Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 16
16 Iþróttir Giggs er að braggast Ryan Giggs, leikmaðurinn knái hjá Manchester United, vonast til að geta leikið með United á laugardaginn þegar lið- ið sækir Arsenal heim í ensku úrvalsdeildinni. Giggs hefur verið meiddur meira eða minna síðan seint í september og marg- ir stuðningsmenn liðsins kenna slöku gengi United að undan- fornu um aö liðið hefur leikið án hans. -GH Wilkins áfram með Hibernian Ray Wilkins, sem hætti í haust sem framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins QPR, leikur nú með Hibemian í skosku úrvalsdeildinni. Hann framlengdi í gær samning sinn við félagið um einn mánuð til viðbótar eftir aö hafa verið full- vissaöur um að leikmennimir vildu hafa hann áfram. Wilkins er orðinn fertugur en lætur eng- an bilbug á sér flnna. Hann á glæsilegan feril að baki með Chelsea, Manchester United, AC Milan, Rangers og QPR. -vs Stórkostlegar sendingar Jakob Már Jónharðsson, fyrir- liöi Keflvíkinga, æfði með Hi- bemian á dögunum og sagði í spjalli við DV að Wilkins væri ótrúlega snjall enn þá. „Hann kemur bara á föstudögum og æfir einu sinni með liðinu fyrir leik. WUkins fer vissulega hægt yfir en sendingamar hans eru stórkostlegar," sagöi Jakob. Þess má geta að Jakob æfði með þremur úrvalsdeildarfélög- um í ferð sinni, Hibemian, He- arts og Dunfermline. „Þetta var ágætis viöbót við tímabiliö hér heima og gaman aö kynnast þessu aöeins,“ sagði Jakob. Grét- ar Hjartarson, bráðefnilegur leikmaðm- úr Reyni í Sandgeröi, var með Jakobi í for. -vs Rauða stjarnan fær loks greitt Alþjóöa knattspymusamband- ið, FIFA, úrskurðaði i gær að ítalska félagið Roma yrði að greiða júgóslavneska félaginu Rauðu stjömunni 585 milljónir króna, og 150 milijónir að auki í vexti, fyrir Sinisa Mihajlovic. Roma fékk Mihajlovic frá Rauðu stjömunni árið 1992 en engar greiðslur vora inntar af hendi vegna viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna á Júg- óslavíu á þeim tíma. Banninu var aflétt árið 1995 en þá neitaði Roma að greiða fyrir leikmann- inn. Mihajlovic er nú farinn frá Roma og leikur með Sampdoria á Ítalíu. Collymore verður með Stan Coliymore viröist hafa veriö tekinn í sátt hjá enska knattspymufélaginu Liverpool. Hann hefur verið úti í kuldanum að undanförnu og spilaö með varaliðinu en nú hefur hann ver- ið valinn í leikmannahópinn fyr- ir leikinn við Charlton í deilda- bikamum í kvöld. Þá hefur stjóm Liverpool lýst því yfir að ekkert bendi til þess að Collymore hafi ausið svívirð- ingum yfir fréttamenn, eftir varaliðsleik með félaginu um helgina, eins og haldið hefur ver- ið fram. Félagiö muni því ekkert aðhafast í því máli. -VS Brynjar Haröarson, formaöur Handknattleiksdeildar Vals, og hans menn hafa örugglega í nógu aö snúast á r vikum. Byrnjar segist bjartsýnn ó aö máliö fái farsælan endi. DV-mynd Brynjar Tommy Armour mótarööin: Sigurjón í þriðja sæti í Flórída Sigurjón Arnarsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, keppti í fyrradag í Tommy Armour mótaröö atvinnumanna í golfi í Flórída. Mót- ið fór fram á Harbor Hills golfvellin- um sem er 6925 jarda langur og völlurinn par 72. Aöstæður voru ekki góðar til Á innanfélagsmóti Aftureldingar í sundi, sem haldið var í Sundhöll Reykjavíkur, setti Gunnar Stein- þórsson úr Aftureldingu þrjú sveinamet. í 50 metra flugsundi synti Gunnar vegalengdina á 31,10 sekúndum en eldra metið átti Guðmundur Ó. Unnarsson ffá því í nóvember í fyrra. 