Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Side 37
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 45 DV Guörún Katrín Þorbergsdóttir er ein þriggja kvenna sem flytur óvarp í dag. Afmælishátíð I dag er Kvenréttindafélag ís- lands 90 ára og verður margt gert af því tilefni. í Skála á Hót- el Sögu og í Tjamarsal Ráðhúss Reykjavíkur verður sérstök há- tíðardagskrá í dag. Hátíðarhöld- in hefjast með morgunverðar- fundi í Skála. Ber hann yfir- skriftina Kosningar og lýðræði. Dr. Ólafur Þ. Harðarson mun flytja erindi og að því loknu verða umræður. Fundarstjóri verður Drífa Sigfúsdóttir, for- seti bæjarstjómar Reykjanes- bæjar. Síðar í dag, eða á milli kl. 17.00 og 18.00, er svo afmælishá- tíð í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Guðrún Katrín Þorbergs- dóttir, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir og Inga Jóna Þórðardóttir munu flytja ávörp. Einnig verða sýnd atriði úr dagskrá Lista- idúbbs Þjóðleikhússins og fleira skemmtilegt. Þrjár konur verða tilnefndar heiðursfélagar en þaö em þær Vigdís Finnbogadóttir, Sigríður Th. Erlendsdóttir og Björg Einarsdóttir. Þjóðgarðar í Bandaríkjunum í kvöld kl. 20.30 verður fyrsti fræðslufyrirlestur Hins íslenska náttúrufræðifélags á nýju ári. Fundurinn er haldinn í stofu 101 í Lögbergi. Þóra Ellen Þórhails- dóttir, prófessor í grasafræði, flytur erindi sem hún nefnir Þjóðgarðar í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku. Hádegisverðarfundur Hvers vegna hafna Svíar aðild að EMU? Geta Svíar sniðgengið EMU, þrátt fyrir aðild að ESB? Hver er staða EFTA/EES-land- anna gagnvart EMU? Á hádegis- verðarfundi í Skála, Hótel Sögu, kl. 12.00 verður leitað svara við þessum spurningum. Stefan Ing- ves, aðstoðarbankastjóri Seðla- banka Sviþjóðar, flytur erindi og situr fyrir svörum. Samkomur Skákþing Reykjavíkur Nú stendur yfir Skákþing Reykjavíkur og verður 7. um- ferð tefld í dag kl. 19.30 tU 24.00. Gaukur á Stöng í kvöld leikur hin efnilega hljómsveit, Plunge frá Siglu- firði, á Gauknum. Á morgun mun svo Trío Jón Leifssonar leika. ETC-deildin Kvistur Fundur verður haldinn að Litlu-Brekku, Bankastræti 2, í kvöld kl. 20.00. Allir em vel- komnir. Kvenfélag Hreyfils Fyrsti fimdur ársins verður annað kvöld kl. 20.00 í Hreyfils- húsinu. Línudanskennsla. Kynning á krabbameinsr áðgj öf Ema Haraldsdóttir hjúkrun- arfræðingur og Nanna Friðriks- dóttir hjúkmnarfræðingur flytja fyrirlesturinn Kynning á krabbameinsráðgjöf Krabba- meinsfélags íslands í dag kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eir- bergi, Eiríksgötu 34. Fundurinn er öllum opinn. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Konur með penna I tilefiii 90 ára afmælis Kvenréttindafélags ís- lands verður í Listaklúbbi Leikhúskjallarans bókmenntadagskrá þar sem flutt verður úr verkum nokkurra ólikra skáldkvenna frá síð- ustu aldamótum. María Sigurðardóttir leikkona hefur tekið saman dagskrána. Meginuppistaðan í dagskránni er skáldkonumar Guðný frá Klömbrum og Ólöf frá Hlöðum en sagt verður frá ólíkum uppvexti þeirra og lífshlaupi. Ólöf var alin upp í mikilli fátækt en Guðný á efnuðu menningarheimili, en endaði ævi sína í sárri Skemmtanir niðurlægingu eftir að eiginmaður hennar hafði yfirgefið hana og ráðstafað bömum hennar og eignum. Þá verða fluttar vísur eftir tvíburasyst- umar Herdísi og Ólínu Andrésdætur og einnig úr verkum Guðfinnu frá Hömrum, Kristínar Sigfúsdóttur og Jarþrúðar Jónsdóttur. Auk Maríu taka þátt í dagskránni leikkon- umar Kristbjörg Kjeld, Edda Heiðrún Backman og Halldóra Geirharösdóttir. Bókmenntalegur ráðunautur er Soffia Auður Birgisdóttir. Dag- skráin hefst kl. 