Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996
51
Karpov var heillum
horfinn íTilburg
- Þröstur Þórhallsson varð skákmeistari TR
Interpolismótiö í hollenska bæn-
um Tilburg heyrir sögunni til en
skákunnendum til mikillar gleði
hafa nýir magnar komið til sögunn-
ar, svo að enn er teílt í Tilburg. Sl.
miðvikudag lauk þar fyrsta „Fontys-
mótinu" og sem fyrr gistu kunnir
kappar bæinn.
Anatoly Karpov var boðið til leiks
og eins og jafnan vakti þátttaka
hans talsverða eftirvæntingu, ekki
síst vegna þess að þeir félagar Garrí
Kasparov hafa orðið ásáttir um að
heyja einvigi á næsta ári. Karpov
hefur verið tíður gestur í Tilburg og
oftsinnis hrósað sigri. Vladimir
Kramnik var einnig skráður á þátt-
takendalistann en á síðustu stundu
hætti hann við komuna, mótshöld-
urum til mikillar gremju. Þeir dóu
þó ekki ráðalausir og fengu Hvít-
Rússann Boris Gelfand í hans stað.
Gelfand lét það ekki á sig fá þótt fyr-
irvarinn væri skammur. Hann gerði
sér lítið fyrir og krækti sér í efsta
sætið ásamt hetju heimamanna,
Hollendingnum Jeroen Piket.
Fyrir síðustu umferð hafði Gelf-
and hálfs vinnings forskot á Piket.
Gelfand kaus að hafa vaðið fyrir
neðan sig og samdi um „stórmeist-
arajafntefli" við skákdrottninguna
Judit Polgar í aðeins 13 leikjum. Þar
með gafst Piket tækifæri til þess að
komast upp að hlið hans og það
gerði hann með því að leggja landa
sinn Loek van Wely að velli í loka-
umferðinni. Þeir Gelfand fengu 7 v.
af 11 mögulegum, unnu þrjár skákir
hvor og gerðu átta jafntefli - sluppu
taplausir frá hildarleiknum. Lett-
inn/Spánverjinn Alexei Sírov varð
einn í þriðja sæti en aðferðir hans
voru eilítið frábrugðnar. Hann vann
fimm skákir, tapaði þremur en
gerði einungis þrjú jafntefli.
Karpov, sem var eini keppandi
mótsins, sem ekki tók þátt í ólymp-
íuskákmótinu i Erevan á dögunum,
var heillum horfinn. Sigur gegn
stórmeistaranum Peter Leko í síð-
ustu umferð lagaði stöðu hans en þó
varð hann að sætta sig við 6.-7. sæti
með 50% vinningshlutfall. Þessa
dagana blæs því ekki byrlega fyrir
K-unum tveimur. Kasparov tapaöi á
dögunum þremur skákum í 25
manna fjöltefli í ísrael - strunsaði
út úr salnum að taflinu loknu og
neitaði að ræða við fréttamenn.
Lokastaðan í Tilburg:
1.-2. Boris Gelfand (Hvíta-Rússl-
andi) og Jeroen Piket (Hollandi) 7 v.
3. Alexei Sirov (Spáni) 6,5 v.
4. -5. Loek van Wely (Hollandi) og
Peter Lekó (Ungverjalandi) 6 v.
6.-7. Anatoly Karpov (Rússlandi)
og Michael Adams (Englandi) 5,5 v.
8. Emil Sutovskij (Israel) 5 v.
9. -11. Zoltan Almasi (Ungverja-
landi), Peter Svidler (Rússlandi) og
Joel Lautier (Frakklandi) 4,5 v.
12. Judit Polgar (Ungverjalandi) 4
v.
Rennum yfir tvær býsna fjörugar
skákir frá mótinu. Fyrst magnaða
skák Sírovs við van Wely, þar sem
taflboröið leikur á reiðiskjálfi og
síðan skemmtilegan sigur Karpovs í
lokaumferðinni.
