Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 Fréttir Mikil ólga er meðal unglinga í Bústaðahverfl eftir hina óhugnan- legu árás fyrir utan Bústaðakirkju í fyrrakvöld þegar 14 ára piltur var stunginn í hálsinn. Lögreglan hand- tók síðar um kvöldið þrjá pilta sem grunaðir eru um verknaðinn. Að sögn aðila í hverflnu, sem DV talaði við, hyggja margir unglingar á hefndir því að árásarpiltamir eru vel þekktir þar vegna óláta og hót- ana í garð annarra unglinga. Einn árásarpiltanna býr í hverflnu en hinir tveir eru úr Árbæjar- og Selja- hverfi en munu vera tíðir gestir í Bústaðahverfi. Tveir þeirra hafa áður komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisverka þótt þeir séu aðeins 14 ára. Árásarpiltarnir höfðu verið á ferli í kringum Bústaðakirkju í fyrrakvöld en í sama húsnæði er fé- lagsmiðstöðin Bústaðir. Pilturinn sem fyrir árásinni varð hafði veriö um stimd inni í félagsmiðstööinni. Þegar hann yfirgaf félagsmiðstöðina segja sjónarvottar að árásaraðilam- ir þrír hafi gefið sig á tal við hann. Því næst réðust þeir á hann og einn þeirra tók upp hníf og stakk hann í hálsinn. Pilturinn náði á ótrúlegan hátt að komast alblóðugur um þrjú hundmð metra leið þar til hann fékk hjálp. Allir mjög slegnir „Það em allir imglingar hér í hverf- inu, jafiit sem fúllorðnir, mjög slegnir yfir þessum hræðilega atburði. Hann snertir æskulýðssamkomuna í kirkj- unni ekki neitt því enginn þessara pilta kom hingað inn þetta kvöld enda var samkoman fyrir yngri aldurshóp. Það er Ijóst að við hér í æskulýðsstarf- inu, og auðvitað foreldrar einnig, þurf- um að vaka betur yfir velferð ungling- anna,“ segir Hreiðar Öm Stefansson, umsjónarmaður æskulýðsstarfs Bú- staðakirkju. varla að þetta hefði gerst. Mörgum nemendum leið mjög illa yfir þessu og sögðust hafa átt erfitt með svefn um nóttina. Það er auðvitað mjög al- varlegt mál þegar 14 ára piltar beita svona ofbeldi. Þetta er því miður ástand sem vaxið hefur töluvert undanfarið. Það er augljóst að hóp- ur unglinga er kominn inn á alvar- legar brautir og þessir unglingar þurfa aðstoð sem við í skólunum höfum engin tök á að veita þeim þótt við reynum að gera okkar besta,“ segir Haraldur. Duga engin vettlingatök „Yfirvöld þurfa að taka betur á þessum málum. Unglingar sem em famir að vera sjálfum sér og öðrum til tjóns með þessum hætti þurfa greinilega hjálp. Það duga ekki alltaf vettlingatök heldur þurfa þeir aga og jafnframt aðhlynningu. Það er erfitt að veita þeim aðhlynningu ef ekki er hægt að veita þeim aga líka. Mér finnst ýmislegt hafa farið úrskeiðis af hálfu yfirvalda, t.d. breytingar á starfi unglingaheimilis rikisins og Tinda á síðasta ári sem kom mörgum í uppnám. Þjónusta er ekki komin í það horf aftur sem hún þyrfti að vera og þessi stefha finnst mér vera vanhugsuð af hálfú yfir- valda. Það er mjög brýnt að taka á þessum málum,“ segir Haraldur. Pilturinn komst alblóöugur frá Bústaöakirkju, þar sem hann var stunginn, um 300 metra leiö en þar náöi hann í hjálp. Hér eru sjúkraflutningamenn aö veita piltinum aöhlynningu. DV-mynd S Fundur í Réttarholtsskóla Haraldur Finnsson, skólastjóri Réttarholtsskóla, hélt ftmd með öll- um nemendum skólans í gærmorg- un en fómarlamb árásarinnar og einn árásaraðilanna em nemendur í 9. bekk skólans. Var fundurinn m.a. haldinn til að reyna að koma í veg fyrir hefhdaraðgerðir nemenda. „Ég fann að allir nemendurnir vora mjög slegnir yfir þessu í skól- anum í gærmorgun og trúðu því Pilturinn á batavegi Pilturinn sem v£irð fyrir árásinni var á góöum batavegi í gærkvöld. Hann gekkst undir tæplega þriggja tíma aðgerð á Sjúkrahúsi Reykja- víkur í fyrrinótt og var fluttur af gjörgæsludeild í gær. Dælt var blóði í piltinn á sjúkrahúsinu en