Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 Spurningin Lesendur Hvað fannst þér um ham- farafréttir fjölmiðlanna? Lárus Gunnlaugsson jarðganga- maður: Þær voru hamfarir út af fyrir sig. Ástríður Steinþórsdóttir nemi: Það var of mikið af þeim, annars fylgist ég lítið með. Ásdís B. Jóhannsdóttir nemi: Það var of mikið en það var spennandi. Hörður Jónasson sölumaður: Mér fannst þær mjög góðar hjá ríkissjón- varpinu en lélegar hjá Stöð 2. Sigríður L. Sigurðardóttir hjúkr- unarfræðingur: Mér fannst þær nokkuð góðar og gefa góða mynd af því sem var að gerast. Helgi Bjöm Hjaltested nemi: Þær voru spennandi. Verkefni lögreglu Reynsla annarra þjóða af klámi og vændi er slæm, segir hér m.a. Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþj. skrifar: í DV þann 11. nóv. sl. var ritað um svonefnt „gæluverkefni lög- reglu“. Slíkt telur bréfritari það verkefni lögreglunnar er lýtur að eftirliti hennar með leyfaskyldri starfsemi er varðar rekstur veit- ingastaða, svo sem þá er fellur und- ir ákvæði hegningarlaga um klám og vændi. Hann telur að lögreglan eigi ekki að vera að fást við eftirlit með að þau ákvæði séu haldin, enda úrelt orðin, en snúa sér fremur að þvi að gæta annarra ákvæða laga og reglna. „Engin þjóðfélagsvandamál er hægt að rekja til kynlífs eða klám- iðnaðar, síst af öllu hér á landi“. Lögreglumenn mega oft heyra til- vítnanir líka þessari. Þeir, sem ít- rekað eru staðnir að umferðarlaga- brotum, telja að lögreglan eigi t.d. að hætta afskiptum af „heiðvirðum ökumönnum" og snúa sér að „öðru þarflegra". Þeir sem reka veitinga- staðina vilja að lögreglan láti af eft- irliti með þeim en snúi sér fremur af meiri hörku að umferðarlaga- brotum. O.s.frv. Lögreglan hefur nýlega minnt á ákvæði hegningarlaganna um klám og vændi, að gefnu tilefni. Hvað sem öðru líður er það nú einu sinni hlut- verk hennar. í því felst engin ásök- un, einungis áminning til þeirra er málið varðar. Lögreglan hefúr und- ir höndum upplýsingar sem gefa henni tilefni til að bregðast við með framangreindum hætti áður en lengra er haldið. Þá er hún ekki bara að hugsa um velferð Ágústar eða Ámunda heldur alls almenn- ings. í gildandi lögum segir að „ef klám birtist á prenti, skal sá sem ber ábyrgð á birtingu þess eftir prent- lögum, sæta fangelsi allt að 6 mán- uðum. Sömu refsingu varðar það aö búa til eða flytja inn í útbreiðslu- skyni, selja, útbýta eða dreifa á ann- an hátt klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt“. Að sjálfsögðu þarf lögreglan að hafa þessi ákvæði til hliðsjónar við af- skipti af málum tengdum hugsan- legu klámi. Áhugi hefur farið vaxandi á greiðara aðgengi að tengdri afþrey- ingu. Reynsla annarra þjóða af klámi og vændi er slæm. Fylgifisk- ar þess eru venjulega skipulögð af- brotastarfsemi með tilheyrandi af- leiðingum, auknu smiti HIV og lifr- arbólgu, ofbeldi, fikniefnaneyslu, auðgunarbrotum og annarri svartri undirheimastarfsemi. Full ástæða er til að huga að öllum ábendingum, fylgjast með þróun mála hér á landi og bregðast við í tíma eftir því sem ástæður gefa tilefhi til og aðstæður leyfa. Einkaskóli, hvað er það? Reykvísk móðir skrifar: Mig lsmgar til að segja stuttlega frá góðri reynslu minni af Miðskól- anum við Skógarhlíð. Ég ákvað að láta son minn í þennan skóla sl. haust til reynslu því þarna var um einstakling að ræða sem hafði verið lagður í einelti af eldri bekkingum í stórum skóla og honum stritt vegna örlítilla fótavandamála. Með árun- um varð skólagangan alltaf erfiðari og erfiðari og svo var komið að drengurinn var farinn að skrökva til um veikindi eða jafnvel mætti ekki í skólann án minnar vitneskju. - Hann varð lélegri námsmaður með hverju ári og ég fann að eitt- hvað varð að gera í málunum. Ekki hafði þýtt að kvarta því illa var mannað við eftirlit í frímínút- um og upp undir 30 börn í bekkn- um. Drengurinn minn þurfti aðeins meiri hjálp og því ákvað ég að prófa Miðskólann. Þessi svokallaði einka- skóli er heils dags skóli. Þar er ekk- ert heimanám og heitur matur i há- deginu fyrir þá sem vilja kaupa. Annars taka börnin bara nesti með sér að heiman. í bekknum eru að- eins 16 börn. Nú hefur sonur minn stundað þarna nám í 2 mánuði og framfarir eru miklar, einkunnir hafa hækkað um nær helming í hans tilfelli. Hann fer ánægður í skólann á morgnana og kemur ánægður