Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingan 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efrii blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sinnuleysi um þjóðminjar Dularfullir hringir uppgötvuðust fyrir tilviljun vestur og norður af Nesstofu á Seltjamamesi fyrir nokkrum árum, þegar þekktur ljósmyndari var í flugvél yfir svæð- inu. Hann tók loftmynd af hringjunum, sem vöktu mikla athygli, þegar myndin birtist í fjölmiðlum. Síðan hefur verið grafið í hringina í tilraunaskyni. í ljós kom, að þeir em hlaðnir úr torfi af mannavöldum, misjafnir að ummáli, en allir afar nákvæmir að hring- máli. Einnig kom í ljós, að þeir em mjög gamlir og hnign- ir, en ekki er þó enn vitað, hversu gamlir þeir em. Enginn hefur getað skýrt, hvers vegna hringimir vom hlaðnir, hvenær og hvers vegna þeirra er ekki getið í heimildum. Hugsanlega er um að ræða einhverja tilvilj- un, sem varpar engu ljósi á sögu lands og þjóðar, en einn- ig getur verið, að þeir lúri á markverðum minningum. Hringimir em að því leyti merkari fomleifar en kuml- in, sem sífellt em að finnast, að þeir era einstæðir í sinni röð, en ekki enn ein útgáfan af því, sem alltaf er verið að grafa upp. Fomleifafræðingar og sagnfræðingar ættu að vera á kafi í rannsóknum á hringjunum. Því miður em ráðamenn fomleifarannsókna svo lok- aðir inni í gömlum mynztrum, að áður óþekkt fyrirbæri vekja ekki sama áhuga þeirra og hundraðasti fundur áður þekktra fyrirbæra. Þeir hafa sagt hringina áhuga- verða, en síðan þurrkað þá að mestu úr vitund sinni. Þjóðminjavörður og fomleifafræðingurinn, sem rann- sakaði hringina, hafa að vísu reynt að koma á framfæri óskum um, að bæjarstjóm Seltjamamess raski ekki hluta af hringjasvæðinu með því að byggja hverfi einbýl- ishúsa ofan á þeim. Enginn þungi hefur fylgt óskunum. Fínimannsfélagið, sem fyrir nokkrum árum var stofn- að til að efla þjóðminjar og Þjóðminjasafnið, hefúr ekkert látið í sér heyra um málið, en hélt um daginn ráðstefhu, sem var sérstök aö því leyti, að þar var alls ekkert fúnd- arefiii, nema röð ávarpa ýmissa fínimanna. Þegar þeir, sem helzt ættu að ganga fram fyrir skjöldu til vemdar menningarsögunni, em svona deigir í barátt- unni, er ekki við að búast, að menningarleg peð í bæjar- stjóm sýni sögu lands og þjóðar meiri virðingu en sést af dæmi hringjanna dularfullu á Seltjamamesi. Öll er saga þessa máls sýnishom af því, hvemig þjóð- in er að glata samhengi sínu við eigin sögu. Menn yppta öxlum yflr fomleifafundi, sem getur varpað nýju og óvæntu ljósi á íslandssöguna og láta yfir sig ganga, að hluti fomminjanna sé eyðilagður með einbýlishúsum. Fornsögumar höfða ekki lengur til unga fólksins. Af- burðafólk úr fortíðinni er ekki lengur fordæmi unglinga. Menn tala í hálfkæringi um, að svokölluð gullöld þjóðar- innar hafi verið tímabil, þegar skapþungir bændur fóm af baki til að kasta grjóti hver í annan. Sagan er þó einn af þremur helztu homsteinum þess, að þjóð er þjóð út af fýrir sig, en ekki hluti af stærri þjóð. Þegar bregzt sambúðin við sameiginlega sögu, er hrun- inn einn af þremur homsteinum þess, að sjálfstætt ríki eigi sér framtíð sem þjóðríki. Það er upphaf