Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Síða 18
26 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 íþróttir Karel Poborsky hefur nú þegar sannaö ágæti sitt hjá Manchester United. Meö hraöa sínum og tækni hefur hann glatt marga. Fyrrverandi þjálfari hans, Cipro hjá Sparta í Prag, segist fullviss um aö Poborsky hafi ekki sýnt sinn fulla styrk. Hann geti mun meira en hann hafi sýnt fram aö þessu. Paö veröur fróölegt aö fylgjast meö þessum pilti i framtíöinni. Frantisek Cipro, þjálfari Sparta Prag: Poborsky á glæsta framtíð fyrir sér hjá Manch. Utd - glæsileg innreið Tékkanna í ensku knattspyrnuna Tékkneska landsliðið kom lang- mest á óvart í úrslitakeppni Evr- ópumóts landsliða á Englandi í sumar. Liðið komst alla leið í úr- slitaleikinn en beið lægri hlut fyrir Þjóðverjum. Það kom því fæstum á óvart að mörg af stærstum félögum Evrópu sýndu leikmönnum tékk- neska liðsins áhuga. Áður en tíma- bilið hófst á meginlandi Evrópu varð reyndin sú að margir fengu samning hjá félögum í Englandi, Ítalíu, Spáni og víðar. Draumurinn um að komast að hjá stórum félög- um, þar sem góð laun voru í boði, hafði loksins ræst. í Tékklandi er atvinnumennska stunduð en launin eru ekkert til að hrópa húrra fyrir. Leikmenn tékk- neska liðsins vissu mætavel um alla útsendara stóru liðanna og til að komast þangað var aö duga eða drepast. Súmdin til að sýna sig var runnin upp. Fljótlega eftir keppnina í Englandi í sumar lýstu lið á Englandi og Ítalíu yfir áhuga á að krækja í Karel Poborsky. Hann heillaði marga upp úr skónum með hraða sínum og tækni og nú hófst kapphlaupið um hann. Alex Fergu- son, framkvæmdastjóri Manchester United, sá að Poborsky myndi henta sínu liði og hóf samningavið- ræður við leikmanninn og Sparta Prag. Ekki leið á löngu að skrifað var undir samning og Poborsky var í skýjunum. Hann hafði á orði eftir undirrit- unina að hann hefði í upphafi vart trúað því að Manchester United væri á höttxmum eftir sér. Frá því að hann var strákur hefði Manchester United verið í uppá- haldi hjá sér og núna væri hann farinn að leika með liðinu. Hann tryði því varla sjálfur. Núna ætlaði hann að standa undir þeim vænt- ingum sem gerðar væru til hans. Frantisek Cipro, þjálfari Sparta Prag, sá á eftir einum besta leik- manni liðsins. „Ég vissi vel að við myndum ekki öllu lengur halda Po- borsky. Spurningin var aðeins hvaða liði yrði svo heppið að ná þessum snjalla leikmanni til sín. Það er eftirsjá í stráknum en eftir góða frammistöðu hans í Englandi í sumar var þetta eðlilegt framhald.“ sagði Cipro, þjáifari Sparta. Cipro gengur svo langt að segja að Poborsky eigi eftir að verða nýr Eric Cantona í framtíðinni. Alex Ferguson hugsaði Poborsky sem arftaka Andrei Kanchelskis en Cipro segir að Ferguson hafi verið heppinn með kaupin sem séu lík- lega þau bestu sem hann hafi gert í langan tíma. „Hefur ekki enn þá sýnt allt sem hann í knattspyrnunni" Cipro heldur áfram: „Þjálfarar og áhangendur Manchester United hafa ekki séð allt sem Poborsky kann fyrir sér í knattspymunni. Hann á eftir að aðlagast betur fót- boltanum í Englandi og þegar hann verður kominn á fullt skrið kemur styrkur hans enn frekar í ljós. Kanchelskis er góður leikmaður en Poborsky er helmingi betri,“ segir Cipro. Áhangendur Manchester United eru búnir að sjá ýmislegt til Po- borskys sem var fljótur að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu. Hann er nú þegar i miklu uppáhaldi hjá þeim. Ferguson er líka í skýjunum. Patrik Berger, mikill vinur Po- borskys, sem Liverpool keypti frá Dortmund eftir Evrópukeppnina, er farinn að slá í gegn hjá Liverpool. Tékkarnir tveir hafa slegiö í gegn í ensku úrvalsdeildinni og verður gaman að fylgjast með áframhald- inu. -JKS Dokic Zoran, hinn nýi þjálfari Víkinga í borötennis. Borðtennis: Júgóslavi til Víkings Borðtennisdeild Víkings hefur ráðið til sín nýjan þjálfara. Sá heitir Dokic Zoran og kemur frá Júgóslaviu. Hann tekur við af Peter Nilsson sem var búinn að starfa hjá borðtennisdeildinni í tvö ár. Víkingar vænta mikils af störfum Dokics Zorans. Hann er mjög vel menntaður þjálfari með doktorsgráöu I íþróttafræðum. Hann er einnig sagður mjög góð- ur borðtennisspilari. -JKS Styrkleikalisti FIFA: ísland í 