Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 32
V K__I L*TTt ti.l wM/s að vinn° \ * 19) (23) (27) KIN FRÉTTASKOTIÐ sIminn sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháÖ dagblaö MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 Hnífstunguárásin: Þrjár árásir sama pilts á skömmum tíma Piltarnir þrír, sem handteknir voru eftir alvarlega líkamsárás á annan pilt í Bústaðahverfi í fyrra- kvöld, játuðu verknaðinn, við yfir- heyrslur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og barnaverndarnefnd í gær. „Málið telst upplýst hér hjá okkur og það var gert í samráði við bam- verndarnefnd. Piltanir eru aðeins 14 ára gamlir og því ósakhæfir. Mál þeirra fer því ekki í gegnum dóm- skerfið heldur til barnaverndar- nefndar og framhaldið er hennar," segir Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá RLR við DV vegna málsins. Það sem vekur enn meiri óhug er að tveir piltanna voru nýbúnir að fremja aðra líkamsárás og er það mál einnig hjá barnavemdamefnd. DV fékk það einnig staðfest að einn piltanna hefði auk þess ráðist á stúlku í Réttarholtsskóla og barið hana fyrr um daginn sem hnífstunguárásin var gerð. Þá höfðu piitarnir þrír gengið um og ógnað ''“~11eiri unglingum í hverfinu áður en hnífstunguárásin varð. DV reyndi ítrekað að ná í for- svarsmenn barnaverndamefndar í morgun en án árangurs. -RR Settur í 5 vikna varðhald Rúmlega þrítugur karlmaður hef- ur verið úrskurðaður í 5 vikna gæsluvarðhald, til 18. desember nk., vegna árásar á unga konu í Berg- staðastræti aðfaranótt mánudags. Maðurinn réðst á konuna og dró hana inn í húsasund þar sem hann "^reyndi að nauðga henni. Konan komst burt frá árásarmanninum og tveir menn komu henni til bjargar. Þeir eltu árásarmanninn uppi eins og sagt var frá í DV í gær og fram- kvæmdu borgaralega handtöku. -RR Opin kerfi bjóða í Nýherja Samkvæmt heimildum DV hafa Opin kerfi hf., umboðsaðili Hewlett Packard á ísland, gert tilboð í 51% hlutafjár Nýherja, eins af sam- keppnisaðilunum. Ef af kaupunum verður hcifa Opin "í%erfi tryggt sér aukin umsvif á tölvumarkaðnum. -bjb 'ENN GERA ISLENSKIR' VÍKINGAR STRAND- HÖGG Á ÍRLANDI! Óvæntur úrskurður Kjaradóms í kjölfar nýlegs dóms Félagsdóms: Orlof á yfirvinnu dómara fellt niður Kjaradómur kom saman á fostu- dag og kvað upp nýjan úrskurð þar sem ákvörðun nýgengins dóms Fé- lagsdóms var felld úr gildi um að Hæstaréttar- og héraðsdómarar landsins skuli fá greitt orlof ofan á yfirvinnulaun. Úrskurðurinn tekur gildi þann 1. desember næstkom- andi. Úrskurður Kjaradóms kemur á óvart sérstaklega í ljósi þess að dómarar fengu sent sérstakt upp- gjör um siðustu mánaðamót þar sem greitt var út yfírvinnuorlof allt aftur til 18. nóvember 1993. Dómar- ar fengu því flestir nokkur hund- ruð þúsunda króna aukabúbót í síðasta launaumslagi. Ákvörðun Kjaradóms er hins vegar ekki afturvirk og halda dóm- arar því framangreindum glaðn- ingi sem þeir hafa reyndar ávalt talið sig eiga inni. Um næstu mán- aðamót og í framtíðinni fá þeir hins vegar ekkert orlof greitt ofan á yfirvinnugreiðslumar, sam- kvæmt þessu nýlega úrskurði Kjaradóms. Aðdragandi málsins var að árið 1993 ákvarðaöi Kjaradómur fasta yfirvinnu ofan á laun dómara vegna aukins