Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Síða 15
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 15 „Höfundar þeirra nokkur hundruð bóka sem koma munu út fyrir þessi jól hafa væntanlega flestir lokið verki sínu. Allt er hins vegar enn á fullu hjá bókaforlögum, prentsmiðjum, bók- bandsstofum og öðrum þeim aðilum sem framleiða, gefa út og dreifa bókunum. Þeirra vertíð er að hefjast fyrir alvöru." Þessar vikumar er vmdirbún- ingur fyrir svokallað jólabókaílóð í fullum gangi víða um land. Höfundar þeirra nokkur hundr- uð bóka sem koma munu út fyrir þessi jól hafa væntanlega flestir lokið verki sínu. Allt er hins veg- ar enn á fúllu hjá bókaforlögum, prentsmiðjum, bókbandsstofum og öðrum þeim aðilum sem ffam- leiða, gefa út og dreifa bókunum. Þeirra vertíð er að hefjast fyrir alvöru. Samkvæmt þeim fréttum sem birst hafa að vmdanfömu um væntanlegar nýjar bækur virðist enn sem fyrr mikiil kraftur í ís- lenskum skáldum og útgefendum. Á útgáfúlistum stóra forlaganna er þannig fjöldi íslenskra skáld- verka af margvíslegu tagi; skáld- sögur, ljóð og bama- og unglinga- bækur. Þjóð margra bóka íslendingar hafa lengi státað sig af því að vera ein mesta bóka- þjóð veraldarinnar og vitna þá gjaman til þess hversu mikið er gefið út af alls konar ritum á ís- lensku á hverju einasta ári. Á því hefur verið lítið lát síðustu árin þrátt fyrir tímabvmdnar efiiahags- kreppur og óseðjandi skatta- græðgi stjómvalda sem auðvitað hefur áhrif á sölu bóka. Væntanlega þýðir mikii og til- tölulega stöðug bókaútgáfa að ís- lendingar lesi enn mikið af bók- um af ýmsu tagi, þrátt fyrir harða ásókn frá flóöbylgju mynd- miðlanna. Sú ánægjulega breyt- ing hefur jafnvel orðið á allra síð- ustu árum að sum stærstu bóka- forlögin hafa með góðum árangri gefið út nokkuð af bókum á öðr- um árstíma en rétt fyrir jólin, ekki síst með tiikomu og efiingu bókaklúbba af ýmsu tagi. Samt þarf enginn að fara í graf- götur um að mhma er lesið af bókum nú en áður fyrr þegar landsmenn höfðu meiri tíma til slíkrar andlegrar endumæringar og dægrastyttingar, einkum vegna þeirrar fábreytni í fjölmiðl- un sem þá var og ungu sjón- varpskynslóðinni þykir með ólík- indum að heyra um. Það væri reyndar afar forvitni- legt könnunarefni fyrir þá sem hafa það hlutverk að fylgjast með og rannsaka menningarneyslu landans að komast að því hvaö ís- lendingar lesi í reynd af bókum ótilneyddir - það er að segja utan skólanámsins. Hvemig bækur? Hvaða höfunda, íslenska eða er- lenda? Niðurstöður slíkrar könn- unar yrðu vafalítið mjög eftir- tektarverðar og gæfu okkur um leið mikilvægar vísbendingar um hvert bókaþjóðin stefiiir. Arfur skáldanna En það eitt að gefa út margar bækur á ári hverju gerir íslend- inga ekki sjálfkrafa að bókaþjóð í besta skilningi þess orðs. Þar skiptir miklu meira máli hvað landsmenn leggja sjálfir af mörk- um til að skrifa bækur sem með einum eða öðrum hætti höfða til lesenda. Skáld hafa frá upphafi íslands- byggðar haft veigamiklu hlut- verki að gegna með þjóðinni. Þau vom eins konar sendiherrar hins gamla þjóðveldis á erlendri grundu, gistivinir konunga og annarra höfðingja sem hlustuðu með athygli á það sem þessir meistarar orðsins höfðu fram að færa og töldu það sér til heiðurs að halda íslensk hirðskáld. Seinna, þegar