Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 3 PV_________________________________________________Fréttir Ungliðar A-flokkanna taka af skarið i sameiningarmálum: Það er miklu fleira ► sem sameinar en sundrar - segja Róbert Marshall og Gestur G. Gestsson ungliðaforingjar Um næstu helgi mun fjörutíu . manna hópur ungliða úr Alþýðu- ' bandalagi, Alþýðuflokki, Kvenna- lista og Þjóðvaka, auk einstaklinga úr Háskóla íslands, koma sama til ^ fundar í Bifröst i Borgarfirði. Tilef- nið er að undirbúa stofnun þess sem þau kalla regnhlífarsamtök fyrir ! fólk sem aðhyllist skoðanir jafnað- armanna. „Það hafa verið í gangi viðræður milli ungs fólks úr þessum flokkum og fólks úr Háskólanum sem ekki er flokksbundið. Enda þótt menn bendi á einhver ákveðin gömul deilumál milli þeirra stjómmálaflokka sem koma að þessu sameiningarmáli, svo sem Evrópumálin, landbúnaðar- mál, veiðileyfagjald, svo nokkuð sé nefnt, er það svo margfalt fleira sem sameinar okkur en sundrar," sagði f Róbert Marshall, formaður samtaka ungs fólks í Alþýðubandalaginu, í samtali við DV. j, Gestur G. Gestsson, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, er sömu skoðunar. „Sameiningarmálin hafa verið 1 kaffihúsaspjall í ein 30 ár án nokk- urs sýnilegs árangurs. Ég myndi ekki nenna að taka þátt í þessu núna nema vegna þess að ég er sannfærður um að þetta tekst að þessu sinni. Grundvöllurinn fyrir sameiningu er kominn. Það sem sundraði er að hverfa eða horfið, eins og aðildin að NATO og önnur slík trúarbragðamál," sagði Gestur. Róbert Marshall bendir á að það sé alltaf verið að tala um að samein- I ingarmálin verði aö hefjast hjá gras- rótinni í flokkunum. „Þama eru menn einmitt með grasrótina og vissulega erum við að * taka ákveðið frumkvæði. Það vinnuplagg sem verður lagt fyrir fundinn gerir ráð fyrir því að stofn- > uð verði regnhlífarsamtök þessara aðfla í janúar næstkomandi. Ég tel að á fundinum um næstu helgi muni það ráðast hvort þetta tekst eða hvort máíið stöðvast," sagði Ró- bert. „Það er svo margt sem sameinar okkur að ég er þess fullviss að þetta tekst. Ég held að þau ágreiningsmál sem talað er um, svo sem Evrópu- málið, landbúnaðarmál og fleira, hverfi nær alveg eftir því sem neðar dregur í aldri. Hjá okkur unga fólk- 1 inu vega þessi mál ekki þungt. Oft Hnetmnölur í Opal-rúsínum: Öll fram- leiðslan innkölluð „Þetta er vitaskuld bagalegt fyrir svona fyrirtæki en því miður lítið við því að gera annað en að innkafla aflar vörurnar og skipta um við- skiptaaðila erlendis," segir Finnur Geirsson, framkvæmdastjóri hjá Nóa-Síríusi, en þrjú tilvik hafa kom- ið upp á síðustu misserum þar sem hvítir ormar hafa fundist í pokum með Opcd-rúsínum. Að sögn Finns er þarna um að ræða hnetumöl sem kemur með inn- fluttum rúsínum. „Eggin eru svo litfl að ekki hefði verið unnt að sjá þau fyrir pökkun. Við höfum innkallað allar Opal-rús- ínur og munum vitaskuld ekki skipta framar við þann sem seldi okkur þessar rúsínur," segir Finnur Geirsson. þykir mér þetta sundrungartal hjá goðsögn. Það er svo mikill munur á stjórnmálaflokkunum og þeirra ekki,“ sagði Gestur G. Gestsson. eldra fólkinu virka eins og einhver stjórnmálaviðhorfi unga fólksins í eldri að þessi mál snerta okkur -S.dór Stöndum vörð um íslenskuna! „Það er hlutverk þessarar þjóðar að vemda, efla og frjóvga hina sígildu íslensku menningararfleifð, og til þess er nokkru fómandi, því hún gefúr oss tilverurétt og tilgang. Án hennar væmm vér sjálfir ekki til, ekki sem þjóð, heldur ef til vill 200 þúsund sálir, og á þessu tvennu er mikill munur.“ IKristján Eldjárnl ú Apple-umboðið Skipholti 21.105 Reykjavík, sími: 511 5111 Heimasíða: http://www.apple.is -SV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.