Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBR onn Lepur dauðann úr krákuskel „Það spyr enginn hvort það sé eðlilegt að SH og ÍS margfaldi hagnað sinn, græði hundruð milljóna á sama tíma og sá sem framleiðir afurðina lepur dauð- ann úr krákuskel." Sæunn Axelsdóttir fiskverk- andi, í Degi-Tímanum. Sjálfstraust og kurteisisklapp „Þegar maður stendur á sviði og fær tækifæri til þess að syngja fyrir fólk verður maður að ljóma af sjálfstrausti. Ef mað- ur er taugaóstyrkur á sviðinu fær maður hálfgert kurt- eisisklapp." Stefán H. Stefánsson óperu- söngvari, í DV. Munurinn er enginn „Pamela (Anderson) hefur gert það sem fæstar þora; að sýna og sanna með sinum eigin sérhannaða líkama að munurinn á hinni „raunverulegu" (fógru og fullkomnu) konu og þeirri til- búnu er enginn." Úlfhildur Dagsdóttir bók- menntafræðingur, í DV. Ummæli Að geta ekki haldið haus „Það er eins og það komi túrbína í rassgatið á okkur um leið og við komumst 3-4 mörk yfir. Okkar versti óvinur er að geta ekki spilað af sjálfsró og haldið haus." Valdimar Grimsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapleik. Hér má sjá teikningu af einu frægasta kvikmyndahúsi Frakka, Gaumont í París, sem reist var 1911. Mynd- sýningar- leikhús Fyrirrennari kvikmyndahúsa er það sem Frakkar kölluöu myndsýningarleikhús. Fyrsta sýningarkerfið sem notað var í slíku húsi var uppfundið af Emile Reynaud og fékk hann einkaleyfi fyrir því 1888. í októ- ber 1892 sýndi Reynaud lifandi myndir í fyrsta sinn með tilstyrk ljóskastara. Áhorfendur sátu í myrkri fyrir framan sýningar- tjaldið. Þeir sáu eitthvað sem þeir hugðu vera myndir úr töfra- lampa, en skyndilega fóru mynd- irnar að hreyfast. Látbragðinu fylgdi hávaði og gauragangur. Þetta voru fyrstu lifandi myndir sögunnar. Reynaud á einnig heiðurinn af því að hafa fundið upp götuðu filmulengjuna, sem enn er notuð. Blessuð veröldin Kvikmynda- sýningarvélin Bandarlkjamaðurinn Le Roy á heiður af því að hafa fundið upp fyrstu sýningarvélina með sömu aðaleiningum og kvikmyndavél- ar nútímans. Árið 1894 sýndi hann áhorfendum tvær af kínetóskópamyndum Edisons í New York. Snjókoma norðanlands Víðáttumikil 952 mb lægð 250 km vestur af Reykjanesi þokast vestsuð- vestur. 1010 mb hæð er yfir Norð- austur-Grænlandi. Veðrið í dag í dag verður austlæg átt og víða dálítil snjókoma á norðanverðu landinu, en suðvestankaldi með all- hvössum éljum sunnan til. Hiti ná- lægt frostmarki. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnan- og suðvestankaldi með all- hvössum éljum. Hiti nálægt frost- marki. Lægir í kvöld. Sólarlag í Reykjavík: 17.49 Sólarupprás á morgun: 09.33 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.27 Árdegisflóð á morgun: 09.52 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri hálfskýjaö -1 Akurnes skýjaö 1 Bergstaöir skýjaö 0 Bolungarvík alskýjaö 2 Egilsstaöir léttskýjað -4 Keflavíkurflugv. snjóél á síð.kls. 3 Kirkjubkl. skúr 1 Raufarhöfn þokumóóa 0 Reykjavík snjóél 1 Stórhöföi úrkoma í grennd 4 Helsinki snjókoma -1 Kaupmannah. skúr 3 Ósló skýjaó 2 Síokkhólmur rign. á síð.kls. 2 Þórshöfn slydduél 3 Amsterdam léttskýjað 4 Barcelona þokumóða 6 Chicago snjókoma -3 Frankfurt léttskýjað 2 Glasgow skúr á síó.kls. 4 Hamborg skýjað 4 London skýjað 60 Lúxemborg heiðskírt 1 Malaga þokumóöa 7 Mallorca þoka í grennd 3 Miami París léttskýjað 3 Róm New York léttskýjað -1 Orlando hálfskýjað 12 Nuuk léttskýjað -11 Vín þokumóóa 3 Winnipeg snjókoma -20 Elsa Waage kontraalt: Reyni að hafa tónleika sem fjölbreyttasta „Mörg af þessum verkum sem ég kem til með að syngja í kvöld hef ég flutt áður, verkin sem ég flyt fyrir hlé eftir Wagner flutti ég til að mynda fyrir aðeins einni viku í Lausanne í Sviss. Þar flutti ég þau með kammerhljómsveit og má segja að Wagnersverkin taki megnið af fyrri hlutanum á tón- leikunum, en það er öðruvísi að syngja ljóðin við píanóleik eins og ég geri í kvöld heldur en með und- irleik kammerhljómsveitar, en bæði formin eru skemmtileg. Ég syng einnig lög eftir Wagner eftir hlé, en þá er um að ræða lög sem hann samdi í París og eru mun léttari en fólk á að venjast, annar