Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 Fréttir ______________________________________________»2? Margrét Frímannsdóttir á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins: Verðum að hafa augun opin og ræða Evrópumálin - tengslin við Evrópusambandið eru veruleiki sem verður að vera í sífelldri endurskoðun Ræða Margrétar Frímannsdótt- ur, formanns Alþýðubandalagsins, á miðstjórnarfundi flokksins um helgina hefur vakið mikla athygli. Sérstaka athygli vekur að hún sagði að Evrópumálin yrði að ræða opið og af hreinskilni, hjá því yrði ekki komist, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Hún sagði að það væri staðreynd sem ekki yrði horft fram hjá að löggjafarstarfíð færi nú að miklu leyti fram í Bruss- el. Það væri aðeins á afmörkuðum sviðum sem við værum óbundin af lagasetningu Evrópusambandsins. „Við verðum að hafa augun opin og ræða Evrópumálin af hrein- skilni. Tengslin við Evrópusam- bandið eru veruleiki sem við verð- um að hafa í sífelldri endurskoð- un,“ sagði Margrét. Þá ræddi hún um aðild íslands að NATO á þann hátt að athygli vekur. „Höfum við trú á að Atlantshafs- bandalagið geti breyst? Við þurfum að ræða þessi mál og taka afstöðu til þeirrar þróunar sem nú á sér stað. Meta á hvern hátt við getum best barist fyrir friði í heiminum. Gerum við það með því að standa utan allrar starfsemi NATO eða eigum við að taka þátt í einhverj- um hluta starfseminnar og reyna að koma okkar áherslum og sjónar- miðum á framfæri þar? Þetta þarf að ræða af hreinskilni. Meðal ann- ars hvort við eigum að senda þing- menn okkar á þingmannafundi NATO og taka þátt í starfi þjóða í þágu friðar," sagði Margrét. Hún ræddi einnig um ríkisrekst- ur og bankakerfið. „Ég tel nauðsyn- legt að fram fari uppstokkun á rík- iskerfinu öllu. Það verði gert með það að markmiði að efla velferöar- kerfið. Hlutverk ríkisins er ekki endilega að vera í atvinnurekstri sem á breyttum tímum er eins vel kominn hjá öðrum...,“ sagði Mar- grét. Hún bætti því við að stokka þyrfti upp bankakerfið og að kanna ætti sameiningu Búnaðarbanka og Landsbanka, fækka lánasjóðum og láta þá renna inn í einn sterkan banka. Loks ræddi hún nokkuð um sam- starf og samvinnu félagshyggju- flokkanna og það starf sem unnið hefur verið og það sem er fram und- an. Hún tók skýrt fram að þama væri um samvinnu að ræða, ekki sameiningu. -S.dór Evrópumálið og Alþýðubandalagið: Gerir flokkinn tortryggilegan - eins og formaðurinn lagði málið upp, segir Hjörleifur Guttormsson „Að tala um að það þurfi að taka málið á dagskrá tel ég fráleita full- yrðingu. Evrópuinálið hefur verið á dagskrá og rætt í mörg ár. Það er á grundvelli þeirrar umræðu sem Alþýðubandalagið hefur hafnað að- ild en Alþýðuflokkurinn vill sækja um hana. Eins og Margrét setti þetta fram tel ég að það geri flokk- inn tortryggflegan og skaði hann. Alþýðubandalagið verði ótrúverð- ugt í málinu,“ sagði Hjörleifur Guttormsson alþingismaður í sam- tali við DV. Hann gerði verulegar athuga- semdir við þann þáttinn í ræðu Margrétar Frímannsdóttur, for- manns flokksins, á miðstjómar- fundinum sem fjallaði um Evrópu- málið. „Samþykktir landsfunda flokks- ins lúta að því að við eram andstæð aðild að Evrópusambandinu og sú stefna er því í gildi. Þessi túlkun sem kemur fram hjá Margréti að ræða þurfi málið þýðir að taka mál- ið á dagskrá. Það er verið að gefa þeirri túlkun á hennar ræðu þann svip að menn vflji fara að skoða ein- hverja breytingu hjá flokknum. Ég er seinastur manna tfl að andæfa því að menn ræði sem lengst og best um Evrópusambandið vegna þess að það styrkir þá sem em andvígir því að við göngum í það. En að gefa þessu þann