100 metra skriðsund synti Gunnar á 1:01,00 mínútum og tók Fjórtán leikir fara fram í 32-liða úrslitum í bikarkeppni karla í hand- knattleik í kvöld. Stórleikur kvölds- ins er án efa viðureign Hauka og Aftureldingar. Mosfellingar era sem stendur í toppsæti Nissan-deildar- innar og hafa verið á góðu skriði í síðustu leikjum og fróðlegt verður að sjá hvort Haukamir ná að stöðva sigurgöngu þeirra. Leikur Hauka og Aftureldingar er sá eini þar sem tvö 1. deildar fé- lög eigast við. Fyrir utan þann leik er leikmr Víkings og Gróttu einna keppni, tiltölulega kalt og hvasst. Sigurjón lét það ekki á sig fá og lék öruggt golf og kom inn á parinu eða á 72 höggum. Sigurjón varö í þriðja sæti af 56 keppendum, sem verður að teljast mjög góður árangur, en sigurvegar- inn lék á 69 höggum. -JKS metið frá Grétari Má Axelssyni sem hann setti fyrir fimm árum. Gunnar setti síöan þriöja metið í 400 metra bringusundi, synti á 6:21,16 mínútum en eldra metið átti Sævar Öm Sigurjónsson frá árinu 1994. Árangur Gunnars Steinþórssonar sýnir að þar er á ferð mikiö efiii sem vert er að veita athygli í fram- tíðinni. -JKS áhugaverðastur og ætti ekki að koma á óvart þótt 2. deildar lið Vík- ings gæti velgt 1. deildar liöinu af Seltjamamesi vel undir uggum. Leikimir í kvöld eru annars þessir: Valur b-KA b, Haukar-Aftureld- ing, Víkingur-Grótta, Afturelding b -Valur, Keflavík-ÍR, ÍBV b-Ár- mann, Ögri-KR, Fram-ÍH og HM-FH. Þór Ak.-Hörður, KA-Vikingur b og KS-Stjaman leika síöar, HK, Breiðablikog Sel- foss era komin áfram og b-lið Gróttu situr hjá. -GH |^ý) ÞÝSKALAND Bikarkeppnin - 8-liða úrslit: Energie Cottbus-St.Pauli (O-O) 5-4 (eftir vítaspymukeppni) Óvænt úrslit því St. Pauli leikur í 1. deild en Cottbus í þeirri þriðju. Bayem Milnchen-Bremen ... 3-1 Klinsmann 2, Ziege - Bodo. (jij HOLLANP Úrvaisdeildin: Feyenoord-Breda ............. 1-0 Heerenveen-Graafschap........2-1 (j^j ENOIANP Deildabikar: Lincoln-Southampton.....1-3 Ainsworth - Magilton, Watson, Ber- kovic. Southampton skoraði mörkin þrjú á síöustu 15 mínútunum eftir aö Lin- coln, sem leikur í 3. deild, hafði kom- ist yfir strax á 9. mínútu. Luton-Wimbledon..........1-2 Sjálfsmark - Castledine, Fear Wimbledon jafnaði á lokasekúndun- um og skoraði sigurmarkiö í fram- lengingu. 1. deild: Bamsley-Norwich..........3-1 Bj) ÍTAIÍA Bikar - 8-liða úrsllt: AC Milan-Vicenza.........1-1 0-1 Ambrosetti, 1-1 Baggio. Þetta var fyrri leikur liðanna og Vicenza stendur vel að vigi en liðið lék með 10 menn allan síðari hálf- leikinn. m FRAKKLAND ] 1. deild: Nantes-Nancy.............2-0 Gunnar setti þrjú sveinamet Bikarkeppnin í handknattleik í kvöld: Haukarnir taka á móti Aftureldingu MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 33 DV I>V Brynjar Harðarson, formaður Handknattleiksdeildar Vals: „Næsta skrenð er að krefjast peninganna" Eins og fram kom í DV í gær er allt útlit fyr- ir að íslensk félagslið í handknattleik fái ekkert fyrir leikmenn sem þau missa til liða í Evrópu, svo framarlega sem viðkomandi leikmaður er ekki á samningi hjá sínu félagi á íslandi. Þetta er í það minnsta álit eftirlitsstofhunar EFTA en þangað fór þýska liðið Schútterwald með mál sitt. Ef þetta verður reyndin er ljóst að íslensk lið missa töluverðan spón úr aski sínum. Þau hafa í gegnum tíðina fengið nokkra þóknun fyrir leik- menn sem þau hafa séð á eftir í atvinnu- mennsku. Fjárhagur margra liða á íslandi er ekki beysinn og ekki bætir úr skák ef þau þurfa nú að sætta sig við það að fá ekki eyri fyrir