enda- lokanna. Margir munu vafalaust komast vel af um miðja næstu öld, talandi ensku sem daglegt tungumál og slitnir úr samhengi við íslandssöguna. En þeir verða ekki íslend- ingar, heldur örlítil rykmý í risastórum menningarheimi engilsaxa. í þá átt stefhir þróunin um þessar mundir. Sinnuleysið um merkasta fomleifafund síðari ára markar vatnaskil á vegferð okkar út í þjóðahafið, sem valtar yfir sérvizkuminningar frá fánýtu eylandi. Jónas Kristjánsson Flutningur ríkisstofnana út á landsbyggðina hefur oftlega verið ræddur. Fyrir aidarfjórðungi eða svo voru settar fram tillögm- af stjómskipaðri nefnd um stórkost- lega flutninga ríkisstofnana af höf- uðborgarsvæðinu og út á land. Ekkert varð úr framkvæmdum. Samt sem áður hefur oftlega verið á það bent að flutningur rík- isstofnana út á land geti haft margvísleg æskileg áhrif í for meö sér. Þessar röksemdir eru meðal annars riíjaðar upp í skýrslu nefndar undir forsæti Þorvalds Garðars Kristjánssonar, fyj-rver- andi alþm., þar sem áttu sæti full- trúar allra stjómmálaflokka er þá áttu fulltrúa á Alþingi. Þær rök- semdir sem vora settar fram fyrir þremur árum í skýrslunni eiga við í dag. Röksemdir tíundaöar í þessari skýrslu er meðal arm- ars bent á að flutningur stofnana „stuðli að íbúafjölgun úti um land með fjölþættari atvinnutækifær- um“. Þannig megi auka umsvif i atvinnulífi landsbyggðar og styrkja ákveðnar atvinnugreinar í einstökum byggðarlögum. Enn fremur hafi verið bent á að flutn- ingur stofnana geti dregið úr mið- stýringu, stuðlaö að valddreifingu og jafnað aðstöðu þegnanna til þess að njóta þjónustu frá stjóm- sýslunni. Niðurstaðan er svo skýr: „Hér er um að ræða einn þátt þeirrar stefnu sem miðar að því að halda landinu í byggð, svo sem þjóðar- „Auðvitaö vita menn aö á ofanveröri tuttugustu öld gefa fjarskipti og samgöngur allt aöra möguleika til staösetningar fyrirtækja en áöur,“ seg- ir m.a. í grein Einars. Skiptir staðsetning ríkisfyrirtækja máli? hagur krefst.“ Þetta era veigamikil atriði sem þama era tíund- uð og gáleysislegt hlýtur það að teljast að vísa þeim á bug. Sífelld átök Nú er það svo að hver og ein einasta tiiraun til þess að flytja ríkisstofhanir út á land hefur verið mörkuð þrautum og átökum. Það var rek- ið upp mikið rama- kvein þegar Skóg- ræktin var flutt aust- ur til Egilsstaða þar sem þó er miðstöð skógræktarstarfsem- innar í landinu. Óskapleg læti urðu þegar embætti veiöi- stjóra var flutt norð- ur yfir heiðar til Ak- ureyrar. Og öllum er öragglega í fersku minni sá darraðardans sem stiginn var eftir aö ákveðið var að flytja Landmælingamar yfir Faxaflóaim og upp á Akranes. Þessi ótrúlega Kjallarinn Einar K. Guöfinnsson þingmaöur á Vestfjörö- um fyrir Sjálfstæöis- flokkinn tregða hefur verið iU- skiljanleg séð út frá efhislegum sjónarhóli. Þessar þrætur hafa miklu fremur markast af hagsmunagæslu af margs konar tagi. Það er ekki endilega ástæða til þess að gera lítið úr slíkum viðbár- um. Hins vegar eiga menn að koma hreint fram og segja ástæð- umar, í stað þess að klæða þær í dulbúning eins og svo mjög hefur verið gert. Nýir möguleikar Auðvitað vita menn aö á ofanverðri tuttug- ustu öld gefa fjarskipti og