Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Síða 24
:4
36
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
onn
Lélegur
tölvuþrjótur
„Þetta var ekki góöur tölvu-
þrjótur því hann gekk um eins
og fill í glervörubúð og skildi svo
nánast eftir skónúmer og kenni-
tölu.“
Jón Eyfjörö, umsjónarm. ís-
lenska menntanetsins, í Morg-
unblaðinu.
Flokkurinn
blóðmjólkað blaðið
„Þeir sem leggja vilja niöur
blaðið halda því fram að útgáfa
blaðsins hafi verið þungur baggi
á flokknum. Þetta er alrangt. Það
er Alþýðuflokkurinn sem hefur
blóðmjólkað Alþýðublaðið.“
Kolbrún Bergþórsdóttir blaða-
maður, í DV.
Vinnan er dyggð
Á íslandi er vinnan dyggð.
Þess vegna er vinna ekki árang-
ur erfiðisins því árangur er í
sjálfu sér ekki dyggö. Vinnan
felst í því að „vera í vinnunni“
óháð því hvort menn afkasta ein-
hverju."
Ármann Jakobsson íslensku-
fræðingur, í DV.
Ummæli
Finnur Þorsteinn
ekki hitann?
„Reiðin brennur í hjörtum
margra þeirra sem kosið hafa
Þorstein Pálsson. Finnur hamn
virkilega ekki hitann af þeim
eldi.“
Sighvatur Björgvinsson alþing-
ismaður, í Morgunblaðinu.
Minnihlutahópurinn
í umferðinni
„Þá upplifði ég hvernig var að
vera virkilegur minnihlutahóp-
ur í umferðinni. Ég upplifði ras-
isma, kynþáttafordóma. Það var
híað og hlegið."
Edda Björgvinsdóttir leikkona,
um reynslu sína af því að eiga
Trabant, í Degi-Tímanum.
Kampavín
Eðaldrykkurinn kampavín
var fundinn upp árið 1688. Höf-
undurinn, Dom Pierre Pérignon
(1638-1715), var munkur í
klaustrinu Hautvillers í
Champagne í Frakklandi. Dom
Pérignon
var mikill
kunnáttu-
maður á vín,
efnafræðing-
ur og eðlis-
fræðingur.
Hann hét
því eitt sinn
að hann
myndi nota
óvenju-
þroskað bragðskyn sitt til að
blanda mismunandi víntegund-
um saman á þann veg að annað
eins hefði ekki komið inn fyrir
varimar á sælkerum. Það sem
Dom Pérignon kunni einnig var
að halda freyðihæfni vínsins.
Hugmynd hans fólst meðal ann-
ars í að geyma vínið í vandlega
luktum flöskum er haldið gátu
utan um kolsýru þá sem mynd-
ast við eftirgerjun. Það er þessi
kolsýra sem tryggir freyðihæfni
kampavínsins.
Blessuð veröldin
Sódavatn
Sódavatnið verður til nokkru
seinna heldur en kampavínið
eða árið 1741. Það var Englend-
ingur að nafni William Brown-
ing sem bjó i Cumberland sem
fann upp kolsýrublandað sóda-
vatn. Honum datt það ráð í hug
að bæta kolsýru í venjulegt lind-
arvatn og tappa því síðan á flösk-
ur. Þegar flaskan er opnuð stíga
loftbólur upp úr vatninu.
Dom Pérignon, faöir
kampavfnsins.
Súld og rigning
1040 mb hæðarhryggur yfir Fær-
eyjum þokast austur en 1012 mb
lægð við austurströnd Grænlands
vestur af Snæfellsnesi hreyfist
norðnorðaust-
ur.
í dag verð-
ur sunnan- og
suðvestankaldi eða stinningskaldi.
Þurrt og bjart veður norðaustan- og
austanlands en súld eða skúrir ann-
ars staðar. Hiti 1 til 9 stig, svalast
norðaustanlands.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
suðaustankaldi og súld með köflum
í fyrstu en sunnan kaldi eða stinn-
ingskaldi og rigning með köflum í
dag. Hiti 4 til 7
stig.
Sólarlag í
Reykjavík: 17.13
Sólarupprás á morgun: 10.07
Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.48
Árdegisflóð á morgun: 12.13
Veðrið í dag
kl. 6 í morgun
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri
Akurnes
Bergstaóir
Bolungarvík
Egilsstaðir
Keflavíkurflugv.
