Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 Fréttir Félag búddista á íslandi leitar að lóð: Kópavogsbær vill gjarnan fá hofið til sin - Vadhana, prinsessa í Taílandi, vill aö hofið rísi í Bessastaðahreppi Samfélag búddatrúarfólks á ís- landi hefur um nokkurt skeið verið að leita eftir lóð fyrir búddahof, safiiaðarheimili og aðsetur leiðtoga safnaðarins og búddamunka. Þau sveitarfélög sem helst koma til greina fyrir hofið, að sögn leiðtoga safnaðarins, Dhammanando Biku, eru Kópavogur, Álftanes og Kjalar- nes. Söfnuðurinn þarf á að halda rúmlega eins hektara, eða 12 þús- und fermetra, lóð að sögn Dhammanando. Taílenska prinsessan Galyani Vadhana, systir Taílandskonungs, sem kom hingað til lands sl. sumar, er að sögn Dhammanando i forystu fyrir hópi fólks i Taílandi sem ætlar að útvega um 100 milljónir ís- lenskra króna til framkvæmdanna og er nauðsynlegt fyrir söfnuðinn að vera búinn að festa sér lóð undir framtíðarhöfuðstöðvar safnaðarins hér á landi áður en prinsessan kem- ur hingað til lands á ný í ágústmán- uði nk. Sigtryggur Jónsson, oddviti Bessastaðahrepps, segir að prinsess- an setji það skilyrði fyrir afhend- ingu milljónanna 100 að hofið og fylgibyggingar þess rísi í Bessa- staðahreppi. Verði hins vegar engin lóð tiltæk á Álftanesinu er því hugs- anlegt að milljónirnar 100 fari ekki til framkvæmda á íslandi heldur í Þrándheimi í Noregi. Trúfélög á íslandi njóta þeirra forréttinda að fá lóðir án gatnagerð- argjalda. Það var fyrir tilstuðlan þjóðkirkjunnar að þessi undanþága komst á fyrir kirkjur og hefur sú venja skapast að utankirkjusöfnuðir og önnur trúfélög njóti hins sama. Dhammanando Biku segir í sam- tali við DV að ætlunin sé að sjálft hofíð verði sérstök bygging í sama stíl og slíkar byggingar í Taílandi eru. Þá sé ætlunin að byggja sér- stakt safnaðarheimili og síðan smærri hús sem verði íverustaðir leiðtoga safnaðarins auk húss sem geti nýst sem dvalarstaður þriggja til fjögurra búddamunka auk rýmis fyrir leikmenn sem vilja dvelja um tíma við hugleiðslu. „Menn hjá Kópavogsbæ hafa tek- ið afskaplega vel í umsókn búddista- félagsins um lóð og við höfum skoð- að málið mjög alvarlega og það eru nokkrir staðir sem til greina koma. Við höfum verið að hinkra eftir teikningum sem von er á frá Taílandi til að geta klárað málið, jafnvel í þessum mánuði," segir Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogsbæjar, í samtali við DV. Birgir segir að fyrir hofið skipti miklu að aðgengi að því sé gott og það liggi vel við samgöngum. Hann kvaðst ekki búast við að menn settu fyrir sig hæö hofsins sem verður um 10 metrar, að meðtalinni tum- spíru, sem í sjálfu sér er ekki mikið hærra en reisulegt einbýlishús. Hann kvaðst ekki sjá annað en að byggingin ætti eftir að krydda til- veruna. Útlit hennar verði vissulega framandi. „En því ekki?“ sagði Birg- ir. í Félagi búddista á íslandi eru nú tæplega 260 manns að sögn Dham- manando. Flestir meðlimanna, eða um 230, eru fólk sem hingað hefur flust til íslands, aðallega frá Taílandi og Víetnam, en um 30 manns eru íslendingar. -SÁ 25 kanadískir nemendur: Ákváðu að koma til íslands eftir lestur á Laxdælu „Við ákváðum að skrifa til Kvennaskólans á íslandi og vita hvort við mættum koma í heimsókn til nemenda þar. Áhuginn fyrir ís- landi vaknaði eftir að við lásum Is- lendingasöguna Laxdælu. Við ætl- um að nota tímann vel og reyna að skoða sem mest en við erum mjög spennt fyrir að sjá Gullfoss og Geysi,“ segir kanadíska stúlkan Fiona sem er einn 25 kanadískra nema sem kom i heimsókn til ís- lands í gærmorgun. Krakkamir eru hér í skiptiheim- sókn og verða hér fram í 6 daga ásamt kennurum sínum og það nemendur í Kvennaskólanum sem sjá um þá hér á landi. 