Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 26
42
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996
Afmæli_________________________
Solveig Lára Guðmundsdóttir
Solveig Lára Guðmundsdóttir,
sóknarprestur á Seltjamarnesi,
Hrauntimgu 42, Kópavogi, er fertug
í dag.
Starfsferill
Solveig Lára fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp á Reynistað í Skerja-
firði. Hún lauk stúdentsprófi frá MR
1976, stundaði nám í grísku og lista-
sögu í Edinborg 1977-78, lauk emb-
ættisprófi i guöfræði frá HÍ 1983 og
var í starfsmenntun hjá Lútherska
heimssambandinu 1994-96.
Solveig Lára var vígð aðstoðar-
prestur í Bústaðaprestakalli 1983 og
skipaður sóknarprestur í Seltjamar-
nesprestakalli 1986.
Solveig Lára er fulltrúi íslands í
kvennanefhd Nordiska Ekmneniska
Rádet, sat i Æskulýðsnefnd Þjóð-
kirkjunnar og var um tíma formað-
ur fermingarstarfsnefndar, hefur
setið í ýmsum nefndum á vegum
Æskulýðssambands Reykjavíkur-
prófastsdæmis, var prestur Kvenna-
athvarfsins í Reykjavík og hefur set-
ið í stjóm Soroptimistaklúbbs
Reykjavíkur.
Fjölskylda
Solveig giftist 29.4. 1995 Gylfa
Jónssyni f. 28.4. 1945, héraðspresti í
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Hann er sonur Jóns
Helgasonar og Petronellu
Pétursdóttur.
Solveig var áður gift
Hermanni Sveinbjöms-
syni, forstöðumanni Holl-
ustuvemdar ríkisins.
Böm Solveigar og Her-
manns: Benedikt Her-
mann, f. 31.1.1980, nemi í
MH; Kristín Anna, f. 7.7.
1988, nemi; Vigdís María,
f. 13.7. 1990, nemi.
Sonur Gylfa frá fyrra
hjónabandi: Jón Gunnar,
f. 30.3. 1973, sölumaður.
Systkini Solveigar era Ragnheið-
ur Margrét, f. 17.10. 1953, íslensku-
kennari við Kvennaskólann í
Reykjavík; Soffia Ingibjörg, f. 21.3.
1955, markaðsfulltrúi i Reykjavík;
Eggert Benedikt, f. 30.11. 1963, raf-
magnsverkfræðingur, við nám í
markaðsfræðum í Barcelona á
Spáni.
Foreldrar Solveigar era Guð-
mundur Benediktsson, f. 13.8. 1924,
fyrrv. ráðuneytisstjóri, og k.h.,
Kristín Anna Claessen, f. 1.10. 1926,
fyrrv. hjúkranarritari.
Ætt
Guðmundur er sonur Benedikts,
skólastjóra á Húsavík, Bjömssonar,
b. á Bangastöðum í Kelduhverfi,
bróður Sveins Víkings,
föður Benedikts alþingis-
forseta, föður Bjarna for-
sætisráðherra, föður
Bjöms menntamálaráð-
herra. Bjöm var sonur
Magnúsar, b. á Víkinga-
vatni, bróður Guðmund-
ar, afa Jóns Trausta.
Móðir Björns var Ólöf,
systir Þórarins á Vík-
ingavatni, £ifa Þórarins
Bjömssonar skólameist-
ara. Ólöf var dóttir
Bjöms, b. á Víkinga-
vatni, bróður Þórarins,
afa Jóns Sveinssonar (Nonna).
Móðir Guðmundar var Margrét,
systir Bjamínu, móður Áma
Bjömssonar tónskálds. Margrét var
dóttir Ásmundar Jónssonar, b. á
Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi,
bróður Sigurðar i Sigluvík, langafa
Geirs Haarde þmgflokksformanns.
Móðir Ásmundar var Ása Jónsdótt-
ir, b. í Ytri- Tungu á Tjömesi, Sem-
ingssonar, bróður Marsibilar, móð-
ur Bólu- Hjálmars.