Hvltt: Alexei Sírov
Svart. Loek van Wely
Sikileyjarvöm.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. g4
h6 8. f4!? b5 9. Bg2 Bb7 10. a3
Rbd7 11. g5 hxg5 12. fxg5 Rh5 13.
g6 Re5 14. gxf7+ Kxf7 15. 0-0+ Rf6
16. Rf3 Rxf3+ 17. Bxf3 Dc7 18. e5?
dxe5 19. Bxb7 Dxb7 20. Dg4 Hc8
21. Re4
Þessa stöðu hefur Sírov séð fyrir
er hann lék kóngspeðinu í dauðann
í 18. leik. En Hollendingurinn lumar
á sterkum mótleik.
21. - Hc4! 22. Rg5+ Kg6! 23. Dg3
Rh5
Van Wely telur þetta hyggilegra
en að vinna drottninguna með 23. -
Hg4 24. Hxf6+ Kh5 25. Dxg4 Kxg4, er
ótrygg kóngsstaðan gefur hvítum
gagnfæri. Eftir hinn gerða leik á
hvítur ekki annars úrkosti en að
bjóða skipti á drottningum og í
endataflinu á svartur peði meira.
24. Df3 Dxf3 25. Rxf3 Bd6 26.
Hadl Bb8 27. Hd2 Hg4+ 28. Hg2
ur ekki við báðar hótanimar, að
vinna drottninguna með 30. Rf7+ og
biskupinn.
Þröstur sigraði
Þröstur Þórhallsson, nýbakaður
stórmeistari, sigraði í A- flokki á
haustmóti Taflfélags Reykjavíkur,
sem lauk sl. miðvikudag. Þröstur
hreppti þar með titilinn „skákmeist-
ari TR 1996“.
Keppnin var nú með öðru sniði
en áður. Keppendur í efsta flokki
voru tíu í stað tólf, eins og verið hef''
ur, og þar af fengu einungis sex ís-
lendingar að spreyta sig. Þetta eru
óneitanlega mikil viðbrigði. Haust-
mót TR hefur í áratugi verið fastur
punktur í tilveru ungra skákmeist-
ara, sem hafa lagt sig fram um að
komast í efsta flokk og fá að tefla
við meistarana. En nú voru sætin
frátekin fyrir nýja félagsmenn TR.
Það er gleðiefni að félagið skuli
hafa bolmagn til að standa að al-
þjóðlegu móti, en hitt vekur furðu
að nauðsynlegt hafi verið að fórna
til þess haustmótinu og fækka með
Þröstur Þorhallsson stórmeistari sigraði á haustmótinu DV-mynd E.J.
Hxg2+ 29. Kxg2 Rf4+ 30. Khl Re2
31. Bf2 e4! 32. Rh4+ Kg5 33. Hel
Rf4 34. Hxe4 Hxh4 35. Bxh4+
Kxh4 36. a4 e5 37. axb5 axb5 38.
c4 Kg4! 39. cxb5 Kf3 40. Hc4 e4
41. Hc8 Bd6
- og hvítur gafst upp. Svartur
verður fyrri til í kapphlaupinu og
hvítur þarf fyrr eða síðar að láta
hrókinn fyrir kóngspeðið.
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Peter Leko
Grunfeldsvörn.
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4.
Rf3 Bg7 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 0-0 7.
e4 a6 8. e5 Rfd7 9. Be3 Rb6 10.
Dc5!? Be6 11. Rg5 Bf5 12. Be2 Kh8
13. g4! Bc8 14. 0-0-0 Kh8 15. Rge4
f5 16. gxf5 Bxf5 17. h4 R8d7 18.
Da3 Rd5 19. Rg5 R7b6 20. h5 Rxe3
21. fxe3 Bh6 22. Rce4 Dd7 23.
hxg6 Dc6+ 24. Kd2! Dxg6 25. Hdgl
Had8 26. e6 Hxd4+? 27. exd4 Bxe4
28. Hxh6! Dxh6 29. De3
- og svartur gafst upp. Hann ræð-
því tækifærum ungra skákmeistara.
