Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996
20 fréttir
k k
Það er sagt að því umdeildari sem menn
eru þeim mun meira sé í þá varið. Sé þetta
rétt þá er mikið spunnið í Jón Baldvin Hanni-
balsson, alþingismann og formann Alþýðu-
flokksins. Fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa
verið jafn umdeildir síðustu árin. Hann er
maður sem allir taka afstöðu til, með eða á
móti.
Segja má að það sé dæmigert fyrir Jón Bald-
vin að eitt síöasta verk hans sem formaður Al-
þýðuflokksins veldur deilum. Það var þegar
hann vildi deila niður erfðagóssinu, völdun-
um í flokknum, og skýrði frá því á frétta-
mannafundinum á þriðjudaginn. Margir
reiddust þessari afskiptasemi fráfarandi for-
manns. Aðrir móðguðust. Svona hefur þetta
verið síðan Jón Baldvin var kjörinn formaður
Alþýðuflokksins 1984. Það er nokkuð sama
hvað hann segir, menn skiptast strax í fylk-
ingar með eða á móti.
Tvennt stendur upp úr
Það er tvennt sem Jón Baldvin hefur gert á
sínum pólitíska ferli sem mun skrá nafn hans
óafmáanlega i íslenskri stjómmálasögu. Ann-
ars vegar er það EES-samningurinn sem er
hans verk. Það er sama hvort menn eru með
þeim samningi eða á móti honum, það var
stórvirki hjá Jóni að koma honum í gegn.
Hitt er þegar hann, utanríkisráðherra ís-
lands, fór til Litháens eftir blóðbaðið við þing-
húsið í Vilníus í október 1991. Þjóðir Eystra-
saltsríkjanna voru að berjast íyrir frelsi sínu
og losna undan oki Sovétríkjanna. Jón Bald-
vin fór þá til höfuðborga allra Eystrasaltsrikj-
anna og vár fyrsti erlendi ráðherrann til að
gera það. Hann fór á sjálfan blóðvöllinn i Viln-
íus og var myndaður í bak og fyrir. Jón Bald-
vin fylgdi þessu eftir með því að koma því til
leiðar að íslendingar tóku upp stjómmálasam-
band við þessar þjóðir fyrstir allra þjóða. Það
þurfti pólitískan kjark til að gera þetta. Kjark
sem ráðherrar annarra Norðurlanda höfðu
ekki. Síðan er Jón Baldvin í dýrlingatölu í
Eystrasaltsríkjunum. Hvergi þó eins og í Lit-
háen.
Eflaust er hægt að tína margt annað til sem
mun halda nafhi Jóns Baldvins á lofti sem
stjómmálamanns. Þar má nefna GATT-samn-
Jón Baldvin Hannibalsson, einn litríkasti stjórnmálamaður landsins hin síðari ár.
mat og drykk um nóttina. Teknar vom með
um borð í flugvélina veitingar við hæfi. Ráð-
herrann átti pantað far með Flugleiðavél um (
morguninn en nennti ekki að bíða eftir því og
notaði ríkisþotuna.
Fiölmargar sögur era líka til um minni
skandala sem Jón hefur gert sem ef til vill
sæmdu strákum en ekki ráðherra.
Dómharka
Jón Baldvin hefur á stundum verið afar
dómharður í garð annarra. Frægt var þegar
hann sagði að Blóðbankinn væri þarfari en
Seðlabankinn. Hann sagði líka að þar sætu
menn verkefnalausir og nöguðu blýanta og að
reka þyrfti ákveðna bankastjóra.
Hann fór ekki alltaf fögrum orðum um
sendiherrastéttina þegar hann var utanríkis-
ráðherra. Kallaði þá jafnvel kokkteilhristara.
Ummæli hans i viðtali við Alþýðublaðið á
miðvikudaginn segja sína sögu. Hann er þar i
spurður um ósætti sitt og Davíðs Oddssonar.
„Ósættið byrjaði þegar ég kynntist honum.“
Seint inn á þing
Jón Baldvin er fæddur árið 1939. Enda þótt
pólitískur ferill hans sé orðinn langur kom (
hann seint inn á þing. Hann var fyrst kjörinn
þingmaður 1982, þá orðinn 43 ára gamall.
Hann hafði að visu farið í framboð til Alþing-
is áður en ekki náð inn.