Kristín er dóttir Eggerts
Claessens, hrl. og bankastjóra, bróð-
ur Maríu, móður Gunnars Thorodd-
sens forsætisráðherra. Eggert var
sonur Jean Valgard Claessens ríkis-
féhirðis, sonar Jean Jacob
Claessens, skrifstofustjóra í Kaup-
mannahöfn. Móðir Eggerts var
Kristín, dóttir Eggerts Briems,
sýslumanns á Reynistað, bróður
Ólafs á Grund, foður Haralds,
langafa Davíðs forsætisráðherra.
Dóttir Ólafs var Sigríður, amma
Davíðs Stefánssonar. Móðir Kristín-
ar var Ingibjörg Eiríksdóttir, sýslu-
manns í Kollabæ, Sverrissonar.
Móðir Kristínar var Soffía, systir
Þórunnar, móður Jóhanns Haf-
steins forsætisráðherra. Soffía var
dóttir Jóns, alþm. og fræðslumála-
stjóra í Reykjavík, Þórarinssonar,
alþm. og prófasts i Görðum, Böðv-
arssonar, af Presta-Högnaætt, Þor-
valdssonar, bróður Þuríðar,
langömmu Vigdísar forseta. Móðir
Jóns var Þórunn, systir Guðrúnar,
ömmu Sveins Bjömssonar forseta.
Móðir Soffíu var Lára, systir Hann-
esar Hafsteins ráðherra. Lára var
dóttir Péturs Havsteins amtmanns
og Kristjönu, systur Tryggva Gunn-
arssonar bankastjóra. Kristjana var
dóttir Gunnars, prests í Laufási,
Gunnarssonar, og Jóhönnu Briem,
systur Eggerts sýslumanns.
Solveig Lára tekur á móti vinum
og ættingjum á heimili sínu, Hraun-
tungu 42, eftir kl. 16 í dag og fram
eftir kvöldi.
Solveig Lára
Guömundsdóttir.
Valgerðnr Egilsdóttir
Valgerður Egilsdóttir, kaupmað-
ur og umboðsmaður Essó í Nesjum,
Seljavöllum, Homafirði, er fertug í
dag.
Starfsferill
Valgerður fæddist í Hólum í
Hornafirði en ólst upp í foreldrahús-
um á Seljavöllum í sömu sveit við
öll atmenn bústörf. Hún lauk gagn-
fræðaprófi frá Héraðsskólanum á
Laugarvatni.
Valgerður sinnti ýmsum almenn-
um störfum á unglingsáranum, hóf
lagerstörf hjá Kaupfélagi Austur-
Skaftfellinga og starfaði síðan við
verslun kaupfélagins í Nesjum. Hún
festi síöan kaup á verslun kaupfé-
lagsins þar 1989 og tók um leið við
starfi umboðsmanns Essó í Nesjum.
Valgerður og Ásgeir, maður hennar,
byggðu svo veitingaskála í Nesjum
1992. Þau byggðu sér hús í landi
Seljavalla og hafa búið þar síðan.
Fjöskylda
Eiginmaður Valgerðar er Ásgeir
Núpan Ágústsson, f. 1.1. 1959, bif-
vélavirki sem nú starfar
hjá Flugmálastjórn á
Homafjarðarflugvelli.
Hann er sonur Ágústs
Runólfssonar, útgerðar-
manns á Höfn, og k.h.,
Nönnu Ólafsdóttar hús-
móður.
Synir Valgerðar og Ás-
geirs eru tvíburarnir
Reynir og Þórður, f. 12.9.
1993.
Systkini Valgerðar eru
Anna, f. 28.3. 1955, bóndi
og leikskólakennari í
Hólabrekku; Hjalti, f. 11.4. 1960,
bóndi á Seljavölíum; Eiríkur, f. 13.7.
1962, bóndi á Seljavöllum.
Foreldrar Valgerðar era Egill
Jónsson, f. 14.12.1930, alþm., og k.h.,
Halldóra Hjaltadóttir, f. 3.1. 1929,
húsfreyja.
Ætt
Egill er sonur Jóns Malmquist, b.
í Akumesi, Jónssonar, b. i Skriðu í
Breiðdal, Péturssonar, b. á Geirs-
stöðum, Jónssonar. Móðir Péturs
var Geirlaug Öræfa-Péturssonar, b.
á Litla-Hofi í Öræfum,
Þorleifssonar, lrm. í
Skaftafelli, Sigurðssonar.