Wagner sem fólk þekkir litið. Ég mun síðan í fyrsta sinn syngja Maístjörnuna, fannst vera kominn Maður dagsins tími til að að ég gerði það. Lög úr My Fair Lady og West Side Story sem ég syng í kvöld hef ég sungið áður," segir Elsa Waage sem held- ur einsöngstónleika í íslensku óp- erunni í kvöld. Elsa hefur verið með annan fótinn á erlendri grund og komið víða fram á undanförn- um árum, bæði hér heima og er- lendis. Elsa Waage. Það vekur athygli hversu söng- skrá Elsu er fjölbreytt: „Ég hef alltaf reynt að hafa tónleika mína sem fjölbreyttasta, reyni að höfða til breiðs hóps áheyrenda. Per- sónulega finnst mér skemmtilegra á tónleikum þar sem fjölbreytni ríkir. Ef allt á að vera í sama stíln- um þá þarf flutningurinn að vera óskaplega góður ef tónleikarnir eiga ekki að vera leiðinlegir." Undirleikari með Elsu í kvöld er Mzia Bachturize, sem Elsa hef- ur áður unnið með: „Mzia starfar við Scala-óperuna og hef ég reynt að vinna með henni þegar hún hef- ur haft tíma og höfum við meðal annars haldið tónleika á Scala- safninu." Elsa dvelst aðallega á ítalíu um þessar mundir: „Ég er að vísu alltaf með annan fótinn hér heima. Á ítalíu reyni ég að koma mér á framfæri og það má segja að erfið- ið sé að skila sér, ég er farin að fá vinnu á meginlandinu, bæði í Sviss og á ítalíu og er núna að fara til Torino tO að syngja í Valkyrj- um Wagners og er það skemmtileg tilviljun að við skulum vera tvær frá íslandi sem tökum þátt í konsertflutningi á óperunni, en Sólrún Bragadóttir verður einnig með í þessari uppfærslu. Það má líka segja að undanfarið ár hafi ég gert minna að því að syngja held- ur en ég ætlaði mér þar sem árið hefur einnig farið í annað sem er ekki síður skemmtilegt, barnaupp- eldi, en ég á átján mánaða dóttur." Elsa var spurð hvort samkeppn- in væri ekki mikil á ítalíu: „Jú, það er geysileg samkeppni og mað- ur þarf að vera ýtin til að koma sér á framfæri, en ég tel mig alls ekki nógu ýtna, heldur er það þrjóskan í mér sem hefur komið í staðinn." -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1732: -Mr -AV « S'A SEM SVO FA$T AÐ ÞAO STÓ'ÐVA$r.. yÍNNUg.. "©/733 •+w •EVboR- Caput-hópurinn er misst því hvert verkio er. Á m er hluti af þeim tónlistarrr sem skipa Caput í kvöld. íslensk verká Myrkuir músík- dögum Myrkir músíkdagar áfram í Listasafni íslands og eru eingöngu íslensk dagskrá Caput-hópsins se ur á tónleikum sem hei 20.00. Tónleikar Dagskráin byrjar á vei Atla Ingólfsson sem he Metrique du Cri og er í fyrra. Syrpa úr óperunni og skel eftir Finn Torfa ! son er næst á dagskrán asta verk fyrir hlé er svo sviði eftir Snorra Sigfús son, samið 1996. Tvö ve eftir hlé, Stokkseyri eftii mar Sigurbjörnsson og S nr. 2 (Kammersinfónía Áskel Másson. Um frumf er að ræða á óllum ver nema syrpunni úr Leggi i Það eru nítján tónliste sem skipa Caput að þess og er stjórnandi Guðmun Gunnarsson. Bridge Það þurfti hagstæða legt spili til að standa alslemm Legan var fyrir hendi og sa; lét hana ekki fram hjá sér f ið kom fyrir í spilaklúbbi Vanderbilts heitins í Bani um. NS notuðu sterkt laufi sagnir gengu þannig, allir og norður gjafari: * ÁKD75 *Á92 * ÁK92 * 3 * 106432 » DG1053 * D * D10 N * G8 * 106 * G7f * 9 V K64 * G873 * ÁK984 Norður Austur 1 * pass 2 * pass 4 Grönd pass 7-f p/h Suður 2* 3 + 5-f sigruðu aundstæðinga með tveim stígum Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Sagnir norðurs eru ekki til fyrirmyndar. Hann veði: ásaspurningu eftir tígulsög og hefur ekki hugmynd u tíguldrottningin er til staðí vesturs var hjartadrottnin drepin var á kónginn hein hafi sá að hann þyrfti lukkudísirnar á sínu bandi að drottning önnur í tígli góða vinningsmöguleika. E brást þegar tígli var spilaf drottning kom siglandi. voru ekki alslæmar frétt: kom lauf á ásinn og lauf með tígulníu. Þegar vestui una og drottninguna sá sagi í einu h'ós í myrkrinu. IV láglitina stutta var augljóst ur lenti í kastþröng í hálitu var tígulkóngur tekinn, svínað og gosinn tekinn. La urinn var svo lokahny: vestur gat ekki haldið vald spaða- og hjartalitnum. ísak Örn Sig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.