vinnuálags í kjölfar réttarfarsbreytinga árið 1992. í launaútreikningum gerði fjármála- ráðuneytið hins vegar ekki ráð fyr- ir að dómarar skyldu fá orlof greitt ofan á framangreinda yfirvinnu. Þessu undu dómarar ekki. Dóm- arar hafa reyndar haldið því fram aö orlof fari eftir orlofslögum - það sé Alþingis að ákveða það - ekki Kjaradóms. Fjármálaráöuneytið og dómarar gerðu siðan með sér samning um að leggja ágreinings- málið fyrir Félagsdóm. Sá dómur ákvarðaði síðan þann 14. október síðastliðinn að dómarar skuli fá or- lof greitt ofan á fóstu yfirvinnuna. Ákvörðunin var afturvirk. í niðurstöðu Kjaradóms frá því á föstudag segir á hinn bóginn að lög- gjafmn hafi ekki falið öðrum en Kjaradómi ákvörðunarvald um laun dómara landsins. Lög mæli ekki fyrir um þær formreglur sem Kjaradómi beri að starfa eftir, svo álit hans sé bindandi. „Án þess að taka afstöðu til skoð- unar Félagsdóms á formreglum Kjaradóms telur dómurinn sér skylt eins og mál þetta er nú vaxið að taka að nýju ákvörðun. . . .,“ segir m.a. í dóminum. Þar segir jafnframt að augljóst sé að menn vinni hvorki fasta vinnu né yfir- vinnu í orlofi. í úrskurðarorði seg- ir að tilteknir yfirvinnutimar skuli greiðast í 12 mánuði á ári hverju og af þvi leiði að ekki skuli reikna or- lof af þeim greiðslum. Samkvæmt upplýsingum DV í gær hefur sterklega verið rætt um að fela Gesti Jónssyni, lögmanni Dómarafélagsins, að stefna úr- skurði Kjaradóms til ógildingar. Þá yrði málið tekið upp sem venjulegt einkamál hjá Héraðsdómi Reykja- víkur og sérstakir dómarar settir til að fjalla um málið. -Ótt Garðaskóli í Garöabæ er 30 ára um þessar mundir. í tilefni afmælisins er mikiö um að vera í Garöabæ. Þegar Ijós- myndara DV bar aö garöi í gærkvöldi var stór hópur nemenda og kennara búinn aö koma sér fyrir á Garöatorgi til aö kynna starf skólans fyrir bæjarbúum. Stúlkan á myndinni var á meöal þeirra sem unnu verkefni í mynd- og hand- mennt en einnig var kennslustund í stæröfræði, leikfimi og fleira á staönum. DV-mynd BG Nýr Langholtsprestur: Klofningur í sókninni „Sóknarnefndin er ófær um að kjósa þennan prest vegna þess sem á undan er gengið í sókninni og þess vegna vill stór hópur sóknarbarna fá að kjósa prestinn í almennum kosn- ingum. Flestir kjörmanna eru of tengdir organistanum og munu því velja mann sem honum líkar,“ segir sóknarbarn í Langholtssókn en þar verður nýr sóknarprestur valinn af kjömefnd í kvöld. Stór hópur sóknarbarna hefur lýst þeirri skoðun sinni að hún muni fara fram á að haldnar verði almenn- ar kosningar, hver svo sem verður valinn til starfans í kvöld. „Við teljum víst að kjörnefhdin velji séra Jón Helga Þórarinsson og hann vill organistinn fá. Við emm ósátt við aðferðina sem notuð er þótt við höfum ekkert á móti Jóni Helga.“ „Lög kveða ákveðið á um að kjör- nefnd velji prestinn og það er ekki í okkar valdi að breyta þeim. Ef hópur þeirra sem vilja almennar kosningar er stór þá hefur hann rétt til þess að safna undirskriftum og fara fram á þær. Við höfum ekkert við það að at- huga,“ segir Guðmundur Ágústsson, formaður sóknarnefndar. -sv Opiál Corsa Verð frá 980.000.- Bílheimar ehf. i; ci ® © ScEvorhöfba 2a Sími: 525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.