hólm á að baki langan feril afbrota. Frá árinu 1979 hefur hann hlotið 30 refsidóma og hefur honum verið gerð tæplega 14 ára refsivist í þessum dómum. Þá hefúr hann ver- ið sektáður nokkrum sinnum, ýmist fyrir ölvun, fikniefna- eða umferðar- lagahrot. Þá þykir löngu fullreynt að ákærði lætur ekki skipast við refsingu og ekki til annars að líta en hagsmuna almennings af því að hafa hann óskaðlegan. Dómsorð eru þau að ákærði, Sig- urður Hólm Sigurðsson, sæti fang- elsi í 3 ár. Frá refsingunni dregst 10 daga gæsluvarðhaldsvist hans. Ákærði greiði 445 þúsund krónur í skaðabætur vegna þjófnaðar. Ákærði greiði einnig 20 þúsund í saksóknaralaun til ríkissjóðs og verjanda sínum 20 þúsund krónur í málsvamarlaun. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. -RR SVARTI SVANURINN 10ÁRA AFMÆLISTILBOÐ: Pylsa + Súperdós Coke/Pepsi 175 kr. 2m WARfú SVANURINN ir þú kaupir notaðan bí >kkur fylgir allt þetta: Vetrardekk Vetrarskoðun smurstöðvar Heklu: • skipt um olíu á vél • ísvari á rúðusprautu • frostlögur mældur • silicone á hurðargúmmí • smurt í læsingar og lamir • olíusía athuguð • loftsía athuguð • rúðuþurrkur athugaðar • ljósaperur athugaðar • reimar athugaðar • pústkerfi athugað • drifhosur athugaðar '4 -SIMI 56!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.