landsmenn þurftu að styrkja sig í barátfimni gegn erlendum yfirráðum, urðu Laugardagspistill Elías Snæland Jónsson verk hinna fomu skálda upp- spretta þjóðarstolts og aukins sjálfstrausts sem var ein forsenda þess að árangur náðist í sjálf- stæðisbaráttunni. Enda er það eitt helsta sérkenni íslensku þjóð- arinnar, að menningararfur ell- efii hundruð ára felst nær ein- vörðungu í hinu ritaða máli. Aör- ar menningarþjóðir geta vísað til fjölbreyttari arfs frá horfnum kynslóðum, svo sem á sviði húsa- gerðar, myndlistar, iðnaðar og vísindaiðkana margs konar, svo nokkur dæmi séu tekin. Slíku er vart til að dreifa frá fyrri öldum hér á landi. Handritin og þær sögur og ljóð sem þau geyma era eina rismikla menningarberg okkar frá liðinni tíð. Alþjóðlegt flóð Sumir þeir sem mima vel um- ræðuna í þjóðfélaginu um miðbik þessarar aldar, jafhvel aiit aftur á fiórða áratuginn, segja það gjam- an sem dæmi um hnignandi stöðu bókarinnar í þjóðarsálinni aö íslendingar séu hættir að tala af ástríðu um nýjar bækur; þeir spjalli miklu frekar um einhverja þeirra mörgu bandarísku sjón- varpsþátta sem glápt er á hvert einasta kvöld. Það er auðvitað bæði satt og rétt að nú til dags hræra nýjar bækur ekki upp í landanum með hliðstæðum hætti og ný skáld- saga frá Halldóri Laxness gerði nánast sjálfkrafa á fjórða og fimmta áratug aldarinnar, eða ljóðabækur síðustu þjóðskáld- anna, þeirra Davíðs Stefánssonar og Tómasar Guðmundssonar. Þar kemur margt til. Miklu skiptir vafalaust að þjóðin fær nú yfir sig daglega alþjóðlegt flóð menningarstrauma sem óhjá- kvæmilega slæva áhuga margra á því sem er íslenskt. Þá hefur al- menn velmegun og gjaldþrot póli- tískra hugmyndakerfa dregið all- an brodd úr þjóðfélagslegri um- ræðu, sem snýst ekki lengur um stefnumál eða grundvallarreglur heldur peninga. Og svo, segja sumir, höfum við heldur ekki lengur höfund sem getur sfimgið á kýlum þjóðfélags- ins með þeim hætti sem Halldór Laxness gerði þegar listsköpun hans stóð á hátindi. Og engin ljóðskáld sem ná að snerta til- finningar landsmanna með við- líka hætti og Davíð og Tómas gerðu á sinni blómatíð fyrir meira en hálfri öld. Enn er mikið skrifað En þótt þjóðin standi ekki leng- ur á öndinni út af nýrri ljóðabók eða skáldsögu, eins og dæmi era um frá fyrri tíð, halda íslenskir höfundar áfram að skrifa af vera- legmn krafti. Sérstaklega virðist mikil gróska í ritun íslenskra skáld- sagna. Margir nýir höfundar hafa látið til sín taka á undanförnum árum, sumir með mjög góðum ár- angri. Nægir í því sambandi að minna á sterka stöðu höfúnda okkar á norrænum vettvangi, en þar hefúr íslensk sagnalist nú- tímans margsinnis fengiö verð- laun í samkeppni við það besta frá frændum voram og nágrönn- um. Það sýnir auðvitað að þessi sérkennilega þörf fyrir að skrifa, að segja sögu, sem lifað hefur með íslendingum frá upphafi byggðar í landinu, er enn furðu- sterk með þjóðinni. Þótt nýir miðlar, svo sem kvikmyndin, hafi vissulega dregið til sín nokkra góða sagnaþuli á liðnrnn árum, stendur skáldsagan, hið ritaða orð frásagnarinnar, enn afar sterkum rótum í íslensku menningarlífi, alveg eins og í þá fomu daga þegar forfeður okkar færðu sögur af íslenskum heijum fyrst í letur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.