21.00. Skáldkonur fyrri tíma eru til meöferöar í Listaklúbbi Leikhú- skjallarans I kvöld. Kjarvalsstaðir: Skúlptúr í leir Þrjár sýningar standa nú yfir á Kjarvalsstöðum, yfirlitssýning á verkum Hrings Jóhannessonar, Kjarvalssýning, sem ber heitið Lif- andi land, og skúlptúrsýning á leir- verkum eftir Jónínu Guðnadóttur. Jónína Guðnadóttir er fyrir löngu orðin einn þekktasti leirlistarmaður Sýningar hér á landi. Síðastliðin þrjátiu ár hefur listakonan unnið að listsköp- un sem ýmist hefur tengst nytja- hlutum eða sjálfstæðum form- og efnisrannsóknum. Að þessu sinni er listunnendum boðið til móts við ný verk sem sérstaklega hafa veriö gerð fyrir rýmið á Kjarvalsstöðum. k Þar gefur að líta afrakstur áralangr- ar listsköpunar, sjálfstæða skúlpt- úra, sem oftar en ekki hafa sterka skírskotun í íslenska náttúru. í tengslum við sýninguna hefur verið gefin út sýningarskrá með lit- myndum af verkum listakonunnar og grein eftir Eirík Þorláksson, list- fræðing. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10.00-18.00. Jónína Guönadóttir viö verk sem eru á sýningu hennar á Kjarvalsstööum. Sonur Aðalheiðar og Halls Litli drengurinn, sem á myndinni tottar snuðiö sitt, fæddist á fæðingar- deild Landspítalans 21. janúar kl. 17.39. Hann var Barn dagsins við fæðingu 3830 grömm að þyngd og mældist 53 sentímetra langur. For- eldrar hans eru Aðalheið- ur Hanna Björnsdóttir og Hallur Kristmundsson og er hann fyrsta barn þeirra. Dustin Hoffman leikur verjanda piltanna tveggja. Pörupiltar Pörupiltar (Sleepers), sem Há- skólabíó hefur sýnt að undan- fómu, er byggð á sönnvun atburð- um. Um er að ræða sögu um drengi sem voru settir á betrun- arhæli þar sem þeim var mis- þyrmt og nauðgað. Það er mikill og góður leikarahópur sem skip- ar hlutverkin og má nefha Kevin Bacon, Robert de Niro, Dustin Hoffman, Jason Patrick, Brad Pitt, Brad Renfro og Minnie Dri- ver. Leikstjóri er Barry Levinson. dags||jpi £ Kvikmyndir Pörupiltamir eru fjórir og koma þeir allir frá heimilum þar sem mikið er unnið og fátækt er mikil og era því mikið á götunni innan um alls konar lýð. Einn < heitan sumardag ákveða þeir í leiðindum að stríða pylsusala og færa til pylsuvagninn hans. Þetta prakkarastrik tekst þó ekki betur en svo að þeir verða næstum manni að bana. Drengimir em allir ákærðir fyrir glæp og dæmd- ir til níu til átján mánaða vistar á betrunarhæli fyrir drengi. Sú dvöl á eftir að verða afdrifarík fyrir þá alla. Nýjar myndir: Háskólabió:Leyndarmál og lygar Laugarásbíó: Samantekin ráð Kringlubíó: í straffi Saga-bíó: Lausnargjaldið Bfóhöllin: Dagsljós Bíóborgin: Kvennaklúbburinn Regnboginn: Banvæn bráðavakt Stjörnubíó: Ruglukollar Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA ÍÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5752 Gengið Almennt gengi LÍ nr. 27 24.01.1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 69,000 69,360 67,130 Pund 112,690 113,270 113,420 Kan. dollar 51,280 51,590 49,080 Dönsk kr. 11,0810 11,1400 11,2880 Norsk kr 10,4910 10,5490 10,4110 Sænsk kr. 9,5470 9,5990 9,7740 Fi. mark 14,1390 14,2230 14,4550 Fra. franki 12,5360 12,6070 12,8020 Belg. franki 2,0514 2,0638 2,0958 Sviss. franki 48,8000 49,0700 49,6600 Holl. gyllini 37,6300 37,8600 38,4800 Þýskt mark 42,3000 42,5200 43,1800 ít. lira 0,04325 0,04351 0,04396 Aust. soh. 6,0090 6,0470 6,1380 Port. escudo 0,4222 0,4248 0,4292 Spá. peseti 0,5016 0,5048 0,5126 Jap. yen 0,58030 0,58380 0,57890 írskt pund 110,620 111,310 112,310 SDR 96,23000 96,81000 96,41000 ECU 81,9600 82,4500 83,2900 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 Y

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.