leik- menn sem lið á meginlandi Evrópu falast eftir. Þó nokkur umræða fór af stað þegar fréttist að þýska liðið Schútterwald ætlaði sér ekki að ganga frá greiðslum við Aftureldingu varðandi félagaskipti Róberts Sighvatssonar - og eins það að greiöslur til Valsmanna frá Wuppertal, fýrir þá Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson, hefðu ver- ið frystar af evrópska handknattleikssamband- inu. Til að skyggnast aðeins inn í þetta mál var Brynjar Harðarsson, formaður Handknattleiks- deildar Vals, inntur eftir því hvað menn þar á bæ ætluðu að gera í framhaldinu. Bosman-máliö fjallar um allt aöra hluti „Við erum búnir að vinna í þessum málum og sitja fundi meö okkar lögfræöingum sem þekkja til þessara mála í Evrópu. Eins höfúm við átt fundi með ÍSÍ og leitaö eftir stuðningi þess til að reka þetta mál. Það sem er að koma upp núna er í sjáifu sér bara uppþot. í fyrsta lagi fjallar Bosman-málið svokallaða um allt aðra hluti. Það fjallar um atvinnufrelsi manna og atvinnu manna sem eru íþróttum og fara á milli liða samningslausir. ísland er ekki í Evrópu- sambandinu og þar af leiðandi getur þessi dóm- ur aldrei orðið fordæmisgefandi fyrir okkur. Þetta mál verður því fyrst og fremst að reka fyr- ir íslenskum dómstólum. Málið fjallar því um það að evrópska handboltasambandið er búið að fjalla um málið og fella sinn úrskurð en hefur ekki þor til að fara eftir eigin úrskurði. Um þetta snýst málið nú. Það var búið að ákveða upphæðina og fella úrskurð um að það ætti að greiða þessa peninga til Vals. Siðan var ákveðið að frysta greiðsluna - með einhverjum hótunum frá lögmönnum Wuppertal sem síðan er engin leið að ná sambandi við. Vegna stæröar Þjóöverjanna þorir evrópska sambandið ekki aö gera neitt „Það er engum símbréfum svarað heldur á að byggja þetta eingöngu á því að kæfa máliö í ljósi stærðar þýska handboltasambandsins og í fram- haldinu þorir evrópska sambandið ekki að gera nokkum skapaðan hlut, jafnvel þótt búið sé að fella úrskurð. Það er því miklu nærtækara núna að fjalla um málið út frá þessu og ef þeir síðan vilja fara i mál við okkur geta þeir svo sem gert það. Bosman var ekki að spila þegar hans mál kom upp en það vora hins vegar Ólafur og Dag- ur. Við veröum einfaldlega aö fá evrópska hand- boltasambandið til fylgja eftir sínum eigin úr- skurði, “ sagði Brynjar Harðarson I spjallinu við DV. - Hvert verður þá næsta skref af hálfu ykkur í handknattleiksdeUd Vals? „Það er að fara í innheimtumál gegn evrópska handboltasambandinu. Þaö verður að gera í Vín- arborg þar sem sambandið hefur aðsetur. Við eram að leita liðsinnis ÍSÍ í þessum málum og fá aðstoð þess eins og kostur er. Öll málstilhögum Þjóðverjanna byggist greinilega á því að þeir vita hversu erfitt er að vera langt í hurtu og að það er dýrt fyrir fjárvana félag að verja rétt sinn. í augnablikinu beita Þjóðverjar þessari taktík. Þeir halda að við höfum hvorki þor né kraft til að sækja okkar rétt. Þess vegna höfum við leitað til Ellerts B. Schram og þeirra í ÍSÍ og átt með þeim fundi til aö fá aðstoð. Eins og ég sagði áður snýst Bosman-málið um atvinnufrelsi en okkar mál um það að áhugamannafélag fái einhverja sanngjama þóknun fyrir það að hafa alið leikmann upp í 15 ár með æmum tilkostn- aði,“ sagði Brynjar. - Af hverju eru fslenskir handboltamenn ekki á samningi hjá sínum liðum sem leika í 1. deild? „Vegna þess að við eram ekki atvinnumenn. Það era svokallaðir leikmannasamningar í gildi í knattspyrnunni og hugsanlega