Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 18
34 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 Fréttir DV Þaö gamla víkur sífellt fyrir hinu nýja, þaö er gangur lífsins á flestum sviö- um. Gamla húsiö Ás, sem staöiö hefur viö Hörgárbrautina þar sem keyrt er inn til Akureyrar, hefur veriö brotiö niður og eflaust mun þar rísa ný og veg- legri bygging á næstunni þegar bæjarstarfsmenn hafa lokið viö aö hreinsa til á lóðinni. DV-mynd gk Verkalýðsfélagið Fram hefur kært Fiskiðjuna Skagfirðing: Niðurstaða Félagsdóms mun hafa fordæmisgildi segir Jón Karlsson, formaður Verkalýðsfélagsins Fram „Ég tel það alveg augljóst að dómur Félagsdóms mun hafa for- dæmisgildi. Þarna mun reyna á hvort þessi kauptryggingarsamn- ingur, sem unnið er eftir og aUtaf er verið að lappa upp á, er einhvers virði. Reynist svo ekki vera verður málið tekið upp af miklum þunga í komandi kjarasamningum," sagði Jón Karlsson, formaður Verkalýðs- félagsins Fram á Sauðárkróki, í samtali við DV. Félagið hefur kært Fiskiðjuna Skagfirðing til Félags- dóms fyrir uppsagnir á starfsfólki. Það var 12. júlí í sumar sem Fisk- iðjan tilkynnti vinnslustöðvun með fjögurra vikna fyrirvara. Þar með fór fólk af launaskrá 12. ágúst. Fyr- irtækið skýrði þetta með því að um hráefnisskort væri að ræða. Þegar komið var fram í september fór starfsfólkið og verkalýðsfélagið að ókyrrast enda komið nýtt fiskveiði- ár með nýjum kvóta. Verkalýðsfélagið óskaði þá eftir fundi með forráðamönnum fyrir- tækisins. Á þeim fundi háru for- ráðamenn fiskiðjunnar við tap- rekstri fyrirtækisins að vinna hæf- ist ekki. Verkalýðsfélagið sagði sem svo að fólkinu væri haldið utan launaskrár vegna hráefnisskorts en vinnsla hæfist ekki vegna taprekst- urs. Gagnaöflun verkalýðsfélagsins hefur beinst að því að sanna að fyr- irtækið hafi haft nægilegt hráefni til að vinnsla gæti hafist. Síðast í september fékk allt starfs- fólk Fiskiðjunnar Skagfirðings upp- sagnarbréf þar sem ráðningarsamn- ingi þess var sagt upp. Ráðningar- samningur heldur alltaf þótt fólki sé sagt upp tímabundið vegna hráefn- isskorts. Fólkið var svo kallað til vinnu 1. október til þess að vinna uppsagnarfrestinn. Nú er málið komið til Félagsdóms og úrskurðar hans að vænta innan tiðar. -S.dór Sjúkrahús Akraness: Smáhalli á rekstrinum Fjölmiölakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands Vinningur í happdrætti fjölmiölakönnunar kom á miða númer DV Akranesi: „Það litur bara nokkuð vel út með rekstur Sjúkrahús Akraness í ár. Uppgjör fyrstu 8 mánuðina árs- ins, sem við gerðum nýlega, sýnir að það er bara smáhalli á rekstrin- um. Þetta er allt annað en í fyrra. Þá var bullandi tap. Helstu ástæður þess að svo vel hefur tekist til eru að sjúkrahúsið fékk aðeins meiri peninga frá rík- inu, sértekjur hafa aukist og gripið var til aðhaldsaðgerða. Okkur var gert að spara 20 milljónir króna en sparnaðurinn kemur ekki allur fram fyrr en síðustu vikur ársins. Þá þurfum við að fækka starfs- fólki,“ sagði Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Akraness, í samtali við DV. Mikill halli var á sjúkrahúsinu á síðasta ári og er reiknað með að það fái aukafjárveitingu til að dekka þann halla sem þó er enn ókominn. „Við erum þokkalega bjartsýn á næsta ár - það gæti orðið svipað og í ár. í upphafi árs gerðum við áætl- un um að ná hallanum niður í 4,5 milljónir á þessu ári sem við vonum að takist. Verði jafhvel minni. Við erum hins vegar í vondum málum ef að þessar 160 milljónir, sem á að taka af landsbyggðarsjúkrahúsun- um, bitna á öllum sjúkrahúsunum. Að því er ég best veit er ekki búið að taka ákvörðun um hvaða sjúkra- hús lenda í þessum niðurskurði eða hvort hann verður ílatur," sagði Sigurður. DVÓ Aukablað um jálaimdirbimingy Miðvikudaginn 20. nóvember nk. mun aukablað um jólaundirbúning fylgja DV. Meöal annars ver&ur fjallað um jólahreingerningar, sitthvaS um jólaföndur og nokkrir þekktir Islendingar segja fró hvernig þeir undirbúa jólin. Umsjón efnis er í höndum GySu Drafnar Tryggvadóttur blaSamanns, í síma 550-5000. Fax ritstjórnar er 550-5020. Þeir auglýsendur sem hafa óhuga ó aS auglýsa í þessu aukabla&i vinsamlegast hafi samband vi& Gu&na Geir Einarsson, auglýsingadeild DV, hiS fyrsta í síma 550-5722. Vinsamlegast athugib ab síbasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 7. nóvember. Fyrsta lögmanns- stofan á Seyöisfirði DV, Seyðisfirði: Jónas A.Þ. Jónsson héraðsdóms- lögmaður opnaði lögfræðiskrifstofu að Hafnargötu 28 fyrir nokkru, þá fyrstu á Seyðisfirði, og líklega finnst nú einhverjum sem það sé heldur ótrúlegt að hér hafi aldrei verið fyrr starfrækt lögmannsstofa. Staðreyndin er sú, samt sem áður, að slík þjónusta hefur til þessa annaðhvort verið aðkeypt eða þá unnin af lögfræðingi á staðnum, sem hefur haft annað aðalstarf en notað lausar stundir utan þess til slíkra aukastarfa. Slík aðstoð getur þvi oft verið tor- fengin og aðrir annmarkar kunna að vera þar á. Jónas er rúmlega þrítugur Esk- firðingur og lauk hann lögfræði- námi 1993. Hann starfaði siðan sem fulltrúi við sýslumannsemb- ættið hér á Seyðisfirði og er því orðinn gagnkunnugur mönnum og málefnum hér um slóðir. Það verður honum vafalaust nota- drjúgt í nýju þjónustustarfi. í sjálfstæðu, nýju starfi tekur ávallt nokkurn tíma að kynna það og sjálfan sig. Jónas segir að strax í upphafi hafi starfsemi sinni verið afar vel tekið, verk- efni verið næg og þörfm fyrir þjónustuna töluverð. Þetta fari svo vonandi vaxandi, þegar gott orðspor myndist og þægileg sam- skipti. Atvinnuástand og horfur til fram- tíðar hafa oft verið bjartari á Seyð- isfirði en þau árin sem Jónas hefur starfað hér. Þegar þau mál her á góma segir hann að bæði verði og hljóti leiðin nú að liggja upp úr öldudalnum. Til þess að sú verði raunin verði allir að hjálpast að. -JJ Jónas á skrifstofu sinni. DV-mynd Jóhann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.