Móðir Péturs var Sigríð-
ur Jónsdóttir, ættföður
Selkotsættarinnar, ís-
leifssonar. Móðir Jóns
Péturssonar var Ragn-
heiður Friðriksdóttir,
prests í Ásum, Guð-
mundssonar og Önnu,
systur Sveins, föður
Benedikts alþm., föður
Einars, skálds. Móðir
Jóns Malmquist var
Björg Sveinsdóttir Malmquist, b. í
Lóni, bróður Péturs, langafa Eð-
valds, föður Guðmundar
Malmquist, framkvæmdastjóra
Byggðastofnunar.
Móðir Egils var Halldóra, dóttir
Guðmundar, b. í Hoffelli, Jónsson-
ar, b. i Hoffelli, Guðmundssonar,
læknis í Hoffelli, Eiríkssonar, bróð-
ur Stefáns alþm. og Önnu,
langömmu Þórbergs Þórðarsonar.
Móðir Jóns í Hoffelli var Sigríður
Jónsdóttir, systir Eiríks, langafa
sandgræðslustjóranna Páls Sveins-
sonar og Runólfs Sveinssonar, föður
Sveins landgræðslustjóra. Móðir
Guðmundar var Halldóra Bjöms-
dóttir, b. á Flugustöðum, Antoníus-
sonar, b. á Hálsi, Sigurðssonar, af
Antoníusarætt. Móðir Antoníusar á
Hálsi var Ingibjörg Erlendsdóttir,
ættföður Ásunnarstaðaættarinnar,
Bjamasonar. Móðir Halldóra Guð-
mundsdóttur var Valgerður Sigurð-'
ardóttir, b. á Kálfafelli, Sigurðsson-
ar, b. á Kálfafelli, Eirikssonar. Móð-
ir Sigurðar Eiríkssonar var Þórdís
Eiriksdóttir, systir Jóns konferens-
ráðs.
Halldóra er systir Jóns, hrl. í
Vestmannaeyjum; Þorleifs, b. í Hól-
um, og Sigurðar, fýrrv. sveitarstjóra
Hafnarhrepps. Halldóra er dóttir
Hjalta, hreppstjóra i Hólum, bróður
Guðmundar, móðurafa Egils alþm..
Móðir Halldóra Hjaltadóttur var
Anna Þorleifsdóttir, alþro. í Hólum,
Jónssonar, b. í Hólum, Jónssonar,
prests á Hofi í Álftafirði, Bergsson-
ar. Móðir Þorleifs var Þórann Þor-
leifsdóttir, b. i Hólum, Hallssohar.
Móðir Önnu var Sigurborg Sigurð-
ardóttir frá Árnesi í Nesjum.
Valgerður tekur á móti gestum á
heimili sínu laugardaginn 16.11. nk.
Valgerður
Egilsdóttir.
Jón Sigurgeirsson
Jón Sigurgeirsson, plötusmiður
og fyrrv. bóndi í Árteigi í Ljósa-
vatnshreppi, er sjötíu og fimm ára í
dag.
Starfsferill
Jón fæddist á Granastöðum í
Ljósavatnshreppi og ólst þar upp.
Hann stundaði nám í Laugaskóla í
tvo vetrn- og útskrifaðist úr smiða-
Grímsbœ
v/Bústaðaveg
Skreytingar við öll
tcekifœri. Frí heimsending
fyrir sendingar yfir 2.000 kr.
Sími 588-1230
deild 1944.
Jón stundaði trésmíð-
ar fýrstu árin, aðallega á
innréttingum, en var auk
þess við búskap. Hann
fór fljótlega að eiga við
jám- og vélsmíði á ýms-
um sviðum og stundað þá
iðn síðan. Mest hefur Jón
verið við vatnstúrbínur
fyrir heimilisrafstöðvar
en þær stöðvar sem hann
hefur smíðað og sett upp
eru á milli Ijöratíu og
fimmtíu talsins.
Jón hætti búskap 1960 og sneri
sér eingöngu að vélsmíði. Hann
byggði verkstæðishús 1965. Jón hef-
ur meistararéttindi í plötusmíði.
Fjölskylda
Jón kvæntist 5.11.1949 Hildi Eiðs-
dóttur, f. 4.4.1925, húsfreyju. Hún er
dóttir Eiðs Amgrímsson-
ar bónda og Karítasar
Friðgeirsdóttur húsfreyja
en þau bjuggu á Þórodds-
stað.
