Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 Spurningin Hvert er uppáhaldssjón- varpsefniö þitt? Indriði Bjömsson, efnafræðingur hjá Frigg: Fréttatíminn. Pétur Þorkelsson, tæknistjóri hjá Fróni: Ætli það séu ekki fréttir. Bergsteinn Gunnarsson nemi: Enski boltinn. Erlingur Guðbjörnsson sjómað- ur: Fréttir og íþróttir. Guðmundur Óli Sveinsson sjó- maður: Fréttir og íþróttir. Öm Ingólfsson sölumaður: Ýmsir þjóðlegir þættir eins og hjá Ómari Ragnarssyni skara fram úr. Lesendur Framvinda efnahags- mála stefnir í óvissu Erlendur gjaldeyrir streymir úr landi og aðhald í öllum greinum er óumflýj- anlegt, segir m.a. í bréfinu. Bjöm Magnússon skrifar: Likast til hafa þeir sem undanfar- ið hafa fullyrt að hér væri verð- bólgu haldið niðri með eins konar handafli haft rétt fyrir sér. Það er a.m.k. staðreynd að verðbólgan hér er nú komin á skrið og eykst hrað- ar en æskilegt er og er nú þegar meiri en í viðskiptalöndum okkar - og líkast til meiri en hún er skráð opinberlega. Aukning verðbólgunnar er sögð m.a. tengjast hækkun á innflutn- ingsverði. Þarna er sannleikurinn ekki sagður nema hálfur. Hinn napri sannleikur er sá að innflytj- endur hafa sjálfir hækkað eða „látið hækka“ innflutningsverð, a.m.k. á pappírunum, til að fá meiri álagn- ingu hér heima. Þetta er alþekkt bragð í vanþróuðum löndum. Og þessari blekkingu beittu t.d. margir islenskir kaupmenn við myntbreyt- inguna sællar minningar og hækk- uðu nánast alla hluti sem þeir þorðu. Og svo streymir erlendur gjald- eyrir út úr landinu - til ferðalaga og með greiðslukortum beint inn á er- lenda sparireikninga einstaklinga sem víla ekki fyrir sér að hafa þann háttinn á til að safna sér erlendum gjaldeyri. Hann mun hækka fyrr en varir. Auðvitað átti að setja, og það fyrir löngu, einhverjar hömlur á út- streymi gjaldeyris, annaðhvort með svo sem 10% álagi, líkt og gert var í tíð eins fjármálaráðherra Alþýðu- bandalagsins fyrir nokkrum árum, eða þá með því að draga úr hinum takmarkalausa gjaldeyrisskammti til almennra ferðalaga og skemmti- siglinga. Þetta verður nú að fram- kvæma innan skamms, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Vaxandi og ótrúlegur viðskipta- halli stefnir og framvindu efnahags- mála hér í verulega óvissu taki sfjómvöld ekki upp breytta stefnu með aðhaldi í ríkisíjármálum. Það vantar ekki að íslendingar hafa afl- að vel til sjós og lands á síðustu 4-5 árunum. En sparnaðurinn er nán- ast enginn. Vitna má í orð Afla ríka á Neskaupstað sem sagði í viðtali í DV um sl. helgi að ríkidæmi byggð- ist ekki upp á því að þéna sem mest heldur á sparnaði. Það er nú komið að því að taka ráðin af fólkinu og „neyða“ það til spamaðar. En það er líka undir stjórnvöldum komið hvort þau sjálf þora að efna til slíks fordæmis. Ef ekki verður sjálfhætt og engin leið til bjargar íslenskum efnahagsmálum. Politiskar hreinsanir í Vesturbyggð? Ragnar Guðmundsson, Brjáns- læk, skrifar: Yfirstjórn sveitarfélagsins, með bæjarstjóra í fararbroddi, virðist nú vera að hefja hreinsanir óæski- legra einstaklinga úr störfum á Barðaströnd og er það sú hlið sem að skólamálum snýr. Segja má að ró hafi verið hvað þau varðar síð- ustu tvö ár, eða síðan skipt var um skólabílstjóra, en uppþot skapaðist er fyrrverandi skólabílstjóri fékk ekki endurráðningu vegna meintra brota sem ekki vom talin við hæfi starfsmanns sem með böm hafði að gera. Því máli lauk reyndar án nið- urstöðu - að fengnu áliti tilkvaddra aðila var maðurinn ekki endurráð- inn, væntanlega af öryggisástæð- um. Virðist nú sem fólk það er að nefnd- um bílstjóra stóð hafi náð vopnum sínum og engu gleymt og hyggist nú í skjóli meirihlutavalds bæjar- stjómar ná fram hefndum. í stað þess að endurnýja starfssamning við núverandi bllstjóra, svo sem hann bauð, er akstur boðinn út - sjálfsagt lýðræðislegt þótt ávinning- ur sjáist ekki. En þetta er bara hluti málsins. Fjölskyldur sem tengjast brottvikna bUstjóranum beint knýja nú fram hefndir. Víkja skal ráðnum leiðbeinanda (konu) við bamaskólann úr starfl þar sem sambýliskona margnefnds bUstjóra kvaðst ekki vUja vinna með henni. Áviröingarbréf er skrif- að tU höfuðs umræddum leiðbein- anda sem aðeins er kynnt efni þess en fær það ekki afhent. Málið er síðan keyrt í gegnum bæjarráð og því falið að víkja konunni úr starfi, væntanlega til að sambýliskona