Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJTJDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 Afmæli Margrét Pétursdóttir Margrét Pétursdóttir, verslunar- maður og húsmóðir, Fífumóa 3 E, Ytri-Njarðvík, er fimmtug í dag. Starfsferill Margrét fæddist í Hafnarfirði en ólst upp í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Hún lauk grunnskólanámi í Brunnastaðaskóla á Vatnsleysu- strönd. Margrét hefur lengst af starfað hjá Vatnsleysustrandarhreppi sem gangavörður og skólabílstjóri auk þess sem hún hefur haft umsjón með unglingavinnu og æskulýðs- starfi þar. Þá hefur hún stundað ýmis önnur störf mn árin. Margrét var búsett í Vogum fram á síðasta sumar er hún flutti til Njarðvíkur. Hún stundar nú versl- unarstörf hjá Hagkaupi í Njarðvík. Fjölskylda Margrét giftist 11.2. 1966 Herði Rafnssyni, f. 3.11. 1945, verkamanni. Hann er sonur Rafns Símonarsonar og Val- gerðar Guðmundsdóttur sem bjuggu í Austurkoti á Vatnsleysuströnd en þau eru bæði látin. Mar- grét og Hörður skildu. Böm Margrétar og Harðar eru Rafii Harðar- son, f. 18.9. 1966, en böm hans eru Höröur og Linda; Valgerð- ur Harðardóttir, f. 6.2.1970, en mað- ur hennar er Smári Tómasson og era böm Valgerðar Stefán Freyr og Anna Berglind; Óskar Harðarson, f. 21.4. 1983. Sonur Mcirgrétar frá því áður: Guðlaugur Ragnar, f. 2.8. 1964, d. 3.10. 1984, sonur Birgis Ottóssonar frá Hafnarfirði. Hálfsystkini Margrétar, samfeðra: Sigurbjörg Pét- m-sdóttir; Aðalheiður Pét- ursdóttir. Hálfsystkini Margrétar, sammæðra: Jón Dalmann, f. 3.4. 1942, búsettur á Sauðárkróki, kvæntur Sigrúnu Angantýsdóttur; Sveindís Pétursdóttir, f. 7.12. 1943, búsett I Vogum, gift Erlendi Guðmunds- syni; Sigurður Ó. Péturs- son, f. 23.12. 1944, búsettur í Skaftártungu, kvæntur Bergdísi Jóhannsdóttur; Sævar Péhirsson, f. 6.6. 1948, búsettur í Reykjavík, kvæntur Ragnheiði Sigurðardóttur; Hafdís Magnúsdóttir, f. 18.5. 1950, búsett í Borgamesi, gift Ragnari Jó- hannessyni; Hulda Magnúsdóttir, f. 18.5.1950, búsett á Snæfellsnesi, gift Leifi Ágústssyni; Guðrún Gunnars, f. 16.6.1953, búsett á Langanesi, gift Sigm-ði Sigfússyni; Júlía Gunnars, f. 16.7. 1954, búsett í Vogum, gift Helga Guðmundssyni; Kristmann Klemensson, f. 31.1. 1960, búsettur í Reykjavík; Þuríður Klemensdóttir, f. 17.1.1962, búsett í Vogum, gift Sig- urbirni Ólasyni; Haukur Klemens- son, f. 30.10. 1965, búsettur í Reykja- vik; Jónína Klemerisdóttir, f. 17.6. 1963, búsett í Vogum, gift Guðmundi Haukssyni. Foreldrar Margrétar voru Pétur Sveinsson, f. 16.5. 1920, d. 8.9. 1985, leigubílstjóri í Reykjavík, og Guð- laug Sveinsdóttir, f. 8.4. 1921, d. 3.3. 1977, húsmóðir. Stjúpfaðir Margrétar; Klemens Kristmanns, búsettur í Reykjavík. Margréti þætti vænt um að sjá sem flesta vini og ættingja að heim- ili systur sinnar og mágs, Hofgerði 3, Vogum, föstudaginn 14.2. ffá kl. 20.00. Margrét Pétursdóttir. Ragnheiður Jónína Sverrisdóttir Ragnheiður Jónína Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Gym 80, húsmóðir og menntaskólanemi, Seilugranda 4, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Ragnheiður fæddist á Seltjamar- nesinu og ólst þar upp. Hún sfimdaði bamaskólanám í Landakotsskóla, stundaði nám við Hagaskólann og lauk verslunarprófi ffá VÍ 1977. Hún stundar nú nám við MH. Ragnheiður hefur stundað skrif- stofu- og verslunarstörf en þó lengst af verið læknaritari við Landspít- alann og Læknasetrið. Þá starfrækir hún líkams- ræktarstöðina Gym 80. Fjölskylda Sonur Ragnheiðar er Sigmar Freyr Jónsson, f. 7.9. 