Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 JO"V 4 frártfr ___________________ * Or lír Ólympíumótið í bridge: Stefnan sett á úrslitakeppnina DV.Rhodos, 26. okt.: Mikill hugur er í íslensku spilur- unum á ólympíumótinu í bridge á eyjunni fögru, Rhodos, og þeir eru staðráðnir í að gera sitt besta. Með- al áhorfenda hér á mótsstað ríkir al- mennt sú skoðun að ísland sé með mjög sterkt iið sem líklegt sé til að vinna sér sæti í úrslitakeppninni. íslensku pörin þrjú hafa öll staðið sig vel og spilað nokkum veginn jafhmarga leiki. Slök frammistaða nokkurra þekktra bridgeþjóða hér hefur vakið athygli. Bandaríkjamönnum, sem ávallt hafa verið í hópi efstu þjóða á ólympíumótunum, gengur illa. Lið- ið er rétt fyrir ofan miðju í B-riðlin- um og eftir 20 umferðir var það 46 stigum á eftir fjórða sætinu. Fjögur efstu sætin gefa rétt í úrslitakeppn- ina og talið ólíklegt að bandaríska sveitin komist i hana. Ef svo fer er það í fyrsta sinn sem Bandaríkin komast ekki áfram í úrslitakeppn- ina á ólympíumóti. Svíar hafa einnig oftast veriö meðal efstu þjóða en eru nú 43 stig- um frá fjórða sætinu eftirsótta í A- riðlinum. ísland hefur staðið sig best Norðurlandaþjóðanna og hefur það vakið verðskuldaða athygli. Norðurlandaþjóðirnar hafa jafnan átt sterkum sveitum á að skipa og er jafnan reiknað með miklu af þeim, jafnt íslendingum sem Svíum, Norðmönnum og Dönum. Danir eru nú í 5. sæti A-riðils og Norðmenn í því sjötta í B-riðli. Á Rhodos er ekki mikið um aðra íslendinga en þá sem eru þar vegna mótsins - spilara, fyrirliða, þjálfara og fréttamenn. Tvær eiginkonur spilara hafa verið frá upphafi móts- ins, Lilja, eiginkona Sævars Þor- bjömssonar, og Guðrún, eiginkona Guðmundar Páls Amarsonar. Þær Hjördís Eyþórsdóttir er komin til Rhodos til að keppa í parakeppni ólympíumótsins ásamt eiginmanni sínum. DV-mynd ÞÖK fór í skoðunarferð um eyjuna á fimmtudag og sögðu á eftir að það hefði verið stórkostleg upplifun. Á Rhodos em aldagamlar fom- minjar og söguhefðin rík. Eyjan hef- ur verið undir yfirráðum margra herra gegnum árhundruðin. í byij- un 20. aldarinnar laut Rhodos yfir- ráðum Tyrkja. ítalir réðu þar á millistríðsárunum en urðu að láta hana af hendi til Grikkja eftir ósig- urinn í síðari heimsstyrjöldinni. Áhrif þessara þjóða gætir því víða, bæði í máli og minjum. Á fmuntudag kom Hjördís Ey- þórsdóttir ásamt hinum bandaríska eiginmanni sínum til Rhodos en þau ætla að taka þátt í keppni hér, meöal annars parakeppninni. Elín Bjamadóttir, eiginkona Jóns Bald- urssonar og fyrrum framkvæmda- stjóri Bridgesambands íslands, var væntanleg hingað í gær. ísak Öm Sigurðsson Furðuleg deila um reikninga biskupsstofu: Geir Waage fékk ekki að vita um birtinguna - ég sagði honum það sjálfur, segir biskupsritari „Ég hélt satt að segja að þetta væri svo augljóst að orðið yrði við þessu enda sagði biskup það í fyrri umræðu að auðvitaö yröi þetta birt. Þess vegna kom það mér mjög á óvart þegar viðtal birtist við bisk- upsritara í vikunni og eftir honum haft að ekki væri venja að birta þessa reikninga og það yrði heldur ekki