54. sæti ísland er í 54. sæti á styrk- leikalista FIFA sem kom út í gær. Brasilía er sem fyrr í efsta sætinu, Þjóðveijar í öðru og Frakkar i þriðja. Japan er í 20. sæti og hefur aldrei verið ofar. Akranes-KR: Uppselt í stúku Aðgöngumiðar í stúku á úr- slitaleik Akurnesinga og KR- inga á sunnudaginn kemur runnu út eins og heitar lummur. Miðamir seldust upp á 45 mínút- um en stúkan tekur um 600 manns í sæti. Sala aðgöngumiða hefur gengið með ágætum og ljóst að þó nokkur fjöldi mun leggja leiö sína á þennan leik. Miðasala stendur yfir í Búnaðar- bankanum á Akranesi og í Spörtu á Laugavegi. í blaðinu í gær kom fram að Akraborg myndi halda úr höfn klukkan 11.30 á leikdag. Það er ekki rétt því skipið fer úr Reykjavík klukkan 12.30. -JKS/DVÓ Stoke fær frestun á tveimur leikjum Stoke City hefur fengið frest- un á leikjum gegn Charlton og Norwich vegna þátttöku þriggja leikmanna liðsins í landsleikjum á næstunni. Lárus Orri Sigurðsson er í íslenska landsliðinu sem mætir Litháum. Tveir aðrir leik- menn Stoke eiga Lárus Orri sæti í n-írska Sigurösson landsliðinu. Lið geta sótt um frestun þegar það missir þrjá leikmenn í landsleiki og var því ósk félagsins um færslu á umræddum leikjum auðfengin af enska knattspymusambandinu. -JKS Forkeppni að heimsmeistaramótinu í handbolta: Leikið við Grikki Leikdagar íslenska landsliðsins í handknattleik í forkeppni að heimsmeistaramótinu i Japan næsta vor hafa nú verið ákveðnir. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Grikkjum á Akureyri 2. október en síðari leikurinn verður háður í Aþenu 6. október. Samkomulag hefur náðst við Eista að leika báða leikina við þá í Reykjavík. Sá fyrri verður 1. nóv- ember og seinni viðureignin 3. nóvember. Þann 27. nóvember verður að öllum líkindum risaslagurinn i riðlinum þegar íslendingar mæta í Aþenu Dönum í Laugardalshöllinni. Síð- ari leikur þjóðanna verður síðan í Álaborg 1. desember. Víst þykir að slagurinn um sig- urinn i riðlinum kemur til með að standa á milli íslendinga og Dana. -JKS Norska blaöiö Bergens Avisen: Birkir í markið hjá Brann Samkvæmt frétt norska blaðsins Bergen Avisen mun Birkir Kristins- son verja mark Brann í Evrópu- leiknum gegn belgiska liðinu Cercle Brúgge í kvöld. Birkir hefur ekki verið í náðinni hjá þjálfara liðsins síðan hann lék með íslenska landsliðinu gegn Tékkum fyrir þremur vikum. Þjálfarinn hafði í hótunum við Birki, sem fólst i því að ef hann færi með íslenka liðinu til Tékk- lands ætti hann á hættu að missa sæti sitt í Brann-liðinu. Það kom á daginn því síðan hefur þjálfarinn haldið honum úti í kuldanum. Nú hefur orðið breyting á eftir frétt dagsblaðs- ins í Brann að dæma. Leikurinn í kvöld er Brann-liðinu mjög mikil- vægur því liðið tapaði fyrri leiknum Birkir Kristinsson í Belgíu, 3-2, og eru mögleikamir á að komast áfram í 2. umferð keppn- innar því miklir. Þess má geta að Birkir kemur til íslands eftir helgina eins og allir at- vinnumenn okkar í Evrópu. Landsliðið mun æfa í Reykjavík áður en það heldur til Litháéns á fimmtudag en 5. október mætir ís- land liði Litháens í riðlakeppni heimsmeistaramótsins. -JKS Aganefnd knattspyrnusambandsins: Fjórir úr 1. deild í bann Aganefnd knattspymusambands- ins úrskurðaði á fundi sínum Einar Þór Daníelson úr KR í tveggja leikja bann og þrjár aðra leikmenn úr 1. deild í eins leiks bann. Einar Þór ekki meö gegn ÍA Þeir sem hér um ræðir em Ein- ar Þór Danielsson, KR, Tryggvi Guðmundsson, ÍBV, Sinisa Kekic, Grindavík, og Guðmundur Oddsson, Keflavík. KR-ingar verða því án eins síns besta leikmanns í úrslita- leiknum gegn Skagamönnum á sunnudag. Einar Þór hefur verið liði sínu dýrmætur í deildinni í sumar og þvi er missirinn töluverð- ur. 12 leikmenn úr 2. deildar liðum fengu allir eins leiks bann og taka þeir út bannið í fyrsta leik á næsta tímabili. Þessir leikmenn eru Hrafn- kell Kristjánsson, FH, Jón Þ. Sveins- son, Fram, Kjartan Kjartansson, ÍR, Ottó Karl Ottósson, KA, Steinar Við- ar Gunnarsson, KA, Davíð Jónsson, Leikni, Jóhann Wathne, Leikni, Hjörtur Steindórsson, Leikni, Krist- ján Georgsson, Skallagrími, Þórhall- ur Jónsson, Skallagrími, Þorsteinn Sveinsson, Þór, og Hjörtur Hjartar- son úr Völsungi. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.