svip að Alþýðubandalag- ið sé orðið opið fyrir því að taka að- ild á dagskrá, við það geri ég mjög alvarlegar athugasemdir," sagði Hjörleifur. Hann hafnar því alfarið að nokk- ur nálgun við stefnu Alþýðuflokks- ins, sem vill sækja um aðfld, hafi átt sér stað í Alþýðubandalaginu. -S.dór Flokksráðsfundur Alþýðuflokksins: Samstarf jafnaðar- manna komið á skrið - segir Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins „Það er ljóst að samstarfsmál jafnaðarmanna eru komin vel á skrið. Á fundinum var greint frá því hvernig þau standa í sveitar- stjórnum úti um land og virðist sem þessi mál séu komin lengst á veg í Reykjanesbæ. Þar er komið sameiginlegt bæjarmálaráð A- flokkanna. Á fundinum var greint frá því hvað er að gerast í nefnd- inni sem vinnur að aukinni sam- vinnu jafnaðarmanna en þar eru menn að ráðgera sameiginleg fundahöld eftir páska,“ sagði Sig- hvatur Björgvinsson, formaður Al- þýðuflokksins, sem hélt flokksráðs- fund á laugardaginn. Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, mætti á flokksráðsfundinn og ávarpaði hann en Sighvatur Björgvinsson hafði daginn áður mætt á mið- stjórnarfund Alþýðubandalagsins og ávarpað hann. Sighvatur var inntur eftir því hvernig þetta hefði komið út: „Ég held að þetta hafi verið mjög gagnlegt. Margrét fékk feikflega góðar móttökur þegar hún kom til okkar og ég tel þessi samskipti spor í rétta átt,“ sagði Sighvatur. Hann sagöi að aðalmálin á flokksráðsfundinum hefðu veriö samstarfsmál jafnaðarmanna og málefni Alprents hf. og Alþýðu- blaðsins og endurskipulagning flokksstarfsins. Þeir sem unnið hafa í samstarfsmálunum skýrðu frá því hvað þar hefði verið að ger- ast. Rætt var um endurreisn á flokksskrifstofunni og fjárhags- stöðu flokksins. -S.dór Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýöubandalagsins, mætti á flokksráös- fundinn og ávarpaöi hann en Sighvatur Björgvinsson haföi daginn áöur mætt á miöstjórnarfund Alþýöubandalagsins og ávarpaö hann. DV-mynd Hari E Sighvatur Björgvinsson: Vinningar sem dregnir voru út í HAPPI í HENDI síðastliðið föstudagskvöld komu í hlut eftirtalinna aðila. Birt með fyrirvara um prentvillur. Berglind Ólafsdóttir, Halldór Guðmundsson, Margrét Magnúsdóttir, Úthlíð 9, Víðimel 59, Kirkjubraut 1, Reykjavík Reykjavík Seltjarnarnesi Brandís Benediktsdótir, Ingibjörg Ingimarsdóttir, Ólöf Gunnlaugsdóttir, Raftahlíð 40, Norðurvegi 19, Heiðargerði 45, Sauðárkróki Hrísey Reykjavík Guðný Bjarnadóttir, Jóhannes Halldórsson, Rannveig Ólafsdóttir, Heglafellsbraut 23e, Norðurgötu 41 a, Búlandi 32, Vestmannaeyjum Akureyri Reykjavík Vinningsheijar gera v*;* 3 vinninga bja HdppdfÆ' íslands. Tjarnargclu iqí Rcykjavík, simi 563 ■iQQ Alprent hættir útgáfu Alþýðublaðsins - óvíst með framhaldið „Það var samþykkt á flokksráðs- fundinum að Alprent hf., sem hefur annast útgáfu Alþýðublaðsins, hætti starfsemi og eignir þess og skuldir verði gerðar upp. Síðan var fram- kvæmdastjóm flokksins veitt um- boð til þess að taka ákvarðanir um framhaldið. Samþykkt var að menn leituðu leiða til að gefa Alþýðublað- ið út áfram ef einhver möguleiki væri á því. Framkvæmdastjómin hefur sem sagt fullt umboð til að ljúka því máli hvernig svo sem nið- urstaðan verður," sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðu- flokksins, í samtali við DV. Hann segir að það verði allt reynt til að gefa blaðið út áfram en mönn- um sé það ljóst að það sé ýmsum erfiðleikum bundið. Hann sagði að ekki hefði verið ákveðið hvenær Al- prent hættir útgáfu Alþýðublaðsins en það sé ákveðið að svo verði. Skuldir Alprents em á bilinu 8 til 10 milljónir króna. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.