Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 FIMMTUDAGAR H3 Dagskrá: Á fimmtudögum fylgir DV átta síðna blaðauki um dagskrá Ijósvakamiðlanna. DV er eina blaðið sem gefur út sérstakt dagskrárblað vikulega. Blaðið er þægileg handbók um dagskrá sjónvarps og útvarps þar sem m.a. er að finna stjörnugjafir á flestum myndum sem sýndar eru. Fréttir DV Sjómannasamband íslands: Vill afnema rétt útgerðar- manna til að selja kvóta hvalveiöar veröi hafnar hér við land í ályktun, sem samþykkt var á þingi Sjómannasambands íslands á dögunum, er þess krafist að afnum- inn verði úr lögum réttur útgerðar- manna til að selja kvóta. Vill Sjó- mannasambandið að þeir útgerðar- menn sem ekki veiða upp kvóta sinn verði skyldaðir til að skila hon- um inn aftur. Þá krefst þingið þess að allur afli verði seldur á fiskmarkaði. Segir i ályktuninni að það sé eina ráðið til að koma í veg fyrir að útgerðar- menn þvingi sjómenn til að fá að veröleggja aflann eftir eigin geð- þótta. Ályktað er gegn veiðileyfagjaldi og eins að útgerðarmönnum verði heimilt að veðsetja veiðiheimildir. Sjómannasambandið vill að hval- veiðar verði hafnar að nýju. Segir að stofnun NAMCO geri það að verkum að ekkert standi í vegi fyr- ir því að hvalveiðar geti hafist þrátt fyrir útgöngu íslands úr Alþjóða hvalveiðiráðinu sem allra fyrst Skorað er á samgönguráðherra að breyta lögum um vistarverur, ör- yggi og aðbúnað í vinnu- og vinnslu- rými fiskiskipa vegna hins langa út- halds skipanna í Smugunni og víð- ar. Mörg þeirra séu vanbúin til langs úthalds. Jafnframt er skoráð á félagsmálaráðherra að láta rann- saka hvaða áhrif löng útivist hefur á sálarlíf sjómanna og andlegt og líkamlegt þrek þeirra og fjölskyldna þeirra. -S.dór Sólin er lágt á lofti um þessar mundir og blindar ökumenn stöðugt í hinni erf- iðu umferö. Þessi bílstjóri þurfti að beita öllum ráöum til að sjá út úr bíl sín- um. Skynsamlegt er að vera með sólgleraugu í bílnum eins og bílstjórinn á myndinni en þaö dugar ekki einu sinni alltaf til. Ökumenn eru hvattir að fara varlega meöan sólin er lágt á lofti og rúöur oft skítugar og hélaöar. DV-mynd BG Byggðasafn Akraness: Textar þýddir á þrjú tungumál DV.Vesturlandi: Byggðasafn Akraness og nær- sveita virðist vera að sækja í sig veðrið hvað varðar gestafjölda enda er það meðal bestu safna landsins og mjög áhugavert. Fyrstu 10 mánuðina í ár komu 6150 gestir en allt síðasta ár voru gestir 5800 og hefur þvl fjölgað verulega. í vor var ráðinn nýr forstöðum- aður, Jón Heiöar Allansson fom- leifafræðingur, og virðist hann vera að gera góða hluti þar. Hann er með ýmsar hugmyndir til að auka enn gestafjöldann á næstu ámm. Fyrirhugað er að þýða texta á munum safnsins yfir á þýsku, ensku og dönsku og á því að vera lokið næsta vor. Það verður mjög til bóta fyrir þá erlendu ferðamenn sem koma á safnið en þeir eru um 70% gestanna. Fá söfn hérlendis eru með þýdda texta en það er þýð- ingarmikið því það auðveldar leið- sögumönnum alla vinnu. Þeir komast ekki yfir það að sýna og út- lendingum alla munina og segja frá þeim. -DVÓ - skemmtilegt blað fyrir þig Dííbí swreSyfir víisaij&íi.. Hirðin leikui 1*1 Mistök viö gerð einkunnalista tímaritsins Vísbendingar: Sauðárkrókur fer úr botn- sætinu upp í 10. sætið - hefur stórskaðað okkur, segir Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri