Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 ^Jfýikmyndir, Eyja dr. Moreau í Laugarásbíói: Brando í fótspor Lancasters og Laughtons H.G. Wells skrifaði söguna The Is- land of Dr. Moreau árið 1896 og þeg- ar hún var gefin út fékk hún óblíðar viðtökur hjá gagnrýnendum sem töldu hana ógeð og höfundinn per- vert. Wells var sjálfur ánægður með sögu sína og sagði í viðtali að þetta væri hans besta skáldsaga hingað til. Eins og oft áður sá H.G. Wells hvað koma skyldi og margt sem þótti hneykslanlegt i bókinni hefur komið fram í einhverju formi auk þess sem hún gaf tóninn í gerð hryllingssagna. The Island of dr. Moreau, sem Laugarásbíó frumsýndi í gær, er þriðja útgáfan sem gerð er eftir hinni frægu sögu H.G. Wells og hún þarf að keppa við tvær kvikmyndir sem á sínum tíma þóttu mjög góðar. Fyrst var sagan kvikmynduð 1933 og þá undir nafhinu Island of the Lost Souls. Þar voru í helstu hlutverkum Charles Laughton, sem lék dr. More- au, Bela Lugossi og Richard Arlen. Árið 1977 var síðan gerð ágæt útgáfa af sögunni sem hét The Island of Dr. Moreau eins og nýjasta útgáfan. Þar var í hlutverki dr. Moreaus Burt Lancaster og með honum voru Mic- hael York, Nigel Davenport, Barbara Carera og Richard Basehart. í The Island of dr. Moreau er það svo sjálfur Marlon Brando sem fetar í fótspor Burts Lancasters og Charles Laughtons og leikur Dr. Moreau. Mótleikarar hans eru Val Kilmer, David Thewlis og Fairuza Balk. Sag- an hefúr verið færð fram í tímann og gerist í nánustu framtíð. Edward Douglas (David Thevlis) hefur verið sendur sem sáttasemjari í horgara- styijöld. Flugvél hans ferst einhvers staðar í Suður-Kyrrahafi og er hon- um bjargað af vísindamanninum John Frankenheimer við tökur á The Island of dr. Moreau. Montgomery (Val Kilmer) sem er með á skipi sínu dularfullan vaming af villtum dýrum. Montgomery er á leið til eyjar einnar og slæst Douglas í fór með honum í þeirri von að hann geti sent skilaboð. Hann er fljótur að átta sig á því að það er ekki alit eins og það á að vera á eyj- unni og Montgomery hagar sér ekki eins og venjulegur vísindamaður. f aðalbyggingu eyjarinnar er hann kynntur fyrir nóbelsverðlaunahaf- anum Dr. Moreau sem ekki er síður dularfúll persóna. Um kvöldið heyrir Douglas ókennileg og óhugnanleg dýrahljóð en þegar hann ætlar að fara að athuga það kemst hann að því að hann hefur verið lokaður inni. Daginn eftir kemst hann að því að þama er verið að gera erfðafræði- legar tilraunir með dýr. Hann verður skelkaður og reynir að flýja en það reynist honum ekki auðvelt að kom- ast frá eyjunni. Leiksljóri er John Frankenheimer. Hann á að baki nokkrar frábærar kvikmyndir og hefur átt misgóðar stundir á síðustu árum en nær sér vel á skrið í þessari nýjustu mynd sinni. -HK Douglas (David Thewlis) fær hér yfirhalningu hjá einu af tilraunadýrum dr. Moreaus. Spike Lee í góðum málum Það era ekki margar kvikmyndir sem ná upp í kostnað á einni sýning- arhelgi en sú varð nú samt raunin með nýjustu kvikmynd Spike Lee, Get on the Bus, sem halaði inn 2 milljónir dollara mn síðustu helgi og er það útlagður kostnaður við myndina. Lee ákvað að gera þessa mynd eins ódýra og hægt var. Hún var tekin upp á tuttugu dögum og í helstu hlut- verkum era allt vinir hans sem tóku lítinn pening fyrir leik sinn en fá sjálfsagt eitthvaö í vasann ef gróði verður. Meðal leikara era Charles S, Dutton, Danny Glover, Ossie Davis og Will Smith. ALÞJÓÐLEG KATTASÝNiNG VBrtnir halán í Sumtudagimt 27. október 199B Kl, 10-18 » Hein ISgtihÉi* katta 6n hBktaki sáiW » ÁagBngsefnr ' FtÉarðhÍr 400 ta E»rne-'iáBrB soOta. Brtirkjar sg áSSfeijrisþ. 