Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Blaðsíða 10
,» viðtal
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996
Rjúpnaskytta sem týndist fyrir 30 árum gefur Slysavarnadeildinni Ingólfi peningagjöf
Virtist hress, en er alvarlega
óhann I«tfvv Jögrcglumað; þarna fannst hamt —jað maöi
r, rjtipnaskyUan scm leit- á hjambrciðuballnn |
ð hcfur vcrið að síöan á byssu sina. (
unnudag fannst í morgun;mannsíns |>anr®[
Jpltarsvseðlnu. l»að var: virtist hrcss, c fl| r Æjæ JK
»jög «lnkennilcgt, að hefur skoðaðJ|lk
S*tí»l TJ»eð*R;
! . <wé
Krummi hugsaði sér gott
til glóðarinnar
„Þegar ég sá dauðann blasa við
sætti ég mig mjög vel við það. Ég
var allur frosinn þegar ég kom á
spítalann og það marraði í kálfan-
um þegar læknarnir komu við
hann,“ segir Jóhann Löve lög-
reglumaður sem fannst fyrir þrjá-
tíu árum, kalinn á fæti, eftir að
hafa hímt í frosti og kulda í Þjófa-
hrauni í þrjá sólarhringa þegar
hann týndist á rjúpnaskyttiríi.
Margir muna eftir þessu atviki
sem gerðist 24. nóvember árið 1966
og var Jóhann beðinn um að rifja
upp þennan örlagaríka atburð í lífi
sínu. Hann missti allar tær á öðr-
um fæti og minnstu munaði að
hann missti hælana að auki.
Vaskir menn frá Slysavarna-
deildinni Ingólfi fundu Jóhann í
Þjófahrauni við Skjaldbreið eftir
um þriggja sólarhringa villu í
vondu veðri. Þeir björguðu lífi
hans og i tilefni af afmælinu gaf
hann deildinni 100.000 krónur.
Faðir hans færði einnig Ingólfl
listaverk sem Jens Guðjónsson
gullsmiður smíðaði í tilefni dags-
ins.
Ottaðist ekki dauðann
„Ég kynntist sjálfum mér tals-
vert mikið á þessum tíma í snjón-
um. Ég fann talsvert sterkt að ég
þyrfti alls ekki að óttast dauðann.
Það kom mér á óvart því auðvitað
vildi ég lifa þar sem ég var ekki
nema þrítugur þegar þetta gerðist.
Síðasta daginn fékk ég félagsskap
en það var hrafn sem ætlaði að fá
sér gott í gogginn. Mér fannst bara
félagsskapur í honum. Ég ætlaði
samt ekki að gefast upp fyrir hon-
mn og verða hádegismatur,“ segir
Jóhann.
Jóhann náði því að skjóta eina
rjúpu áður en hann týndist og er
það eina rjúpan sem hann hefur
skotið um ævina. Hann hefur ekki
farið á rjúpnaskyttirí eftir þessa
miklu svaðilför fyrir þrjátíu árum.
„Við fórum þrír félagar úr lög-
reglunni á rjúpnaskyttirí. Um
tvöleytið skall á vitlaust veður og
ég reyndi að komast að jeppanum.
Þegar það tókst ekki reyndi ég að
ganga að Þingvöllum því ég hélt ég
vissi í hvaða átt ég ætti að fara. Þá
lenti ég öfugu megin við Tinda-
skaga og áttaði mig á því að ég var
STÁ LÍFU
náo mér upp úr skaflinum"
— togðl Johonn löwe ©r Vísir heim-
solli honn ó Landjpilalonn í rnorgun
ALLIR VORUSEíl EINNMADUR
Víslr lolor við Mngnús Þérorinssoo,
aöalsljOrnanda ieitorinnur
«, ntCt Vjttt t*(t
»t Ibom t *»rfcv«trti. )>*í,r
orðinn villtur,1
ir Jóhann.
seg-
I skjóli við klett
Jóhann brá á það ráð
að finna sér skjól við klett
þar sem hann lét fenna
yfir sig til þess að halda á
sér hita þar sem skafrenn-
ingur var mikill. Hann lamdi
fótum og höndum í klettinn
til að halda sér heitum. Hann
skalf þar alla nóttina þó hann
væri sæmilega klæddur en
kuldi og sinadráttur hamlaði því
að hann sofnaði og hefur það orð-
ið honum til bjargar. Jóhann átt-
aði sig á þvi að hann mátti ekki
sofna og ekki borða snjó þó að
þorstinn og hungrið hrjáði hann.
Of mikil orka hefði farið í að hita
upp líkamann ef hann hefði borð-
að snjó en hann lét sér nægja þá
dropa sem bráðnuðu á honum.
Flugvélar í augsýn
„Daginn eftir reyndi ég að ganga
til baka sömu leið og klifra upp á
fell til þess að sjá hvar ég væri. Ég
var orðinn of þreyttur og ákvað
því að búa mér til skýli úr snjón-
um. Morguninn eftir tróð ég
SOS-merki í snjóinn fyrir
flugvélamar en þegar birti
um morguninn hvarf
merkið og flugvélarn-
ar sáu það aldrei.
Ég heyrði í leitar-
vélunum í
fjarska og sá
þær við end-
ann á dalnum
en þær voru of jóhann Löve lögreglumaður bjargaðist úr lífsháska fyrir þrjátíu árum.
langt frá mér
DV-mynd GVA
Mikið var skrifað um hvarf Jóhanns dagana sem hann var týndur og eftir
að hann fannst.
til þess að geta
séð mig,“ segir Jóhann.
Krossbölvaði þegar þyrlan
fór aftur
Fyrir miðjum dalnum fann Jó-
hann laut þar sem hann lét fenna
yfír sig og þar fannst hann daginn
eftir þegar þyrlan frá vamarliðinu
flaug yfir. Jóhann heyrði í þyrl-
unni og rauk upp og veifaði henni.
Þyrlan flaug burtu i fyrstu án þess
að sjá hann en kom síöan aftur.
„Mér leið mjög illa þegar þeir
fóru án þess að sjá mig. Ég var
spurður hvort ég hefði beðið til
Guðs. Ég var búinn að því áður en
bölvaði í staðinn. Ég fékk meiri
kraft í mig því ég varð reiður og
gat staðið upp aftur. Eftir það var
ég alveg máttlaus og orkan var
búin. Ég hafði hvorki fengið vott
né þurrt í rúma þrjá sólarhringa,"
segir Jóhann.
Gleymdi þvotti í þvottahúsi
„Ég missti aldrei alveg vonina.
Tilhugsunin um þessar ósérhlífnu
hjálparsveitir hélt í mér lífinu.
Það er ótrúlegt hvað flýgur í gegn-
um kollinn á manni. Ég átti þvott
í þvottahúsi og hafði miklar
áhyggjur af því hvenær hann yrði
sóttur,“ segir Jóhann.
Missir tánna hefur að sjálfsögðu
háð Jóhanni en hann gengur
óhaltur og snýr fætinum á annan
hátt. Fóturinn hefur verið mjög
lengi að jafna sig því æðarnar
þurfa að vaxa aftur.
Þorsteinn C. Löve afhendir Jóhanni Briem úr Slysavarnafélaginu Ingólfi
minningargrip um björgun Jóhanns sonar hans ásamt Jóhanni og björgun-
arsveitarmönnum. DV-mynd Sveinn