Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 35 Fréttir Sala hljómplatna fyrstu níu mánuðina: 12,5 prósenta aukning - Skífan og Spor með 80 prósent af markaðnum Samkvæmt upplagseftMiti sem Hagvangur hefur framkvæmt fyrir Samband hljómplötuframleiðenda fyrstu þrjá ársíjórðunga þessa árs hefur heildarsala á því tímabili auk- ist að verðmætum um 12,5% frá síð- asta ári. Athygli vekur að aukning- in er mun meiri á erlendum plötum eða 17,8% miðað við 2,2% í innlend- um plötmn. Heildarsala er miðuð við heildsöluverð frá framleiðend- um án virðisaukaskatts. Hún var 307,5 milljónir og seldust alls ríflega 359 þúsund eintök af geislaplötum, hljómplötum og snældum. Skýringin á þessu er talin sú að nú fer í hönd aðalvertíð íslenskrar hljómplötuframleiðslu en reiknað er með um 100 íslenskum plötum af 130-140 nú fyrir jólin. Þetta er mun meM gróska en fyrir síðustu jól. Samkvæmt venju fer um 40-50% af heildarsölu hljómplatna fram á síð- asta ársfjórðungi. Fyrstu níu mánuði ársins seldust 104 þúsund innlendar plötur fyrir tæpar 95 milljónir króna en 254 þús- und erlendar fyrir 212 milljónir króna. Reikna má með að smásöluálagn- ing sé 50% að meðaltali og þannig má fá út að smásölumarkaðurinn fyrstu níu mánuði ársins hafi verið um 574 milljónir króna með virðis- aukaskatti. Skífan er sem fyrr langstærsti framleiðandi og dreifingaraðili hér- lendis á hljómplötum. Fyrstu níu mánuðina seldi Skífan 156 þúsund eintök að andvirði riflega 140 millj- ónum króna. Markaðshlutdeild Skífúnnar er rúm 45% miðað við seld eintök. Spor er næststærst á markaðnum með 34% hlut. Alls seldi fyrirtækið tæp 124 þúsund eintök fyrstu níu mánuði ársins fyrir rúmar 105 millj- ónir króna. Japis er í þriðja sæti með um 20% af markaðnum. Japis seldi ríflega 77 þúsund eintök á um- Sala hljómplötuframleiðenda fyrstu 9 mánuðina 1996 Japis 60.904 -í milljónum króna- íslensk tónverkamiðstöð 1.304 0,4% 19,8% 34,2% Spor 105.256 Skífan 140.056 45,5% DV Stykkishólmur: Erfiður rekstur St. Fransiskusspítalans DV.Vesturlandi: . „Rekstur St. Fransiskus- spítala í Stykkishóimi hefur í ár verið mjög þröngur og eru ástæðumar aðallega tvær. í fyrsta lagi hafa launabreyt- ingar vegna síðustu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga ekki verið bætt- ar á þessu ári og í öðru lagi eru mun fleM legudagar í ár en gert er ráð fyrir í framlaginu ffá ríkinu,“ sagði Róbert Jörgensen, fram- kvæmdasfjóri spítalans, í samtali við DV. „Spítalinn fékk aúkafjár- veitingu vegna halla síðasta árs og kom það sér mjög vel. Þrátt fyrir það stefnir í halla í ár ef fjöldi legu- daga verður sá sem hann stefnir í. Gripið var til strangra aðgerða á fyrri hluta ársins og samið við starfsfólk að nýju. Þær breytingar koma ekki til með að skila sér fyrr en á næsta ári. Hallinn á næsta ári getur orðið einhver vegna útkomunnar 1996 en erfitt er að fjalla um næsta ár fyrr en ljóst er hvernig 160 mihjóna króna niðurskurður á landsbyggð- arsjúkrahúsin lendir á St. Fransiskusspítalanum. Við getum Róbert Jörgensen framkvæmdastjóri. ekki tekið á okkur meiri niður- skurð án þess hreinlega að breyta starfsemi spítalans í þá veru að leggja niður eitthvað af þeirri þjón- ustu sem að veitt er í dag. Þessar staðreyndir eru bæði þing- mönnum og heilbrigðisráðu- neytinu ljós,“ sagði Róbert. Þegar framkvæmdastjór- inn var spurður um samstarf á milli Sjúkrahúss Akraness og St. Fransiskusspítala í framtíðinni sagði hann: „Þær umræður eru á byrj- unarstigi en það á eftir að koma í ljós í hverju það felst. Gæti þó orðið á mörgum svið- um.“ Sérhæfing St. Fransiskusspítala er sú með- ferð sem sjúklingar með vandamál í hreyfikerfúm fá á spítalanum. Undanfarin ár hefur fólk víða að af landinu komið í meðferð. Þessi starf- semi hefur farið vaxandi og er nú svo komiö að hand- læknisdeildin er fullnýtt vegna þjónustunnar. Þá sinn- ir endurhæfingardeildin þess- um sjúklingum í það miklum mæli að deildin hefur ekki getað sinnt fólki úti í bæ í Stykkishólmi. -DVÓ ræddu tímabili fyrir 61 milljón af eigin framleiðslu 1.220 eintök fyr- króna. ir 1,3 milljónir króna fyrstu þrjá íslenska tónverkamiðstöðin seldi ársfjórðungana. -bjb Hlustaðu á Rósu Ingólfs í síma 905-2525 ■ Rósa Ingólfsdóttir ræöir af hispursleysi um hjónabandiö, ástina og kynlífiö. Gagnleg og kitlandi skemmtun fyrir fulloröiö fólk. 66,50 mínútan Urval notaðra bíla á góðum kjörum! Opiö: virka daga kl. 9-18 laugardaga kl. 10-17 Ath! Skuldabréf til allt aó 60 mánaóa. Jafnvel engin útborgun. Visa/Euro greiðslur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.