Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIDJUDAGUR 11. FEBRUAR 1997 Spurningin Ert þú ánægö/ur meö bíla- umferö í göngugötunni (Spurt á Akureyri): Smári Ólafsson verslunarmaður: „Já, ég er það. Mér finnst vera meira líf í bænum og er ekki frá því að verslun hafi aukist." Erla Hrund Friðfinnsdóttir gjald- keri: „Ég er mjög ósátt við þessa breytingu og hefði viljað hafa göngugötuna eins og hún var." Sigurður Steingrímsson fram- kvæmdastjóri: „Ég tel bílaumferð í götunni spor í rétta átt. Hins vegar er göngugatan sem slík hrikalega ljót og kuldaleg." Hallgrimur Gíslason vélstjóri: „Ég er utanbæjarmaður en mér finnst þetta algjör óþarfi og t.d. alls ekki passa í sumar." Valdis Jónsdóttir talkennari: „Þetta er alveg ömurlegt og það er furðulegt að ekki sé hægt að hafa göngugötur á íslandi eins og víða erlendis." Matthías Einarsson eftirlauna- þegi: „Gatan er skelfileg eftir þessa breytingu og ég hitti. engan sem ekki hneykslast á þessu." Lesendur Verktakar og vinnuskilti þeirra Guðrún Jóhannsdóttir skrifar: Kvöld eitt síðla síðasta árs (nánar tiltekið 22. október) var leiðindaveð- ur, rok, rigning og mikið mistur. Faðir minn ók bíl sínum af Nissan Micra gerð austur Miklubraut og Vesturlandsveg að frárein að Reykjanesbraut. Við þessa hliðar- akrein er lítil eyja og höfðu fram- kvæmdir átt sér stað þar af allmörg- um verktökum á vegum borgarinn- ar. Þar sem bíllinn kemur akandi í áttina að fráreininni og ætlar inn á Reykjanesbraut lendir „felga" undir bílnum, lyftir honum upp að framan og framdrifinn bíllinn lendir stjórn- laus upp á áðurnemdri eyju. Þegar að er gáð kemur í ljós að á felguna er festur rörbútur með áfestu skilti neðarlega á rörinu: „Þrenging til vinstri". Þá lá þetta skilti á götunni með merkið niður þannig að engin leið var að koma auga á það á blautri götunni í þessu skyggni. Það skal tekið fram að bíllinn ók á fullkom- lega löglegum hraða. Undirvagn bílsins skemmdist töluvert og varð af þessu allmikið tjón. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu gatnamálastjóra var um nokkuð marga verktaka að ræða á þessu sviði. En viti menn! Enginn vildi eiga skiltið. Og ekki heldur borgin. En einhver tók það samt til handargagns. Tvö vitni voru að þessum atburði sem staðfestu skriflega framburð ökumannsins um aðstæður og sáu hvað gerðist en sáu engin skilti heldur fyrr en allt var um garð Vinnuskiltin í umferbinni ávallt í rétti - sérstaklega ef enginn vill eiga þab! segir Guörún í bréfi sínu. gengið. Þar sem enginn veit eða get- ur sannað skiltið á eiganda sinn eða hvar það er niður komið núna lend- ir tjónið á ökumanni samkvæmt úr- skurði tryggingafélagsins sem reyndar er sama tryggingafélag og Reykjavíkurborg notar. Borgin er ekki heldur ábyrg fyrir verktökum . sínum og athömum þeirra að þessu leyti. Sem sé: alveg sama hvernig um- ferðarskiltunum er valinn staður úti í umferðinni, á götunni, hvort hægt sé að koma auga á þau yfirleitt eða ekki. Þá er skiltið alltaf í rétti, sérstaklega ef enginn vill eiga það! Klúðursleg kristnihátíðarnefnd Jóhann Kristjánsson skrifar: Að þessu sinni getur maður nú verið sammála þeim konum sem gagnrýnt hafa þau mistök við skip- un svokallaðrar kristnihátíðar- nefndar að þar skuli ekki vera ein kona. Stundum hefur verið haft á orði að nefhdaskipanir hér á landi væru með þeim hætti að setja inn eina konu svona til „skrauts". Þetta hefði auðvitað ekki átt við um þessa nefndarskipun heldur hefði það sjónarmið átt að ríkja að bæði kyn- in ættu þar sæti jafnt. Annað sjónarmið hefur greini- lega orðið ofan á við skipun kristni- hátíðarnefhdarinnar. Þeir sem þar eru hafa kannski haft þörf fyrir setu í henni. Hún er varla ólaunuð, ef marka má fyrri nefhdarskipanir hjá hinu opinbera. Og mér finnst þessir menn ekki vera neitt sérstaklega vel að setunni komnir. Óttalegir sperrileggir sýnist mér og góðir með sig, af myndinni að dæma. Og svo er bara spurningin hvort nokkur þörf er fyrir þessa kristni- hátíðarnefhd yfirleitt. Aðalverkefh- ið sýndist mér vera, af fréttinni að dæma, að ræða samkeppni um merki hátíðarinnar. - Jú, og svo að auglýsa eftir hugmyndum og grein- argerðum, eins og segir í fréttatil- kynningu. Geta þessir menn ekki sjálfir komið með hugmyndir, svo ofarlega í samfélagsstiganum sem þeir eru? Þeir hljóta að hafa heyrt um svonefnt „brain- storming". í það heila tekið finnst mér nefhdar- skipunin með því klaufalegasta sem lengi hefur sést hér, ekki síst þar sem nokkrir þessara nefhdarmanna