Jón Baldvin er hagfræðingur að mennt.
Hann nam síðan uppeldis- og kennslufræði
við HÍ og var kennari við Hagaskóla frá 1964
til 1970. Á þeim áram tók hann virkan þátt í
pólitík.
Sem ungur maður var hann kommúnisti og
aðdáandi Sovétríkjanna. Það stóð stutt og
hann gerðist síðan sósíaldemókrati og barðist
innan Alþýðubandalagsins með föður sínum. (
Hann var blaðamaður á Frjálsri þjóð og Nýju
landi á þessum áram. Þau blöð studdu Hanni-
bal Valdimarsson og hans menn í pólitíkinni.
Deilurnar á hinum fræga Tónabíósfundi 1968,
þegar Hannibal sagði skilið við Alþýðubanda-
lagið, stóðu ekki hvað síst um persónu Jóns ,
Baldvins. Hannibalistamir vildu að Jón Bald-
vin yrði í 2. sæti á lista Alþýðubandalagsins í
Jón Baldvin Hannibalsson að yfirgefa pólitíska sviðið:
Stjórnmálamaður sem allir hafa skoðun á
- skilur eftir sig stórt skarð í Alþýðuflokknum og íslenskum stjórnmálum
Hér er Jón Baldvin með vini sínum Landsbergis, foringja frelsisaflanna í Litháen, þegar Jón fór
þangað fyrstur allra ráðherra árið 1991 þegar Litháar þurftu þess hvað mest með.
inginn og fleira. Ekkert verka hans jafnast þó
á við þessi tvö fyrst nefndu.
Lengst til hægri
Þeir era margir sem segja að Jón Baldvin
sé svo frjálslyndur í stjómmálaskoðunum að
hann sé hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn.
Það er mikið til í þessu. Tvö stórmál í íslensk-
um stjómmálum má nefna þessu til sönnunar.
Annars vegar er það íslensk landbúnaðar-
stefna og hins vegar Evrópumálin.
Alþýðuflokkurinn, og þá sérstaklega Jón
Baldvin, barðist af alefli gegn búvörasamn-
ingi sem Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi
landbúnaðarráðherra, gerði og kom í gegn
1990. Sömuleiðis börðust kratar gegn búvöra-
lögunum 1994. Þá riðaði ríkisstjóm Daviðs
Oddssonar til falls. En að lokum gaf Alþýðu-
flokkurinn eftir í málinu en fékk samt ein-
hverjar smábreytingar fram.
Jón Baldvin hefur einn flokksformanna
barist gegn því-taumlausa styrkjakerfi sem
landbúnaðurinn býr og hefúr alltaf búið við.
Þær breytingar sem hann hefur viljað sjá hef-
ur aldrei mátt nefna.
Frægt varö þegar deilumar um hvað mætti
og hvað ekki varðandi GATT-samninginn risu
sem hæst. Þá leyfði Jón að farið væri með
kalkúnalæri í gegnum tollinn á Keflavíkur-
flugvelli. Fjármálaráðherra lét taka farminn
um leið og hann kom út af vellinum og inn-
sigla. Sömuleiðis blómainnflutningsstríðið og
gúrkuinnflutningsstríðið. Það sem Jón Bald-
vin gerði þá sýndi best hve mikið alvörumál
landbúnaðarmálin era honum.
Alþýðuflokkurinn með Jón Baldvin í stafni
er eini íslenski stjómmálaflokkurinn sem vill
skoða þann möguleika í alvöra að við göngum
í Evrópubandalagið. Allir hinir flokkamir
segja málið ekki á dagskrá. í málflutningi sín-
um um Evrópumálin hefur Jón Baldvin sýnt
að hann er mesti nútímamaðurinn sem situr
á Alþingi.
Brokkgengi
Það er enginn maður gallalaus og sannar-
lega hefur Jón Baldvin framið ótrúleg axar-
sköft og strákapör sem sum hver bera vott um
ótrúlegt dómgreindarleysi. Frægast þessara
mála er eflaust þegar hann gaf rúmlega eitt
hundrað vínflöskur, í afmæli Ingólfs Mar-
geirssonar, þáverandi ritstjóra Alþýðublaðs-
ins, og lét fjármálaráðuneyt-
iö borga. Þegar þetta komst
í hámæli sá Jón að sér,
baðst afsökunar og greiddi
vínið úr eigin vasa.
