Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Síða 13
"k FIMMTUDAGUR 21. NOVEMBER 1996 menning Andri Snær: tveggja bóka maöur. DV-mynd BG Óort umhverfi óhollt fyrir fólk Andri Snær Magnason gefur út tvær bækur á þessu hausti, smá- sagnasafnið Engar smá sögur og Bónusljóð. Hvernig líður tveggja bóka manni um miðjan nóvember? „Dálítið furðulega. Ég er með al- gerlega hreint borð, búinn að gefa út allt sem ég er ánægður með, koll- urinn er skýr og ég get loksins hugs- að, engar persónur að flækjast fyrir mér eða hónusljóð." - Og hvað gerir ungt skáld sem er skýrt í koUinum? „Veiðir nýjar hugmyndir og hugs- ar fyrir næstu verkum.“ - Ertu ánægður með opinberu við- brögðin við smásögunum? „Ég er alveg sáttur við þau, enda er alltaf leiðinlegt að fýlast út i gagnrýnendur. Mér finnst lofa góðu að þau hafa nefnt hvert sína söguna sem þeim fmnst best og ekkert þeirra hefur nefht uppáhaldssöguna mína! Mest gaman er þegar hægt er að sjá anda bókarinnar I gagnrýn- inni.“ - Eru Bónusljóðin ort í Bónusi? „Nei. Helmingurinn er ortur á rannsóknarstofu í bókmenntafræði, hinn helmingiu'inn á Melrakka- sléttu. En ég þekki Bónus. Kona mín dregur mig reglulega inn í þetta óorta, ónumda land, og það er skelfilegt fyrir skáld að vera í svo- leiðis umhverfi. Alla ævi hefur mað- ur lifað á íslandi Jónasar og í Reykjavík Tómasar, og svo er mað- ur dreginn í stórmarkað, inn í æp- andi liti og kerruglamur, og það besta sem maður getur gert er að reyna að draga hann upp á goð- fræðilegt plan í ljóði! Allir versla í stórmörkuðum og margir hafa verið mér þakklátir fyrir að yrkja inn i þá. Ég held að fólki líði betur i ortu umhverfl. Fortíðardýrkun er algeng meðal skálda. Þau agnúast út í samtímann og það vekur fyrirlitningu fólks á sínum tíma. Því líður illa. Ég held að það sé líka nauðsynlegt að yrkja fallega um nútímalíf. Ef nútíminn er málaður svörtum litum þá sér maður bara svart.“ Ég bið að heilsa Andri Snær gaf út ljóðabókina Ljóðasmygl og skáldarán í fyrra. Með þá bók gerði hann tilraun sem hann kallaði „bók í mannhafinu": sendi nokkur eintök út á meðal fólksins með áletrun fremst á þá leið að þessa bók ætti enginn og hana mætti enginn eigna sér. Sá sem fengi hana í hendur ætti að lesa hana og skrifa nafnið sitt aftast í hana og skilja hana svo eftir þar sem hann lyki við hana. „Ég frétti um daginn af einu ein- taki i rútu á leið til Þorlákshafnar," segir Andri, „það voru komin tutt- ugu og eitthvað nöfn í hana. Mig langar að fá að skila kveðju til þess- arar bókar, hvar sem hún er stödd.“ -SA 22 % afsláttur af vinsælu 28" ATV tækjunum frá AiWA umboðinu í Skandinavíu. SSBB 28" ATV á aðeins kr. 59.900 * Super planar black line lampi * íslenskt textavarp * Góðir hátalarar að framan * Stereo heyrnartólatengi * Fullkomin góð fjarstýring Allar aðgerðir á skjá Nicam stereo magnari Sjálfvirk stöðvarleitun S-VHS inngangur 2 Euro skart tengi Komið og tryggið ykkur þetta tæki á meðan birgðir endast. 22% staðgreiðslu- afsláttur veittur af afborgunarverði. ARMULA 38 SÍMI5531133 “VÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆJrÆÆÆÆÆÆÆÆA staögreiöslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi HIIé birtingarafsláttur______________ o\U mill) hlrnint Smáauglýsingar 550 5000 Lagaðu þitt eigið vín • Essensar í hundraðatali • Vínþrúgur í miklu úrvali • Steinkol - frábært verð • Bjórhumlar • Mælar • Hettur • Tappar • Gerjunarkútar • Ger • Miðar • Tappavélar • Vínsíur Enn ein nýjungin frá PLÚTO Tipless, áfengt gos (5%) ^ Þú færð 30 flöskur (12%) - Tilbúið á 7 dögum - Verð aðeins 2.880 PLÚTÓ fillt til víngerðar Suðurlandsbraut 22, sími 553-1080. Opið laugardaga í Reykjavík frá kl. 10-14 Hafnargötu 25, Keflavík, sími 421 1432 Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 461 3707

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.