Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 Fréttir_____________________________________________________________________________pv Fyrirhugaðar stóriðju- og virkjunarframkvæmdir hér á landi: Tugmilljarða fjarfest- ingar til aldamóta - skapa þúsundir starfa á byggingartíma og hundruð til frambúðar ef af verður Fyrirhugaðar framkvæmdir í stór- iðju og vatns- og gufuaílsvirkjunum til aldamóta koma til með að skapa hundruð starfa á byggingartímanum og til frambúðar ef af verður. Ljóst er að hér eru á ferðinni tugmilljarða króna íjárfestingar sem eiga eftir að skila miklu í þjóðarbúið. Þá er átt við stækkun álversins í Straumsvík, virkjanir á Nesjavöllum, álver Col- umbia Ventures á Grundartanga, stækkun Jámblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og virkjanir sem Landsvirkjun þarf að ráðast í á há- lendinu til að sinna orkuþörf stór- iðjuframkvæmdanna. Allar eru þess- ar framkvæmdir háðar hverjar annarri. Stækkun í Straumsvík Stækkun álversins í Straumsvík hófst í sumar og er langt komin. Hér er um 14 milljarða króna fram- kvæmd að ræða sem skapar hátt í 400 störf á byggingartímanum. Stefnt er að því að framkvæmdum verði að fullu lokið árið 1998 og skapi 80 ný störf til frambúðar. Framleiðslugeta ísal eykst úr 100 í um 170 þúsund tonn á ári með stækkuninni. Nesjavallavirkjun Sem kunnugt er hafa Reykjavíkur- borg og Landsvirkjun komist að samkomulagi um raforkuframleiðslu á Nesjavöllum. Um 5 milljarða króna fjárfestingu er að ræða. Fyrsti áfangi á að vera tilbúinn 1. október 1998 en samningurinn er m.a. háður því að endanlegir samningar takist við Col- umbia Ventures. Forráðamenn Reykjavíkurborgar fullyrða að virkj- anir að Nesjavöllum skapi 7-8 þús- und störf á byggingartíma og 700-800 störf til frambúðar. Álver Columbia Eins og kom fram í DV í gær hef- Mkr. ÍOOOO Fjárfestingar Landsvirkjunar - vegna álvers Columbia og stækkunar Járnblendiverksmiöju - ÉHÉÉRHHBHI -v 1 í :■■! .WmœiMl '-HHE 1996 1997 1998 1999 2000 Ársverk , 500 .-....... Arsverk 400 300 200 100 ~mm Columbia Ventures áformar 60 þúsund tonna álver á Grundartanga og hafa forraöamenn fyrirtækisins veriö í viöræöum viö Landsvirkjun og stjórnvöld. Aöstoöarforstjóri Columbia, James Hensel, átti fund í gær meö forráöa- mönnum Landsvirkjunar og forstjórinn, Ken Peterson, er væntanlegur í kvöld. DV-mynd Pjetur ur stjórn Landsvirkjunar samþykkt uppkast að raforkusamningi viö bandaríska fyrirtækiö Columbia Ventures um byggingu 60 þúsund tonna álvers á Grundartanga. Ef end- anlegir samningar nást er reiknað með að Columbia taki til starfa um mitt ár 1998 og skapi á byggingar- tíma um 350-400 störf. Til frambúðar gætu 100-150 manns fengið vinnu í álveri Columbia. Hér er 10 milljarða króna fjárfesting á ferðinni. 24 milljaröa virkjunarfram- kvæmdir Ef af stóriðjuframkvæmdum verður þarf Landsvirkjun að ráðast í virkjunarframkvæmdir upp á tug- milljarða króna á næstu árum. Þeg- ar eru sumar framkvæmdanna hafnar, fyrst og fremst vegna stækk- unarinnar í Straumsvík. Þá er verið að tala um stækkun Kröflu, stækk- un Blöndulóns, 5. áfanga Kvísla- veitu og aflaukningu Búrfellsvirkj- unar. Eins og kemur fram á meðfylgj- andi grafi þarf Landsvirkjun að ráð- ast í alls 24 milljarða króna fram- kvæmdir til aldamóta vegna álvers Columbia og stækkunar Jámblendi- verksmiðjunnar. Þar af er 6 millj- arða fjárfesting vegna stækkunar ísal t Straumsvík. Mestu umsvifin verða árin 1997-1999 eða fram- kvæmdir upp á 22 milljarða. Inni í þeim tölum eru hækkun Lax- árstíflu, Nesjavallavirkjun, frekari stækkun Kröflu, Hágöngumiðlun og síðast en ekki síst Sultartangavirkj- un sem verður fjárfrekasta fram- kvæmdin. Landsvirkjun hefur reiknað út að ársverk við þessar virkjunarfram- kvæmdir til aldamóta verða um 1.260. Á næsta ári skapast 380 árs- verk, 480 árið 1998 og 270 árið 1999. Árið 2000 er reiknað með að fram- kvæmdum verði að mestu lokið hjá Landsvirkjun. Talsvert fram undan ef allt gengurupp Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði við DV að vissulega væru blikur á lofti um að ráðist yrði í stórframkvæmdir á næstu árum. En það væri alls ekki í hendi. Átti hann þá einkum við samningaviðræður við Columbia Ventures. „Því lengur sem menn ræða sam- an því nær komast þeir niðurstöð- um. Margt er þó enn ósamið um. Það er eftir að semja um ýmis önn- ur atriði en raforkuverð. Reynslan sýnir