Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Síða 15
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 15 Gestrisni hins opinbera Kjallarínn Aöstæður í þjóð- félaginu hafa gert það eftirsóknar- vert að koma börnum á leik- skóla. Feður og mæður eru ofur- seld vinnufram- lagi sínu til þjóðfé- lagsins. Kröfur um tekjur, skatt- greiðslur og ýmis þægindi hafa ýtt fólki á vinnu- m£u-kaðinn. Stjómmálamenn hafa tekið vel und- ir óskir umbjóð- enda sinna um aukið dagvistunar- rými og hjá mörg- um hefur það ver- ið forgangsmál að herjast fýrir því. Margir hafa látið liggja að því að þjónusta hins opinbera væri nánast ókeypis. Aðeins þyrfti að greiða nokkur þúsund á mánuði fyrir gæslu. í Reykjavík nema gjöld sem for- eldrar greiða innan við 100 millj- Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri eitt bam sem nýtur þess að vera í dagvistum. Léleg nýting á heimahúsum Reyndar væri betra að segja það neyðarúrræði að eyða milljón í dagvist- un á bam þegar annað foreldrið gæti verið heimavinnandi með hluta þess fjár. Þá vænt- anlega sinnt hetur skóla- göngu og velferð ann- arra bama á heimilinu. En okkur er tamt að tala um að njóta ef einhver heldur okkur uppi og eyðir stórfé i gestrisni sinni. Léleg nýting á heima— húsum er vandamál, menn era alltaf á þeytingi. Ef ekki á hátíðir þá i fríið. Hvemig væri að vera meira heima og heina þvi fé sem nú er varið í leikskóla inn á „dagvistun" heimila. Því ekki að hafa foreldra með í ráðum þegar ákvarða á fjárhæðir til dagvist- unar. Bjóða þeim upp á valkosti eins og sjálf- „Reyndar væri betra að segja það neyðarúrræði að eyða milljón í dagvist■ un á barn þegar annað foreldrið gæti verið heimavinnandi með hluta þess fjár. Þá væntanlega sinnt betur skóla- göngu og velferð annarra barna á heimilinu. “ ónum en kostnaður vegna Reykja- víkurbarna á leikskólaaldri nem- ur hátt í tvo milljarða árlega. Fólk veit hvað það greiðir, en ekki hvemig skattfé þass er varið. Til byggingar einstakra leikskóla er varið allt að 100 milljónum. Siöan þarf að reikna með af- skriftum og viðhaldi, fjármagns- gjöldum og fleim. Þá má reikna með kostnaði við akstur til og frá dagheimili upp á hundruð millj- óna. Allur þessi kostnaður getur numið hátt í milljón á ári á hvert stæðismenn reyndu að brydda lítillega upp á þegar þeir vora við völd. Best væri að taka aldrei leik- skólapeninginn af foreldrum i formi skatta. Opinber útdeil- ing fjármuna býður ávallt upp á misrétti - mis- munun. Vistun á opinberum heim- ilum ætti aðeins að vera neyðarúr- ræði eins og Sameinuðu þjóðimar skilgreina þá þjónustu á einum stað. Hátíð í bæ fyrir bí Reykjavikurborg hélt nýlega upp á 210 ára afmæli með nætur- hátíð fyrir tug milljóna. Þátttak- endur vom innan við 10% íbúa, aðallega unglingar á næturrölti. Foreldra vantaði. Líklega að hvíla „Léleg nýting á heimahúsum er vandamál, menn eru alltaf á þeytingi. Ef ekki á hátíðir, þá í fríiö.