margnefnds bUstjóra geti tekið tU starfa á ný. Greinarkorn þetta skrifa ég tU að lýsa furðu minni og ógeði á starfs- aðferðum sem hér er beitt. Ég spyr því: Er þetta hægt? Og hvað verður næst? Ég hef kosiö að nefna engin nöfh af tillitssemi við fólk. Sú nafn- leynd er ekki heUög og stendur vafalaust ekki lengi. Engin salerni á gönguleiðinni Gönguleiöin góða er mikil samgöngubót fyrir fótgangandi - en salernisaö- stööu er hvergi aö finna á leiðinni. Silli skrifar: Við hjónin höfum nokkmm sinn- um gengið hina skemmtUegu leið með fram sjónum vestan úr bæ og aUt inn í EUiðaárdal. í góðu veðri er þetta hrein heUsubót og irni leið ákjósanlegt ferðalag á tveimur jafn- fljótum. Þama er margt um mann- inn, bæði gangandi og á reiðhjólum sem hafa afmarkaða braut. Áber- andi er hve margir bjóða góðan dag, án þess að þekkjast - ekkert nema gott um það. Batnandi þjóð og sífeUt kurteisari er best að lifa. Gangan öU getur tekið drjúgan tíma ef ekki er gengið því hraðar. En ástand fólks ræður ferð og hraða. Bekkir era víða með fram gönguleiðinni, en ekkert salemi, og kemur sér iUa af eðlUegum ástæð- um. Engin ástæða er tU annars en að hafa salerni a.m.k. einhvers staðar á leiðinni. Brúin yfir Kringlumýrarbraut er þarfaþing. Svona göngubrýr er nauðsynlegt að setja upp víðar, yfir mestu umferðaræðarnar. í það heUa tekið má segja að gönguleiðin góða með fram sjónum sé ein sú mesta samgöngubót fyrir fótgang- andi og alla sem vUja leggja land undir fót eftir höfuðborginni endi- langri. DV Vinnumálasam- bandið enn lifandi? Guðjón Sigurðsson skrifar: Ég hélt að Vinnumálasamband samvinnufélaganna væri löngu dottiö upp fyrir sem alvöraaðUi á vinnumarkaðinum. Birtist þá ekki yfirlýsing frá talsmanni Vinnumálasambandsins (þessum bjartsýna með samanbitnu var- irnar) þar sem hann varar við hugmyndum um almennar launa- hækkanir - segir að vísu mega semja um kjarabætur en með al- veg sérstökum skilyrðum, svo sem betri nýtingu vinnutíma. Heyr á endemi! Mér finnst nú að þessi talsmaður Vinnumálasam- bandsins, sem ég hélt að væri steindautt, hafi ekki efni á að predika um nýtingu vinnutím- ans. Eða því beitti SÍS ekki þessu ráði á sjálft sig áður en það dó? Forsetinn og heimsverslunin Andrés hringdi: Mikið hefur verið spilað i frétt- um úr ræðu forseta íslands þar sem hann ræðir framtíö Vest- Qaröa. Þá minnist hann á heims- verslun sem þar hafi verið stund- uð í formi beinna siglinga, m.a. til Spánar. En hvers vegna lagðist heimsverslunin á Vestfjörðum af? Væntanlega ekki vegna þess að enginn grundvöllur var fyrir henni lengur? Þetta rugl um framtíð Vestfjarða er ekki sæm- andi æðsta ráðamanni þjóðarinn- ar. Ekki fremur en hugmyndin um þjóðarátak í vegagerð fyrir Barðstrendinga. Þessu svæði öllu á að loka með keðju. Og það sem allra fyrst. Slappar sjón- varpsfréttir K.Ó. skrifar: Furðulegt fannst mér að sl. mánudagskvöld, daginn sem Seðlabankinn birti yfirlýsingu sína um vaxtahækkun og aðhald í ríkisfjármálum, kom aðeins stutt frétt í sjónvarpsstöðvunum um málið og sá eini sem rætt var við var Þórarinn í VSÍ. Hér var þó tilefni til uppsláttar og viðtala við ýmsa aðila, ekki síst ein- hverja ráðherrana og aðila vinnumarkaðar, kaupmenn og einhverja á fórnum vegi - en ekk- ert slíkt. Hvílíkar fréttastofur, hvílík deyfð, slappleiki og leti. Þökkum Hitler flugvellina og fleira Sigfús skrifar: Það er ekki allt sem sýnist í henni veröld - og aldrei allt þakkað. Það er heldur ekkert víst að þakka eigi allt sem kem- ur eða verður, jafnvel þótt það sé til bóta. Hver skyldi vilja þakka Adolf Hitler (óbeint þó) fyrir margt það sem kom með og eftir seinni heimsstyrjöld? Hefði það kannski komið hvort sem var? Öragglega ekki. Ekki hefði kom- ið hér stór alþjóða-millilanda- flugvöOur nema vegna stríðsins og varla ReykjavíkurflugvöUur. Þökkum Hitler a.m.k. fyrir flug- veUina og kannski eitthvað fleira. Burt með Sjónvarpið Áslaug hringdi: Ég er fokvond út af lélegri dag- skrá Sjónvarpsins. Þetta eru orðnir mest ft-amhaldsþættir, eins og t.d. í kvöld (þriðjudag): Fraiser (2. þáttur af 24), Auðlind- ir hafsins (2. þáttur af 3) og Tvíeykið (4. þáttur af 6). Sjón- varpið er ekkert orðið. Má ekki bjóða það Stöð 3 tU sölu? Burt með Sjónvarpið (ekki hljóðvarp- ið), enda mikiU ómagi á okkur skattgreiðendum öllum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.