okkur að samningur er ekki kominn á fyrr en hann hefur verið undirritaður. Því er ekki rétt fyrir þjóðina að fara að eyða út á þennan vonarpening. Ef af álveri Columbia verður þá verður ekki ráðist í þær framkvæmdir fyrr en að lokinni stækkun álversins í Straumsvík. Ef við gefum okkur að allt saman gangi upp þá er talsvert framundan sem hefði verulega þjóðhagslega þýðingu. Það er alveg morgunljóst,“ sagði Finnur. Nauösynlegt aö skapa svig- rúm „Það er auðvitað Ijóst að þessar framkvæmdir eru töluvert umfangs- miklar. Ef af þeim verður er nauð- synlegt að skapa svigrúm fyrir þær í þjóðarbúskapnum án þess að þær stefhi stöðugleikanum í tvisýnu og auki verðbólgu. Stjómvöld verða að kanna hvort þau geti frestað ein- hverjum opinberum framkvæmdum og aukið aðhald í ríkisfjármálum. Það er grundvallaratriði,“ sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, í samtali við DV. -bjb Dagfari Vestfirðingar hrekjast burt Það á ekki af Vestfirðingum að ganga. Tveim heimsóknum forseta íslands til Vestfjaröa er nýlokið. Ekki gekk það andskotalaust fyrir sig. Forsetanum varð á að nefna að samgöngubætur væru nauðsynleg- ar vestur á Baröaströnd eftir að hafa hossast þar í vegleysunum í fjóra daga. Alþingismenn hafa tek- ið þessari ábendingu forsetans illa og segja að hann eigi ekki að káss- ast upp á annarra manna jússur. Þeir segja að margur vegurinn sé verri en vegimir fyrir vestan og forsetinn eigi ekki að skipta sér af vegamálum frekar en öðrum þjóð- þrifamálum á íslandi. Forsetar em nefnilega kjömir til að halda kjafti og segja aldrei neitt sem máli skiptir. Allt útlit er sem sagt fyrir því að herra Ólafur Ragnar hafi eyðilagt síðasta tæki- færi þeirra Barðstrendinga til að eignast almennilega vegi til að komast í burt. Og er nú hver að verða síðastur. Þess sjást glöggt merki í DV í gær. Á blaðsíðu 2 seg- ir frá því hvemig kennslukona hef- ur verið hrakin frá Birkimelsskóla í Vesturbyggð eftir skipulagða her- ferð gegn henni og raunar heldur kennslukonan því fram að samsær- ið gegn henni hafi verið samansett af mútugreiðslum og mafiustarf- semi. Henni er ekki lengur vært fyrir vestan. Á blaðsíðu 5 í sama DV-blaði segir Elísabet Pétursdótt- ir, bóndi og handverkskona, sínar farir ekki sléttar. Hún hefur vonast eftir fyrir- greiðslu fyrir loðdýrarækt og lagt allt sitt undir, en svo kemur t ljós að engin fyrirgreiðsla fæst og jafn- vel bróðir hennar i Önundarfirðin- um hefur lagst á árar með þeim sem vilja hana í burt. Málið er því andstyggilegra að konan fékk í upphafi styrk til að hefja fram- kvæmdir við loðdýrabúið og var þannig tæld út í fenið til þess eins að koma henni í koll. Elísabet hyggst flytja til Danmerkur. Á blaðsíðu 7 er skýrt frá því að landflótti sé hafinn frá Flateyri. Þriðjungur íbúanna er á forum. Þar ræður mestu innansveitar- kvótabrask, sem gerir það aö verk- um að landverkafólk vill ekki vinnu og Flateyri er orðin að ver- búð fyrir útlendinga. Þingmenn telja að stefni í eyðingu byggðar á Vestfjörðum. Sem er auðvitað til hagræðis fyrir þingmennina, sem hafa ekkert nema ónæði af fólki sem vill búa fyrir vestan. Næst þegar forsetahjónin ferðast um á Vestfjörðum í opinberri heimsókn munu þau finna útlend- inga eina fyrir, óatkvæðisbæra og mállausa á íslenska tungu, sem munu undrast á þessu íslenska fólki sem leggur allt í einu leið sína á þessar slóöir! Alvarlegasta mál þeirra Vestfirðinga er þó fært í let- ur á blaðsíðu 12 í DV í gær. Þar segir að Vestfjarðagöngin séu full af gúanói og megnan óþef leggi út úr göngunum vegna úrgangs fisks og beina sem þar liggur eins og hráviði. Ókosturinn við göngin er nefhilega sá að þar rignir ekki til að skola skítnum í burt og í ljós er að koma að þessi nýju Vestfjarða- göng eru til mikillar óþurftar þar vestra. Bæði óþurftar og óþefs. Kannske að Vestfirðingar ættu að bjóða forseta vorum vestur á firði í hið þriðja sinn og fara með hann í gegnum göngin svo hann geti lagt til að þeim verði lokað. Forsetinn hefur áhuga á sam- göngubótum fyrir vestan og aldrei að vita nema menn taki mark á honum ef hann kemur með tillögur til spamaðar! Állavega er ljóst að mikið neyð- arástand er að skapast á Vestfjörð- um þar sem fólk er ýmist hrakið úr störfum, hrakiö úr byggðarlögun- um ellegar verður að taka um nef sér til að finna ekki lyktina sem lekur af slorinu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.