heim og getur þá gert það sem hann lang- ar til því hann er búinn með heimalærdóminn. Mánaðargjald er kr. 12.000 og það fmnst mér vel þess virði þótt ég sé ríkisstarfsmaður. Mér fmnst að ríkið eða sveitarfélög- in mættu jafnvel hlaupa undir bagga hjá þeim sem minnst mega sín. - Þessi skóli gæti verið lausn fyrir marga foreldra með böm sem svipað er ástatt um en líka eflaust góður kostur fyrir marga aðra. Til hvers eru göturnar? Bannskiltin á gatnamótum Hafnarstrætis og Pósthússtrætis áöur en þau voru fjarlægö. Björn Karlsson skrifar: Það hefur lengi verið eins og árátta hjá yfirmönnum gatnakerfis- ins í Reykjavík að spara göturnar. Loka sumum í ákveðinn tíma, setja á þær takmarkanir eða hindranir. Til þess að bílar aki þær sem minnst eða sjaldnast. Þetta hlýtur líka að hafa verið hugsunin að baki því að loka Hafnarstrætinu eftir að framkvæmdum lauk við Kalkofnsveginn. Ég veit ekki til að nokkur maður hafi borið fram kvörtun sem gaf tilefni til að loka Hafnarstrætinu. - Um það máttu að- eins aka strætisvagnar, og hverjir aðrir, haldið þið? Jú, leigubílar! Það var þá helst. Leigubílar? og svo svonefndir þjónustubílar með vörur. Alls ekki einkabílar sem eru á leið upp Hverflsgötu eða suður Lækjargötu. Þessi vitleysa varð auð- vitað til þess að menn ærðust. Fjar- lægðu skiltin sem bönnuðu áframakstur efth' Hafnarstræti. Og það undir lögregluvernd. Þannig þyrfti nú að bregðast við fleiri hindrunum sem móta gatnakerfi höfuðborgarinnar. Ofstjórnin er orðin óþolandi. DV Nýju fötin keisarans Iðnnemi skrifar: Breytt og bætt lög um fram- haldsskóla, yfirlýsingar mennta- málaráðherra, samþykktir flokksþings Sjálfstæðisflokksins, kosningaloforð Framsóknar- flokksins og andinn í þjóðfélag- inu - allt gaf þetta von um að nú yrði aukin áhersla lögð á iðn- nám og starfsmenntun, þessari menntun gefið það vægi sem henni ber og ungu fólki gefinn kostur á að nema hagnýta menntun. En þetta eru bara orð- in tóm, staðlausir stafir, ósýni- legir hlutir líkt og nýju fötin keisarans. Iðnnemar eiga aðeins kost á námslánum í 3 ár af námi sínu. Iðnnemar, sem fara í Tækniskóla íslands til fram- haldsnáms, eiga kost á námslán- um en aðeins í 2 ár ef þeir tóku lán á meðan á iðnnáminu stóð. Iðnnemar eiga rétt á lánasjóðs- þjónustu - en ekki til jafhs við stúdenta eða námsmenn erlend- is. Sjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna ákveður að iðn- og sérskólanemar þurfi ekki sömu þjónustu og aðrir námsmenn. Með þessari ákvörðun er enn aukin mismunun á iðn- og starfsnámi. Nýr hámarks- hraði (110 km) Páll Helmút Guðjónsson skrif- ar: Mér finnst hinn boðaði nýi há- markshraði (110 km) einum of mikill. Hingað til hafa orðið nógu mörg slys á götum og veg- um landsins. Ég get ekki hugsað til þess að þau aukist með meiri hámarkshraða. Mér finnst ótrú- legt hve mörgum ökumönnum finnst það vera „töff“ að aka yfir 100 km hraða. Dýrbók fyrir aldraða Ásmundur skrifar: Verið var að auglýsa nýút- komna bók sem fjallar um ellina og afleidd mál. Ekki skortir sér- fræðingana sem þar leggja hönd á plóg og ræða um sérsvið sitt. En mér blöskrar verðið á bók- inni - rúmar 6.000 kr. Varla hafa margir aldraðir fé aflögu til að eignast slíka bók, þótt áhugaverð kunni að vera. Kannski sveitar- félögin, hvert fyrir sig, leggi öldruðum lið og niðurgreiði t.d. tvo þriðju hluta bókarverðsins. Samkeppnis- stofnun VÍS og Flugleiðir Gísli Einarsson hringdi: Margir bíða spenntir eftir frekari könnun Samkeppnis- stofnunar á kaupum Vátrygg- ingafélags íslands á félögum Skandia hér á landi og kaupum Flugleiða á þriðjungshlut í Feröaskrifstofu íslands hf. Fróö- legt verður að sjá hvort Sam- keppnisstofnun hefur erindi sem erfiði í þessari „frekari könnun" sinni með bréfaskriftum sinum einum til VÍS og Flugleiða. Framhaldsins er víða beðið með eftirvæntingu að fengnum svör- um frá þessum fyrirtækjum. Brennimerktur handleggur? Halldóra Ólafsdóttir hringdi: Mér brá að sjá þá óvenjulegu auglýsingu sem tengist Volks- wagen á einhvern hátt, að ég tel, því hún sýnir unga manneskju allt að því krúnurakaða (veit ekki hvort er karl- eða kven- kyns) með brennimerkt Volkswagenmerki á handlegg. Þetta minnir of mikið á fanga- búðamerkingar fyrrum ógnar- búðanna í framleiðslulandi Volkswagen til þess að vera snið- ugt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.