gert að þessu sinni,“ segir Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, en hann var ósáttur við að vera neitað um að sjá reikninga um rekstur biskupsstofu. Yfirlýsingar hafa gengið á víxl um að þeir yrðu birtir og ekki birt- ir og voru svo birtir á fimmtudag, á lokadegi kirkjuþings. Geir Waage segir að hann hafi rætt við biskupsritara á miðviku- dag og ekki skilið hann öðmvísi en svo áð þessi ákvörðun myndi standa. Geir ákvað því að rita ráð- herra kirkjumála bréf og fór fram á við hann um að úrskurða um það hvort biskupsembættinu bæri ekki að leggja fram umbeðin gögn. „Ég geymdi að afhenda fulltrúa ráðherra á kirkjuþingi bréfið þang- að til þingfundi var að ljúka undir kvöld á miðvikudag. Þá hafði ég engin skilaboð fengið, formlega eða óformlega, um hvað stæði til að gera í þessu máli,“ sagði Geir Waage við DV. Biskupsritari, Baldur Kristjáns- son, gerði athugasemd við frétt Sjónvarpsins á miðvikudagskvöld um að Geir hefði skrifað ráðherra bréf og ekkert fengið að vita. Haft var eftir honum að vitaskuld yrðu reikningamir lagðir fram og það hefði mönnum átt að vera kunnugt. Þetta kannaöist Geir Waage aldrei við að hafa heyrt þegar DV bar und- ir hann þessi ummæli biskupsrit- ara. En hvað segir Baldur? „Ég sagði Geir Waage það á mið- vikudagsmorgun að þessi skýrsla yrði lögð fram.“ En hvað segirðu við því að hann kannist ekki við það að nokkur maður hafi orðað þetta við hann? „Hann sagði við mig að honum hefði ekki verið tilkynnt um þessa ákvörðun formlega og þar kemur skýringin," sagði Baldur við DV. Umræddir reikningar vora lagðir fram á fimmtudaginn en mörgum þykir sem ástandið innan kirkjunn- ar sé í hnotskum eins og því hefur verið lýst hér. Yfirlýsingar ganga á víxl og menn kannast ekki við að hafa talað við menn, kannast ekki við að hafa heyrt talað um hluti eða kannast ekki við annað en að allt sé á hreinu og talað hafi verið við alla og að allt liggi á borðinu. -sv Feginn aö vera hættur sauðfjárrækt: Stórir höfðingjar í Reykjavík stjórna þessu - segir Hermann á Leiöólfsstöðum DV, Búðardal: „Ég er orðinn löggilt gamalmenni og er hættur að búa. Það var gaman að eiga kindur í gamla daga en nú era það stórir höfðingjar í Reykja- vík sem sijóma þessu. Maður er feg- inn að vera laus frá þessu,“ segir Hermann Bjamason á Leiðólfsstöð- um í Laxárdal um skilyrði til sauð- fjárræktar í dag. Hermann, sem er rúmlega sjötugur, hætti sauöfjár- rækt fyrir 6 árum og er nú aðeins með hesta, að eigin sögn. „Konan mín er með kúabúskap og sonurinn er tekinn við kindun- um. Ég geri ekki neitt nema fara í leitir af því að ég hef svo gaman af því. Ég.er svona vel farinn af því konan hefur farið svo vel með mig,“ segir Hermann og hlær. Hann segist vera svartsýnn á framtíð sveitarinnar ef svo heldur fram sem horfir. „Sveitin er að detta niður og það verða ekki mörg ár þangað til verð- ur búið að koma þessu endanlega í eyði,“ segir Hermann. -rt Hermann Bjarnason á Leiðólfsstöðum er sjötugur unglingur. Hann segir konu sína hafa farið mjúkum höndum um sig í gegnum tíðina og þess vegna sé hann svo vel farinn