“ sig eða að undirbúa næstu vinnu- viku. Stjómmálamenn telja sig fara eftir ákveðnum þörfum ibúa og keyra málin í gegn með tilheyr- andi kostnaði. Ekki síst í félagsleg- um málum. Síðan er kvartað yfir litlu rekstrarfé þrátt fyrir aukna innheimtu. Greiðendur og notend- ur era alls fjarri, varla spurðir. Aðhald borgarbúa er ekki nóg og óskýr skilaboð á fjögurra ára fresti. Þetta á ekki síst við um ná- grannasveitarfélög Reykjavíkur þar sem skuldasöfnun er ívið meiri. Þetta á við um leikskóla. Það er ekki nóg að hafa vel rekna dagvistun eða góðar fóstrar. Það verður að skilgreina betur mark- mið, tilgang og hafa þá sem greiða með í ráðum. Spuming Alþýðu- bandalagsins nú er því góðra gjalda verð. Hvert á að halda í opinherum rekstri? Sigurður Antonsson Ný lög um starfsmenn rikisins í vor samþykkti Alþingi ný lög um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. Með þeim voru margvíslegar breytingar gerðar á réttindum opinberra starfsmanna til samræmis við það sem talið var gilda á almennum vinnumarkaði. Lengi hafa meint forréttindi rík- isstarfsmanna verið metin til íjár og talin réttlæta lág grunnlaun þeirra miðað við sambærilega hópa á almenna markaðinum. Sagt var að kaka ríkisins væri lít- il en örugg. í vor var hins vegar ekki á dagskrá að bæta þeim upp réttindaskerðinguna. „Forréttind- in“ skyldu aðeins verðlögð þegar það kom launagreiðandanum, rík- inu, til góða. Þeir beittu málþófi í raun verðskuldar margt um- ræðu þegar nýju starfsmannalögin ber á góma. Afgreiðsla málsins á Alþingi vakti til dæmis miklar efa- semdir um leikreglur á þeim háa stað. Stjómarandstaðan hélt uppi harðri andstöðu og margir þing- menn hennar komu með þungvæg rök gegn einstökum ákvæðum frumvarpsins sem og stefiiu þess í heild. Stjómar- liðar sýndu sig hins vegar vart í salnum nema þeir fáu sem urðu að svara fyrirspumum. Því fór svo áður en lauk að eina- taka stjómar- andstæðingur brá á ráð sem oft virðist eina leið minnihluta til að tefja að minnsta kosti óvandaða afgreiðslu mikil- vægra mála: Þeir beittu málþófi. Vinnubrögð af þessu tagi vekja upp spuminguna um hvemig þingræði í landinu sé komið og hvort Alþingi sé einvörðungu not- að sem stimpilstofnun þegar stjómarfmmvörp eru afgreidd. Skeytingarleysi af því tagi sem við urð- um vitni að í vor vitnar að mínu viti um takmarkaða virð- ingu bæði við þing og þjóð. Atvik af þessu tagi valda pólitískri þreytu og vonleysi meðal okkar sem fyr- ir utan stöndum. Þá geta þau skert það traust sem hefð- bundnir stjómmála- fokkar njóta og dreg- ið úr pólitískri þátt- töku og jafhvel kjör- sókn þegar til lengd- ar lætur. Óvönduð vinnuhrögð á Alþingi era því tvímælalaust skaðleg fyrir lýðræðið í landinu. Siöferöi ríkisins Annað verðugt umræðuefhi er ábyrgð og jafnvel siðferði ríkisins i samskiptum við starfsmenn sína. Ef vinnuveitendur á almennum markaði hefðu í hyggju að breyta réttindum sinna starfsmanna i lík- um mæli og hið opinbera gerði í vor, ættu þeir vart nema einn kost: Að setjast að samningaborði og meta réttinda- skerðinguna til laima í samráði við laun- þegahreyfinguna í landinu. Krafan um að rikið viðhefði sömu vinnubrögð var einmitt uppistaðan í andstöðu flestra stétt- arfélaga opinherra starfsmanna. Á það var ekki fallist á liðnu vori. í komandi samning- um munu samtök rik- isstarfsmanna þvi beijast fyrir leiðrétt- ingu á þeirri einhliða réttindaskerðingu sem fram fór í vor auk nauðsynlegrar hækkunar grunnlauna. Við sam- anburð á kjörum opinberra starfs- manna