1983, sonur Jóns Páls Sigmarssonar, f. 28.4. 1960, d. 16.1. 1993, afl- Ragnheiöur Jónfna Sverrisdóttir. raunamanns og ffam- kvæmdastjóra. Dóttir Ragnheiðar er Sara Bjamey Ólafsdóttir, f. 5.9. 1988, en faðir hennar er Ólafur Jóhann Högnason, f. 29.12.1960. Systkini Ragnheiðar eru Aðalbjöm Jón, f. 3.7. 1958, slökkviliðsmaður við Reykjavíkurflugvöll, kvæntur Önnu Jónu Karls- dóttur; Ágúst Borgþór, f. 19.11. 1962, kvæntur Krist- björgu Erlu Kjartansdóttur; Sæ- mundur Pétur, f. 14.4. 1965, d. 3.4. 1974. Hálfsystir Ragnheiðar, samfeðra, er Heidí Balle, f. 4.5. 1972, búsett í Danmörku. Fóstursystir Ragnheiðar er Þor- björg Steinarsdóttir, f. 18.1. 1967, nemi í Arizona, gift Pétri Ágústssyni. Foreldrar Ragnheiðar eru Sverrir Aðalbjömsson, f. 11.3. 1937, sendibíl- stjóri í Reykjavik, og Freyja Jóns- dóttir, f. 5.10.1932, blaðamaður og rit- höfundur. Jón Elías Lundberg Jón Elías Lundberg, rafverktaki og tónlistarkennari, Melagötu 1, Neskaupstað, varð sextugur í gær. Starfsferill Jón Elías fæddist í Neskaupstað og ólst þar upp. Hann lauk sveins- prófi í rafvirkjun 1957, var rafvirki í Danmörku 1963-65 en hefur starf- rækt fyrirtækið Rafólduna ehf. frá 1966. Jón Elías er sfimdakennari við Tónskóla Neskaupstaðar og stjóm- andi skólahljómsveitarinnar þar frá 1982. Hann er ræðismaður Dan- merkur frá 1969 og hefur sinnt ýms- um félagsmálum í sínu byggðarlagi. Fjölskylda Jón Elías kvæntist 31.5. 1959 Margréti Sigurjóns- dóttur, f. 7.3.1937, verslun- armanni og húsmóður. Hún er dóttir Sigurjóns Ingvarssonar, skipstjóra í Neskaupstað, og Jóhönnu Sigfinnsdóttur húsmóður. Böm Jóns Elíasar og Margrétar era Anton Lundberg, f. 8.1. 1958, raf- virki í Noregi, og á hann tvær dætur, Eyveigu, f. 4.8. 1984, og Unni Sigurbergu, f. 26.11. 1990; Ingvar Lundberg, f. 17.3. 1966, hijóðsetjari í Reykjavík; Ragnar Lundberg, f. 12.5. 1970, fiskeldisfræð- ingur á Sauðárkróki, en sambýlis- kona hans er Amdís Eiðsdóttir bú- fræðingur og er sonur þeirra Jón Aren Lund- berg, f. 7.4. 1994. Stjúpdóttir Jóns Elíasar er Jóhanna Gísladóttir, f. 15.2.1956, kennari á Seyð- isfirði, gift Rúnari Laxdal Gunnarssyni stýrimanni og eru böm þeirra Kol- brún Jóhanna, f. 24.4. 1981; Margrét Elísa, f. 24.9.1984; Gunnar Sveinn, f. 5.9.1987. Systkini Jóns Elíasar: Kristján Lundberg, f. 19.4. 1926, d. 18.5. 1989, rafverktaki á Nes- kaupstað; Kristín Lundberg, f. 31.1. 1930, bankastarfsmaður í Neskaup- stað. Foreldrar Jóns Elíasar voru Anton Lundberg Waage, f. 19.6. 1905, d. 28.11. 1982, vélstjóri og verkstjóri, og Sigurborg Eyjólfsdóttir, f. 19.10. 1900, d. 17.8.1973, húsmóðir. Ætt Anton var sonur Óla Hansen Waage, af norskum ættum sem fórst af slysföram, og unnustu hans, Hjört- friðar Kristínar Haraldsdóttur, b. á Hellnafelli í Eyrarsveit, Pálssonar, í Suðurbúð, Breckmanns. Móðir Hjört- fríðar var Sesselja Magnúsdóttir (Brokeyjar-Magnúsar) Guðmunds- sonar og Ingveldar Gísladóttur. Sig- urborg var dóttir Eyjólfs, b. í Sand- vík í Suður-Múlasýslu, Eyjólfssonar, og Jóhönnu Stefánsdóttur. Jón Elfas Lundberg. Sigríður M.Kjerulf Sigríður M. Kjerulf, fyrrv. hús- freyja að Amhólsstað í Skriðdal, er nú dvelur á Sjúkrahúsinu á Egils- stöðum, varð áttræð í gær. Starfsferill Sigríður ólst upp í foreldrahúsum á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal. Hún stundaði nám við Húsmæðraskól- ann á Hallormsstað veturinn 1939-40. Eftir að Sigríður og maður henn- ar giftu sig vora þau á Skriðuklaustri 1941—42 þar sem maður hennar var ráðsmaður hjá Gunnari Gunnarssyni skáldi. Vorið 1942 fluttu þau hjónin í Arnhólsstað í Skriðdal þar sem þau bjuggu næstu þrjátíu árin. Þau bragðu búi og fluttu í nýtt hús sem þau höfðu byggt sér á Egilsstöðum 1972 og voru þau búsett á Egilsstöð- um síðan. Fjölskylda Sigríður giftist 9.8. 