Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 26. OKTOBER 1996 Fjölgun frá Gatwick í þessum mánuöi ætla British Airways aö fjölga ferðum frá Gatwick-flugvelli til Helsinski, Barcelona, Oporto og Lissabon. Ástæðan er sú að í mars sl. flutti BA ferðir til Suður-Amer- íku til Gatwick þannig að nú sjá þeir tækifæri tfl að tengja þær spænsku og portúgölsku flug- leiðunum. Þögnin er gulls ígildi Svissneska lestafyrirtækið Swiss Railways hefur tekið upp þá nýjung að bjóða upp á „þögla vagna“ fyrir farþega sína. Þeir sem það kjósa geta nú ferðast í vögnum þar sem GSM-símar og háværar samræður eru strang- lega bannaðar. Allir reknir Öll yfirstjóm ástralskra flug- öryggisyfirvalda (CASA) hefúr verið beöin að segja upp störf- um og taka pokann sinn. Þetta er að frumkvæði samgöngu- málaráðherra Ástralíu, Johns Sharps, en ákvörðunin kemur í kjölfar rannsóknar á flugslysi sem varð við Lord Howe eyju með þeim afleiðingum að níu manns létust. í skýrslunni segir að slysiö hafi orðið vegna óheið- arleika og vankunnáttu flugfé- lagsins sem átti vélina og CAA, sem var þáverandi yfirvald í flugöryggismálum, hefði sýnt því algjört afskiptaleysi. CASA tók við af CAA en samgöngu- ráðherrann telur að þar sitji óvant fólk sem þekki illa tfl flugmála og flugfarþegar í Ástr- alíu geti ekki beðið eftir að það afli sér þeirrar þekkingar sem þeir þurfa á að halda. Fyrir svanga ferða- langa British Airways hefur tekiö upp á þeirri nýbreytni að bjóða farþegum á fyrsta farrými, sem fljúga frá New York, Toronto og 27 Washington, máltíð í biðsal áður en flogið er. Þeir sem vflja nýta sér þessa þjónustu panta matinn um leið og þeir skrá sig inn og er maturinn sá sami og um borð í vélinni. Þýsk-kanadísk samvinna Lufthansa og Air Canada hafa undirritað samning um að starfa saman á flugleiðunum Calgary-Frankfurt og Vancou- ver-Frankfurt. Samstarfið mun fela í sér beina samvinnu varð- andi flug, auk þess sem mark- aðssetning flugfélaganna á þess- um leiðum verður sameinuð. Enn meiri stækkun Changi-flugvöllurinn í Singapúr hefur nú bætt við sig 22 nýjum hliðum. Enn meiri stækkun er í burðarliðnum en nú er unnið að stækkunarfram- kvæmdum sem talið er að verði tflbúnar um aldamótin. Árið 1999 er gert ráð fyrir að flug- völlurinn geti annað 40 milljón farþegum á ári en í fyrra ferð- uðust 23 milljónir manna um völlinn. KLM með áhyggjur Hækkandi kostnaður og auk- in samkeppni frá ódýrum flug- félögum með takmarkaða þjón- ustu veldur hinu hollenska flug- félagi KLM miklum áhyggjum. Fyrsta ársfjórðunginn á þessu ári varð hagnaður félagsins að- eins helmingur af því sem sem hann var í fyrra. Skuggaverur í Hollywood - hrekkjavakan aldrei vinsælli Suðurhluti Kalifomíu er líklega þekktari fyrir sól en skugga en i októ- ber á hverju ári verður Hollywood ákaflega skuggaleg. Það er einmitt í októbermánuði sem Bandaríkjamenn halda Halloween, eða hrekkjavökuna, og kvik- myndaborgin tekur hana með trompi. Enda er kominn stóriðnaður í kringum hrekkjavökuna sem veltir milljónum dollara. Hollywood er draumastaður allra sem hafa gaman af búning- um og grímum i lok október. Eftirminnilegir staðir Knott’s Berry Farm í Buena Park mun halda Knott’s Scary Farms Halloween Haunt 24. árið í röð fram til 2. nóv- ember. Öll hin hefð- bundnu skemmtitæki garðsins víkja fyrir tæknibrellum, þoku- mistri, skrimslum og draugalegri tónlist. Tíu gönguleiðir og völundarhús standa til boða, sjö hryllingssýningar eru stöðugt í gangi og yfir 1000 leikarar gera sitt til að hræða líftóruna úr gestum. Sýningin þykir mjög eðlileg og því er fólki ráð- lagt að taka ekki með sér ung böm. Það eru einmitt fundir á borð við þennan, mörg þúsund ára gamla , aflinu hjá fólki. ,fsjómfrú“, sem kveikja í ímyndunar- Mickey’s Halloween Treat þykir ekki eins skelfileg og er hún frekar sniðin að þörfum fjölskyldufólks. Þar era múmíur og álfar á ferli, auk þess sem fólki er boðið að heimsækja draugaborg. Universal-kvikmyndaverið býður upp á hrollvekjandi gönguferðir þar sem keðjusagarmorðingjar og aðrir álíka skemmtflegir náungar eru á hverju strái. Kvikmyndaverið býður einnig upp á sérstakar barnaferðir þar sem trúðar og aðrar slíkar figúr- ur taka við hlutverki morðingjanna. í Movieland Wax Muse- um, sem þykir bjóða upp á sérlega eðlilegar styttur, er sérstök sýning helguð hryll- ingsmyndum þar sem gestir geta m.a. virt fyrir sér eftirlíkingar af Borís Karloff í hlut- verki sínu í Franken- stein, Bela Lugosi í Dracula og Lindu Bla- ir í The Exorcist - með höfuðsnúningi, grænni ælu og öðru sem myndinni fylgdi. Dansað á götunni En langstærsta gleðin er þó hrekkja- vökukarnivalið sem haldið er í Vestur- Hollywood, en þá er hefl mfla af Santa Monica Boulevard tekin undir gleðina. Stanslausir tónleikar og sýningar eru á sýn- ingarpöllum, gata er skreytt og farið er í skrúðgöngur.