Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Blaðsíða 56
Alla laugardaga Vertu uiðbúmfn); vinningi! VINNINGSTÖLUR (sVtYsKÍs) 25.10/96 19) (29) (30) ÓL í bridge: Enn harðnar toppbaráttan Rhodos: Islenska sveitin á ólympíumótinu í bridge byrjaði vel í gærmorgun, vann Kenýumenn, 22-8, og við það færðist ísland upp í þriðja sætið í B- riðli. Aðalsteinn-Matthías, Guð- mundur-Þorlákur spiluðu. Hins vegar gekk ekki eins vel í næstu umferð, þeirri 22, þegar spil- að var við Egypta. ísland vann minnsta sigur, 16-14, en hélt þó þriðja sætinu. G-Þ og Jón-Sævar spiluðu. Mikil taugaspenna einkenndi um- ferðina hjá efstu þjóðunum. Hæsta skor var 18 stig sem Norðmenn og Taivanar fengu. Ítalía fékk 17 stig, ísland 16, ísrael 14 og Bretland 13. í 23. umferðinni spilaði ísland við Ffyrrum ólympíumeistara Brasilíu og sigraði 17-14. Aðalsteinn-Matthí- as, Jón-Sævar spiluðu. Staðan eftir 23 umferðir er þá þannig: ísrael 450.5, Ítalía 447, ísland 436, Taivan 433.5, Rússland 429, Noregur 422 og Bretland í 7. sæti með 421 stig. ÍS Samkomulag milli íslands og EFTA Samkomulag var undirritað í fyrradag milli íslands og Eftirlits- stofnunar EFTA um að draga til baka mál sem höfðað hefur verið fyrir EFTA-dómstólnum um ákveð- in atriði laga um vörugjöld. í samkomulaginu kemur fram að meö breytingum á lögum um vöru- gjald hafí verið felld úr gildi þau ákvæði eldri laga sem málið snerist um og ekki voru í samræmi við EES- samninginn. Því er ekki leng- ur um lagalegan ágreining að ræða milli aðila. -RR merkivélinni er auövelt að hafa allt t röð og reglu í btlskúrnum brother Verð frá kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Kvöld- og helgarþjónusta ÞURFA KRATARNjlR EKKI FREMUR 5AL- ,FRÆÐING EN LÆKNI?, KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 Formannsslagurinn í Alþýðuflokknum: Andstæðingar Sighvats reyna að einangra hann nafn Gunnars Inga Gunnarssonar læknis hefur bæst í hóp formannsefna „Ég er ekki partur af neinu samsæri,“ var það eina sem Össur Skarphéð- insson vildi segja um hug- mynd sem nú gengur hjá andstæðingum Sighvats Björgvinssonar í for- mannsslag Alþýðuflokks- ins. Hugmyndin gengur út á það að Rannveig Guð- mundsdóttir verði for- maöur flokksins, Guð- mundur Árni varaformað- ur og Össur Skarphéðins- son formaður þingflokks- ins. Þegar Rannveig var innt álits á þessari hug- mynd sagðist hún ekki vilja tjá sig neitt um hana. Það væru svo marg- ar hugmyndir og sögur í gangi að ekki væri hægt að svara þeim öllum. Aðrir, sem DV hefur rætt við um þessa hug- mynd, segja Sighvat of sterkan með stuðningi Jóns Baldvins og hans manna til þess að þetta geti gengið upp. Margir kratar óttast mjög um flokkinn ef þau Rannveig, Sighvatur og Guðmundur Árni gefa öll kost á sér til formennsku og kosið verður á milli þeirra. Þess vegna hafa menn svipast um eftir fjórða manninum sem flokksþingið gæti hugsan- lega sæst á. Sigbjörn Gunnarssonar, fyrrver- andi alþingismaður, og Sigurður R. Ólafsson, bæj- arfulltrúi í ísaflarðarbæ, sögðu í viðtali við DV fyr- ir nokkru að menn skyldu ekki útiloka að önnur nöfn kæmu fram í for- mannsslagnum. í þessu sambandi hefur nafii Gunnars Inga Gunn- arssonar, læknis og for- manns Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, komið upp. „Ég hef heyrt þessu hvíslað en ekki leitt hug- ann að því,“ var það eina sem Gunnar Ingi sagði þegar DV bar þetta undir hann. Gunnar þótti standa sig vel, ekki síst í fjölmiðlaatinu, meðan á læknadeilunni stóð í sum- ar. Ekki síst þess vegna líta menn nú til hans sem forystumanns í Alþýðu- flokknum. -S.dór Fjórir hand- teknir á stolnum bíl fíkniefni fundust Lögregla stöðvaði í fyrrinótt bil á Sogavegi sem lýst hafði verið eftir sem stolnum. Fjórir menn voru í bilnum og voru þeir allir handtekn- ir og færðir á lögreglustöð. Við leit í bílnum kom í ljós að þar var töluvert magn af eiturlyfjum, bæði amfetamíni og hassi. Þá voru einnig tól til innbrota í bílnum. Mennimir hafa allir komið við sögu innbrota og annarra mála. -RR VMSI leggur áherslu á „Það var mikið að sjá þarna niðri. Síldin stóð svo djúpt og það voru stórar torfur af henni,“ segir Steinþór Helgason, stýrimaður á Grindavtkurbátnum Hábergi. Báturinn kom til hafnar í gær og landaði 400 tonnum af síid. Þar af fóru 300 tonn í bræðslu og 100 tonn í vinnslu. Steinþór bætti við að sfldin væri stór og falleg. Á myndinni sjást þeir Sig- urður Sævarsson og Svanur Gylfason, hásetar á Hábergi, með hendurnar á kafi í sfld. DV-mynd ÆMK kaupmátt Verkamannasamband íslands leggur áherslu á verulegan kaup- mátt í komandi samningum og krefst verulegra kauphækkana. Frá þessu var gengið á formanna- fundi sambandsins í gær. Tölur hafa þó ekki verið nefndar enda hef- ur sambandið tíma til mánaðamóta til að leggja þær fram. -RR Sunnudagur Mánudagur Veörið á morgun: Veðrið á mánudag: Skýjað með köflum Breytileg átt A mánudaginn er búist við breytilegri átt, víðast golu eða kalda. Dálít- Á morgun verður norðaustanátt, kaldi eða stinningskaldi. É1 verða um norðanvert landið en skýjað með köflum og þurrt um landið sunnanvert. il él verða við austurströndina, en annars skýjað með köflum og þurrt, þykknar upp með sunnankalda síðdegis. Veðrið í dag er á bls. 57. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 5 S 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.