Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 Viðskipti Forráöamenn Ráögarös og Hóp- vinnukerfa. Frá vinstri Magnús Haraldsson, stjórnarformaöur Ráögarös, Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri Ráögarös, Kristín Björnsdóttir, markaös- stjóri Hópvinnukerfa, og Höröur Olavson, framkvæmdastjóri Hópvinnukerfa. Hópvinnukerfi og Ráðgarður í samstarf Hugbúnaðarfyrirtækið Hóp- vinnukerfl ehf. og ráðgjafafyrir- tækið Ráðgarður hf. hafa gert með sér samstarfssamning um frekari þróun þeirra stjómunar- forrita sem Hópvinnukerfi hafa hannað og sent frá sér síðustu þrjú ár. Tilgangur samstarfsins er að sameina krafta þessara tveggja fyrirtækja sem hvort um sig búa aö víðtækri sérþekkingu á sínu sviði. Ráðgarður er eitt stærsta ráð- gjafafyrirtæki landsins. Reynsla þess í rekstrar- og gæðaráðgjöf er verðmæt auðlind sem notend- ur Lotus Notes stjómunarfon'ita frá Hópvinnukerfum munu njóta góðs af í formi skilvirkari for- rita. Samstarf fyrirtækjanna hófst í vor þegar þau hlutu sam- eiginlegan styrk til að hann for- rit fyrir innra eftirlit í matvæla- iðnaði. Þetta forrit bætist í flokk annarra stjómunarforrita. Bækur frá Framtíðarsýn: Framleiöslu- stjórnun og Islensk viðskiptabréf Framtíðarsýn hefur sent frá sér tvær nýjar bækur. Önnur nefnist Fi-amleiðslustjómun - og reiknilíkön eftir Snjólf Ólafsson dósent og hin er íslensk við- skiptabréf eftir Kristínu Hreins- dóttur cand. mag. í bók sinni fjallar Snjólfur um reiknilíkön og samspil þeirra við framleiðslusijórnun. Megintil- gangur bókarinnar er að varpa ljósi á það gagn sem hafa má af reiknilíkönum við ákvarðana- töku og skipulagningu í rekstri fyrirtækja og stofnana, sérstak- lega við framleiðslustjórnun. Æf- ingardæmi fylgja en Snjólfur hefúr kennt hluta af efni bókar- innar í Háskólanum. Með bók Kristínar fylgir disk- lingur þar sem ýmsar tegundir viðskiptabréfa á íslensku eru settar upp sem sýnishorn. Má þar nefna fyrirspurnir, pantanir, kvörtunarbréf, innheimtubréf, umsóknarbréf, símbréf og sölu- bréf. Bókinni er ætlað að mæta þörfum þeirra sem skrifa bréf til viðskiptavina sinna og annarra sem þeir hafa tengsl við. -bjb Hlutafé aukið hjá Fiskmarkaði Breiðafjarðar DV.Vesturlandi: I nýlegu fréttabréfi Fiskmark- aðs Breiðafjarðar kemur fram að vegna aukinna umsvifa þá hafi verið ákveðið að auka hlutafé fyrirtækisins. Um er að ræða hlutafjárútboð upp á 15 miljónir króna og hefur fjárfestingafélag- ið Skandia tekiö að sér umsjón með hlutafjárrútboöinu. Verið er að vinna að byggingu nýs hús- næðis fyrir markaðinn sem á að vera tilbúiö í byrjun næsta árs. -DVÓ Byrjaði sem pitsusendill í Svíþjóð en rekur nú arðbært matreiðslufyrirtæki: Veltan margfaldast á þremur árum - framleiðir 4 þúsund langlokur á dag og engri skilað til baka íslendingar gera það viða gott í at- vinnurekstri erlendis. Nýlega fékk DV spumir af Guðbimi Elísyni mat- reiðslumeistara í Svíþjóð. Hann er farinn að gera víðreist í Suður-Sví- þjóð með matreiðslufyrirtæki sem hann starfrækír í Varberg, skammt frá Gautaborg. Guðbjöm rekur fyr- irtækið, sem nefnist Stjarnan, ásamt fjölskyldu sinni í 300 fermetra hús- næði og veitir 25 manns atvinnu. Á þremin- árum hefur veltan margfald- ast, úr því að vera 2-3 milljónir fyrsta árið í 300 milljónir króna í ár. Á hverjum degi sendir hann frá sér hátt í 4 þúsund langlokur og vel á annað þúsund samlokur. Engu af þessu er skilað til baka, nær allt er selt hjá þeim rúmlega 300 verslun- um sem skipta við Stjörnuna. Þetta hefur gengið það vel að nú undirbýr Guðbjöm flutning í 900 fermetra húsnæði í vetur. Átta ár eru liðin síðan Guðbjörn ásamt fjölskyldu sinni til Svíþjóðar. Hann byrjaði sem pitsu- sendill í Var- berg að næt- urlagi en hætti fljót- lega þeirra starfsemi. Ævintýrið hófst síðan fyrir þremur árum. Þá fékk fjöl- Guðbjörn Elíson. skylda Guðbjöms aðstöðu í einni verslun í Varberg með samloku- gerð. Þetta stóð yfir í tæpt ár en að sögn Guðbjörns gekk reksturinn ekki vel. í raun munaði engu að Guðbjöm gæfist upp en þá ákvað hann að prófa langlokurnar. Svíar voru greinilega hrifnari af langlok- unum og fjórum mánuðum siðar flutti Guðbjöm sig um set með fyr- irtækið. Viðskiptavinum fjölgaði jafnt og þétt og nú undirbýr Guð- Bróöir Guöbjörns, Einar, verkstjóri Stjörnunnar, er hér aö störfum í lager fyrirtækisins. Stjarnan hefur margfaldaö