Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 13
J>"\T MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 menning ★ ★ - *1 X Tk 13 til fortíðar í bókinni Með fortíðina í farteskinu tekur roskin kona sér ferð á hendur til æskustöðvanna, til íslands frá Ameríku þar sem hún hefur búið undanfama áratugi við auð og allsnægtir. Hún giftist ung amerískum hermanni sem nú er fallinn frá og eftir situr konan Unní, ein og engum háð. Þegar bréf berst frá Islandi um niðjamót ákveður hún að fara, meira til þess að hafa eitthvað fyrir stafni en af ” hvöt eða innri þörf. Á mótinu hlýðir hún á er- BOKITIGIIIltll" indi um þrjár formæður sínar og í framhaldi af því vitjar Unní heimaslóða þessara kvenna. í bókinni er síðan rakin ævisaga kvennanna þriggja og inn í hana fléttast hugleiðingar Unn- íar. í byrjun er hún uppfull af hroka heimskon unnar sem horfir með fyrirlitningu til þessara fátæku for- mæðra sem að hennar mati lifðu aðeins til að elska og deyja. En áður en lýkur er hún farin að bera sitt líf saman við þeirra og sá samanburður er ekki síður formæðrunum í vil. Var líf þeirra kannski fyllra og innihaldsríkara þrátt fyrir lítinn sem engan veraldlegan auð, kulda, veikindi og stöðugar áhyggjur af daglegu brauði? Þessar spumingar lætur Elín Pálmadóttir, höfúndur þessar- ar ágætu bókar, lesendum eftir að svara. Það er þeirra að skoða og bera saman fortíð og nútið með kon- unni Unní og niðurstaðan er undir hveijum og einum komin. Og kannski er engin niður- staða. Það sem bók Elínar gerir kannski fyrst og fremst er að vekja lesandann til umhugsun- ar um stöðu kvenna fyrr og nú, hvað hefúr glatast og hvað áunnist, hverju má breyta og hvað má bæta. Með fortíðina í fartesk- inu fjallar að hluta um raunverulegar manneskj- Sigríður Albertsdóttír ur og atburði. Konurnar þrjár sem Unní vitj- ar í huganum era amma, langamma og langal- angamma höfundar. Unní sjálf er hins vegar ímynduð persóna og það er hún sem er fjar- lægust lesandanum. Hún er ekki óskyld Nínu í Meðan nóttin líður eftir Friðu Á. Sigurðar- dóttur. Þær eru báðar ríkar, yflrborðskennd- ar nútímakonur sem vitja formæðra sinna með svipuðum af- leiðingum. Báðar uppgötva þær eigin takmarkanir, einsemd og rótleysi og neyðast til að endurskoða líf sitt í framhaldi af því. Samanburður þessara tveggja sögupersóna er óhjákvæmilegur, svo sláandi líkar em þær í allri framgöngu sinni. En persónueinkennum, bakgmnni, baráttu, kreppu og sársauka Nínu era þó gerð ólíkt betri skil en Unníar. Fríða leggur sig fram við að afhjúpa Nínu smátt og smátt en Unní fær of lítið pláss í sögu Elínar til þess að það sé hægt. Kreppa hennar og ein- semd verður ekki nógu sannfærandi og tengsl hennar við formæðumar þrjár era til- fínningasnauð og yfírborðskennd. En þessar takmarkanir vinnur Elín upp í persónum kvennanna þriggja. Þær birtast ljóslifandi á sjónarsviðinu, hver með sín sér- kenni, og í gegnum þær lýsingar skapar Elín eftirminnilega, lifandi og fróðlega mynd af horfmni tíð. Elín Pálmadóttir: Með fortíðina í farteskinu Vaka-Helgafell 1996 Heimspekinni platað inn á lesandann í þessari heimspekilegu 18. aldar gamansögu rikir mjög sérstakt samband milli höfundar og les- anda. Höfundurinn ávarpar les- andann stöðugt, skammar hann fyrir hnýsni, predikar yfir honum og segist þekkja hugsanir hans. Hann lætur annað veiflð eins og persónumar lifi sjálfstæðu lífi en þess á milli stærir hann sig af því að ráða öllu um framvindu sög- unnar og útlistar hvernig hann gæti látið verkið þróast ef hann að- eins vildi. Bókin segir frá ferðalagi Jakobs og meistara hans, samræðum þeirra og ævintýrum og skrautlegu fólki sem þeir komast í kynni við. Þeir kumpánar, sem í sífellu varpa fram heimspekilegum spurningum og bijóta heilann um margvíslegar gátur tilverannar, eru um margt líkari leikbrúðum en raunveruleg- um einstaklingum og er ýmislegt í þessu verki s£imbærilegt við absúr- dleikhús tuttugustu aldar. Hér era saman komnar sögur af ástum, fýsnum, gimd og klækjum. Diderot dregur upp mynd af mann- inum sem fómarlambi langana og hvata, án þess þó að áfellast hann eða boða strangt siðferði. Hann fjallar um mannlegan breyskleika á spaugsaman hátt og af umburð- arlyndi. Aðalpersónan Jakob held- Jakobjorkgasinni og meistari hans DENIS DIDEROT ur því ítrekað fram að allt sé í heiminum fyrirfram ákveðið en aftur á móti sýnir hin óreiðu- kennda bygging verksins tilvera mannsins sem órökrétta og tilvilj- unum háða. Ögrandi leikur höfúndar með frásagnarlistina vekur með lesand- anum þá tilflnningu að í raun sé það flóknara en virðist vera að gera sér skýra mynd af heiminum og dæma um rétt eða rangt. Með öllum ólíkindalátunum platar höf- undurinn inn á lesandann