hafa verið og eru enn mjög umdeild- ir af ýmsum orsökum. Ég skora á fólk að krefjast endurskoðunar á þessari nefndarskipun, einkum með tilliti til þess að fá nokkrar konur í nefndina. Auðvitað án þess að fjölga í nefndinni. Það væri enn meira klúður. Tryggingarfélogin i aramotalægð? Björn Sigurðsson skrifar: Svo brá við um síðustu áramót að ég fékk enga tilkynningu frá minu tryggingarfélagi eins og alltaf áður með yfirliti um hvað greiða ætti á þessu ári og aðra útlistun yfir trygg- ingar mínar. Ég hef talað við marga sem hafa sömu sögu að segja. Ég er þess fuUviss að undirboð FÍB á bif- reiðatryggingum hefur hér eitthvað meö málin að gera. Allar götur lækk- uðu stóru tryggingarfélögin bifreiða- tryggingar sínar strax og buðu lægri iðgjóld - gott mál og þarft. Það er hins vegar ekki eðlilegt ef ILH§li®/S þjónusta allan sólarliringinn Setti FÍB allt á annan endann hjá stóru tryggingarfélögunum varbandi önn- ur iðgjöld? Aðeins 39,90 - eða hringið í síma C^550 5000 vmilli kl. 14 og 16 stóru tryggingarfélögin senda ekki yfirlit sín fyrir þetta ár fyrr en nú í byrjun febrúar og þaðan af seinna. Manni dettur t.d. i hug hvort félög- in séu að koma öðrum iðgjöldum „heim og saman" vegna lækkunar á bifreiðatryggingunum. En í það heila tekið hlýtur að vera mikið að þegar ekki hefur heyrst frá stóru tryggingarfélögunum um iðgjöldin allan þennan tíma frá áramótum. Fólk hefur kannski ekki áttað sig á að láta ávallt bjóða í tryggingar sínar einu sinni á ári, og í tæka tið, til að geta flutt sig á milli félaga, sé það með umtalsverðar tryggingar. Frjálst val á sumarleyfum Kristinn Sigurðsson skrifar: Mér finnst ekkí eðlilegt að maður sé skyldugur ril að taka 6 vikna sumarleyfí. Margir starfs- menn sem vinna hjá ríki eða sveitarfélögum eiga rétt á 6 vikna sumarleyfi, sem er gott mál að vissu leyti, og því miður eiga aðrir aðeins 4 vikna leyfi. Oft eru þó aðstæður þannig að fólk er að fjárfesta, t.d. í íbúðum o.þ.h. Sumt af þessu fólki er alls ekkert hrifið af að vera skikkað til að taka 6 vikna frí. Það vildi td. taka 2 eða 3 vikur, en vinna hinar vikurnar. Margt hefur ekki efm' á þessu langa fríi, og vill gjarnan vinna og fá frekar launin greidd. Áfengis- námskeið borgarinnar Sigurbjörg hringdi: Það er út í hött, að mínu mati, að Reykjavíkurborg skuli setja á laggirnar eitthvert áfengisvarn- arnámskeið fyrir starfsmenn sína. í fyrsta lagi er borgin sem slik ekki forvarnaraðili í heilsu- gæslu fyrir einn eða annan, og í öðru lagi er þetta fremur niður- lægjandL Að kalla á starfsfólkið til að afeitra það gegn alkóhóli er vægast sagt kynleg aðferð til að halda starfsfólki gangandi. - Og reka það svo ef ekki tekst sæmi- lega til með árangur eins og raunin er í þessum undarlega farsa! Ríkisstjórnar- fundi aflýst - vegna afinælis Alla ríka! Pétur Ólafsson hringdi: Ég las í Alþýðublaðinu að til þess að ráðherrar gætu komist i veislu Alla ríka á Eskifirði hefði ríkisstjórnarfundi, sem átti að vera á svipuðum tíma, verið af- lýst. Getur verið að skemmt- anafiknin sé komin svo hátt og siðleysið svo algjört að ríkis- stjórnarfundir lúti í lægra haldi vegna afmælisboða einstaklinga hér og þar um landið? Ljótt er ef satt er. Verst er þó dómgreindar- leysið, það er eins og það breið- ist út innan srjórnsýslunnar. Dánarsíða Morgunblaðsins María Sigurðardórtir skrifar: Það er eitt sem heldri menn, mest í opinbera geiranum, hafa fram yfir aðra við dánardægur; þeir fá um sig sérstaka dánartil- kynningu á bls. 2 í Morgunblað- inu. Þetta er því meira virði þar sem orðínn er setinn bekkurinn í venjulegum dánarauglýsingum Mbl. og ekkert nema einstök skarpskyggni manns sem verður til þess að sjá andlát vinar eða kunningja í þeim dálkum. - Heiðursmennirnir í stétt presta eða góðbænda á landsbyggðinni hafa þð þennan forgang á bls. 2. Ég met það mikils, þótt góður sé hver genginn eins og séra Sigfus sagði gjarnan í byrjun hverrar útfararræðu. Konur ýta líka bílum M.Á. hringdi: í lesendabréfi í DV 7. þ.m. und- ir fyrirsögninni „Konan ýtti blln- um ..." furðaði Svanur sig á því að kona hefði ýtt bíl í ófærðinni til að koma honum í stæði en maðurinn hefði setið við stýrið. Málið er að margar konur, jafht og karlar ýta bílum ef þannig stendur á. Þar getur komið til hjartveikur maður eða maöur með kransæðasjúkdóm, og er því ekkert undarlegt við þess konar uppákomu, nema síður sé. Konur ýta því bílum alveg til jafiis við karla ef því er að skipta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.