Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 9 r>v Stuttar fréttir Einangra bæ Kínversk yfirvöld hafa ein- angrað bæ í norðvesturhluta Xinjang-héraðs eftir að 10 manns létu lífið í óeirðum að- skilnaðarsinna múslíma í sið- ustu viku. Vara viö Stjómarandstaðan í Serbíu varaði lýðræðissinna við erfiö- leikum fram undan, jafnvel þó kosningasigrar þeirra yrðu við- urkenndir í dag. Beint samband Madeleine Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hafði beint sam- band við Slobodan Mi- losevic Serbíuforseta oghvattihann til að virða kosningasigur lýðræðissinna og koma á viöræöum við þá. Halli til verndar Demókratar í bandaríska þinginu sögðu að halli ætti að vera leyfilegur á fjárlögum til að koma í veg fyrir kreppu þegar erfiðleikar væru í efnahagslíf- inu. Láta konur lausar Yasser Arafat, forseti Palest- ínu, sagði að israelsmenn mundu láta alla palestínska kvenfanga lausa á morgun. Fer hvergl Rosalita Arteaga, bráða- birgðaforseti Ekvadors, virðist ætla að standa í veginum fyr- ir áætlunum rnn að hún gefi forseta- embættið eftir í hendur þing- forsetans. Ráðgjafi henn- ar segir hana aldrei hafa sam- þykkt slíka ráðagerð. Löggur myrtar Skæmliðar Tamíla á Sri Lanka drápu 15 lögreglumenn I árásum sínum. Stríö mögulegt Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Breta, sagði verulega hættu á að Tyrkir og Grikkir fæm í stríð vegna deilna um Kýpur. í heimsókn Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra ísraels, kemur í heimsókn til Bandaríkjanna á morgun þar sem hann mun ræða við Clinton forseta og fleiri ráðamenn. Handtekinn Baráttumaðurinn Jesse Jackson var handtekinn í mót- mælaaðgerðum og bænahaldi við byggingarlóð í Chicago. Byggð mun fyrr Bandarískir vísindamenn segjast hafa fundið merki rnn mannabústaði í suðurhluta Chíle fyrir 12.500 árum sem er 1.300 árum fyrr en talið var. Reuter Útlönd Fjárhagur O.J. Simpsons rústaður með úrskurði kviðdóms: Miskabætur nema 1.750 milljónum Kviðdómur í Santa Monica úr- skurðaði í gær að O.J. Simpson skyldi greiða 25 milljónir dollara eða sem svarar til 1,75 milljarða ís- lenskra króna í miskabætur vegna morðanna á fymun eiginkonu sinni, Nicole Brown Simpson, og unnusta hennar, Ronald Goldman. Kviðdómurinn úrskurðaði í síðustu viku að Simpson bæri ábyrgð á morðunum og bæri að greiða um 600 milljónir í skaðabætur. Því má segja að kviðdómurinn hafi valið einu leiðina sem hann taldi færa til að refsa Simpson fyrir morðin, að rúa hann inn að skinni. Upphæðin, sem kviðdómurinn kom sér saman um í gær, skiptist jafnt milli foreldra fómarlambanna. Eiirn kviðdómenda, hvít kona á þrít- ugsaldri, sagði að það hefði verið mjög auðvelt að finna Simpson sek- an um morðin. Flestir kviðdómend- ur sögðust sannfærðir vun að Simp- son hefði logið í vitnastúkunni og að sækjendur í málinu hefðu sann- að mál sitt rækilega. Því hefði kvið- dómurinn komist að þeirri niður- stöðu að Simpson ætti ekki að hagn- ast á morðunum. Simpson var á golfvellinum þegar úrskurður kviðdómsins var lesinn upp, var að háma í sig pulsu á bar golfskálans meðan hann fylgdist með í sjónvarpi. Síðar um daginn sást hann koma frá fundi með lög- mönnum sínum. Þeir tóku úrskurði kviðdómsins afar illa og sögðu ör- uggt að honum yrði áfrýjað. Kröfð- ust þeir tíu daga frests til að skoða málið en á meðan geta sækjendur ekki gengið að Simpson til að fá greiðslur inntar af hendi. En til að fá málinu áfrýjað þarf að reiða fram tryggingu sem er nær helmingi hærri en miskabnætumar. Þá er hugsanlegt að lögmenn Simpsons fari fram á lækkun miskabótanna. Á lokastigi réttar- haldanna fullyrtu verjendur Simp- sons að hann ætti enga peninga þrátt fyrir að hann búi í stórri villu, aki um á Bentley og hafi lífvörð í vinnu. En sækjendurnir kölluðu fram vitni sem staðhæfðu að auðæfi Simpsons væru metin á um einn milljarð króna og að hann mundi hafa yfir 200 milljóna tekjur á ári næstu árin. Reuter Skæruliðar í Perú ræða við stjórnvöld Samningaviðræður