0Óð ta. ihw T».kán» -- tahiitená ítert Winam - HátteWJi tfifiaiki kjítr* rrtrar Veitingasala á 2. hæð i Kvikmyndin Fear, sem Sam-bíóin tóku til sýningar í gær, fjallar um unga stúlku sem heldur að hún hafi fundið draumaprinsinn en varar sig ekki á að hann hefur sínar dökku hliðar. Nicole er sextán ára rómantísk stúlka sem dreymir dagdrauma eins og aðrar ungar stúlkur og hún verð- ur því spennt þegar David, mjög svo myndarlegur ungur maður, veitir henni athygli. Fljótlega sér Nicole þó skuggahliðamar á David, en þá er það orðið of seint og draumur hennar verður að martröð. Það era ungir og lítt þekktir leik- arar sem leika aðalhlutverkin, Mark Wahlberg, sem leikur David, kom fyrst fram í kvikmynd Penny Mars- halls, Renaissance Man, áður hafði hann verið vinsæll hip-hop tónlist- armaður og hefur gefið út tvær plöt- ur. Wahlberg lék síðan í Basketball Diaries og eftir að hann lék í Fear lék hann í Traveler á móti Bill Paxton. Sú mynd hefur enn ekki verið sýnd. Reese Witherspoone, sem leikur Nicole, fékk mjög góða dóma fyrir leik sinn i The Man in the Moon, sem var hennar fyrsta kvikmynd. Hún fyldi þessu eftir með leik í Jack the Bear og i Disney-myndinni A Far off Places, sem var tekin í Kala- harieyðimörkinni. Áður en Whiter- spoon hóf leik í þeirri mynd bjó hún meðal innfæddra í eyðimörkinni til Mark Wahlberg leikur geðklofann David í Fear. að læra siði þeirra og háttu. Wither- spoone er átján ára i dag og mjög eftirsótt, enda þykir hún hafa mikla hæfileika. Nýjasta mynd hennar er Freeway, sem frumsýnd var á Sund- ancekvikmyndahátíðinni. Leikstjóri Fear, James Foley, vakti fýrst athygli fyrir stuttmyndir sem hann gerði þegar hann nam kvikmyndafræði við háskólann í Suður- Kaliforníu. Hal Asby, sem þá var nýbúinn að stofna kvikmynda- fyrirtæki, réð hann til sín og þar vann hann um skeið ýmis störf. Árið 1983 bauð framleiðandinn Scott Rudin Foley að leikstýra kvikmynd- inni Reckless með þá óþekktum leikurum, Aidan Quinn og Daryl Hannah. En það var fyrir aðra mynd hans, At Close Range, með Sean Penn og Christopher Walken, að hjólin fóra að snúast og hefur hann síðan haft nóg að gera við að leikstýra kvikmyndum, tónlistar- myndböndum og sjónvarpsmyndum. Besta kvikmynd hans hingað til er Glengarry Glen Ross, sem gerð er eftir leikriti David Mamet, en fyrir leik sinn í þeirri mynd fékk A1 Pacino óskarstilnefningu. Nýjasta mynd James Foleys er The Cham- ber sem gerð er eftir skáldsögu Johns Grishams og hefur hún feng- ið ágætar viðtökur. -HK rn íiíMéi i Barbecue grillaðar lambakdtelettur með grænmeti, dijon sinnepssösu, og steiktum country kartöílubátum. Súpa og salatbar. Börn yngri en 12 ára fá FRÍA 9" pizzu, og ávaxta fsstöng á eftir. Aöeins kr. 1.090,- Hunangsgljáðar grísalundir með grænmeti, rjömalagaðri sveppasósu og bakaðri kartöflu. Börn yngri en 12 ára fá FBÍÁ 9" pizzu, og ávaxta fsstöng á eftir. Aðeins kr. 1.190,- LÁQGARDAGUR 26. OKTÖBER SUNNDDAGUR U. OKTÖBER SAFARÍ • LAUGAVEGI178 • SÍMI:553-4020 • VIÐ HLIÐINA Á SJÓNVARPINU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.