margs konar heimspekilegum hugleiðing- um, sem þeim síðamefnda gæti verið ofraun að meðtaka ef þær væru settar fram á þurran og rök- legan hátt - því er ekki hlutskipti mannsins í raun of alvarlegt til að hægt sé að tala alvarlega um það? Jakob forlagasinni er feikilega skemmtilegt verk. Það er ekki auð- veld lesning, sökum óreglulegrar byggingar, fjölda hliðarsagna og aukapersóna, þó segir sagan að Goethe hafi lesið það í einu lagi á sex klukkustundum og orðið yfir Bókmenntir Kristján Þórður Hrafnsson sig hrifinn. Þýðing Friðriks Rafnssonar er á kjarnmiklu, blæbrigðaríku og einkar skemmtilegu máli og hlýtur að teljast þrekvirki. Jakob for- lagasinni er verk sem heldur áfram að leita á hugann eftir að lestri er lokið og mun sóma sér vel við hliðina á Birtingi eftir Voltaire á hillum íslenskra bókmenntaunn- enda. Denis Diderot: Jakob forlagasinni og meistari hans. Friðrik Rafns- son þýddi. Mál og menning 1996 Sungið fyrir alla Á fostudagskvöldið kl. 20.30 verða tónleikar á vegum verkefhisins Tón- list fyrir alla í Fjölbrautaskóla Suð- urlands. Á dagskrá er söngleikjatón- list. Flytjendur era söngkonumar Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Harpa Harðardóttir, og með þeim leikur Kristinn Öm Kristinsson pí- anóleikari. Þessir tónleikar eru lokahnykkur á tónleikasyrpu þeirra í skólum í Ámessýslu þar sem þau leika þessa viku fyrir tæplega 2400 skólanemendur. Verkefninu Tónlist fyrir alla var hrandið af stað haustið 1992 og hef- ur verið haldið gangandi með fram- lagi úr þjóðargjöf Norðmanna á lýð- veldisafmælinu 1994. Forsendur þess era þær að tónlist hafi mikið uppeldisgildi, en kynni skólanem- enda af tónlist séu oft fábreytt, og vill verkefiiisstjóm tryggja að sem flest böm njóti þess sem vel mennt- að íslenskt tónlistarfólk getur boðið þeim upp á - beint í æð, á tónleik- um í skólunum þeirra. Markmiðið er að nemendur um allt land fái að njóta góðs af þessum dagskrám, en þær hafa enn sem komið er aðeins náð um suður- og vesturhluta lands- ins. Harpa Har&ardóttir, Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson. Myndabækur handa blindum bömum Blindrabókasafnið hefur í sumar gert til- raunir með bamabækur. Annars vegar hafa verið búnar til bækur handa blindum börnum og sjáandi foreldrum þeirra, hins vegar bækur sem blindir foreldrar geta notið með sjáandi bömum sínum. Bækurnar handa blindu börnunum eru samdar og hannaðar af Wilhelm Emilssyni. Textinn er með venjulegu letri á vinstri síðu en á hægri síðu á blindraletri og þar er líka einfóld upphleypt mynd af því sem textinn seg- ir frá. Myndimar eiga að gefa börnunum hug- mynd um hvemig við sem sjáum „myndum“ heiminn. Helga Ólafsdóttir, forstöðumaður Blindrabókasafiisins, útskýrir þaö nánar: „Þau þekkja orðin en vita ekki hvernig hlut- urinn er sem þau vísa til. Hvemig er bóla í laginu? Hvað er ský? Þau era auðvitað margvísleg í laginu, en við myndum þau sem hnoðra og getum sýnt þeim það. Hvað era dropar? Við sýnum þeim hvemig við búum til „Af hverju er þetta svona?“ spuröi ungur les- andi þegar hann þreifaöi á brjóstvörninni efst á kastalanum. Þá fékk hann útskýringu á skotraufum og hvernig viö „myndum" kastala. dropa, mjóstan efst og poka að neðan. Blind böm eiga engan aðgang að myndum en þetta bætir örlítið úr því. Þau geta áttað sig á grann- lögun hlutanna. Svo höfum við líka lát- ið semja sögur handa þeim. Til dæmis fóru blind böm i Húsdýra- Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir garðinn og við fengum viðbrögð frá þeim við dýrunum. Út frá þeim spann Wilhelm sögu og myndskreytti hana líka. Allar þessar bækur era til sölu hjá okkur. Hin gerðin er ein- faldari," segir Helga, „en kemur þó vel til móts við blint fólk. Þá límum við glær- ur með blindraletri á síður í venjulegum bamabókum, þannig að blindur fullorðinn getur lesið textann meðan bamið skoðar myndimar. Þetta er upplifun sem blindir hafa ekki átt aðgang að, en sem við vitum hvað er dásam- leg, að sitja með litlu barni og lesa fyrir það. Plastþynnumar trufla barnið ekki neitt við að „skoða myndirnar. Þessar bækur eru til útl- áns, og fólk getur jafhvel valið sjálft bækur sem við setjum svo þynnur inn í. Þetta er sér- stök einstaklingsþjónusta sem við veitum.“ .:•« *•«:{• ■ •!■ «•••«•»*:.!•. .s-ss-.s s .• r.sj. 1 ,**.**»*• • i 5" j.* Bækurnar eru prenta&ar á þanpappfr sem er þess e&lis a& prentsvertan ver&ur upp- hleypt þegar honum er rennt gegnum sér- stakan brennara. Þessi hestur er mjúkur a& koma viö hann. Bamabókagerðin í Blindrabókasafninu er brautryðjendastarf sem opnar ungum bömum heim bóka og gerir sjáandi og blindum kleift að eiga samverustund með bókum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.