Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Blaðsíða 30
38 bókarkafli LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 .Éj"V Undir huliðshjálmi - Sagan af Benedikt eftir Dóru S. Bjarnason: Dóra S. Bjarnason, dósent við Kennaraháskóla íslands, segir sögu sjálfrar sín og sonar síns, sem er mikið fatlaður, í bókinni Undir huliðshjálmi sem kemur út hjá Máli og menningu fyrir þessi jól. Bókin segir frá skini og skúr- um í lífi þeirra mæðgina hér heima og erlendis um 15 ára skeið. Hér birtist annar kafli bókar- innar, Drengurinn sem kunni ekki að hlæja, sem segir frá því er Dóra fékk vitneskjuna um að Benedikt væri fatlaður. Fyrirsagnir eru að hluta til blaðsins. Sól í Cambridge Ég varð að ljúka störfum svo fljótt sem verða mátti því ég ætl- aði til Cambridge um sumarið að ijúka við doktorsritgerðina mína. Ég hafði lagt mikið í það verk, var búin með prófin og farin að sjá fyrir endann á skrifunum. Vörnin átti að vera í nóvember og fín- pússning enn eftir. Við héldum til Englands í byrjun júní ásamt Önnu Siggu Helgadóttur, litla söngfuglinum. Ég leigði hús frá tímum Viktoríu drottningar, með fáeinum slitnum húsgögnum og góðum garði, og settist við skrift- ir. Benedikt og Anna Sigga nutu sólarinnar í garðinum eða gengu um nágrennið, skoðuðu götur og torg, fornar byggingar og garða gömlu klaustranna sem síðar hýstu þennan fornfræga háskóla. Vinkona mín frá háskólaárunum bjó skammt frá með fjölskyldu sinni. Hún sá til þess að ekkert vantaði af nauðsynlegum búnaði. Drengurinn dafnaði í sólskininu en stökk sjaldan bros og hló aldrei. Dag einn fékk hann hita- vellu svo ég ákvað að fá mér heim- ilislækni og tók drenginn með mér. Læknirinn skoðaði Benedikt í krók og kring en fann ekkert sem skýrt gat hitann. Við vorum send á sjúkrahús. Þar var drengurinn rannsakaður af tveimur prófess- orum og heilum her læknastúd- enta en ekki fannst ástæða hitans. Hann grét látlaust. Um miðnætti tókst mér loks að fá handa honum mat en þá hafði hann fastað í átta klukkustundir. Hresstist nú pilt- urinn og vorum við send heim við svo búið. Næsta dag kom ágætis- kona frá ungbarnaeftirlitinu og gaf skýringar á hitanum. Drengur- inn var í ullarbol að íslenskum sið en slíkt á ekki við í hitabylgju og auk þess var hann að taka tönn. Þá lærðum við Anna Sigga það. Dimmir haustdagar Anna Sigga og Benedikt nutu sólríks sumars og voru bæði orðin kolbrún í lok ágústmánaðar. Bene- dikt hafði hins vegar lítið farið fram. Hann átti erfitt með að sitja uppi án rækilegs stuðnings, skreið ekki og hafði ekki frumkyæði að því að grípa eftir hlutum. Ég hafði tæpast litið upp úr vinnu minni um sumarið og þekkti ekkert til ungra barna en smám saman læddist að mér illur grunur. Það haustaði að. Ég reyndi hvað ég gat að kveða niður þessa grunsemd en hafði þó samband við föður Bene- dikts og lét vita af okkur. Síðan hélt ég á ný til dr. Paxtons, heim- ilislæknisins okkar, sem sendi drenginn óðar í rannsókn á „Ég stansaði, kastaði frá mér koddanum, laut yfir son minn og lofaði honum hátíðlega að líf hans yrði ekki til einskis," segir Dóra S. Bjarnason um son sinn. kaffi og þóttust lesa velkt tímarit. Sonur minn var i stöðugum rann- sóknum þessa tvo daga og ég drap tímann við lestur kámugs eintaks af National Geographic og nýlegs gljáandi bílablaðs. Að enskum sið ræddu foreldrarnir fátt nema veðrið og hvað menn söknuðu þess að fá ekki te. Ég sá þarna margt hörmulegt og fann að mað- ur lærir að taka öllum útgáfum mannslíkamans með ró. Þarna kynntist ég ungri móður. Dóttir hennar litla hafði fæðst með klof- inn hrygg. Þessi móðir sneri sér að mér og við tókum tal saman. Hún fékk mér dóttur sína í fangið, útskýrði vanda hennar og hvað hún væri dugleg. Litla stúlkan hafði stór brún augu, ljóst hár, ventil í höfðinu til að veita burt vökva sem annars safnast við heil- ann og ljótan bleikan hnúð á