Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 Spurningin Heldur þú að það sé olía viö strendur íslands? Áslaug Grímsdóttir, starfsmaður á Hrafnistu: Nei, ég trúi því ekki en kannski er eitthvert gull. Hilmar Guðbrandsson, rekur steypudælu: Ég myndi nú segja nei. Haraldur Björnsson verkamaður: Ég hef heyrt frá eldri mönnum að það sé olía út af Reykjanesi. Eyjólfur Már Thoroddssen nemi: Það gæti alveg verið. Björg Hanna Eiríksdóttir versl- unarmaður: Fyrst það eru til geim- verur þá er líka að finna oliu. Lesendur Fræðsla eða föndur í grunnskólunum? Ingibjörg Sigurðard. skrifar: í þessu landi ráðstefnanna og fundahaldanna sem ísland er orðið má búast við nokkrum slíkum í framhaldi af nýjustu upplýsingun- um um kennsluefni bama hér á landi, í samanburði við það sem notað er í Asíuríkinu Singapore. En það væri þá ólíkt viturlegra þref en það sem við tíðkum allajafna og árið um kring í tengslum við skóla- kerfið; deilur um keisarans skegg. - Áskorun á yfirvöld menntamála, vítur á skólanefndir um fyrirhug- aða sameiningu skóla, hvort sé betra: safnskóli eða hverfisskóli o.s.frv. o.s.frv. Að ógleymdum launadeilum sem endast reyndar árum saman. Niðurstöður svokallaðrar TIMSS- könnunar em að vísu sláandi fyrir okkar íslensku krakka, en áreiðan- lega ekki slíkt hnefahögg sem við viljum vera láta. Við eram öll upp til hópa samsek í þvi að hafa látið reka á reiðanum í kennslumálum, einkum í grunnskólunum. Því til viðbótar höfum við stuðlað að aga- lausu og galopnu þjóðfélagi, sem á sér ekki hliðstæðu í menningar- landi annars staðar. Hér er engin skylda á herðum nokkurs manns frá vöggu til grafar og foreldrar þannig uppaldir verða ekki hótinu betri þótt þeir eignist böm. - Og svo koll af kolli. Öllu er kyngt sem að er rétt, og frelsi frá barnauppeldi er vel þegið. Vinnan, þessi eftirsókn í peninga, skatta og vind - og í þessari röð - er að grafa fólk hér á landi lifandi. Eng- inn viröist taka eftir hve það er lítils Er þá þjóöfélagiö einn tossabekkur þegar öllu er á botninn hvoift? virði fyrir barn á fyrstu skólaárum að fást við fóndur, í stað þess að nýta þetta frjóa aldursskeið barnsins til að læra. Það má auðveldlega byrja að kenna 7-8 ára börnum undirstöðu í erlendum málum samhliða lestrar- kennslu (auðvitað eiga börn að vera orðin læs á þeim aldri). Stærðfræði ætti líka að vera komin á fullan skrið á þessum aldri. En á meðan foreldrar una því að fóndur, leirun og litapár á pappír hafi jafnvel forgang í bamaskólum, þá er ekki nema eðlilegt að kennar- ar láti gott heita. Þeir bara vinna þama samkvæmt samningi við rík- ið. Óheillabáknið sem engu skilar frá sér nema ómeltanlegu trosi fyrir tossa. Þjóðfélagið situr líka sífellt á tossabekknum. Endurvinnsla á mjólkurfernum Anna G. Guðjónsd. skrifar: Ég undrast pistil eins og þann sem Svanhildur nokkur sendi frá sér í lesendadálk DV um hve fáránlegt sé að ætlast til þess að fólk safni saman mjólkurfernum og fari með þær í endurvinnslu. - Við íslendingar, ég þ.m.t., höfum því miður ekki verið nógu duglegir við að endurvinna það rasl sem frá okkur fer. Aðstæður einstaklinga til sorpflokkunar og endurvinnslu era oft ekki góðar, sér- staklega ef fólk býr í fjölbýlishúsum og hefur ekki bíl til umráða. Þetta er þó að lagast sem betur fer, og nú era pappírssöfnunargám- ar víða um Reykjavíkurborg, og nú er loks hafin endurvinnsla á mjólk- urfemum. Ég skil ekki skoðanir fólks eins og Svanhildar sem virðist vera á móti umhverfisvernd. Á ég að trúa því að nútíma íslendingum þyki það of erfitt að skola mjólkurfernur, brjóta þær saman og stinga þeim í poka, og ganga (oftast þó aka) með þær að næsta pappírsgámi? Fyrr má nú vera letin. Við búum við meiri þægindi en forfeður okkar gerðu og okkur finnst alveg sjálfsagt, og yrðum sjálfsagt öskureið ef við værum skyndilega svipt þessum þægindum. Hvemig væri nú að fara að axla ábyrgðina sem fylgir þessu öllu? Við erum stolt af okkar hreina og fagra landi og er ísland auglýst þannig erlendis. En hversu lengi verður það þannig? - Ekki miklu lengur ef fólk eins og Svanhildur fær að ráða. Flugeldar - Þorbjörg Lotta Þórðardóttir skrifar: Ávallt þegar áramótin nálgast eykst umræða um flugelda óhjá- kvæmilega til muna. Engin furða, þar sem íslendingar stunda þann ósið að fagna nýju ári með því að „brenna" peninga, ef