Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 11
ÞRTÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1997 Afgerandi augnablik menning ii I seinni tíð hefur íslenskum áhugamönnum um ljósmyndir orðið tíðrætt um ástæður þess hve illa gengur að vekja til lífsins gróskumikla listræna ljósmynd- un hér á landi. Sjálíir hafa ís- lenskir ljósmyndarar opinberlega tekið á sig hluta ábyrgðar á þess- ari ládeyðu, en þó hlýtur vöntun á baklandi fyrir ljósmyndina að vega þyngst. Hér er listræn ljós- myndun hvergi kennd, hér safhar enginn slíkum ljósmyndum með skipulegum hætti, enginn sýnir þær eða birtir með reglulegu millibili, þær eru ekki hluti af Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson okkar óburðugu íslensku sjón- menntaumræðu og íslenskir íjós- myndarar geta hvorki reitt sig á viðurkenningar né styrki frá aðil- um eða stofnunum á menningar- vettvangi. í Noregi eru allir þess- ir þættir fyrir hendi, og hafa ver- ið um nokkurt skeið, sem hlýtur að vera ein skýringin á þéirri grósku sem verið hefur í norskri ljósmyndun undanfarin ár, sjá gott alþjóðlegt rykti ljósmyndara á borð við Tom Sandberg, Finn Serck-Hansen, Morten Krogvold, Kjell Bjergeengen, Lill-Ann Chep- stow-Lusty og Per- Olav Torg- nessker. Nú er haldin yfirgripsmikil sýning á svart/hvítum Ijósmyndum Mortens Krogvolds í Norræna húsinu (til 16. feb.). Krogvold (f. 1950) hefur einna sterkastan alþjóðlegan „prófíl" norskra ljósmyndara, sem helgast ekki síst af heimshornaflakki hans og skipulegri söfnun á frægum andlitum í portrettmöppu sína. Fjölhæfur fagmaður Myndir Krogvolds hafa einnig verið gefnar út í bókum, þar sem r.- - -v—*M| wK : áf r .-A '^^^ r _, .-^, Mmm "é'"M.i tv^d Morten Krogvold - Ferdinand Finne myndlistarmaöur, 1990. ekkert hefur verið til sparað hvað útlit og frágang snertir. Sú nýj- asta, The Crucial Moment, geymir úrval portrettmynda hans, stúdí- ur af dönsurum og öðru hreyfilist- arfólki, stemningarmyndir af gömlum byggingum, heimildar- myndir og landslagsmyndir. Krog- vold er útfarinn og fjölhæfur fag- maður, næmur á öll blæbrigði birtu og skugga og fundvís á hið upplýsandi augnablik, enda á hann sér völundi á borð við Karsh, Irving Penn og Richard Avedon að helstu átrúnaðargoð- um. Og ekki laust við að hann kinki eilítið kolli til þeirra öðru hvoru. En þótt Krogvold bregðist hvergi bogalistin hvað tækni og innsæi snertir, hvert sem myndefnið er, lætur honum greinilega best að takast á við „hið listræna indivíð", andlit og fas dansara, leikara, listmálara, tónlistarmanna og kvikmynda- leikstjóra, að því er virðist í því augnamiði að komast í kallfæri við sjálfa uppsprettu sköpunargáf- unnar. Það tekst honum auðvitað ekki fremur en öðrum, en við- leitnin getur engu að síður af sér fjölda eftirminnilegra portrett- mynda af norrænu listafólki. Góðu heilli eru þær flestar á sýn- ingunni í Norræna húsinu. Por- trett Krogvolds af alþjóðlegu lista- fólki eru tæplega eins rismikil, enda er ijóst að hann hefur haft takmarkaðan aðgang að þvi, eins og meðfylgjandi og oft soldið pínlegir myndatextar hans bera með sér. Til dæmis bera ljósmyndirnar af Richard Attenborough, Luciano Pavarotti og Milos Forman það með sér að vera teknar í tímahraki. Krogvold ritar hins vegar mjög skemmtilegan inngang að mynd- um sínum, þar sem hann leggur út af skoðunum landa síns Ed- vards Munchs, en hann hafði mikinn áhuga á ljósmyndinni og glöggan skilning jafnt á kostum hennar sem göllum. Morten Krogvold - The Crucial Moment, 208 bls.. Aschehoug, Ósló, 1993 Sumarlandið A sunnudagskvöldið frumsýndi rikissjónvarp- ið nýja heimildamynd um Hornstrandir, þá fyrstu í fimm þátta röð um merkileg landsvæði. Þetta eru tæplega fimmtiu mínútna þættir og skilst mér að sá næsti fjalli um Jökulfirðina. Höf- undur þáttanna er Steinþór Birgisson, og hann má vera stoltur af skinandi góðu verki. Myndin um Hornstrandir var sérstaklega fallega gerð og viðtöl og texti til fyrirmyndar. Fjölmiðlar Sigríður Halldórsdóttir Upphefð Skækjunnar Sýningu Þjóðleikhússins á Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford hefur verið boðið á leiklistarhátíð í Stokk- hólmi í lok maí. Hátíðin er haldin árlega á vegum sænska ríkisleikhússins og er stærsti viðburður af sínu tagi á Norð- urlöndum. Um fjörutíu leiksýn- ingar verða í boði frá mörgum þjóðlöndum. Leikstjóri sýningarinnar er Baltasar Kormákur en helstu leikendur eru Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vilhjálms- dóttir, Steinn Ármann Magnús- son, Stefán Jónsson, Kristján Franklín Magnús, Ragnheiður Steindórsdóttir og Erlingur Gíslason. Verkið hlaut af- bragös viðtökur