Böm Jóns og Hildar era
Kristín, f. 16.12. 1950,
kennari í Reykjavík, gift
Ögmundi Guðmundssyni
loftskeytamanni og era
böm þeirra Guðmundur,
Jón og Unnur; Sigurgeir,
f. 26.8. 1952, bóndi í Ár-
teigi; Kristbjörg, f. 29.7.
1954, sjúkraliði á Akureyri, gift
Hauki Þórðarsyni, rafvirkja og
kaupmanni, og eru böm þeirra
Hildur og Valur; Eiður, f. 28.9. 1957,
rafvirki og túrbínusmiður í Árteigi
II, kvæntur Önnu Harðardóttur
kennara og era börn þeirra Andrea,
Amór og óskírð dóttir; Amgrímur
Páll, f. 4.5. 1967, vélvirki á Grana-
stöðum, en kona hans er Svanhildur
Kristjánsdóttir og era börn þeirra
íris og Óðinn; Karítas, f. 3.9. 1970,
húsmóðir og nemi á Akureyri, en
maður hennar er Erlingur Krist-
jánsson íþróttakennari og er dóttir
þeirra Arna Valgerður.
Systkini Jóns: Stefanía, f. 10.10.
1915, nú látin, húsmóðir í Reykja-
vík; Páfl, f. 23.9. 1925, nú látinn, bíl-
stjóri að Fitjum í Ljósavatnshreppi;
Klemens, f. 26.9. 1928, bóndi í Ár-
túni; Ólína Þuríður, f. 23.10. 1930,
hún er búsett í Reykjavík; Sigríður,
f. 14.10. 1933, d. 1960, ljósmóðir á
Húsavík; Álfheiður, f. 11.8. 1935,
kennari í Reykjavík.
Foreldrar Jóns: Sigurgeir Páls-
son, f. 1886, d. 1945, bóndi, söðla-
smiður og jámsmiður á Granastöð-
um, og k.h., Kristín Hólmfriður
Jónsdóttir, f. 1894, d. 1959, húsfreyja.
Jón Sigurgeirsson.
Tll hamingju
með afmælið
13. nóvember
75 ára
Sæmundur Þórðarson,
Neshaga 5, Reykjavík.
Ása Ólafsdóttir,
Ánabrekku, Borgarhreppi.
Rósalinda Helgadóttir,
Hólalandi 24, Stöðvarfirði.
70 ára
Jón Helgi Ólafsson,
Kraunastöðum, Aðaldæla-
hreppi.
Jónína Einarsdóttir,
Njarðarstíg 17, Vestmanna
eyjum.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Hlíðargötu 18, Neskaupstað.
Þórhallur Björgvin
Ólafsson,
Laufskógum 19, Hveragerði.
Sigurbjöm Eiríksson,
Suðurgarði 24, Keflavík.
60 ára
Sverrir Þorsteinsson,
Hraunkoti, Garðabæ.
Svava Guðrún Gunnars
dóttir,
Tjarnarbrú 14, Höfn í Horna-
firði.
Ari Sigurbjömsson,
Bjarkahlíð 3, Egilsstöðum.
50 ára
Einar D. Giumlaugsson,
Logafold 132, Reykjavík.
Högni Reynisson,
Suðurgötu 26, Akranesi.
Sveinn V. Kristinsson,
Eyjabakka 13, Reykjavík.
Guðgeir S. Helgason,
Borgarhrauni 17, Grindavlk.
40 ára
Jóhannes Jónsson,
Flétturima 20, Reykjavík.
Pétur Ásbjömsson,
Laugateigi 20, Reykjavík.
Jóna Ingibjörg Bjama
dóttir,
Amarhrauni 33, Hafiiarfirði.
Sigrún Jónsdóttir,
Hjallabraut 35, Hafnarfirði.
Jakobína Anna Olsen,
Heiðarvegi 4, Keflavík.
Eyrún Guðnadóttir,
Vallarási 2, Reykjavík.
Rudiger Seidenfaden,
Háaleitisbraut 34, Reykjavík.
Kristján Hoffmann,
Rjúpufelli 35, Reykjavík.
staðgreiöslu-
og greiðslukorta-
afsláttur og
stighœkkandi
birtingarafsláttur
o'tt miii) himin'
Smáauglýsingar
550 5000