Kirkjubkl.
Raufarhöfn
Reykjavík
Stórhöföi
Helsinki
Kaupmannah.
Ósló
Stokkhólmur
Þórshöfn
Amsterdam
Barcelona
Chicago
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
London
Lúxemborg
Malaga
Mallorca
Miami
París
Róm
New York
Orlando
Nuuk
Vín
Winnipeg
alskýjaö 6
alskýjaö 1
skýjaö 4
skúr 8
hálfskýjaö 1
alskýjaö 7
alskýjaö 3
alskýjaö 2
alskýjaö 6
alskýjaö 5
léttskýjaö -1
heiðskírt -1
heiöskírt -1
alskýjaö 3
lágþokublettir 0
þokumóöa 6
alskýjaö -7
snjók. á síö.kls. 1
súld -2
léttskýjað 3
alskýjaö 4
skýjaö -1
þokumóöa 10
þokuruöningur 5
alskýjaö 17
þokumóöa -1
alskýjaó -1
þokumóöa 12
alskýjaö -4
alskýjaö -0
-10
Þorsteinn H. Gunnarsson, bóndi á Reykjum:
Las um hlunnindabréfin í bók
„Hugmyndina að hlunnindabréf-
inu fékk ég úr bók sem ég fékk lán-
aða hjá hjá kunningja mínum á
næsta bæ, bókin heitir Benedikt frá
Auðnum, íslenskur endurreisnar-
maður. Það má segja að bók þessi sé
viðamikið verk um samvinnuhreyf-
inguna. í bókinni rakst ég á kafla
þegar frumherjamir voru aö velta
fyrir sér ákveðnu bandalagi við
enskan kaupmann um verslunar-
viðskipti, nánar tiltekið var það á
blaðsíðu 382. Hugmynd þeirra sner-
ist um hlunnindabréf og áhugi
minn var vaknaður," segir Þor-
steinn H. Gunnarsson, bóndi á
Reykjum í Vestur-Húnavatnssýslu.
Hann hefur komið fram með bylt-
ingarkennda hugmynd um hlunn-
indabréf en markmiðið með bréfun-
um er að tryggja þjóðinni umráða-
Maður dagsins
rétt yfir íslandsmiðum.
Þorsteinn segir að hlunnindabréf-
in séu frábrugðin öðrum hlutabréf-
um að því leytinu til að þau bera
minni arð: „Þau hafa aftur á móti
þá sérstöðu að hafa forgang í eignir
félagsins eða þeirra viðskipta sem
stofnað er til ef allt fer um koll. Með
þessum hlunnindabréfum voru
frumherjamir að reyna að tryggja
Þorsteinn H. Gunnarsson.
eigur sínar á íslandi gagnvart er-
lendu valdi.“
Þorsteinn segist munu fylgja eftir
hugmynd sinni: „Ég hef mikið verið
í stjómmálum, er miðstjórnarmað-
ur í Alþýðubandalaginu og ég geri
ráð fyrir að þar verði þetta rætt
áfram."
Þorsteinn hefúr búið í sveit lengi
en er fæddur á mölinni í Reykjavík:
„Ég er fæddur í Skerjafirðinum og
ólst upp í bröggum 1 Laugarnes-
kampi. Þegar ég var átta ára gamall
var mér komið fyrir í sveit í Húna-
vatnssýslu, á milli Páls á Höllustöð-
um og Bjöms á Löngumýri. Þar ólst
ég upp. Búfræðikantídat frá Bænda-
skólanum á Hvanneyri varð ég 1970
og bjó svo í framhaldi af því á Syðri-
Löngumýri. En eftir tíu ára búskap
þurfti ég að losa jörðina og færði
mig þá að Reykjum. I dag er ég ekki
með mikinn búskap, aðeins hrossin.
Ég lenti í því í vor að fella þurfti all-
an fjárstofn minn vegna riðuveiki
og við flutninginn á sínum tíma
milli bæja missti ég réttinn til að
reka kúabú þegar ný lög vom sett
og stóð ég í stappi við ráðuneytið í
tvö ár vegna þess. Ég hef því haft
nægan tíma til að velta fyrir mér
kvótamálinu.“
Þorsteinn sagðist alltaf hafa haft
áhuga á stjórnmálum: „Ég hef alla
tíð verið alþýðubandalagsmaður og
starfað innan þess og gegnt alls kon-
ar félagsstörfum, er núna formaður
Búnaöarfélags Torfalækjarhrepps."