DV, Akureyri: „Það er ekki nokkur einasta spuming að þetta mál hefur stór- skaðað Sauðárkróksbæ. Fólk hefur verið að hringja hingað og spyrja hvað sé eiginlega að gerast á Sauð- árkróki, allt vegna þessarar ein- kunnagjafar Vísbendingar,“ segir Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri á Sauðárkróki í samtali við DV. í tímaritinu Vísbendingu var á dög- unum birtur listi yfir sveitarfélög landsins þar sem þeim voru gefnar einkunnir út frá vissum forsendum. Samkvæmt þessum einkunnum var Sauðárkrókur í neðsta sæti listans, þar átti að vera verst að búa og minnst um að vera. Nú hefur komið í Ijós að við vinnslu þessa lista hefa orðið um- talsverð mistök sem sést best á því að þegar leiðréttingar hafa átt sér stað er Sauðárkrókur ekki í 30. sæti heldur fer alla leið upp í 10. sæti yfir þau sveitarfélög þar sem best er að búa. Vísbending hefur birt leiðréttan lista og beðist afsökunar á mistökunum. „Okkur finnst ekki að fjölmiðlar hafi gætt þess nógu vel að koma þessari leiðréttingu á framfæri, þeir hafa ekki notað til þess sama pláss og þeir eyddu í þá frétt að við vær- um í neðsta sæti listans áður en hann var leiðréttur. Þegar svo við bætist fréttir um atvinnuleysi hér og fólksflótta eins og verið hefur í svæðisútvarpinu, þá er mælirinn eiginlega fullur,“ segir Snorri Bjöm. Þrír fóru burt á vertíð Snorri segir að staðan sé einfald- lega sú að á atvinnuleysisskrá séu 66 manns. Þar af sé ríflega tugmr sem ekki sé búsettur á Sauðárkróki og annar eins fjöldi í 50% starfi eða meira. „Það er töluvert atvinnuleysi meðal kvenna en forsvarsmenn fyr- irtækja hér segja að ef þá vanti karl- menn í vinnu séu þeir í vandræð- um. Vissulega er ástæða til að hafa áhyggjur vegna stöðu fiskvinnsl- unnar sem bitnar fyrst og fremst á konum. Á sama tima hafa fjölda- mörg fyrirtæki hér verið að bæta við sig í mannafla og ég hef ástæðu til að ætla að áframhald geti orðið á því. Varðandi fólksflótta sem svæðis- útvarpið fullyrti að væri héðan, þá fóru héðan þrjú ungmenn á vertíð í Vestmannaeyjum. Þetta er nú allur fólksflóttinn héðan úr bænum,“ seg- ir Snorri Björn. Snorri segir að vissulega sé vandi landvinnslunnar mikill hjá Fiskiðj- unni Skagfirðingi, ef allt fari á versta veg glatist 50 heilsdagsstörf. En ekki megi gleyma þeim fjölda fyrirtækja annarra sem væru að gera það gott á Sauðárkróki. Mætti þar nefna Steinullarverksmiðjuna, Trésmiðjuna Borg, Loðskinn, Sjáv- arleður, RKS-Skynjaratækni, barra- eldisfyrirtækið Máka, rækjuverk- smiðjuna Dögun og Kaupfélag Skag- firðinga. Starfsfólki í mörgum þess- ara fyrirtækja hefði fjölgað og margt benti til að þörf verði á fleiri starfskröftum á næstu mánuðum. „Þá hafa bæjaryfirvöld óskað eftir samstarfi við stærstu fyrirtækin í bænum og verkalýðsfélögin um að- gerðir í atvinnumálum en sem kunnugt er hafa bæjaryfirvöld á Sauðárkróki tekið mjög virkan þátt í uppbyggingu atvinnulífsins í bæn- um. Með samstilltu átaki heima- manna er hægt að tryggja að Sauð- árkrókur verði hér eftir sem hingað til ákjósanlegur bær til búsetu," segir Snorri Björn Sigurðsson. -gk/bjb w5 ívSIMI 9 0 4 * 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Lottósíma DV til aö fá nýjustu tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó og Kínó ? >»X?I LOTTOsáiw

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.