Það var einnig gagnrýnt
þegar hann fékk áfengi í
veitingasölum ríkisins í
Borgartúni til að nota í af-
mæli konu sinnar, Hann
greiddi vínið þrem dögum síðar í sama og
tókst að hreinsa sig af því að hafa látið ríkið
greiða vínkostnaðinn eins og lengi var haldið
fram. Eigi að síður þótti þetta dómgreindar-
leysi.
Sömuleiðis hlaut Jón harða gagnrýni fyrir
að hafa eytt 4,2 mUljónum króna af risnufé
ráðherra í veisluhöld á árinu 1989. Enda þótt
það væri löglegt þótti þetta óheyrilega mikið
og siðlaust. Eflaust hefur Jón skynjaö þetta
því ekki er vitaö til að þetta hafi endurtekið
sig á ráðherraferlinum.
Árið 1989 sannaöist að
Jón Baldvin hafði látið fjár-
málaráðuneytið greiða fyrir
22 vínflöskur sem hann síð-
an veitti á fúndi helstu
ráðamanna í Alþýðuflokkn-
um. Þetta þótt siðlaust.
Eitt frægasta dæmið um
dómgreindarleysi Jóns
Baldvins var þegar hann, eftir næturfund og
veisluhöld, fékk undir morgun þotu sem Flug-
málastjóm var með á leigu til að flytja sig á
ráðherrafund í Danmörku. Hann tók með sér
sex farþega. Líka veitingamanninn sem hafði
þjónað ráðherrum í Ráðherrabústaðnum í
Reykjavik við þingkosningarnar það ár. Sósí-
alistarnir komu í veg fyrir það og Alþýðu-
bandalagið klofnaði.
(safjarðarárin
Árið 1970 tók Jón Baldvin við skólameist-
arastarfi við Menntaskólann á ísafirði og
gegndi því til ársins 1979. Á þeim árum sat
hann í bæjarstjóm Isafjarðar og var um tima
forseti bæjarstjómar. Hann var í 2. sæti á
lista Frjáslyndra og vinstrimanna við þing-
kosningamar 1974 en náði ekki kjöri. Karvel
Pálmason var þá í efsta sæti. Jón Baldvin tap-
aði svo fyrir Sighvati Björgvinssyni í próf-
kjöri hjá Alþýðuflokknum 1978 og lenti í 2.
sæti og náði ekki kjöri.
Árið 1979 flutti Jón Baldvin aftur til Reykja-
víkur og var í 4. sæti á lista Alþýðuflokksins
í Reykjavík í þingkosningum það ár. Hann tók
við ritstjóm Alþýðublaðsins. Því starfi gegndi
hann þar til hann var kjörinn á þing árið 1982.
Hann varð formaður Alþýðuflokksins þegar
hann sigraði Kjartan Jóhannsson í formanns-
kjöri á flokksþingi 1984.
f ríkisstjórn eftir 16 ár
Árið 1987 myndaði Alþýðuflokkurinn ríkis-
stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknar-
flokki. Þá haföi Alþýðuflokkurinn ekki átt að-
ild að ríkisstjóm í 16 ár aö undanskilinni rík-
isstjóm sem sat í tæpt ár, frá 1978 til 1979. Jón
Baldvin varð fjármálaráðherra 1987. Sem slík-
ur átti hann mikinn þátt í því að staðgreiðslu-
kerfi skatta var tekið upp. Sömuleiðis að virð- *
isaukaskattkerfi var tekið upp í stað sölu-
skattskerfisins. Alþýðuflokkurinn undir for-
ystu Jóns Baldvins átti svo aðild að ríkis-
stjómum til ársins 1994.
Jóni Baldvin hefur liðið illa sem óbreyttur
þingmaöur eftir að hann lét af ráðherradómi. 1
Það kemur því ekki mjög á óvart þó hann
hætti nú sem formaður Alþýðuflokksins. Það
kæmi heldur ekki á óvart þótt hann segði af
sér þingmennsku í vetur eða vor. Það veröur
sannarlega sjónarsviptir að Jóni Baldvin
Hannibalssyni þegar hann hverfur úr Alþing-
ishúsinu i síðasta sinn sem þingmaður.
Fréttaljós
á laugardegi
Sigurdór Sigurdórsson