er það næsta skrefið í handboltanum. Umhverfið allt er kannski að stefna í þessa átt. Handboltinn í dag er hins vegar fjárvana áhugamannaíþrótt. Ann- ar þessara leikmanna okkar gerði samning við Val og í honum er þess getið hvað Valur á að fá ef hann fer til erlends félags. Ef þetta fæst ekki greitt frá félaginu liggur bara beinast viö að krefja hann um það sjálfan." - Hvað segir þú um framhaldið. Verður ekki erfitt að sækja þetta mál? „Það er raunar vonlaust fyrir Val sem félag að gera það. Ég vildi óska þess að HSÍ hefði burði til þess en með fullri virðingu fyrir HSÍ held ég að þeir hafi bara nóg á sinni könnu með sín mál. Þess vegna snerum við okkur til ÍSÍ. Ef málin þróast á þann veg aö við framleiðum íþrótta- menn fyrir erlend félög, hvort sem þaö er í hand- bolta, körfúbolta eða í fótbolta, þá er þaö síðasti naglinn í líkkistuna fyrir keppnisíþróttir á ís- landi. í þessari umræðu allri verðum við að hafa skýrt í huga að við erum ekki aðilar að Evrópu- sambandinu. Þessi dómstóll er ekki sá sem við heyrum undir. Við getum huganlega gert það einhvem tímann í framtíðinni - en ekki i dag. Við erum í EFTA og þar er allt annar dómstóll. Okkar mál falla ekki þama undir. Ef við fáum einhver svör og málið kemst í þann farveg sem er vitrænn þá stöndum við vel að vígi. Hitt er svo annað mál ef það verður niðurstaðan að þessum leikmönnum sé frjálst að fara þá verö- um við að fara aftur í grunninn og spyrja okkur hvað Valur sé. Ég stend í þeirri meiningu að það sé leikmenn félagsins hveiju sinni.“ Semja viö okkar menn án þess aö ræöa nokkuö viö Val Ertu bjartsýnn á að þetta mál fái farsælan endi? „Já, ég er það ef við fáum liðsinni ÍSÍ. Málið er með slíkum eindæmum frá upphafi að það hálfa væri nóg. Það byrjar á því að það kemur einhver útlendingur til íslands og semur við tvo af okkar bestu leikmönnum. Þessi maður talar aldrei við okkur. Leikmennimir segja, þegar samningi við okkur er lokiö, að þeir séu bara famir. Síðan hefur þýska félagið ekkert sam- band viö okkur og ætlar sér aldrei að hafa sam- band. Það erum við sem förum að leita þá uppi og senda þeim símbréf og komast í samband við þá. Úrskurður evrópska sambandsins liggur fyr- ir þar sem segir að kröfur okkar séu réttmætar og það beri aö borga Val þessa peninga. Wupp- ertal gerir það en evrópska sambandið vill síðan ekki koma þeim áfram til okkar. Frá þeim tímapunkti höfúm ekkert heyrt frá þýska liðinu. Næsta skrefið er að krefjast þessara peninga. Þetta er mergurinn málsins. Bosman er ekki mergurinn málsins," sagði Brynjar Harðarson við DV. Oliver Bierhoff fagnar markinu sem færöl Þjóöverjum Evrópumeistaratitilinn í sumar. Um leiö tryggöi hann þeim stærsta bitann af fjárhagsköku Evrópu- mótsins. Nýja félagið stofnað í Eyjum innan skamms: Sameiningin samþykkt - á aðalfundum beggja félaganna, Týs og Þórs Um síðustu helgi var samþykkt á að- alíúndum Týs og Þórs í Vestmannaeyj- um að leggja félögin niður og stofna í staðinn Knattspymu- og handknatt- leiksfélag ÍBV. Það verður gert innan skamms en nú er unnið að því að fá fólk til starfa hjá nýja félaginu. Þetta hefur lengi verið í burðarliðn- um en samþykki beggja félaganna þurfti til þess aö af sameiningunni gæti orðið. Týr og Þór eru gamalgróin íþróttafélög, stofnuð á öðrum og þriðja áratug aldarinnar, og því ekki einfalt mál að leggja þau niður. Enda stóö tæpt að málið gengi í gegn því hjá Þór náðist samþykki nákvæmlega tveggja þriðju hluta fundarmanna - eins og til- skilið