samgöngur allt aðra „Viö þær aðstæður sem nútíminn býður upp á verður stöðugt örð- ugra að halda þvi fram að stað■ setning fyrirtækja utan höfuð- borgarsvæðisins só þrándur í götu þeirra.u möguleika til staðsetningar fyrir- tækja en áður. Fyrir skömmu vakti ég til dæmis athygli á fyrir- tæki á Ísafírði sem átti vandræða- laus dagleg samskipti við aðila vestur við Kyrrahafsströnd þar sem skipst var á flóknum teikn- ingum og tækniupplýsingum. Vitaskuld þekkja menn að margs konar starfsemi á landsbyggðinni þjónar með prýði íbúum alls landsins. Og sífellt era að birtast okkur nýjar fréttir af því hvemig nútima tölvu- og fjarskiptatengsl opna mönnum bókstaflega nýjar gáttir í samskiptiun sín á milli. Landfræðileg staðsetning margs konar þjónustu er því að verða æ þýðingarminni. Þess vegna er það eðlilegt að menn reyni að flytja ríkisfyrir- tæki og stofnanir út á land þar sem það á við. Við þær aðstæður sem nútíminn býður upp á verð- ur stöðugt örðugra að halda því fram að staðsetning fyrirtækja utan höfuðborgarsvæðisins sé þrándur í götu þeirra. Þess vegna hljóta menn að huga í vaxandi mæli að þeim gildu rökum sem vitnað var til í upphafi þessarar greinar og fulltrúar allra stjóm- málaflokka tóku undir - ef menn þá á annað borð meina eitthvað með talinu um byggðarstefnu. Einar K. Guðfinnsson Skoðanir annarra Vextirnir „Hækkim peningamarkaðsvaxta og vaxta á stuttum inn- og útlánum banka og sparisjóða hefúr mismun- andi skjótvirk áhrif á markaði. Skýrast era áhrifin á skammtímahreyfingar fjármagns milli íslands og um- heimsins og ætti breytingin að óbreyttu að stuöla að auknu fjármagnsinnstreymi þar sem vaxtakjör hér á landi verða enn hagstæðari en erlendis. Þetta mun styrkja gengi krónunnar eða koma í veg fýrir sig þess á gjaldeyrismarkaði. Það hefur bein áhrif á verðlag í gegnum lægra innflutningsverð en ella hefði verið.“ Yngvi Öm Kristinsson í Degi-Timanum 25. sept. Viövörun til stjórnvalda „Aðgerðir Seðlabanka íslands til að stuðla að stöð- ugleika i verðlagsmálum og spoma viö þenslu í þjóð- félaginu era ákveðin viðvöran til stjómvalda og alls almennings, tilraun til að spyma við fótum í tima og koma i veg fyrir að verðbólga ijúki upp ... Spamað- ur er að minnka í þjóðfélaginu og erlendar skuldir að aukast. Heimilin era að auka skuldir sínar og neyzlu- breytingamar era talsvert umfram kaupmáttaraukn- ingu heimilanna. Aukinn viöskiptahalli er mikið áhyggjuefhi, að mati sérfræðinga. Hér er um mikil umskipti að ræða.“ Úr forystugrein Mbl. 25. sept. Rótgróin tortryggni „Eiga þeir sem skilgreina sig til vinstri í stjómmál- um að láta ágreining i ákveðnum málum hindra sam- fylkingu gegn íhaldsöflum landsins?... Það sem helst spomar gegn víðtæku samstarfi á vinstri væng er ekki djúpstæður hugmyndafræðilegur ágreiningur, heldur rótgróin tortryggni liðsmanna ólíkra fylkinga. í áratugi vora annars vegar alþýðuflokksmenn og hins vegar alþýðubandalagsmenn og forverar þeirra hatrömmustu andstæðingar stjómmálanna. Vitan- lega vora ýmsar sögulegar skýringar á því, en með þessu stríði var fyrst og fremst skrattanum skemmt." Úr forystugrein Alþbl. 25. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.