18 stúlkur úr Kvennaskólanum munu siðan fara til Kanada síðar í mánuðinum og dvelja þar í 6 daga í staðinn. -RR Kanadisku stúlkurnar brugöu á leik meö stöllum sínum í Kvennaskóla í gær og fóru í snjókast í skólagaröinum. Dagfari Samherji í stað sjóðanna Loksins þegar einhver verður almennilega ríkur á íslandi ætlar allt vitlaust að verða af öfund. Þar er þessari kotbændaþjóð rétt lýst. Það má enginn rísa upp úr meðalmennskunni. Þrír frændur, svonefndir Samherjamenn á Ak- ureyri, hafa gert það gott í útgerð og fiskvinnslu undanfarin ár. Þetta eru greinilega snjallir menn og kunna að reka fyrirtæki. Síð- ustu vikurnar hafa þeir verið talsvert áberandi því að þeir hafa bætt nokkrum fyrirtækjum í safn sitt. Þeir eiga því aðild að útgerð eða fiskvinnslu í öllum lands- fjórðungum. Ýmsir sjá ofsjónum yfir þessari velgengni og hafa reiknað út að þeir Samherjafrændur séu fyrstu raunverulegu milljarðamæring- amir hér á landi. Ekkert skal um það fullyrt að þeir séu ríkustu menn landsins en ljóst má vera að þeir eiga vel til hnífs og skeið- ar. Þeir munu raunar koma veldi sinu á hlutabréfamarkað innan tíðar og þá fyrst verður hægt að verðleggja samsteypuna. Vegna fyrirtækjakaupanna að undan- förnu er þó rétt að hafa þaö í huga að þeir eiga þetta ekki alveg allt sjálfir. Öfundarmenn Samherjafrænda halda því fram að þeim hafi verið færður kvóti á silfurfati í upphafi starfseminnar. Sé það rétt þá er það óumdeilt að þeir hafa kunnað með þá gjöf að fara. Það er ekki nóg með að starfsemi Samherja teygi sig um allt land því þess utan er fyrirtækið með umtals- verð umsvif í útlöndum, með út- gerð og fiskvinnslu í nokkrum nálægum löndum. Það er því að hætti nánasa og úrtölumanna að sjá ofsjónum þessa velgengni í stað þess að fagna því sem vel gengur. Nú verður ekki annað séð en að þeir sem hafa ofíjárfest eða komið sér í annað klandur geti leitað til þeirra frænda og fengið úrlausn sinna mála. Þetta er svona rétt eins og að eiga rikan frænda sem getur reddað manni út úr klandri. Áður gátu menn leitað til Byggða- sjóðs eða annarra sjóða í kerfinu. Þegar stopp er sett á það leita menn til Samherjafrænda og þeir opna sinn breiða faðm. Komið til okkar, segja þeir, og brosa blítt hvort sem það er í vestur, suður eða austur. Það má þvi segja að þetta fyrirmyndarfyrirtæki komi í stað sjóðakerfisins afræmda. En í stað þess að gleðjast yfir þessu segja úrtölumennimir að veldi Samherja sé orðið allt of stórt. Þá frændur verði að bremsa niður með einhverjum hætti. Kvótakerfið sé orsök alls ills þótt þessi velgengni Samherja sé einmitt dæmi um það að kvóta- kerfið hafi skilað árangri. Það var sett á til þess að vernda fisk- inn í sjónum og draga úr sókn í ofveidda stofna og auka hagræð- ingu i útgerðinni. Þetta er einmitt það sem kvótakerflð hefur gert og þá verður allt vitlaust. Kratar fóru mikinn um áriö og spurðu um allt land og mið: „Hver á ísland?“ Þá fengust engin almennileg svör. Það ætti þó að liggja ljósar fyrir nú. Samherja- menn eiga ísland, að minnsta kosti part í hverjum flórðungi. Og hver ætti svo sem að sjá ofsjónum yfír því? Ætli þeir frændur séu ekki fúllt eins færir um rekstur þessarar eyþjóðar eins og þing- mennimir blessaðir við Austur- völl. Það mætti að minnsta kosti láta á það reyna. Þeir Samherjamenn byggðu upp sitt stórveldi á grindvískinn ryðkláfi og nokkrum þorsktonn- um. Hvað geta þeir gert ef þeir fá alla sjoppuna? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.