Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 Sviðsljós Lét taka silíkonið úr brjóstimum Angie Everhart, sem er nýgift Ashley Hamilton, er búin að láta fjarlægja silíkonið úr brjóstun- um. Hún lét á sínum tíma stækka brjóstin fyrir fyrmm ástmann sinn, Sylvester Stallone, sem var vanur hinni brjóstastóru Gitte Nielsen. Clooney að verða pabbi? Orðrómur er á kreiki um að George Clooney, barnalæknir- inn í Bráðavaktinni sem ekki vill eignast böm, sé búinn að bama frönsku kæmstuna sína, Céline Balidran. Nicole Kidman fúllyrðir þetta að minnsta kosti og hefur veðjað hálfri milijón króna um að svo sé. Örvæntingarfullur eiginmaður: Linda Hamilton stal konunni minni frá mér Vöðvabúntið Linda Hamilton, sem þekkt er fyrir leik sinn í Ter- minator-kvikmyndunum, hefur ver- iö sökuð um að stela konu frá manni, að því er fram kemur í breskum slúðurblöðum. Konan sem um ræðir heitir Cindy Deerheim og er hún staðgengill Lindu í nýjustu mynd hennar, Dante’s Peak, sem Pierce Brosnan leikur einnig í. Eiginmaður Cindy, sem heitir Mike, er i rúst. Þau höfðu verið gift í 13 ár. „Ég hélt að við hefðum ver- ið hamingjusöm og við lifðum æðis- legu kynlífi. Nú er hún farin frá mér og flutt til Lindu.“ Linda er nýskilin við kærastann sinn, James Cameron, sem leik- stýrði Terminator-kvikmyndunum. Linda og James eiga þriggja ára dóttur saman sem heitir Josephine. Linda á einnig son, Dalton, sem tók þátt í lokasenunum í Terminator 2. Linda Hamilton ásamt meintri ástkonu sinni, Cindy Deerheim. Það þykir svolítið kaldhæðnislegt að Cameron yfirgaf eiginkonu sína, Kathryn Bigelow, eftir að hafa orðið ástfanginn af Lindu þegar tökur á Terminator 2 fóru fram. Mike er að vonum ákaflega óham- ingjusamur yfir að Cindy skuli hafa tekið konu fram yfir hann. „Ég skil ekki að þetta skuli hafa gerst. Linda Hamilton hefur stolið konunni minni. Þetta er hræðilegt. Linda var meira að segja svo frökk að hringja í mig og segja mér að Cindy ætlaði ekki að koma heim. Hún skipaði mér að senda dótið hennar heim til sín. Konan min hringdi svo seinna í mig og sagði mér að hún elskaði mig ennþá en að hún væri ekki lengur ástfangin af mér, hvað sem það þýðir nú.“ Að sögn Mike á Cindy að hafa sagt honum að Linda væri mikil- vægasta persónan í lífi hennar. „Ég get ekki fyrirgefið Lindu það sem hún er búin að gera. Hún hefúr lagt líf mitt í rúst,“ segir Mike. Linda, sem segir að hún hafi yfir- gefið Cameron í vinsémd fyrir tveim- ur árrnn, neitar að tjá sig mn málið. Fyrrum eigin- maður Camillu vill að hún gift- ist Karli prinsi Fyrrum eiginmaður Camillu Parker Bowles hefúr tjáð vinum sín- um að hann vonist til að Camilla fái náð fyrir augum almennings og gift- ist Karli prinsi, að því er breska blaðið Sunday Express greinir frá. Andrew Parker Bowles, sem á sín- um tíma var frægasti kokkáll Bret- lands, lét þessi orð falla í kvöldverð- arveislu og sagði jafnframt að Camilla og prinsinn fengju blessun hans. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 21. útdráttur 18. útdráttur 17. útdráttur 16. útdráttur ' 12. útdráttur 10. útdráttur ' 9. útdráttur 6. útdráttur ' 3. útdráttur ' 3. útdráttur ' 3. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 1997. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. K83 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 6900 Breska ofurfyrirsætan Naomi Campbell tók þátt í Gaudi-tískusýningunni í Barcelona um helgina. Naomi sýnir hér hversdagsfatnaö fyrir sumariö. Slmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.