svo má að orði komast. Linnulaust er staglast á því að hættan leynist hvarvetna, nokkr- ar slysasögur sagðar til málamynda, svo að fólk fái smáskammt af hrolli og fari hægt í sákimar. Minna fer fyrir umræðunni um subbuskap, og raunar ódæði líka, sem þessar sprengingar hafa í för með sér. Borgin er bókstaflega und- irlögð af þessum óþarfa óþrifnaði fram eftir öllum janúarmánuði; spýtur og tættar pappírsdraslur þjónusta allan óviðunandi sóðaskapur Áramótastemning viö brennu. hylja göturnar. Því miður hefur þetta verið svona ár eftir ár en ekk- ert að gert. Nú er nóg komið, við þurfum að bæta ráð okkar. Það er t.d. alltaf þó nokkuð um brennur þar sem fólk kemur saman, syngur, yljar sér og skýtur upp flugeldum og horfir á gamalt rusl sitt renna sitt skeið. Hvernig væri ef sami háttur væri á skotæði landsmanna? Borginni mætti skipta í nokkur svæði þar sem fólk hittist á ákveðnum stað til að tendra flugelda og blys að vild. Þetta gæti skapað óvenjulega stemningu. Það mætti líka setja upp bása þar sem hægt væri að bjóða upp á veitingar og þar væri leikin ljúf tónlist sem leiddi fólk inn í nýtt ár. Þama safnaðist ruslið á ákveðinn stað í stað þess að dreifast um borg- ina og skapaði auk þess meira ör- yggi. Jafnvel sjúkraliðar og slökkvi- bíll á vettvangi. Hreinsun yrði auð- veld og borgin væri hreinni en ella. Hræðilegt málfar Guðjón Helgason skrifar: Mér finnst hræðilegt að þurfa að hugsa til þess að bömin mín hlusti daglangt á menn sem era með soraorðbragð, tala slæma ís- lensku og sletta gjaman eins og margir hinna ungu manna á nýju útvarpsstöðvunum. Þeim finnst eflaust þeir vera eilitlir „töffar- ar“. Ég veit ekki betur en bannað sé að nota t.d. viss blótsyrði í fjöl- miðlum en þeir sniðganga þá reglu. Þeir eiga líka til aö tala iUa um fólk og niðurlægja hlustendur í beinni útsendingu. Þetta finnst sumum e.t.v. fyndið. Ég legg til að eitthvað verði gert í málinu. Lítri en ekki líter Haukur skrifar: „Góðan dag. Ég ætla að fá einn lítra af kóki.“ Afgreiðslustúlkan virðist ekki hafa heyrt nægilega vel og spyr: „Var það einn liter af kók?“ Samtal eins og þetta er dæmi- gert og á sér stað mörgum sinn- um á dag aUa daga í söluturnum, myndbandaleigum, griUsjoppum og víðar. Röng notkun orðsins lítri heyrist einnig mjög oft á út- varpsstöövunum. En það er ekki nóg með að lítri verði líter heldur virðist fólk ekki nenna að beygja orðið kók. Notkun þess jafngUdir því að segja „Ég ætla að fá einn lítra af vatn.“ Metri verður fyrir sams konar misþyrmingum og lítri þar sem aUt of margir segja meter. Enskan virðist hafa náð yfirhöndinni i þessum mæliein- ingum. Er þetta ekki þjófnaður? Gísli Guðmundsson skrifar: Frétt eins og sú sem birtist í DV sl. þriðjudag þar sem sagt er frá fyrrverandi ráðuneytisstjóra sem sé áfram á fuUum launum, nokkur hundrað þúsund krón- um, þótt annar ráðuneytisstjóri sé þar fyrir á sínum fuUu laun- um, gefur manni þá tilfinningu að hér sé um beinan þjófnað að ræða. - Hjá þeim sem ábyrgur er fyrir hinni tvöfóldu ráðningu i landbúnaðarráðuneytinu. Peningaskápar í sjoppum Við lesendabréf sl. þriðjudag undir fyrirsögninni „Öryggi í sjoppunum" þarf að gera lítils háttar leiðréttingu. Gunnar (bréf- ritarinn) veitti þvi athygli á ferð sinni á Flórída að víða á sölustöð- um og sjoppum var traustur skápur eða geymsla með þar tU gerðri rauf fyrir peningaseðla. Þegar afgreiðslumaður sá að óþarflega mikið var komiö af seölum í afgreiðslukassann, þ.e. peningum umfram nauðsynlega skiptimynt, setti hann það um- frammagn í þennan trausta kassa. Hann eða aðrir óviðkom- andi höfðu hins vegar engan að- gang að skápnum, er var tæmdur af öryggisverði eða eiganda að loknum viðskiptadegi. Þetta fyr- irkomulag var rækUega auglýst að utanverðu, þannig að þarna færa óbótamenn eða ræningjar erindisleysu. Þakkir til Suzuki- umboðsins Ásta Eyjólfsdóttir skrifar: Ég vU koma á framfæri þakk- læti tU starfsmanna Suzuki- um- boðsins. Ég keypti nýjan bU og fékk einstaklega góða þjónustu. Ég varð fyrir því óhappi að týna einum hjólkoppi og leitaði til um- boðsins, sem afhenti mér strax nýjan hjókopp mér að kostnaðar- lausu. Þetta m.a. hafði þau áhrif að mér fannst ég verða að senda þeim hjá Suzuki kveðju og þakk- læti fyrir veitta þjónustu viö minn nýja bU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.