Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 20
24 -I ♦ íþróttir unglinga Þátttakendur í Ólympíudögum æskunnar sem haldnir eru I Sundsvall I Svíþjóö. Frá vinstri: Kristinn Magnússon, SRA, Helga Jóna Jónasdóttir, Huginn, Kolbrún J. Rúnarsdóttir, Huginn, Björgvin Björgvinsson, Dalvlk, Helgi Steinar Andrésson, Siglufiröi, Dagný L. Kristjánsdóttir, SRA, Rannveig Jóhannsdóttir, SRA, Arnar G. Reynisson, ÍR, Árni G. Gunnarsson, Leiftri, Lfsbet Hauksdóttir, Leiftri, Baldur Ingason, SRA, Ingólfur Magnússon, Siglufirði, og Rögnvaldur Björnsson, SRA. - Meö krökkunum fara þeir Þóröur G. Hjörleifsson, þjálfari. Ásgeir Magnússon, þjálfari, Kristján Vilhelmsson, aöalfararstjóri, Haukur Eiríksson, þjálfari, og Baldur Hermannsson, þjálfari. DV-mynd S Vetrarólympíuleikar Evrópuæsku 1997 í Sundsvall í Svíþjóð: Þrettán frá íslandi - keppendur alls um 760 talsins frá 41 landi Ólympíudagar Evrópuæskunn- ar eru að þessu sinni haldnir í Sundsvall í Svíþjóð þessa dagana. Keppnin byrjaði 7. febrúar og henni lýkur á fimmtudaginn kemur, 13. febrúar. Keppendur eru um 760 frá 41 landi, auk þess eru 330 fylgdar- menn. Leikamir voru settir með mikilli viðhöfti sem náði hámarki þegar ólympíueldurinn var tendraöur. Mótinu lýkur síðan með mikilli lokaathöfn og Umsjón Halldór Halldórsson skemmtun. Báðar þessar skemmtanir fara fram innan- húss, á yfirbyggðum knatt- spymuvelli. Ferðin er farin á vegun ólympíunefndar íslands. Aðstaða til íþróttaiðkana í Sundsvall er tnjög góð. Þar eru langar, upplýstar göngubrautir og nokkrar svigbrautir í næsta nágrenni svo það ætti ekki að væsa um islensku krakkana. íslenski hópurinn hefúr „gest- gjafa“ allan tímann. Þetta er unglingur sem mun vera með hópnum, svara spumingum og auðvelda veruna þama. Að sögn framkvæmdastjóra SKÍ, Kristins Svanbergssonar, samanstendur íslenski hópurinn af mjög eftiilegum krökkum en reynslulitlum. „Ég er viss um að allir þessir krakkar eiga eftir að ná mjög langt,“ sagði Kristinn. Úrsllt f norrænum greinum Síðastliðinn sunnudag var keppt í norrænum greinum. Stúlkur - 7,5 km ganga 1. Lina Andersson........Svíþjóð 2. Jana Beranová.......Tékklandi 3. Natalia Morilova....Rússlandi 56. Lísbet Hauksdóttir....Islandi 60 þátttakendur. Piltar - 10 km ganga 1. Maxim Odnodvortsev .. Rússlandi 2. Sergquei Novikov....Rússlandi 3. Johan Olsson.......^. . Svíþjóð 60. Ámi G. Gunnarsson .... íslandi 64. Baldur Ingvarsson.....íslandi 67. Ingólfur Margeirsson.... íslandi Undramaöur í hástökki á MÍ í drengjaflokki: Glæsilegt met hjá Einari Karli - 16 ára og setti drengja- og unglingamet, 2,11 m Tvö islensk met voru sett á Meistaramóti íslands, 15-18 ára, sem fór fram í Laugardalshöll og Baldurs- haga á laugardag og sunnu- dag. Mörg frábær afrek voru unnin og þá sérstaklega í hástökki drengja þar sem hinn bráðeftiilegi Einar Karl Hjartarson, USAH, setti glæsilegt drengja- og tmgl- ingamet, stökk 2,11, sem er ótrúlegt aftek hjá 16 ára dreng. Ljóst er að Einar er mesta hástökkvaraefni sem við höfum átt. - Guðný Ey- þórsdóttir, ÍR, setti og íslenskt met í langstökki meyja, stökk 5,69 m. - Nánar um mótið á unglingasíðu DV Einar Kar! Hjartarson, USAH, var nálægt því aö á fostudaginn kemur. klára 2,13 m. Hann stekkur alltaf berfættur inni. Knattspyrnuskóli KB og Úrvals-Útsýnar í Belgíu 24. maí til 31. júní 1997: Rik Van Cauteren yfirkennari skólans Dagana 24. maí til 31. júní 1997 veröur árlegt námskeið Knatt- spymuskóla Kristjáns Bemburg og Úrvals-Útsýnar haldið í Lokeren í Belgíu. Skólinn er opinn fyrir alla áhugasama knattspyrnustráka á aldrinum 13-16 ára, í 3. og 4. flokki karla. Þeim gefst tækifæri til að æfa eins og atvinnumenn þessa daga. Á æfingum er farið í gegnum mý- margt sem gert getur efnOegan leikmann góðan og á kvöldin er fræðsla um ýmis mikilvæg atriði. Einnig verður farið í skemmti- garðinn Valibi sem er uppá- haldsstaður stráka á öllum aldri í Belgiu. Rík Van Cauteren kennir Yfirkennari við skólann er Rik 5 Van Cauteren, fyrrverandi lands- liðsmaður