Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 15 Hún er þú Þegar maður fer inn í IKEA er maður líka loksins kominn heim. Ekkert er eins en samt einhvem veginn allt. Héma er eitthvað fyrir alla. Hið einstaka verður svo yndis- lega almennt en um leið rosalega persónulegt. Það gerir lika mun- inn. Þegar þú kaupir IKEA vöru verður hún það sama og þú. Hún er þú. Allt passar saman þarna inni. Ef það er ekki í pörum þá eru vörurnar i settum. Uppi í hillunum eru pör og alveg út í heilu fjölskyld- urnar. Þetta er spegilmynd. Það er örugglega mjög auðvelt að verða ástfanginn í IKEA. Hitta hinn helminginn. Þama ríkir yfír- skilvitleg samkennd og öll landa- mæri þurrkast endanlega burt. Al- í húsakynnum IKEA. - „Þetta er hinn raunverulegi draumaheimur," segir greinarhöfundur. Kjallarinn Hérna heima þekkja allir flesta. Landið okkar stenst sömuleiðis samanburð við hvað sem er í ver- öldinni. Samt er aldrei hægt að bera saman tvær manneskjur. En núna getum við verið miklu meira en ánægð. Fyrir þó nokkru gengum við nefni- lega í hóp hinna svokölluðu IKEA- þjóða. Án þess að það væri rætt neitt frekar. Það er nefnUega svo stutt á mUli Evrópu og IKEA. Bæði orðin hafa jafnmörg atkvæði og guli og blái liturinn í fánunum er líka nákvæmlega sá sami. En samt era þau ekki það sama í huga okkar. Á örskömmum tíma er IKEA þó orðinn órjúfan- legur þáttur af daglega lífinu. Ekki ósvipað góðkynja sjúkdómi. Það vora fá vitni að atburðin- um. Þetta bara gerðist. Haraldur Jónsson myndlistarmaður veg eins og í Evrópu framtíðarinnar. Loksins tilheyrirðu einhverju. Og þú getur líka verið með það í kringum þig aUan sólarhringinn. Þegar maður innréttar íbúðina sina í hólf og gólf með IKEA er hann aldrei einmana. Þú ferð jafnvel í heimsókn tU fólks og sérð þá sömu hlutina og era á þínu eigin heimUi. Samt hafa þeir aUtaf sitt per- sónulega og einstaka yfirbragð. IKEA er hvorug- kyns IKEA er heimur inni í þessum venjulega heimi eins og við þekktum hann. Hann umlykur okkur að utan og innan. Við borðum af diskum, drekkum úr glösum og sofum í IKEA rúm- um. Samt er hver eining stöðluð og númerað. Við tökum þó ekki „A örskömmum tíma er IKEA þó orðinn órjúfanlegur þáttur af daglega lífinu. Ekki ósvipað góð- kynja sjúkdómi.“ eftir neinu óvenjulegu. Það er galdur IKEA. Það er úti um aUt en um leið ósýnUegt. IKEA er hvorugkyns. Eins og lífið sjálft. Þetta er hinn raunverulegi draumaheimur. Ef við vUjum kannski stundum frekar vera annars staðar en heima hjá okkur þá er ekkert auðveldara en að ganga endalaust um IKEA. Þú getur borðað þarna. Og það er líka hægt að leggj- ast tU svefns ef maður viU til dæmis endilega prufusofa rúm. Sumir segja að með IKEA séum við eiginlega geng- in í Evrópusam- bandið. IKEA er Trójuhesturinn sem núna er loks- ins kominn aUa leiðina hingað upp til okkar. Innihaldi hans er dreift inn á hvert einasta heimUi í landinu. Við bjóðum hann velkominn. Haraldur Jónsson -v • • Okukennsluhugleiðingar í byrjun september var haldinn í Stokkhólmi fuUtrúaráðsfundur í norræna ökuskólasambandinu NTU. Sótti undirritaður fundinn ásamt fjóram öðram fuUtrúum frá íslandi. Fundir sem þessir eru haldnir annað hvert ár og era þeir vettvangur skoðana og upplýs- ingaskipta á vettvangi ökukennslu og umferðamála á Norðurlöndun- um og í Evrópu. Þar sem Svíar vora í gestgjafahlutverki að þessu sinni fékk það sem þeir eru að sinna mest