Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Side 5
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 5 Fréttir Breytingar á sjómannaafslættinum: Enn eru þetta bara vangavelt- ur hjá nefndar- mönnum - sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra „Þegar ríkisstjórnin var mynduð var samþykkt að end- urskoða tekju- og eignar- skattslögin með tilliti til þess hvernig hægt væri að draga úr svokölluðum jaðaráhrifum skattakerfisins. Til þess að ná árangri þarf að líta á ýmsa frá- dráttarliði og kanna hvort hægt er að fækka þeim og nota þá fjármuni sem þannig aflast til að draga úr jaðaráhrifunum. Nefndin sem skipuð var til að skoða þetta máí hefur velt upp ýmsum hugmyndum en er hvergi komin að endapunkti enda var henni geflnn frestur til loka ársins til að ljúka sínum störfum," sagði Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra um hug- myndina um að breyta sjó- mannaafslættinum. Hann sagðist búast við að fá niðurstöður nefndarinnar um áramótin og fyrr en þær liggi fyrir geti hann ósköp lítið sagt rnn þetta mál efnislega. Hugmyndir nefndarinnar, sem er undir forystu Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, um að breyta sjómannaafslættinum þannig að fiskimenn missi hann en farmenn haldi honum hafa vakið fimasterk viðbrögð hjá sjómannasamtökunum. Þar er hugmyndunum fullkomlega hafnað og boðuð barátta til að koma í veg fyrir að þær verði að veruleika. -S.dór Atvinnuleysið vex Atvinnuleysið í landinu fer nú aftur vaxandi. I september var at- vinnuleysið minnst á þessu ári eða 3,3 prósent en í október síðast- liðnum var það komið í 3,7 pró- sent. Það þýðir að 4946 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- Öll viljum við halda í okkar jólahefðir. Láttu okkur aðstoða þig við að senda þínu fólki í útlöndum eitthvað virkilega gott sem minnir þau á jólinh eima. Allar sendingar fara með DHL Hólmaborg SU heim frá Póllandi: Ber 2.500 lestir eftir stækkun „Skipið var endurbyggt og lengt um 14 metra þannig að það ber nú 2500 lestir en bar 1600 lestir fyrir breytinguna. Auk þessa var sett ný ljósavél í skipið og nýtt og mjög full- komið kælikerfi," sagði Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á Hólma- borg SU, sem er á leið til landsins eftir miklar breytingar sem gerðar voru á skipinu í Pólandi. Hólma- borgin var stærsta nótaskip lands- ins og er það að sjálfsögðu áfram. Kristján sagðist vonast til að þeir komi til Eskifjarðar á næstkomandi laugardag. „Við munum tefiast eitthvað við að keyra kælikerfið upp því ég nennti ekki að bíða þama úti eftir því að það væri gert. Eftir það mun- um við svo fara til loðnuveiða," sagði Þorstein Kristjánsson. Þess má geta til gamans að Hólma- borgin á aflamet hér á landi á einni loðnuvertíð. Frá hausti til vors kom hún með yfír 50 þúsund lestir að landi og einu sinni varð aflinn yfir 60 þúsund lestir á einu ári. -S.dór PHIUPS skrá í mánuðinum. Karlar á skrá voru 1857 en konur 3089. Þetta atvinnuleysi í október er aðeins minna en það var í sama mánuði í fyrra en þá var það 4,0 prósent. -S.dór I NÚATIÍN117, HRINGBRAUT 121, AUSTURVERI, ROFABÆ 38, KLEIFAR8EL118, LAUGAVEG1116.HAMRAB0RG KDP., FURUGRUND KÓP., MOSFELLSBÆ. Fæst í öllum litum Þykkt d7mm) Fizzléttur og handhægur 70 tíma hleðsla (200 tíma hleðsla fáanleg) og verðið aðeins stgr. Eigum einnig úrval af aukahlutum fyrir allar tegundir GSM síma. rfý Heimilistæki hf >■ TÆKNI-OG TÓLVUDEILD SÆTÚNI a SlMI 5691500 Umboðsmenn um land allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.