gesta og gagn- rýnenda og hefur gengið þrjá- tíu sinnum fyrir fullu húsi síð- an í haust. Höfundur segir að grundvallarhugmynd að þessum tveimur fyrstu þáttum byggi á byggða- þróunarsögu, og hann færir sig til nútímans í þættinum sem verður sýndur á sunnudagskvöld- ið kemur. í vændum er svo þáttur um íbúana í Vigur, og er fylgst með lífi og starfi þeirra í eitt ár. Síðan koma tveir þættir um Austurland. Þar verður fjallað um Hérað og Jökuldalsheiðina og meðal annars farið á slóðir Bjarts í Sumarhúsum. Síðast en ekki sist er svo lokamyndin um hálend- ið norðaustan Vatnajökuls og komið inn á fyrir- hugaðar virkjanaframkvæmdir þar. Það má segja að þessar myndir komi eins og himnasending inn í umræðuna sem nú er hávær- ust manna á meðal. Ég hef nefnt það áður og segi enn: íslenskar heimildamyndir hafa alltaf verið kærkomið efni í sjónvarpi. Ef svipað er uppi á teningnum í væntanlegum þáttum Steinþórs Birgissonar og i myndinni um Hornstrandir þá er óhætt að láta sig hlakka til sunnudagskvöld- anna á RÚV þessar leiðinlegustu vikur ársins þegar bókstaflega ekkert skiptir máli nema veð- urspáin og færðin og fæstir botna í af hverju þeir eru hérna. Myndin um Hornstrandir þar sem menn síga i bjórg eftir eggjum og sjófuglinn garg- ar í sólskininu var eins og hressandi heilaþvott- ur. Maður ætti nú ekki annað eftir en að fara að flytja í einhverja hundleiðinlega iðnaðarbæi í út- löndum út af færðinni! Ég þakka kærlega fyrir þennan gleðigjafa RÚVs í miðjum óveðrunum og hlakka til næsta þáttar sem á áreiðanlega eftir að hjálpa okkur mörgum í biðinni eftir íslensku sumarlandi. Hornstrandir: Gleöigjafi. Myndina af fjallinu Kambi tók Hilmar Þór Franskt-íslenskt bókmenntakvöld Á miðvikudagskvöld- íð verður upplestrar- kvöld hjá Alliance Francaise þar sem lesið verður úr nokkrum frönskum bókmennta- perlum sem hafa komið út á íslensku undanfar- in ár. Meðal þátttakenda eru Thor Vilhjálmsson, Steinunn Siguröardóttir, Sigurður Pálsson og Jón Óskar. Bókmenntakvöldið verður í húsakynnum fé- lagsins, Austurstræti 3, gengið inn frá Ingólfs- torgi, og hefst kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Camilla í Listasafninu Á miðvikudagskvöldið kl. 20 verða tðnleik- ar í Listasafni íslands á vegum Myrkra mús- íkdaga. Þá leikur Camilla Söderberg á blokk- flautu verk eftir ýmsa tónlistarmenn, meðal annarra Hjálmar H. Ragnarsson og Þorstein Hauksson. Með henni leika Guðrún Óskars- dóttir á sembal, Richard Korn á kontrabassa og Ragnheiður Haraldsdóttir og Þórunn Bjömsdóttir á blokkflautu. Satt og logið „Hann var særður, hún var hjukrunar- kona, það er öruggt. Afgangurinn er getgát- ur" - segir í skemmtilegri grein í The New York Times um nýju kvikmyndina um ástir Hemingways og Agnesar von Kurowsky. Hann skrifaði sína frægustu bók um þessar ástir, Vopnin kvödd (1929), en kvik- myndin er ekki gerð eft- ir henni. Hún heitir In Love and War - í ást og stríði - og er byggð á dagbókum og bréfum Agn- esar. Agnes var 26 ára, Ernest 19, samt vildi hann endi- lega giftast henni og varð alveg miður sín þegar hún sendi honum uppsagnar- bréf og kallaði hann „krakka". Allir eru sam- mála um að samband þeira hafi haft afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir Hemingway sem rit- höfund, en spumingin er: hvað var samband- ið náið? í skáldsögunni tekur parið saman en kven- hetjan deyr af barnsförum í lokin. Hem- ingway hélt líka fram að þau Agnes hefðu verið elskendur. En Agnes neitaði því og sagði að á milli þeirra hefði bara verið mein- laust daður. Sofið hjá eða ekki Fræðimaðurinn James Nagel rannsakaði heimildirnar vandlega og komst að þeirri nið- urstóðu að Agnes hefði verið hrein mey þeg- ar hún sneri heim eftir stríð. Sjálf svaraði hún spurningunni með klassískri setningu: „Ég var ekki svoleiðis stúlka!" En í bíómyndinni sofa þau saman, ekki endilega vegna þess að höfundar hennar trúi því heldur finnst þeim þeir ekki ná „anda" bréfanna meö öðru möti. Málið er bara að andi dagbókarinnar er allt annar. Agnes hvíslar heitum orðum að „krakkanum" í bréfum en skrifar á sama tíma í dagbókina sina: „Ernest Hemingway er alltof hrifmn af mér... Krakkagreyið, ég Qnn til með honum." Nagel skilur að veruleikinn verður að þjóna listinni en ekki öfugt og sættir sig við þessi „ósannindi" en bætir við: „Þeir stilltu sig þó um að láta hana enda vel!" Richard Attenborough stýrir kvikmynd- inni en aðalleikarar eru Chris O'Donnell og Sandra Bullock. Hún verður sýnd á kvik- myndahátíðinni í Berlín sem hefst í þessari viku. Chris O'Donnell og Sandra Bullock í hlutverkum sínum Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.