Á hyerju ári koma yfir 100 þús- und manns í þetta gríðarlega hóf sem hef- ur verið árlegur viðburður frá 1992, enda þarf að panta hótelherbergi i grenndinni með margra mánaða fyr- irvara. Þýtt og endursagt úr The New York Times -ggá Bærinn Alba á Ítalíu: Abatasöm næturviðskipti Við erum stödd í bænum Alba á Ítalíu og það er tekið að rökkva. Svartir eðalvagnar raða sér upp á torginu Piazza Statuto, margir með skottin opin. Einkennisklæddir Suð- ur-Amerikumenn með stresstöskur standa við bílana og líta taugaveiklunarlega í kringum sig. Órakað- ir varðmenn eru á fyrir fram skipulögðiun stöð- um til að koma í veg fyrir að leyniskyttur geti hreiðrað um sig. En þetta virðist ætla að ganga upp, bæjarbúum má treysta og viðskipt- in voru skipulögð í gær þannig að Uklegast hef- ur ekkert lekið út. Við útjaðra Alba bíða vændiskonurnar i ró- legheitum eftir því að geta notið góðs af því fé sem er um það bfl að fara að streyma inn í bæinn. Hér er þó ekki um að ræða illa fenginn ágóða af viðskiptum með vopn eða eiturlyf eins og margir myndu eðlflega freistast tfl að halda heldur er það svartamarkaðsbrask á hvítum hallsveppum, lostæti sem vex neðanjarðar. Verðmætið gífurlegt Það er einmitt á þessu svæði, í kringum suðausturhluta Piedmont, sem hvíti hallsveppurinn, vex og hann er svo verömætur að hann er virði þyngdar sinnar í gulli, í bókstaf- legri merkingu. Verðmætið liggur í fágæti sveppsins og hafa allar tilraun- ir til að rækta hann á öðrum stöðum, eins og i Frakklandi eða á Spáni, mis- tekist enda virðist hann ekki þrífast neins staðar annars staðar en í jarð- veginum í Piedmont. Ástæðan fyrir svartamarkaðsbraskinu er sú ákvörð- Það eru aðeins dýrustu og glæsilegustu veitingastað- ir heims sem geta státað af því að bjóða upp á hvíta hallsveppinn. un ítalskra stjómvalda að leggja 90% lúxusskatt á sveppinn í stað hins hefðbundna 4% skatts á landbúnaðar- vörur. Á daginn gæti sveppatínslu- maðurinn verið verslunarmaður, bóndi eða víngerðarmaður en þegar kvölda tekur læðist hann út á sveppasvæð- in, sem oft hafa verið fj ölskylduleyndarmál árum saman, með sér- þjálfaða húnda, verk- færi og vasaljós og læt- ur greipar sóþa. Þeir sem eru sérlega lagnir og þekkja vel tfl þurfa aðeins að vinna meðan sveppatímabilið er í hámarki, eða frá októ- ber og fram í janúar, en því sem eftir er af árjnu eyða þeir við ró- legheit og golf í finum klúbbum. Þetta gildir þó aðeins um þá sem ekki nást - hinir eyða timanum í að búa tfl bílnúmeraplötur í fangelsun- um. Eins og falleg kona Lyktin af sveppnum þykir í senn vera kynþokkafull og óhugnanleg en veitingahúsaeigendur í New York, Tokyo, London og París eru reiðu- búnir að greiða 2,8 til 3,5 milljón lira lágmarksverð fyrir kílóið. Alba er að- eins klukkutíma leið frá borginni Turin og það er einmitt vegna þessa lostætis sem sælkerar flykkjast á staðinn frá október og fram í janúar. Á svæðinu má fá sveppina matreidda á ótal vegu, með risotto, carpaccio, tagliolini, steiktum eggjum og hveiju öðru sem hugurinn gimist. Einn þjónn á veitingastað í Alba, sem sérhæfir sig í matreiðslu svep- panna, var spurður að því hvemig hann myndi lýsa lyktinni af hvíta hallsveppnum. Hann svaraði: „Það er ekki hægt að lýsa henni frekar en hægt er að lýsa fagurri konu. í mín- um huga er sveppurinn angan jarðar- r innar, flmur ástarinnar og lykt guð- dómsins.” Þýtt og endursagt úr The Sunday Times -ggá PROSTMEUJAHR! ir á hótel Concept | : sem er fyrsta flokks hótel í miðborginni. Freyðandi, glitrandi og hvellfjöru| tækifæri fyrir þá sem vilja kveójá gamla árið og heilsa hinu nýja með ógleymanlegum hætti. “49.90 kr. a manninn. ■ Beint leiguflug til og frá Berlín. 1 Gist á góðu hóteli f mióborginni. ■ Áramótafagnaður með svignandi veisluborði, skemmtiatriðum, danstónlist og flugeldasýningu. ■ Skoðunarferðir um Berlin. i ístenskur ferarstjóri: Kristín Jóhannsdóttir. 'Innifalið: flug, flugvallarskattar, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting í tvibýli í 4 naetur með morgunverði, áramótafagnaður og islensk fararstjórn. w ÚRVAL ÚTSÝN Lágmúla 4: sími 569 9300, ____ ____ Hafuarfirði: sírni 565 23 66, Keflavík: sími 421 1353, ftgSP] pjATT S Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 m . 0g hjá umboðsm 'önnum um lancl allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.