velt- una á þremur árum, í upphafi var hún 200 þúsund krónur á mánuöi en mánaöarveltan í dag er í kringum 25 milljónir. bjöm nýtt markaðssvæði í kringum Jönköping, Borás og víðar. Stofnar eigiö bakarí „Þetta hefur gengið vel, framar björtustu vonum. Eiginlega hefur þetta gengið of vel því það getur valdið vandræðum þegar vöxtm'inn er of hraður. Langlokumar em okk- ar aðalframleiðsla en samlokumar eru að sækja á. Við framleiðum einnig pastarétti og prófuðum grillpinna í loftþéttum umbúðum í sumar, sem gafst ágætlega. Síðan er í vændum næsta haust að stofna eigið bakarí og baka sjálf allt okkar brauð,“ segir Guðbjörn í samtaii við DV en til þessa hefur eitt stærsta bakarí Svíþjóðar bakað samloku- og langlokubrauð fyrir Stjömuna. Guðbjörn segir það reglu Stjörn- unnar að taka ekki við langlokum né öðra sem fyrirtækið hefur fram- leitt. Gæðakröfur séu miklar og all- ar merkingar samkvæmt stöðlum Evrópusambandsins. Brauðmetinu er keyrt út á hverri nóttu og fá við- skiptavinirnir ferskar afurðir að morgni dags. Stjarnan er í dag með 15 tegundir af langlokum, 5 tegundir af samlok- um og 3 af pastaréttum. Guðbjöm segir að reynst sé að sinna þörfum allra, ekki síst þeirra sem gera kröf- ur um heilsusamlegan mat. Eins og áður sagði tekur fjöl- skylda Guðbjörns þátt í rekstrinum með honum. Sonur hans og dóttir starfa hjá honum sem og bróðir hans og mágkona. Að auki er einn íslendingur hjá fyrirtækinu en að öðm leyti eru starfsmenn ýmist Sví- ar eða frá öðrum þjóðlöndum. Ævintýramaöur í mér Aðspurður hver sé galdurinn á bak við fyrirtækjarekstur í Svíþjóð segir Guðbjöm að fyrst og fremst verði menn að hafa trú á því sem þeir séu að gera. Sömuleiðis verði menn að þora að taka ákvarðanir. „Ég er ævintýramaður í mér og tek áhættu. Bæði hef ég farið illa á því og vel, eins og gerst hefur núna. Svíarnir em íhaldsamir og erfitt að koma nýjungum inn á þá. Síðustu árin hafa þeir hins vegar verið að opna sig. Ég segi það hiklaust að ég hef verið duglegur við að koma minni vöra á framfæri, hef séð sjálf- ur um markaðssetninguna og eytt miklum fjármunum í kynningar- bæklinga og fleira. Þetta hefur borg- að sig,“ segir Guðbjörn. En Guðbjörn framleiðir ekki bara samlokur og langlokur. Undanfarin ár hefur hann flutt matvörur frá ís- landi til Svíðþjóðar fyrir íslendinga búsetta þar ytra. Má þar nefha lambakjöt, frysta ýsu, hangikjöt, saltkjöt og ýmsan annan þjóðlegan mat. Guðbjöm segir viðtökur við þessari þjónustu mjög góðar enda er vörunum nánast ekið heim að dyr- um íslendinganna. -bjb Alverð að hækka á ný Álverð á heimsmarkaði hefur ver- ið að hækka jafnt og þétt undanfama daga. í síðustu viku fór staðgreiðslu- verð á markaði í London hæst í 1.442 dollara tonnið. Þegar viðskipti hófust í gærmorgun var verðið í 1.436 dollurum. Hækkandi koparverð hefur hjálpað álinu upp á við auk þess sem birgðir hafa verið að minnka. Spár gera ráð fyrir allt að 1.500 dollara álverði á næstunni. Hlutabréfaviöskipti á Verðbréfa- þingi og Opna tilboðsmarkaðnum í síðustu viku námu 126 milljónum króna. Viðskiptin dreifðust á nokkuð mörg félög en mest urðu þau með bréf Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðs- firði eða fyrir rúmar 16 milijónir. Næst vora það bréf Hraðfrystihúss Eskifjarðar með 11,5 milljóna við- skipti. Þriðju mestu viðskiptin voru með bréf Haraldar Böðvarssonar, fyrir 10,7 milljónir. Þingvisitala hlutabréfa lækkaði dag frá degi í síðustu viku, fór neðst í 2185 stig á föstudag, enda lækkuðu bréf nokkurra helstu hlutafélaganna í verði s.s hjá Eimskip og Flugleið- um. Vísitalan hækkaði lítillega núna á mánudaginn og fór í 2190 stig. Lækkun vísitölunnar má m.a. rekja til lækkunar á gengi bréfa ís- landsbanka og Granda. í nóvember hafa Islandsbankabréfin lækkað um nærri 6% og Grandabréf um nærri 3%. Þetta sést nánar í gröfunum hér að neðan. Eftir talsverðar breytingar siðustu vikur virðist ró hafa færst yfir gengi gjaldmiðla gagnvart íslensku krón- unni. Pundið hefur stöðvast í 109 krónum sem og dollar í 66 krónum. Jenið er neðan við 60 aurana og markið í kringmn 44 krónur. -bjb Mark Dollar Þingvísit hlutabr. Þingvísit. húsbr. 154,68 Skeljungur Flugteiðir 2,85 Olíufélagið Eimskip Grandi íslandsbanki 2250 2200 2150 2100 45,0 44,5 44,0 .43,5 0,62 0,61 0,60 0,59 0,58 0,57

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.