Belgíu, en hann er með hæstu gráðu þjálfaramenntunar í Belgíu. Boðið er upp á sérstaka mark- mannsþjálfun og eru allar æfingar námskeiðsins útskýrðar á íslensku. Val- inn verður besti leik- maður skól- ans og fá allir þátttakendur viðurkenn- ingu. Margir mjög eftiileg- ir, íslenskir strákar hafa verið í Knatt- spymuskóla KB, þar á meðal Bjarki Stefánsson, Arnar Þ. Viðarsson, Ámi Pétm-sson, ásamt fjölmörgum fleiri efnilegum strákum sem þegar hafa leikið með meistaraflokki síns félags þótt ungir séu. - Allar nánari upplýsingar fást hjá íþróttadeild, Úrvals-Útsýnar, sími 569-9300 og fax: 588-0202. Margir af efnilegustu knattspyrnumönnum íslands hafa sótt Knattspyrnuskóla Kristjáns Bernburg og ef þessi mynd er skoðuð grannt koma í Ijós mörg kunnugleg andlit. ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 Staðan í 5. fl. karla Lokastaðan eftir síðustu umferð fyrir úrslitakeppni íslandsmótsins I hand- bolta stráka i 5. flokki. öll þessi lið komust í úrslitakeppnina. A-liö: FH 19 stig, HK 18, KA 16, ÍR 12, Þór, A. 11, Haukar 11, Víkingur 8, KR 7, UMFA 6 og Valur 4 stig. B-lið: Haukar 22 stig, HK 18, KA 16, FH 15, Fjölnir 13, Víkingur 11, KR 9, Þór, A. 5, Selfoss 3 og Fram 3 stig. C-lið: Haukar 24, FH 21, KA(1) 18, HK 17, KA(2) 11, KR 7 Þór, A. 6 ÍR 5, Víkingur 5 og FH(2) 3 stig. Knattspyrna í Evrópu - unglingamót 1997 íþróttadeild Úrvals-Útsýnar skipuleggur margar ferðir á alþjóðleg knattspyrnumót í Evrópu í ár. Gothia Cup í Gautaborg sem fer fram 13.-19. júlí. Verð fyrir 11 daga ferð er kr. 38.500. Ekkert knattspymumót hefur notið eins mikilla vinsælda hjá íslenskum unglingum. Dania Cup í Hjörring 21.-26. júlí. Verð frá kr. 40.000. Fullt fæði mótsdagana, Gott og vin- sælt mót á Jótlandi. Vildberg Cup 24.-27. júlí. Verð kr. 33.500 (flug, rúta til og frá flugvelli og fæði meðan á mótinu stendur). Ódýr og góður valkostur. Lyngby Cup: Hörkumót fyrir 3. og 2. flokk karla. The Manchester Intematio- nal Festival 26. júlí til 2. ágúst. Gott og skemmtilegt mót í knatt- spymuborginni miklu. Land O'Bums Festival 20- 27. júlí í Ayr í Skotlandi. Góður valkostur ef halda skal til Bret- lands. Verð frá kr. 35.000. Milk Cup 20.-26. júlí á N- írlandi. Afar sterkt mót, ein- göngu fyrir mjög öflug lið. Faxaflóamótið í 7. flokki: FH og ÍA meistarar Sunnudaginn 2. febrúar fór fram Faxaflóamót í innanhúss- knattspymu í 7. flokki stráka og var keppt bæði í A- og B-liðum. í A-liði sigraði hið sterka FH-lið og í keppni B-liða tefldu Akur- nesingar fram mjög góðu liöi sem sigraði. - Nánar um mótið á Unglingasíðu DV. Stockholms Summer Games: Alþjóðlegt unglingamót Nú í sumar standa íþróttafélög og borgaryfírvöld í Stokkhólmi sameiginlega að ólympíuleikum ungmenna, Stockholms Summer Games. Sumarleikamir, sem era haldnir í annað sinn, gefa imgu fóiki, 10-18 ára, tækifæri til að heimsækja eina fallegustu höfuð- borg heims og taka þátt í vel skipulögðu stórmóti í 19 íþrótta- greinum. Reiknað er með um 10 þúsund þátttakendum i ár og ljóst að það verður mikið um dýrðir í Stokkhólmi. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Badmintom, borðtenn- is, fimleikum, frjálsum íþróttum, golfi, handbolta, knattspymu, keilu, körfubolta og sundi o. fl. Þeir sem vilja taka þátt í stórmóti þar sem allt er fyrsta flokks; skipulag, mótherjar, í- þróttaaðstaða og matur, er bent á þetta frábæra mót. Það sem boðið verður meðal annars upp á er glæsileg setn- ingarathöfn á Ólympíuleik- vanginum í Stokkhólmi, ókeypis aðgangur í „Gröna Lund“, sem er stórskemmtilegt tívolí, fararstjóraveislu í ráðhúsinu, þar sem nóbelsverðlaunin eru afhent, frítt í strætisvagna, lestir og neðanjarðarlestir, Stockholms Summer Games Diskó fyrir alla þátttakendur, skólagisting fyrir þátttakendur og Scania hótel fyrir foreldrana. Sérþjónusta fýrir islenska hópa. Allar nánari upplýsingar hjá ÍT Ferðum: Hörður Hilmarsson, Suðurlandsbraut 6, Reykjavík, sími 588-9900. Fax: 588-9901.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.