rými á fundinum. Leiðbeinendaþjálfun Það sem ökuskólarnir í Svíþjóð og reyndar Finnlandi og Noregi einnig eiga við að glíma er sam- keppni við leiðbeinendakennslu sem þar er leyfð hömlulaust. í könnun sem gerð var af tveimur námstjóram við Högskolan í Örebro kom fram að í Vasterbott- en og Gavleborg reyndist meira en þrisvar sinnum algengara að nem- endur leiðbeinenda misstu öku- skírteini sín en nemendur öku- skólanna. Sænska ökuskólasambandið STR fékk einkafyrirtæki til að gera könnun á því hvers vegna sumir nemendur hættu í ökunámi. Könnunin tók yfir bæði starfsemi ökuskóla og leiðbeinenda. Þar kom ýmislegt athyglisvert í Ijós. Þegar spurt var um hvað nemend- ur teldu mikilvægast í ökunáminu setti meirihluti nemenda ökuskóla það í fyrsta sæti að verða öruggur í umferðinni. Leiðbeinandanem- andinn setti í fyrsta sæti að vera fljótur að fá ökuskírteini. Um- ferðaröryggið komst varla á blað! Fyrir þremur áram tóku Svíar upp leiðbeinendaþjálfun ffá sextán ára aldri án nokkurra takmark- ana. Erfitt hefur reynst að fa upp- lýsingar um slysatíðni í æfmga- akstrinum. STR fékk félagsmenn sína til að fylgjast með slysafréttum í dagblöðum hver á sínu svæði og senda til sam- bandsins. Þegar hægt var að benda á ellefu banaslys á þrem- ur fyrstu árunum fengust stjórn- völd loks til að fara í málið. Kom þá í ljós að ein- ungis þriðji hluti slysanna varð fréttaefni í dagblöðum. Banaslys reyndust milli 30 og 35 og alvar- lega slasaðir nálægt 150. Sömu tregðu á slysakönnun gætir hér, þó vitum við um tilvik sem alvar- leg geta talist. Yngstu skírteinishafarnir Það sem gerir samanburð á ökukennslu erfið- an á milli þessara landa er að mis- munandi leiðir eru færar að ökuskír- teinunum. í Sví- þjóð er ökuskóla- leið og einka- kennsluleið. Á ís- landi verða allir að fara til ökukenn- ara en geta valið æfingaakstur með leiðbeinanda sem hluta af ökunámi. Þess vegna gæti virst erfitt að yfir- færa svona könnun um viðhorf beint til okkar, en þó? Ég set hér fram tilgátu um að slíkt sé mögulegt. Við ökukennarar höfum lengi vitað að misjöfn er þjónustan sem nemendur okkar sækjast eft- ir. Sumir vilja góða þjónustu, þ.e.a.s. nægjanlega marga öku- tíma til að verða öruggir í um- ferðinni. Aðrir vilja fáa ökutíma og fá ökuskírteinið með sem fyr- irhafnarminnstum hætti. Það finnast kennarar sem þjóna báð- um þessum hópum. Erum við þá ekki komnir með sömu viðhorfin og í sænsku könnuninni? Til þess að sanna þessa tilgátu yrði að gera svipaða könnun hér um viðhorf, tímafjölda í ökunámi ásamt fleiri atriðum sem skipta máli. Þegar farið er yfir slysaskrár talar það sinu máli að yngstu skírteinishafamir bera ábyrgð á meirihluta umferðarslysanna. Tryggingafélög hér hafa verið sökuð um að selja óheyrilega dýrar tryggingar mið- að við aðrar þjóðir. Þegar nýtt félag FÍB kom inn á markaðinn var eitt af því sem það benti á að eldri trygg- ingatakar greiddu fyr- ir mistök þeirra yngri. Er ekki kominn tími til að gera könnun á þessum hlutum og ákveða hvernig við viljum undirbúa böm- in okkar fyrir umferð- ina? Hvers vegna eru tryggingafélögin ekki löngu búin að gera ráðstafanir hjá sér til að reyna að breyta ástandinu? Er það hluti af arðseminni að hafa ástandið svona? Æfingaaksturinn átti að skila einhverju en vegna margra galla á framkvæmd hans og fyrirkomulagi hefur svo ekki orðið. Mismunandi viðhorfum til um- ferðaruppeldis verður best lýst með því sem aðstandendur vænt- anlegra nemanda segja þegar rætt er um ökunám: „Þarf sonur minn virkilega svo marga tíma, ég þurfti aðeins tvo þegar ég tók prófið?" Eða: „Ég vil að sonur minn taki eins marga ökutíma og hann þarf þvi við eigum aðeins þennan eina son.