Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Page 3
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 3 Fréttir Miklar breytingar í vændum á starfsemi lögreglunnar: Óvissuástand meðal rannsóknarlögreglumanna - segir Baldvin Einarsson hjá RLR sem verður lögð niður 1. júlí Baldvin Einarsson, formaður félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna, segir töluvert óvissuástand ríkja meðal stéttarinnar vegna mikilla breytinga á starfsemi lögreglunnar. DV-mynd S Ólafsfirðingar í vinnu á Dalvík DV, Ólafsfirði: Nú eru tólf Ólafsfirðingar komn- ir í vinnu í frystihúsinu á Dalvík. Sem kunnugt er var frystihúsinu á Ólafsfirði lokað um áramótin og við það misstu sextíu manns vinnu. Fólkið sem nú vinnur á Dalvík fer saman í rútu héðan og eins heim. Eftir að fyrsti hópur Ólafs- firðinga hóf störf á Dalvík kom í ljós að fimm til viðbótar eiga möguleika á að fá vinnu á Dalvík. -HJ Miklar breytingar eru i vænd- um á yfirstjórn og skipulagi lög- reglumála í landinu með stofnun embættis ríkislögreglustjóra, samkvæmt lögreglulögum sem taka gildi 1. júlí nk. Þá verður Rannsóknarlögregla ríkisins lögð niður eftir 20 ára starf. Megin- þorri af rannsókn mála, sem nú fer fram hjá RLR, mun flytjast til viðkomandi lögregluumdæma. Sérstök verkefni falla undir ríkis- lögreglustjóraembættið, t.d. rann- sókn skatta- og efnahagsbrota, landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins. Ekki er enn ljóst hvar höfuð- stöðvar ríkislögreglustjóra verða en samkvæmt heimildum DV munu þær að öllum líkindum verða í Reykjavík en í ekki í sömu húsakynnum og RLR er nú. „Það er auðvitað töluvert óvissu- ástand í gangi meðal rannsóknar- lögreglumanna vegna þessara breytinga. Það starfa 43 rannsókn- arlögreglumenn hjá RLR og menn eru auðvitað að huga að því hvar þeir muni lenda,“ segir Baldvin Einarsson, formaður félags ís- lenskra rannsóknarlögreglu- manna. Baldvin hefur starfað í 10 ár sem rannsóknarlögreglumaður hjá RLR. „Meginhugmyndin er sú að rannsóknarlöp^pginmenn skiptist niður á fiögur embætti, þ.e. Reykjavík, Kópavog, Hafnarfiörð og síðan ríkislögreglustjóraemb- ættið. Það er ekki enn komið i ljós hversu margir fara hvert. Það hlýt- ur að vera stefnan að allir hér fái sambærilega stöðu og þeir hafa haft hér og þá einnig launalega séð. Það er mjög mikilvægt því margir hér hafa mikla starfsþekk- ingu og reynslu og þetta er mann- skapur sem ég tel að lögreglan megi alls ekki missa. Með þessum breytingum á að færa meginþunga margra mála- flokka nær uppsprettunni. Það er stefnt að skilvirkari og hraðari rannsókn afbrota. Ef þetta gengur eftir eins og það lítur út á pappír- unum ætti það að verða til bóta fyrir löggæsluna. Það er verið að stíga skref í átt til að samræma og efla starf lögreglunnar. Ef hins vegar illa fer þá er ljóst að það verður erfitt að snúa við. Það hlýt- ur því að hvíla mikil vinna á ríkis- lögreglustjóraembættinu næstu ár- in að ná þessu markmiði laganna. Ég er sannfærður um að breyting- arnar munu falla og standa á þeirri vinnu sem lögð verður fram af hendi embættisins í þessum málum. Starfiö utan vinnutíma Baldvin segir að rannsóknarlög- reglumenn þurfi oft að taka starfið með sér heim því oft sé unnið í löngum málum og sama málið geti jafnvel tekið vikur eða mánuði. „Nú segir í lögunum að lögreglu- mönnum sé heimilt að sinna lög- reglustörfum i frítíma sinum ef því er að skipta. Við höfum því lög- regluvald utan okkar vinnutíma og það er nýmæli. Áður voru lög- reglumenn á milli lögregluvalds og borgaralegrar handtöku ef þeir skiptu sér af lögreglumálum í frí- tíma sínum. Aðspurður um stöðu gæsluvarð- haldsmála sagði Baldvin að nokk- urrar gagnrýni gætti hjá rann- sóknarlögreglumönnum vegna þess. Um væri að að ræða mikil ferðalög til að yfirheyra gæslu- varðhaldsfanga. Þeir eru sem kunnugt er hafðir í haldi á Litla- Hrauni eftir að Síðumúlafangelsið var lagt niður. Baldvin segir að það sé betri aðbúnaður fyrir gæslufanga á Litla-Hrauni en var í Síðumúla eri hins vegar fari oft mikill og dýrmætur tími í það að keyra fram og til baka vegna yfir- heyrslna. Baldvin segist vona að hið nýja fangelsi, sem stefnt er að að byggja í Reykjavík, verði reist sem fyrst til að leysa þetta vanda- mál. -RR JAPISS KRINGLUNNI OG BRAUTARHOLTI SÍMI 562 5200 mmm •TC-14S1 Panasonic 14“ sjónvarp áður kr. 36.900 • nú kr. 27.900 stgr. •TX-14S1 Panasonic 14" sjónvarp m/textavarpi áður kr. 42.000 • nú kr. 29.900 stgr. •KV-14M1 Sony 14“ sjónvarp m/fjarstýringu áður kr. 34.990 • nú kr. 29.900 stgr. •KV-14T1 Sony 14" sjónvarp m/textavarpi áður kr. 39.500 • nú kr. 34.900 stgr. •KV-29X1 Sony 29" sjónvarp NICAM, S-VHS m/textavarpi áður kr. 129.900 • nú kr. 109.650 stgr. •T14-G37 Tatung 14“ sjónvarp RC/OSD/Timer áður kr. 29.900 • nú kr. 19.900 stgr. •T14-TEXTATatung 14" sjónvarp m/textav., RC/OSD/Timer áður kr. 34.900 • nú kr. 24.900 stgr. •T21-PU-N9 Tatung 21" sjónvarp NICAM m/textavarpi áður kr. 56.800 • nú kr. 38.790 stgr. •T25-PY-N9B Tatung 25" sjónvarp NICAM m/textavarpi áður kr. 73.900 • nú kr. 48.990 stgr. •T28-NE50 Tatung 28" sjónvarp, NICAM m/textavarpi áður kr. 77.900 • nú kr. 57.900 stgr. ■' ' RAÐGREIÐSLUDÆMI TATUNG T28-NE50 Staðgreiðsluverð kr. 57.900,- Euro raðgreiðslur í 36 mánuðu Engin útborgun meðalgreiðsla pr. mán:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.