Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 Fréttir Tugmilljónir falla á Súðavíkurhrepp um áramót vegna uppkaupa húsa: Hreppssjóður stefnir í þrot um aldamótin - stjórnvöld hafa ekki staðið við yfirlýsingar, segir Agúst Kr. Björnsson sveitarstjóri „Staðan er þannig að Súðavíkur- hreppur gekk frá samningum við þetta fólk með gjaldfresti þann 31. desember nk. Þá gjaldfellur þessi pakki. Þaö hafa farið fram nokkrar viðræður við stjómvöld mn þetta og við höfum sýnt fram á það með ítar- legri greinargerð um fjárhagsstöðu hreppsins að hann getur með engu móti borið þetta," segir Ágúst Kr. Bjömsson, sveitarstjóri Súöavíkur- hrepps, um möguleika hreppsins til að standa við greiðslu á þeim 10 pró- sentum af uppkaupaverði húsa í gömlu Súöavík sem honum er ætlað að greiða. Alls vofu keypt hús á hættusvæði fyrir um 470 milljónir króna og er hlutur hreppsins þar af 47 miiljónir. Gerður var samningur við þá íbúa sem áttu hús á hættusvæðum um að staðið yrði viö greiðslur til þeirra um nk. áramót. Uppkaupsverð þeirra húsa sem um ræðir var á bilinu 5 til 17 milljónir króna og er því hlutur einstakra húseigenda frá hálfri millj- ón og allt að 1,7 milljónum króna. Þessi samningur var gerður í trausti þess að stjómvöld kæmu til skjal- anna og greiddu hlut hreppsins auk þeirra 90 prósentna sem Ofanflóða- sjóði ber að greiða lögum samkvæmt. Það er skilningur ráðamanna í Súða- vík að stjómvöld hafi með yfírlýsing- um sínum eftir snjóflóðið mann- skæða skuldbundið sig til að greiða þennan hluta þannig að hreppurinn bæri ekki skaða af. Þeir segja að boð- aðar hafi verið lagabreytingar um Of- anflóðasjóð til að mæta þessum kostnaði en ekki bóli neitt á þeim enn. Ágúst segir enga leið fyrir hreppinn til að standa við þessar greiðslur. Reiknað hafi verið út, mið- að við fjárhagsstöðu hans, að ekki séu möguleikar til að greiða svo mik- ið sem tíunda hluta framlagsins. Geta ekki staðið við þessar greiðslur „Það var reiknað út á 10 ára grundvelli, miðað við breytilegar prósentur, svo sem 10 prósent, 7 pró- sent, 5 prósent, 3 prósent og 1 pró- sent, hver áhrifin yrðu á fjárhags- stöðuna og þar kemur fram að ef hreppurinn á ekki að fara á gjör- gæslustig fljótlega eftir aldamót þá ber hann 1 prósent af þeim 10 pró- sentum sem um er að ræða. Það er því alveg ljóst að við höfum enga buröi til að standa við þessar greiðsl- ur,“ segir Ágúst. Hann segir að Súðvíkingar hafi átt fundi með stjómvöldum vegna máls- ins án þess þó að lausn hafi fengist. „Við höfum rukkað um þær yfir- lýsingar sem gefnar vom eftir snjó- flóðin og látið stjómvöld vita að gengið hafi verið frá gjaldfresti á þennan hátt við húseigendur. Þá höf- um við gert þeim grein fyrir að við höfum orð þeirra fyrir því að lausn yrði fundin fyrir þann tíma. Það er að vísu ekki alveg komið að elleftu stundu en mjög nálægt því. Þann 1. janúar 1997 getum við orðið vanskila- menn upp á tugi milljóna króna ef ekki finnst lausn,” segir Ágúst. Skatttekjurnar 34 milijónir á ári Skatttekjur Súðavíkurhrepps nema nú um 34 milljónum króna á ári, að sögn