bak- inu. Móðirin greip um skjálfandi hönd mína og lagði lófa minn yfir litla hnúðinn. Telpuhnokkinn var yndislegur og ég fann ótta minn dvína og skildi að það var hún en ekki hnúðurinn sem máli skipti. Um helgina fengum við að fara heim en áttum að koma aftur á þriðjudagsmorgun. Faðir Bene- dikts kom í heimsókn og sá son sinn í fyrsta sinn. Við gengum um garða með barnið okkar í kerru líkt og allir hinir foreldrarnir, keyptum ís og gáfum öndunum brauð. Okkur var stirt um mál. Faðirinn var hálfhræddur við son- inn smáa og réyndi hvað hann gat að líta á hann sem hlut eða við- fangsefni en ekki lítið lifandi barn. Þetta mistókst. Drengurinn vann á með dökku augunum sín- um og gullnum lokkum. Þetta var síðasta helgi bjartra vona. Á mánudeginum var ég grunlaus á fundi í London með kennara mín- um, en á þriðjudeginum var mér sagt að son- ur minn hefði of lítinn heila. Hvað merkir það fyrir okk- ur? - spurði ég. Dr. Barnes út- skýrði á latínu fyrir hópi af stúd- entum og sagði síðan að þetta þýddi það að hann yrði alltaf heft- ur í þroska. Kannski lægi hann rúmfastur alla ævi og stækkaði bara en kannski mætti eitthvað þjálfa hann upp - kannski. Ég náði ekki að heyra meira. Ástæður vandans væru óljósar, kannski vírussýking á meðgöngutímanum. Að svo búnu fór dr. Barnes og við ræddum ekki fleira. Örvænting Við fórum á stofuna okkar og vorum látin ein. Ég horfði á dreng- inn í örmum mér og hugurinn tók á rás. Mestalla nóttina gekk ég um gólf með barnið á handleggnum og kodda í hendi. Ég barðist við for- dóma mína og ótta. Heimurinn er grimmur þeim sem ekki geta sjálf- ir borið hönd fyrir höfuð sér. Koddinn mjúki gat tryggt syni mínum væran svefn eilífðarinnar, hvað svo sem yrði um mig. Líf mitt var hvort eð var búið. Dreng- urinn vaknaði. Ég togaði í snúru á gulu Fisher Price húsi með rauðu þaki sem spilaði lögin London Bridge Is Falling Down og Three Blind Mice aftur og aftur og aftur. Drengurinn róaðist og brosti til mín einu af sínum fágætu brosum. Ég stansaði, kastaði frá mér kodd- anum, laut yfir son minn og lofaði honum hátíðlega að líf hans yrði ekki til einskis. Loks gat ég grátið og sofnaði örmagna undir morg- un. Næsta dag reyndi ég að ná aftur sambandi við lækninn til að spyrja hann frekar en án árang- urs. Ung kona vatt sér snöfur- mannlega inn til okkar. Hún bank- aði ekki. Nefið á henni var hvasst eins og fuglsgoggur, augun hlý og óörugg en framkoman formleg. Hún kynnti sig og kvaðst vera barnasálfræðingur. Hún dró ýmis gögn upp úr pússi sínu og talaði um greindarmælingar ungbarna og þjálfunarprógrömm. Ég sá að Addenbrookes sjúkrahúsið. Þar tók við okkur einn fremsti barna- læknir Breta, dr. Barnes. Hann lagði drenginn inn á deild D-2 til rannsóknar. Við komum okkur þarna fyrir en Anna Sigga hélt ein heim í húsið okkar. Við fengum sérherbergi með bedda og vöggu, gráhvítmálað með glugga sem sneri út að sprungnum steinvegg svo ekki sá í heiðan himininn. Mynd af Kristi með útbreidda arma og barnahjörð í kringum sig hékk skökk á veggnum. Allt um- hverfið var drungalegt og sóðalegt á okkar mælikvarða. Undarlega lykt af lyfjum og sótthreinsiefnum lagði um langa drungalega ganga sem voru klæddir dökkum panel upp í axlarhæð. Hvítklæddar ver- ur skunduðu framhjá í aðskiljan- legum einkennisbúningum sem táknuðu stöðu þeirra í virðingar- röð spítalans. Smávaxnar, græn- klæddar, dökkeygar konur af ind- verskum uppruna sveimuðu hljóð- laust um þessa ganga með fotur og tuskur. Þær yrtu ekki á nokkurn mann og virtust í eigin heimi. Foreldrar sátu með börn sín á trébekkjum meðfram veggjum eða þeir húktu einir síns liðs eins og í leiðslu inni í reykmettuðu for- eldraherbergi, sötruðu volgt nes- í skólaferðalagi með vinum sínum vorið 1993. í rútunni eru Hlynur, Óttar, Benedikt Hermanns, Benedikt Bjarnason, Jóhannes og Andri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.