1940 Einari Péturssyni frá Ormsstöðum, lengst af bónda á Amhólsstað. Foreldrar hans vora Pétur Einarsson, starfs- maður Skógræktar ríkisins, og Ingi- leif Sigurðardóttir húsfreyja. Böm Sigríðar og Einars: Guðrún; Ingibjörg; Örn Sigurður; Erla Sól- veig; Valur sem lést óskírður. Foreldrar Sigríðar voru Metúsal- em J. Kjerulf, bóndi á Hrafnkels- stöðum í Fljótsdal, og k.h., Guðrún Jónsdóttir húsfreyja. Systir Mary Imma- culata Daltún Systir Mary Immaculata Daltún, Eyrarlandsvegi 26, Akureyri, er átt- ræð í dag. Starfsferill Systir Mary fæddist í Cork á ír- landi og ólst þar upp. Hún stundaði kennaranám og var síðan kennari á írlandi um skeið. Systir Mary varð nunna 1938. Hún kom til íslands til starfa fyrir kat- þólsku kirkjuna í Reykjavík en fór síðan á hennar vegum til Akureyrar 1992 þar sem hún hefur dvalið síðan. Systir Mary á þijár systur á ír- landi. Allir vinir og vandamenn sem vOja samgleðjast systur Mary eru velkomnir á heimili hennar milli kl. 18.30 og 19.30. Messa verður sungin í kapellunni kl. 18.30. Systir Mary Immaculata Daltún. staögreiöslu- og greiöslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur o«t mllli hlmin, Smáauglýsingar 550 5000 Ul hamingju með afmælið 11. febrúar 80 ára Elín Karítas Bjamadóttir, Akralandi 3, Reykjavík. Georg Ámundason, Skúlagötu 40, Reykjavik. 75 ára Ólafur Ágúst Ólafsson, Kársnesbraut 107, Kópavogi. Óskar K.A. Valtýsson, Hafriarbraut 8, Dalvík. 70 ára Sigrún Halla Eiríksdóttir, Engjahlíð 1, Hafnarfirði. Ester Jónsdóttir, Vallarbraut 3, Akranesi. Grettir Jóhannesson, frá Skarði í Þykkvabæ, fyrrv. bifreið- arstjóri í Þykkvabæ, nú Gullsmára 9, Kópavogi. Eiginkona hans er Fanney Egilsdóttir. Þau era að heiman. Soffla Magnúsdóttir, Blikabraut 5, Keflavík. Rannveig Filippusdóttir, Hlíðarvegi 32, Njarðvík. Margrét Magnúsdóttir, Stangarholti 8, Reykjavík. 60 ára Sigurður Gunnarsson, Háhæð 2, Garðabæ. Ema Guðlín Helgadóttir, Ofanleiti 5, Reykjavík. Svala Eggertsdóttir, Sæviðarsundi 34, Reykjavík. 50 ára Hrefna Kjartansdóttir, Langatanga 2, Mosfellsbæ. Guðný Jónsdóttir, Helluhrauni 4, Reykjahlíð. Bima Markúsdóttir símavörður, Miklubraut 60, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Sigur- bjöm Theodórsson renni- smiður. Þau dvelja á Hótel Örk í Hveragerði um þessar mund- ir. Þóra Sveinbjömsdóttir, Flúðaseli 63, Reykjavík. Guðrún Ólöf Svavarsdóttir, Hjallabraut 25, Hafharfirði. Hrefna Björk Loftsdóttir, Stuðlaseli 40, Reykjavík. 40 ára Viðar Hafsteinn Steinars- son, Kaldbaki, Rangárvallahreppi. Guðrún Erla Sigurðardótt- ir, Fomhaga 24, Reykjavík. Unnar Magnússon, Hringbraut 104, Keflavík. Vigdís A. Gunnlaugsdóttir, Reyðarkvísl 14, Reykjavík. Halldór Kristján Þorvalds- son, Urðarbraut 2, Garði. Stefanfa Kristín Sigurðar- dóttir, Glitvangi 3, Hafnarfirði. Hafdís Sigríður Jónsdóttir, Austurvegi 10, Grindavík. Sonja Gíslunn Þórarins- dóttir, Blikanesi 31, Garðabæ. Ingunn Elín Jónasdóttir, Dalskógum 11, Egilsstöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.