Keppnin um sigurlaunin var afar
spennandi en auk Þrastar höfðu
Lettinn Igor Rausis og Rússinn Mik-
hail Ivanov, sem báðir eru félagar í
TR, sig mest í frammi. Úrslit réðust
ekki fyrr en í síðustu umferð en þá
vann Þröstur Bergstein Einarsson
Umsjón
Jón L. Árnason
en Rausis og Ivanov gerðu innbyrð-
is jafntefli.
Lokastaðan varð þessi:
1. Þröstur Þórhallsson 7 v. af 9
2. Igor Rausis (Lettlandi) 6,5 v.
3. Mikhail Ivanov (Rússlandi) 6 v.
4. -5. Jón Garðar Viðarsson og
Thorbjöm Bromann (Danmörku) 5
v.
6.-7. Jón Viktor Gunnarsson og
James Burden (Bandaríkjumun) 4 v.
8. Amar E. Gunnarsson 3,5 v.
9. Bergsteinn Einarsson 2,5 v.
10. Björgvin Víglundsson 1,5 v.
Þröstur tapaði einni skák á mót-
inu, fyrir Burden, en gerði jafhtefli
við stórmeistarana Rausis og
Ivanov. Hann vann fimm skákir.
Rausis vann jafnmargar skákir og
Þröstur, en gerði einu jafnteflinu
fleira - við Bromann. Jón Viktor
gerði sér lítið fyrir og vann tvo stór-
meistara, þá Rausis og Ivanov.
í öðrum flokkum á haustmótinu
var áfram teflt í gær, fóstudag, en
keppni lýkur 1. nóvember. -JLÁ
Laxveiðimenn - stangaveiðifélög
Krossá á Skarösströnd er laus til leigu
veiöitímabiliö 1997.
Tilboöum skal skilað til Trausta Bjarnasonar, Á,
371 Búðardal, fyrir 2. nóvember nk.
en tilboð verða opnuð sama dag kl. 14.00.
Upplýsingar í símum 434-1420 og 854-8424.
SÍMVAKINN
sýnir og geymir
símanúmer þess sem
hringir hvort sem þú
ert heima eða að
heiman.
Geymir allt að
120 númer með
dagsetningu og
klukku.
Verð kr. 4.490 stgr.
É htel
Síðumúla 37, 108 Reykjavík
Sími 588 2800 - Fax 568 7447
Steinullarbíllinn auglýsir
Einangrum öll hús, ný sem gömul, með steinull
frá Sauðárkróki.
Ullinni er blásið á sinn stað hvort sem er
í holrúm, útveggi, þök, innveggi (hljóðeinangrun) eða
ofan á loftplötur.
Getum komist að stöðum sem erfitt er að komast að.
Ókeypis skoðun - Gerum tilboð
JÓN ÞÓRÐARSON
Sími 587-9194, bílas. 853-3892, fax 587-9164
Málverkasýning Bjarna Jónssonar
Gistiheimilinu Bergi, Bæjarhrauni 4, Hafnarfirði.
Sýningin verður opnuð laugardaginn 26. okótber.
Bjarni Jónsson listmálari opnar málverkasýningu í
Gistiheimilinu Bergi við Bæjarhraun 4, Hafnarfirði,
laugardaginn 26. október nk.
Sýningin mun standa í óákveðinn tíma og er opin á
sama tíma og gistiheimilið. Á sýningunni eru olíumál-
verk og vatnslitamyndir, þjóðleg viðfangsefni til sjós
og lands, auk þess hugmyndir og landslagsmyndir.
Eiginkona Bjarna, Astrid Ellingsen, sýnir prjónavörur
þessa sömu daga. Astrid og Bjarni veröa á sýningunni
um helgar.