var. Nýja félagið verður aðili aö ÍBV og yfir því verður ein framkvæmdastjóm og sín deildin fyrir hvora íþrótt. Félag- ið byrjar nánast með hreint borð fjár- hagslega því Vestmannaeyjabær yfir: tekur skuldir félagaima að mestu en þær vora talsverðar, sérstaklega hjá Tý. Tekjupóstar gömlu félaganna renna til þess nýja, svo sem Shellmót Týs, Pæjumót Þórs og sjálf þjóðhátíðin, þannig að fjárhagslegur grannur þess ætti að vera mjög traustur. -VS Sex milljarða króna hagnaður af EM í knattspyrnu: KSÍ fær 25 millj ónir í sinn hlut - Þjóðverjar fá samtals 587 milljónir Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti í gær að hagnaður þess af úrslitum Evrópukeppninnar í Englandi í sumar næmi um 6 millj- örðum króna. Þeirri upphæð verður skipt á milli allra aðildarþjóða og hlutur KSÍ fyrir hönd íslands verður tæpar 25 milljónir króna. Þjóðimar sextán sem léku til úr- slita fá mest í sinn hlut en um 4,7 milljörðum er skipt á milli þeirra. Evrópumeistarar Þjóðverja fá mest, 562 milljónir, Tékkar fá 515 milljónir og Frakkar og Englendingar 398 millj- ónir hvor þjóð. Þær þjóðir sem fá minnst, Sviss, Rúmenía, Rússland og Tyrkland, fá 187 milljónir hver. Því sem eftir er, tæplega 1.300 millj- ónum króna, verður skipt á milli að- ildarþjóða UEFA sem era 51 talsins. Hver um sig fær um 24,8 milijónir og verður upphæöin greidd á fjórum árum, 6,2 milljónir á ári. Þjóðimar sextán sem léku til úrslita fá líka þessa greiðslu þannig að lágmarks hagnaður þeirra af keppninni nemur 202 milljónum króna. Þessar upphæðir sýna vel hve gíf- urlegir fjármunir eru í umferð í knattspymunni en það era sjónvarps- útsendingar sem gefa af sér megnið af þessum tekjum. -VS íþróttir 2Robert Horry Phoenix Suns Fæddur: 25. ágúst 1970 í Andalusia í Alabama. Hæð: 2,08 m. Þyngd: 100 kg. Staða: Framheiji. Númer á treyju: 25. Heimilishagir: Ógiftur. NBA-leikir: 360 með Houston, þar af 65 í úrslitakeppni. Sex leikir með Phoenix. Meðalskor f NBA: 10,4 stig. Flest stig í leik: 40. Flest fráköst: 15. Flestar stoðsendingar: 10. Ferill: Var númer 11 í nýliða- valinu 1992, valinn af Houston. Lék meö liðinu í fjögur ár og varö tvívegis NBA-meistari. Fór til Detroit í febrúar 1994 i skipt- um fyrir Sean Elliott en kaupin gengu til baka þegar Elliott féll í læknisskoðun og hann spilaði aldrei með liöinu. Seldur til Phoenix í sumar ásamt þremur öðram í skiptum fyrir Charles Barkley. Ýmislegt: Þriðja besta 3ja stiga skytta í sögu Houston. Setti félagsmet hjá Houston í 3ja stiga körfum þegar hann skoraöi 9 slíkar gegn Cleveland síðasta vetur. Setti met í úrslitakeppni NBA þegar hann stal boltanum 7 sinn- um i leik gegn Orlando 1995. Valinn í B-úrvalslið nýliða í f-T •t. NBA 1992-1993. Valinn leikmaöur ársins í Nai- smith-menntaskólanum á síðasta ári sínu þar. Þykir mjög fjölhæfur fram- herji því hann er góð skytta, tekur mikið af fráköstum og spilar í heild mjög vel fyrir liðið. Notar skó númer 15. -VS S BIKARKEPPNIN Bikarkeppni kvenna: Fylkir-Haukar......(7-15) 15-33 Fvlkir: Helga Brynjólfsdóttir 5, Stein- unn Þorkelsdóttir 4, Helga Helgadótt- ir 3, Anna Halldórsdóttir 2, Ágústa Sigurðardóttir 1. Haukar: Harpa Melsteö 6, Thelma Ámadóttir 4, Judith Ezstergal 4, Kristín Konráðsdóttir 4, Auður Her- mannsdóttir 4, Ragnheiður Guð- mundsdóttir 3, Hulda Bjamadóttir 3, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Heiðrún Karlsdóttir 2. Bikarkeppni karia: Fylkir-Breiöablik .......23-33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.