Ágústs. Hann segir að skuldir hreppsins séu á bilinu 50 til 60 milljónir króna og viðbót upp á 46 milljónir sé því óhugsandi. „Þessi viðbót nemur 200 prósent- um af skatttekjum hreppsins og það má öllum vera ljóst að ekki er hægt að stunda vmdir þessari skuldaaukn- ingu. Staðan er þannig í dag að hreppurinn á aðeins fyrir rekstri sinna málaflokka og getur ekki greitt af lánum," segir Ágúst. -rt Umhverfisráðherra: Þekki ekki til yfirlýs- inga fyrri ríkisstjórnar „Ég þekki ekki til yfirlýsinga fyrri ríkisstjómar um þessi mál. Hvað varðar fyrirheit þá mun ég taka þetta mál upp innan ríkis- stjómar. Það er væntanlegur fund- ur með Súðvíkingum í næstu viku þar sem ég mun fara yfir þessi mál með þeim,” segir Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra um þann vanda Súðavíkurhrepps að geta ekki greitt húseigendum þann 10 prósenta hlut af uppkaupsverði húsa sem honum ber. „Lögin eru skýr hvað þetta varð- ar, að kostnað af þessum fram- kvæmdum bera sveitarfélög að 10 prósentum. Hins vegar em þessi lög núna í endurskoðun. Eitt af því sem þar er til umræðu er þessi þátttaka sveitarfélaganna án þess að ég vilji segja til um það í hvaða farvegi mál- ið endar. Það er eitt þeirra mála sem komið hafa miklar athuga- semdir við og menn þurfa að taka á,” segir Guðmundur. Sveitarfélögin taki þátt Hann segist ekki sammál þeim sjónarmiðum að kostnaður vegna uppkaupa húsa á hættusvæðum eigi ekki að falla á sveitarfélögin aö neinu leyti. „Ég er þeirrar skoðunar að sveitar- félögin eigi að vera þátttakandur í þessu; eigi að vera gerendur og hafa um málið að segja. Ég er þannig ekki sammála þeim röddum sem segja að þau eigi að vera alveg stikkfrí og all- ur kostnaður eigi að falla á aðra að- ila. Það mál verður þó að bíða eftir því hvað kemur út úr endurskoðun laganna,” segir Guðmundur. -rt Þeir húseigendur í Súðavík sem áttu hús á hættusvæði í gömlu Súðavfk búa nú við fullkomna óvissu um það hvort þeir fá 10 prósent af uppkaupsverði húsa sinna greidd. Lögum samkvæmt ber hreppnum að greiöa þennan hluta sem nemur alls 47 milljónum króna en að sögn sveitarstjórans er enginn möguleiki til þess að hægt sé að standa við þær greiðslur án þess að sveitarfélagið sigli í strand. DV-mynd BG 65 ára íslendingur ákæröur á írlandi: Stuttar fréttir Orþrot feröaskrifstofa Tryggingarfé ferðaskrifstofunn- ar ístravel dugði fyrir heimflutn- ingi farþega hennar sl. sumar en ekkert fékkst upp í aðrar kröfúr. Ekkert fékkst hins vegar upp í kröfur vegna farþega Bingóferða/Whilborg Rejser. Til Alþbandalags Alþýðubandalagið hefúr ráðið Heimi Má Pétursson fréttamann í stöðu framkvæmdastjóra flokksins og hefur hann störf 1. desember nk. Gæöi í þágu þjóöar Gæðastjómunarfélag íslands stendur, í samvinnu við Evrópu- sambandið, fyrir gæðaviku sem lýkur 15. nóv. nk. og er markmið- ið aö kynna mikilvægi gæða fyrir fyrirtæki og þjóð. Minna atvinnuleysi Horfur eru á að dragi úr at- vinnuleysi um 20% á þessu ári miðað við í fyrra. Starfsfólk vantar í fiskvinnslu og iðnað en ráðgert er að fækka í heilbrigðisþjónustunni. RÚV sagði