eins og raun beri vitni. Hér er hann með fjallskilakind- ur sem hann flytur fyrir hreppinn. DV-mynd Pjetur IHæstiréttur: Engar bætur ef j ekið er með ölv- uðum bílstjóra Hæstiréttur hafnaði í gær | slysabótakröfú manns sem hafði | verið farþegi í bíl sem ölvuð ;; kona ók þegar hann valt - hon- | um var virt það til stórfellds gá- leysis að hafa tekið sér far með henni. Maðurinn varð fyrh- veruleg- um meiðslum þegar bíllinn valt I út fyrir veg skammt frá Kirkju- ; bæjarklaustri. Fram kom í mál- inu að áður en slysið varð hafði j maðurinn „kannast við að hafa I gefið bifreiðastjóranum áfengis- blöndu að morgni slysdags". Sið- an hefði hann verið samvistum | við konuna síðar um daginn og § það væri með ólíkindum „ef ölv- ;; un hennar heföi getað levnst j honum“. „Verður því að meta það hon- í um til stórfellds gáleysis að taka 1 sér far með bifreiðinni. Með því | tók hann á sig verulega áhættu,“ j segir í dómnum. Maðurinn hafði krafist 4,2 j milljóna króna í skaðabætur. í j málinu var tekist á um það j hvort færa ætti bætumar niður } eða hvort fella ætti þær algjör- j legan niður með hliðsjón af þeim | breytingum sem gerðar hafa ver- | iö á umferðarlögum um fébætur ! og tryggingu. -Ótt HM í handknattleik: Akureyrarbær hleypur ekki I frá ábyrgö sinni - segir bæjarstjóri * DV, Akureyri: „Ég vil ekki fullyrða á þessu ! stigi að gengið verði að ábyrgð | bæjarins, við biðum eftir því að | Handknattleikssambandið geri kröfu um það og reyndar era at- j riði varðandi samninginn sem ; við viljum skoða mjög vel,“ seg- ir Jakob Bjömsson, bæjarstjóri á 1 Akureyri, varðandi það hvort ekki verði gengið að ábyrgð bæj- arins vegna miöasölu á heims- meistarakeppnina í handknatt- | leik sem fram fór hér á landi á síðasta ári. Akureyrarbær gekk upphaf- j lega í 30 milljóna króna ábyrgð Ivegna miðasölunnar en sú upp- hæð var lækkuð í 20 milljónir. Skilyrði fyrir því að gengið yrði að ábyrgð bæjarins hefúr verið að Halldór Jóhannsson, sem annaðist miðasöluna, yrði gjald- þrota, og nú hefur verið lögð fram gjaldþrotabeiðni á hendur í honum hjá sýslumannsembætt- I inu áAkureyri. „Ábyrgðin er þess eðlis að l Akureyrarbær hleypur ekki frá henni nema til þess séu forsend- ! ur að endurskoða ákvæði samn- ingsins. Það era nokkur atriði sem við teljum nauðsynlegt að skoöa mjög gaumgæfilega áður en til þessa uppgjörs kæmi. Þetta era nokkuð mörg atriði en ég vil bíöa með frekari yfirlýsingar þar til við höfum farið yfir þau j með lögmanni okkar og rætt við j Handknattleikssambandið,“ sagði Jakob Bjömsson. -gk Dagsbrún: Langlundargeð- ið þrotið „Langlundargeð launafólks er •á þrotum. Gleggsta dæmið um j það era árekstrar sem oVðið hafa á félagssvæði Dagsbrúnar und- | anfarið þar sem spennan er að .• brjótast fram í fyrirtækjum vegna óánægju launafólks með 1 kjör sin,“ segir í ályktim félags- | fundar Dagsbrúnar sem haldinn | var nýlega. í ályktiminni segir að megin- • krafa i komandi kjarasamning- | um verði hækkun kauptaxta og | kauptryggingar og aukið at- I vinnuöryggi. -SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.