hefjast í dag milli næstæðsta manns Tupac Amaru skæruliða í Perú, Roli Rojas, og menntamálaráðherra Perú, Domingo Palermo, um lausn gíslamálsins. Viðræöumar fara fram í húsi gegnt japanska sendiherrabústaðnum í Lima þar sem 72 gíslar era í haldi skæra- liða. Starfsmenn Rauöa krossins vora í gær önnum kafnir við und- irbúning viðræðnanna og gerðu meðal annars ráðstafanir til að Rojas kæmist óséður á fund menntamálaráðherrans. Fulltrúar Rauöa krossins verða viðstaddir auk eftirlitsmanna frá Kanada og Japan. Morð á Spáni talin hefndar- aðgerð ETA Aðskilnaðarhreyfing Baska á Spáni, ETA, er talin hafa myrt hæstaréttardómara og flugvallar- starfsmann í gær í hefndarskyni fyrir handtökur leiðtoga ETA. Dómarinn var skotinn fyrir utan heimili sitt í Madrid nokkrum klukkustundum eftir að öflug bílasprengja sprakk í Granada með þeim afleiðingum að flugvall- arstarfsmaður lést og sjö særðust. Innanríkisráöherra Spánar, Jaime Mayor Oreja, hélt heim á leið frá ísrael þar sem hann var í heimsókn og sagöi að atburðimir sýndu aö enn væri ekki kominn tími til friðarviðræöna við skæra- liða. „Það er mjög erfitt á tíma eins og þessum að jafnvel minnast á orðið samningaviðræður," sagði ráðherrann í útvarpsviðtali. Morðin i gær fylgdu í kjölfar óeirða i Baskahéruðum um helg- ina. Þá efndu þúsundir til mót- mæla vegna dauða meints ETA skæruliða sem var í fangelsi. Hann fannst með snöra um háls- inn og bundinn á höndum og fót- um. Reuter Foreldrar og systir Ronalds Goldmans yfirgefa réttarbygginguna I Santa Monlca eftir ab kviödómur haföi úrskuröaö þeim tæpar 900 milljónlr króna í miskabætur. Aöstandendur Nicole Brown, fyrrum eiginkonu O.J. Simpsons, fá sömu miskabætur. Sfmamynd Reuter Frakkar hliðhollari Le Pen en áður Fyrsta skoðanakönn- unin, sem gerð var eftir sigur Þjóðfylkingar Jeans-Maries Le Pens í borgarstj órakosningun- um í Vitrolles i S- Frakklandi á sunnudag, sýnir að almenningur er ekki jaöi andvígur hon- um og áður. Samkvæmt niðurstöð- um skoðanakönnunar- innar, sem birt verður í dag, vilja 18 prósent Frakka annað hvort hjálpa Le Pen eða era ánægðir með þann áfanga sem hann hefúr náð. 18 pró- sentum stóð á sama um árangur hans en fjöldi þeirra sem óttast hann Nýkjörinn stjóri í Catherine fagnar asigrinum. Sfmamynd Reuter eða er andvígur honum er 56 prósent. Jafhframt kem- ur fram að 64 prósent Frakka líta á Þjóðfylking- una sem hættu fýrir lýð- ræðið en 70 prósent era þeirrar skoðunar að flokk- urinn eigi að hafa fulltrúa á þingi. Þar til fýrir ári vora yfir 85 prósent Frakka andvíg Le Pen. Sigur Catherine Megr- et, sem er eiginkona vara- formanns Þjóðfýlkingar- innar, í kosningunum í Vitrolles er sagður vís- bending fyrir þingkosn- ingamar í mars á næsta ári. Le Pen hefur nú náð völdum í fjórum ráð- húsum í S-Frakklandi. Reuter borgar- Vitrolles, Megret, kosning- r Langarþig.............. að lyfta þér upp eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í viku... í skemmtilegum skóla og fræðast um allt sem vitaö er um dulræn mál og samband við framliðna og hvar og hvernig þessir handanheimar líklegast eru? Og langar þig ef til vill að setjast í mjúkan og svo sannarlega spennandi skóla innanum glaðværa og jákvæða nemendur fyrir hófleg skólagjöld? Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur og yfir 500 ánægðum nemendum Sálarrannsóknarskólans sl. 3 ár. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um langskemmtilegasta skólann í bænum sem í boði er í dag. Yfir skráningardagana er svarað í síma Sálarrannsóknarskólans alla daga vikunnar kl. 14-19. Kynningarfundlr eru í skólanum (kvöld, kl. 20.30 og á sunnudaginn kl. 14. Allir velkomnir. A\ Sálarrannsóknarskólinn ÆL—\ - Mest spennandi skólinn i bænum - I spennandi i Vegmúla 2 s. 561 9015 & 588 6050 Handhöfum Eurocard og Visa býðst nú að greiða fyrir öll flugfargjöld og pakkaferðir með raðgreiðslum til allt að 24mánaða. Leiðin út í heim Flugleiða FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.