frá þessu. Kröfu um lausn gegn tryggingu var hafnað Sigurður Arngrimsson, 65 ára skipstjóri flutningaskipsins Tia, hef- ur verið ákærður á írlandi fyrir að hafa ætlað að flytja mikið magn af kókaíni frá Surinam til Evrópu. Hann var leiddur fyrir dómara í Skibbereen Court í gær. Dómari féllst ekki á kröfu þess efnis að Sig- urður yrði látinn laus gegn trygg- ingu. „Það var vegna ótta um að maðurinn færi úr landi,“ sagði tals- maður lögreglunnar á írlandi í sam- tali við DV eftir réttarhaldið. Að sögn lögreglunnar mun Sig- urður verða áfram í gæsluvarð- haldi, að minnsta kosti fram á þriðjudag. Hann hefur setið inni frá því á miðvikudag í síðustu viku. Einn annar maður, íri, sat í gæslu- varðhaldi vegna málsins. Jósafat Arngrímsson, bróðir Sig- urðar, var handtekinn og settur í gæsluvarðhald i síðustu viku vegna sama máls, grunaður um að hafa staðið á bak við hina meintu tilraun til að flytja kókaínið með skipinu frá Suður-Ameríku. Honum var hins vegar sleppt á mánudagsmorg- un. Talsmaður lögreglunnar á írlandi vildi, í samtali við DV, ekki svara því hvort Jósafat lægi enn undir grun. Samkvæmt heimildum DV innan írsku lögreglunnar bárust upplýs- ingar inn meinta smyglfór skipsins frá Suður-Ameríku. Ætlunin hafi verið að taka þrjú tonn af kókaíni en þegar skipið kom til hafnar hafi komið upp ósamkomulag - efnin hafi því ekki verið afhent. Eftir það hafi skipið siglt til Azoreyja og síð- an til Bretlandseyja þar sem bilun kom upp í stýrisbúnaði. Lögreglan lét síðan til skarar skríða í bænum Castletown Bere í síðustu viku. Öll leit að fikniefnum i skipinu hefur verið árangurslaus, að sögn lög- reglu. Ákæran á hendur Sigurði skip- stjóra er byggð á meintri tilraun til að flytja ólögleg efni. -Ótt Þú getur svarað þessari spurningu meö þvl að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já 1 Nel § j rödd FOLKSINS 904 1600 Á að gera ísland að einu kjördæmi? Fyrsti tapleikur Houston Tvívegis þurfti að framlengja leik Hou- ston og LA Lakers í nótt til að knýja fram úrslit og var þetta fyrsti tapleikur Houston í vetur. Shaquille O'Neil skor- aði 34 stig fyrir Lakers og Nick Van Exel 29 en hjá Houston var Charles Barkley með 32 stig og Hakeem Ola- juwon 31. Úrslit leikja í NBA í nótt: Atlanta-Cleveland...........87-83 Miami-Charlotte.............105-97 New York-Philadelphia......97-101 Washington-Detroit .........79-92 Houston-Lakers............115-126 Minesota-Portland .........100-97 Dallas-Indiana ............103-82 Milwaukee-Phoenix ..........99-89 Seattle-Golden State .....121-102 Vanouver-LA Clippers........92-99 Larry Johnson skoraði 28 stig fyrir New York og Jerry Stackhouse sömuleiöis hjá Philadelphia. Tim Hardaway var með 22 stig fyrir Mi- ami sem vann 3. sigurinn í röð. Shawn Kemp skoraði 33 stig i liði Seattle og Detlef Schrempf 27. Latrell Sprewell setti niður 27 stig fyrir Golden State. Mookie Blaylock var í miklu stuði i liði Atlanta og skoraði 39 stig gegn Cleveland. Grant Hill var stigahæstur hjá Dallas með 24 stig. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.