og þeirra sem starfa í einkageiranum verður því að ganga út frá nýjum forsendum í framtíðinni. Með lögunmn frá í vor bundu stjómvöld enda á „þjóð- arsáttarskeiðið" og eiga því fyrir höndum ei-fiðar samningaviðræð- ur við starfsmenn sína um ára- mótin. Hjalti Hugason „Með lögunum frá í vor bundu stjórnvöld enda á „þjóðarsáttar- skeiðiðu og eiga því fyrir höndum erfiðar samningaviðræður við starfsmenn sína um áramótin Kjallarínn Hjaiti Hugason prófessor Með og á móti Heldur ÍA meistaratitlinum í knattspyrnu? Við vinnum „Að mínu mati er ekki til nema eitt svar við þessari spumingu. Við Skagamenn ætlum okkur að sigra í þess- um stóra leik Og vinna þar Karl Þór&arson, með íslands- frr,um lolikmaöur meistaratitil- inn fimmta árið í röð. Ég hef fylgst nokkuð vel með mínum mönnum í sumar og tel að meira búi í liðinu en það hef- ur sýnt. Og þegar mest á reynir og mjög mikið er í húfi er hefðin mjög sterk hér á Akranesi. ÍA- liðið hefúr verið erfitt heim að sækja í sumar og það er erfitt að leika gegn því á heimavelli. Ég hef mikla trú á mínu liði og þjálf- ara liðsins sem er mikill bikar- maður. Ég hef þá bjargföstu trú að hann skili þessum bikar í safnið á sunnudaginn. KR-ingar mæta Öragglega með sama hugarfari og Skagamenn í þennan leik. Þeir verða þó án sterks leikmanns, Einars Þórs Daníelssonar, og það veikir liðið. Annars hefur mér fúndist KR-lið- ið vera að leika mjög vel í sumar og þá sérstaklega sóknarleikinn. Þeir hafa stundum átt dálítið bágt í vöminni og það verður hlutverk minna manna að leika á þá veikleika á sunnudaginn. Annars verð ég að viðurkenna að ég er svolítið hræddur við Rikka frænda. Hann hefur verið mjög öfiugur í sumar. En við vinnum þennan leik, það er engin spum- ing.“ Við vinnum „Auðvitað held ég því fram að við vinnum leik- inn. Ég stend með mínum mönnum á þessu mikil- væga augna- bliki. Ég hef trú á því að KR-ing- *r. ar upplifi sögulega stund í ís- landssögunni á sunnudaginn. Það er svo sannarlega kominn tími á þetta hjá KR. Ég hef fylgst nokkuð vel með KR-liðinu 1 sumar og liðið hefur verið að leika ágætisknattspyrnu á köfium. Ég vona bara að strákunum takist vel upp á sunnudaginn og umfram allt að KR spili sinn bolta. Ég vona að KR-liöið fari ekki að breyta út af í leik sínum frá fyrri leikjum í sumar vegna þess að þeim dugar jafntefli. Það held ég að megi alls ekki gerast. Strákamir verða bara að halda sínu striki og ekki að fara út í neinar breytingar bara vegna þess að þeim dugar jafntefli. Annars held ég að það geti ver- ið verra að fara í leikinn vitandi að jafntefli dugar til að hreppa titilinn. Ég held að það verði meiri pressa á KR-liðinu en von- andi stenst liðið álagið. Skagamennimir eru alltaf sterkir og þeir koma öragglega mjög grimmir til leiksins. Þeir hafa i raun og vera allt að vinna og engu að tapa. Það yrði svo sem enginn heimsendir þótt Skaginn missti af titlinum eftir fjögur tímabil sem meistari. Annars vona ég bara að að-- stæður verði góðar og liðin nái að sýna góðan leik. Þá held ég að þetta geti orðið mikil knatt- spymuveisla þar sem KR stend- ur uppi sem sigurvegari. -SK Sæbjórn Guömundsson, fyrrum loíkmaöur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.