Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Page 5
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
5
DV Sandkorn
Fréttir
Samkeppni
" * Friðrik Sop-
husson fjár-
málaráðherra
og forráða-
menn ÁTVR
boðuðu til
blaðamanna-
fundar i gær,
þar sem kynnt-
ar voru ýmsar
breytingar á
vín- og áfengis-
sölu ríkisins.
Mesta athygli vakti að þeir töluðu
um að lækka verð á vini og bjór um
10 prósent og jafnvel eitthvað á
áfengi lika. Eins var orðaður sá
möguleiki að heija sölu á víni og
bjór í matvöruverslunum. Mörgum
þótti það skondiö aö þessar hug-
myndir skyldu kunngerðar daginn
eftir að lögreglan skýrði frá því að
þeir Jenkins-menn hefðu ekki flutt
inn 25.000 flöskur af Jenkins vodka
heldur líklega nærri 50.000 stykki.
Sögðu gárungar greinilegt að ÁTVR
tæki málið fostum tökum og ætlaði
í samkeppnina af fuilum krafti og
þannig reyna að kæfa gámasöluna.
Ölafur HaD-
dórsson tók
saman gaman-
sögur af lækn-
um og gaf út.
Ein sagan úr
þeirri ágætu
bók segir frá
því að Jóhann-
es Snorrason,
sá kunni flug-
stjóri, hafi eitt
sinn nauðlent
svifflugu sinni í kirkjugarðinum á
Akureyri og var fluttur á sjúkrahús
til skoðunar. Læknirinn, sem tók á
móti honum þar, var Guðmundur
Karl. Hann spurði sjúkraberana
hvaðan þeir kæmu með sjúklinginn.
Þeir sögðu sem var að þeir kæmu
ofan úr kirkjugaröi. „Ja, hver and-
skotinn," sagði Guðmundur Karl,
„traffikin hefur nú frekar verið héð-
an í garðinn en ef það á að snúast
viö þá er ég hættur héma!“
Ein flaska
ein hurð
Það var fyrir
nokkrmn árrnn
að tveir þjóð-
kunnir at-
hafnamenn af
Vestfjörðum
þurftu til
Reykjavíkur að
sinna erindum
eins og gengur.
Þeir gistu á
Hótel Sögu
eins og margir
athafhamenn utan af landi gera þeg-
ar þeir koma til borgarinnar. Vest-
firðingarnir luku erindum sínum og
um kvöldið settust þeir niður og
borðuðu og fengu sér síðan í glas
eins og er góðra manna siður. Samt
sem áður voru þeir uppi fýrir ailar
aldir næsta morgun, báru sig karl-
mannlega og litu vel út. Þegar þeir
mættu í morgunmat á hótelinu
voru þar fyrir nokkrir Vestflrðing-
ar sem vissu að þeir höfðu fengið
sér i glas kvöldið áður. Þeir höfðu
orð á því við þá félaga hvað þeir
litu vel út og væru hressir eftir
svail næturinnar. Þá svarar annar
athafnamannanna: „Iss, þetta var
nú ekki neitt neitt. Það lágu ekki
nema ein flaska og ein hurð.“
Næsti fundur
eftir ár
Fyrir nokkrum
árum kvaddi'
séra Svavar A.
Jónsson, prest-
ur á Akureyri,
sér hljóðs á að-
alfúndi Presta-
félags Hólastift-
is og sagði far-
ir sinar ekki
sléttar í sam-
skiptum við
bíla. „Daginn
sem prestafélagsfundurinn var í
fýrra velti ég bílnum mínum og
komst ekki á fundinn af þeim sök-
um. Ég keypti mér nýjan bíl. Hann
er núna á verkstæði, það er farin í
honum heddpakkning." Harmsög-
una endaði hann með þessari visu:
Einn er horfinn, annar sár,
eg er nauðir líðandi.
Næsti fundur eftir ár.
Eg fer þangað ríðandi.
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson
Ur kirkju-
garðinum
Útgerðarfyrirtækið Enni hf. í Ólafsvík til sölu:
Gerir út tvo báta með tæplejga
þúsund lesta þorskígildiskvota
- sala verið rædd en ekki ákveðin, segir Magnús Guðlaugsson framkvæmdastjóri
„Það hefur verið rætt um sölu en
ekki er víst á þessari stundu hvort
af þvi verður. Að öðru leyti vil ég
ekki ræða um málið,“ sagði Magnús
Guðlaugsson, framkvæmdastjóri út-
gerðarfyrirtækisins Ennis hf. í Ól-
afsvík.
Enni hf. er fj ölskyldufyrirtæk i
sem fiórir bræður eiga ásamt móður
sinni. Fyrirtækið á tvo báta; Auð-
björgu SH og Auðbjörgu II SH og 916
lesta þorskígildiskvóta. Þar af eru
650 tonn af þorski. I fyrra var leigð-
ur kvóti þannig að samtals veiddu
bátar fyrirtækisins um 1700 lestir.
Talið er að fyrirtækið og kvótinn séu
rúmlega 500 milljóna króna virði.
Samkvæmt heimildum DV er það
ósamkomulag milli eigenda sem
veldur því að til stendur að selja fyr-
irtækið. Tveir bræðranna vildu
skipta því þannig að þeir fengju
annan bátinn og 45 prósent af kvót-
anum. Hinir vildu það ekki og held-
ur ekki kaupa hlut hinna og leggja
því til að selja fyrirtækið.
Þrír bræðranna eiga 27 prósent
hver í fyrirtækinu, sá fjórði á 16
prósent og móðir þeirra 3 prósent.
í Ólafsvík sjá menn ekki að þar sé
neinn aðili sem geti keypti fyrirtæk-
ið og óttast þvi að bátarnir og kvót-
inn verði seldir úr bænum. Það
væri áfall fyrir Ólafsvík því alls
munu um 70 manns hafa lífsviður-
væri sitt af fyrirtækinu. -S.dór
SkattframtaMð berist
Ertuekki
! Póstnr
telja fram til skatts ?
pappirssnepiunum
^ íhcírí
hugarangnnu
° ”remarqi
?remargerð um eignabreytm
4| (sem ekki eru tengdar eígin atvinnurekstn
f eða sjálístæðn staifsemi)
Tölvuvætt skattframtal
ems
tölvJbg MieröSoft Excel
5.0 fxrirWihdowseða nýrra
; Vm»n rt/r aaIa A»m*A *
og skapið
Frá og með mMude^mirm^. febrúar gefum við þér tölvudiskling með þessu öllu. Já við ætlum að gefa þér
disklinginn. Það eina séift<þú þarft að gera er að framvísa Viðskiptablaðinu í verslun EJS við Grensásveg 10 í
60 Fjárfestmg m e^a á skrifstofu Viðskiptablaðsins í Þverholti 9.
Ó*-
Þejr sem ekki eiga heimangengt geta náð í gögnin á heimasíðu EJS:
Fenginn arfiu tejá leiðbsimncai) ® ® ® ® ®
www.ejs.is.
TeMeðaei^rkc, Þetta getur ekki verið einfaldara.
Athugið að skattíramtal launamanns þarf að b»r»- -'kattyfirvóldum eigi síðar en 10. febrúar en skattframtai atvinnutekauda eigi
síðar en 15. mars.Beri«* — inan iUskilins frests kann framteljandi að sæta álagi á skattstofna.
e‘97
Ath: uérdíhoðaMiw . l0
K'',n"tuuji0sGteI'
.... cuistaklíngai skulu
oaðii undinita íramtalið).
Undirskrift
BKAR |
A næsta blaðsölustað skúiason hf
SKl