Eiginkona Þorsteins er Inga Þórunn
Halldórsdóttir og er hún aðstoðar-
skólastjóri Húnavallaskóla. Þau
eiga þrjú börn, Ágústu Björk, sem
lauk námi frá Háskóla íslands í ís-
lensku í haust, Erlend, sem er við
doktorsnám í Bandaríkjunum, og
Þórólf sem er nemi í Verslunarskól-
anum. -HK
Myndgátan
Grindvíkingur
Myndgátan hér aö ofan lýsir orðtaki.
I>V
Ragnheiður Steindórsdóttir í
hlutverki sínu í í hvítu myrkri.
f hvítu myrkri
í kvöld er á Litla sviöi Þjóðleik-
hússins sýning á leikriti Karls
Ágústs Úlfssonar, í hvitu myrkri.
Sýningar lágu niðri um nokkurra
vikna skeið, meðal annars vegna
meiðsla eins leikarans. í hvitu
myrkri var frumsýnt snemma
hausts á liðnu ári og hefur það
fengið góðar viðtökur.
Leikhús
Sögusvið verksins er einangr-
að sjávarpláss þar sem aðkomu-
fólk verður innlyksa í aftaka-
veðri eitt vetrarkvöld. Þegar
nóttin líður fara skuggar fortíð-
arinnar að sækja á.
Leikarar eru Kristbjörg Kjeld,
Ragnheiður Steindórsdóttir, Sig-
urður Skúlason, Þröstur Leó
Gunnarsson, Magnús Ragnars-
son og Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir. Höfundur leikmyndar og
búninga er Stígur Steinþórsson
en Ásmundur Karlsson hannaði
lýsingu. Leikstjóri er Hallmar
Sigurðsson.
Bridge
Lokið er 4 umferðum af 12 í aðal-
sveitakeppni Bridgefélags Reykja-
víkur. Spilað er með Monradfyrir-
komulagi, sveitir með svipaðan
stigafjölda mætast jafnan i innbyrð-
is viðureignum. Sveit VÍB byrjar
best allra og hefur 89 stig (af 100
mögulegum), sveit Hjólbarðahallar-
innar er í öðru sæti með 80 stig og
sveit Roche í því þriðja með 75 stig.
Sveitir VÍB og Roche voru efstar og
jafnar með 67 stig að loknum þrem-
ur umferðum og mættust í fjórðu
umferðinni. VÍB hafði betur í þeim
leik, 22-8, og græddi vel á þessu
spili í leiknum. Sagnir gengu
þannig í opna salnum, suður gjafari
og NS á hættu:
♦ 65 V G2 ♦ ÁKG1063 ♦ Á87
* G1084 * Á * 874 * KG10R? N V A S ♦ K109754 ♦ D952 ♦ 5
♦ ÁKD72 V D863 ♦ — ♦ D943
Suður Jón Þ. 1 * 2 v 3 grönd Vestur Norður Guðl. ísak pass 2 ♦ pass 3 * p/h Austur Matthías pass pass
Þrjár fyrstu sagnir NS voru eðli-
legar, en þrjú lauf var fjórði litur og
Jón Þorvarðarson lofaði stöðvara í
litnum með þremur gröndum. Guð-
laugur valdi að spila út lauftíunni í
upphafi, en jafnvel sú hjálp dugði
sagnhafa ekki. Engin leið var að
gera sér mat úr tígullitnum vegna
samgangsleysis við blindan og Jón
varð að láta sér nægja 8 slagi. Á
hinu borðinu voru Aðalsteinn Jörg-
ensen og Ásmundur Pálsson í sæt-
um NS. Eftir opnun suðurs byrjuðu
spurnarsagnir hjá norðri og stuttu
síðar var eitt þrepasvarið hjá suðri
þrjú lauf. Vestur ákvað að dobla til
að benda á útspil, en norður re-
doblaði sem áframhald í spurning-
um. Suður ákvað hins vegar að
freista gæfunnar í þremur laufum.
Illmögulegt var fyrir vörnina að
sækja hjartalitinn í þessari legu og
sagnhafi náði að skrapa heim 9 slög-
um. Fyrir það skráði hann 840 í
sinn dálk og gróðinn var 14 impar.
ísak Öm Sigurðsson