hann missti mikið blóð af völdum hnífstungunnar, um þriðjung af öllu blóði sínu. -RR Ólga meðal unglinga í Bústaðahverfi eftir að 14 ára piltur var stunginn: Margir unglingar í hverfinu hyggja á hefndir - árásarpiltarnir hafa áður verið með ólæti og hótanir í garð annarra Dagfari Sú var tíð að nokkuð mátti treysta því að apótekarar væra með breiöustu bökin í sinni heima- byggð. Þegar skattskrár vora birt- ar brást það ekki að apótekaramir röðuðu sér í efstu sætin. Þeir sem fengu úthlutað lyfjabúðarleyfi þurftu ekki að hafa fjárhagsáhyggj- ur það sem eftir var ævinnar. Og ekki nóg með það. Afgangurinn dugði fyrir reglulegri endumýjun jeppans, viðhaldi stóra einbýlis- hússins, sumarbústaðarins og reglulegra siglinga á vit ævintýr- anna í útlöndum. Þetta jafhgilti því að vera áskrifandi að lóttóvinn- ingnum. En þetta er liðin sælutíð. Nú gráta engir hærra en óheppnir ap- ótekarar. Þeir sjá fram á hörmung- ar einar enda fá nú fleiri að selja dópið en þeir. Þetta byrjaði allt með Lyfju. Hún kom upp á milli í hinni farsælu sambúð apótekar- anna og lækkaði lyfjaverðið. Apó- tekarar í grenndinni tóku að ókyrrast og töldu að sér vegið. Kúnnunum fækkaði. En Lyfja var bara byrjunin. Nú hefur heldur betur færst fjör í leikinn. Um sjúk- lingana berjast nú engir aðrir en fjandvinimir Jóhannes í Bónus og Óskar Hagkaupsforstjóri. Bónus var nokkram dögum á undan og opnaði apótek í Breið- holti og Kópavogi, við hlið stór- markaða sinna. Þar gátu menn gengið aö lyfjunum á hagstæðu stórmarkaðsverði. Hagkaup bætti um betur. Um síðustu helgi hófú Hagkaupsstjórar rekstur apóteks inni í sjálfum stórmarkaðnum. „Komið til okkar," sögðu þeir Hag- kaupsmenn, „og kaupið bjúgu, ban- ana, ijóma og smjör og látið taka til lyfseðilinn á meöan." Og ekki nóg með það. Þeir sem áttu lyfseð- il í fóram sínum máttu koma með hann á opnunardegi og fá lyfin fyr- ir ekki neitt. Hamingjan var algjör. Það var hægt að fá pulsu með öllu, tómatsósu, sinnepi, remúlaði, lauk - og magnyli. Það var fúllt út úr dyrum í Hag- pótekinu, allir á lyfjum og senni- lega róandi enda sagði lögreglan að helgin hefði aldrei verið betri. Ósk- ar Hagkaupsapótekari var kátur þótt yfirvöld hefðu reynt af mætti að bregða fyrir hann fæti. Hagpó- teksfólkið má til dæmis ekki pissa í sömu klósett og aðrir starfsmenn Hagkaups og alls ekki drekka kaffi með þeim. Skrúbbar Hagpóteksins verða einnig að vera saman í skáp og mega ekki eiga neitt samneyti við Hagkaupsskrúbbana. Stétta- skiptingin er augljós. Þaö er ekki hægt að líkja því saman að af- greiða eitt bjúga yfir búðarborö eða magnyltöflur, svo ekki séu nefndar aðrar sterkari. Það var kjaftfullt í Hagpótekinu og ódýrastu lyfin, að sögn Óskars. Það verður varla dregið í efa enda biðröð hjá þeim sem fengu lyfin fyrir ekki neitt. En Jóhannes í Bónusi er maður sem ekki gefur sitt eftir baráttulaust. Strax á fyrsta virka degi vikunnar birti hann heilsíðuauglýsingu í lit og bauö lægsta lyfjaverðið. „Allt að 50 prósent lægri hiutur sjúklings," sagði Bónus og bætti við að magnylið væri meira að segja ódýr- ara. Slagurinn er orðinn svo skemmtilegur aö jafnvel þeir sem aldrei nota lyf era famir að hugsa sér til hreyfings. Því ekki aö vera eins og hinir, á lyfjum, og þaö fyr- ir nánast ekki neitt. Samfélagið verður allt á róandi. Allir syndandi rólegir og löggan á frívakt. Þeir einu sem þurfa á áfallahjálp að halda era gömlu apótekaramir. Það er Bónus- og Hagkaupsverð á lyfjunum og aðeins stöku eftir- legukindur sem koma inn í gömlu apótekin og biðja þá helst um bóm- ull eða tannbursta. Þetta era mennimir sem helst þurfa á róandi að halda. Þeir verða varla á skattalistunum næsta sum- ar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.