“ Misvisandi skilaboð í uppeldi sem rugla margan unglinginn í ríminu og ekki þarf að hafa mörg orð um! Snorri Bjarnason „Mismunandi viðhorfum til umferðar- uppeldis verður best lýst með því sem aðstandendur væntanlegra nem- enda segja þegar rætt er um ökunám: „Þarfsonur minn virkilega svo marga tíma, ég þurfti aðeins tvo þegar ég tók prófíð?uu Kjallarmn Snorri Bjarnason ökukennari Með og á móti Auðlindaskattur til styrkt- ar strandveiðum Arthúr Bogason, formaOur Lands- sambands smá- bátaeigenda. Strand- veiðar eru skattlagðar „Ég vil taka það skýrt fram að ég varpaði fram hugmynd en lagði ekki fram tillögu um auð- lindaskatt á þingi okkar smá- bátamanna. Hugmynd mín er með þeim hætti að mér þætti það at- hyglisverð út- færsla ef hægt væri að fram- kvæma auð- lindaskatt með þeim hætti að stór hluti þess gjalds yrði not- aður til þess að kaupa veiðiheim- ildir innan kerfisins sem rynnu í sérstakan pott og strandveiðiflot- inn, þaö er að segja skip undir skilgreindum rnörkum, fengju að veiða þær heimildir og þannig yrði sú ráðstöfun til að styrkja landvinnsluna. Það yrði að vera á hreinu að ekki yrði um að ræða skip sem vinna afla sinn úti á sjó. Með þessum hætti yrði hægt og rólega hægt að snúa við þeirri þróun sem átt hefur sér stað í íslensku atvinnulífi þar sem öll spjót hafa staðið á þeim sem stunda sjó á smærri bátum. Að óbreyttu hafna ég auðlinda- skatti en bendi á að strandveiði- flotinn hefur verið að greiða út- hafsveiðiflotanum ótrúlegar upp- hæðir og þar með gert þeim skip- um kleift að sækja á fjarlæg mið. Það er tími til kominn að snúa þeirri þróun við með öllum ráð- um til að þetta skili sér til baka en verði ekki látlaust einstreymi. í raun hefur strandveiðiflotinn verið skattlagður um árabil af út- hafsveiðiflotanum. Sérskattur á sjávarútveg „Ég er yfirhöfuð á móti auð- lindaskatti. Hitt er annað mál að það kemur mér ekkert á óvart að Arthúr Bogason skuli bætast í hóp þeirra sem aðhyllast skatt- lagningu af þessu tagi og vilja sérskatta sjávarútveginn og þá sem við hann vinna. Þetta er eink- um skiljanlegt í því ljósi að hann ætlar skattinum aö renna í eígin vasa. Það era ef- laust margir tilbúnir að skatt- leggja aðra meðan þeir sleppa sjálfir. Veiðileyfagjald yrði sér- skattur á sjómenn og fiskverka- fólk og þar af leiðandi lands- byggðarskattur. Mér finnst ekki á bætandi fjárstreymið frá lands-_ byggðinni til Reykjavíkursvæðis- ins. Það má segja að í dag sé óbeint auðlindaskattur á útgerð- ina sem rennur í þróunarsjóð og þaðan fá smábátamenn margfalt út það sem þeir greiða inn. Síðan er annar skattur sem lagður er á stærri útgerðir í formi afláheim- ilda sem færöar hafa verið til smábátanna sem margfaldað hafa aflahlutdeildir sínar á siðustu árum. Það hefur gerst i gegnum lagaheimildir og leitt af sér að leggja hefur þurft mörgiun stærri skipum. Við eigum ekki og mun- um ekki geta styrkt fiskveiðar okkar, hvorki á minni né stærri bátum. Hagkvæmni verður alltaf að ráða þar sem við lifum af fisk- veiðum." -rt formaöur Utvogs- mannafélags Aust- fjaröa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.