Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 12
ÞRIDJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 Útgáfufélag: FRIÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stj6rnarforma6ur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgrei&sla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar. 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aorar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíoa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreíftng: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIDJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Fólkið segir pass Fólk kvartar um lág laun, litlar tryggingabætur, hátt verðlag og segir ekki hægt aö lifa í þessu landi. Það tel- ur sig hafa verið svikið um eins konar rétt til aðgangs að velferðarríki, sem sjái því borgið frá vöggu til grafar. Það spyr síður um sínar eigin skyldur við þjóðfélagið. Að baki kröfu fólks um velferð er misskilningur á eðli lýðræðisríkja. Þjóðskipulag okkar hefur ekki og á ekki að hafa réttindi að hornsteini, heldur skyldur. Lýðræði felur í sér, að almenningur tekur sjálfur ábyrgð af rekstri þjóðfélagsins úr höndum aðals eða einveldis. í reynd hafnar mikill fjöldi fólks að taka þátt í þessari ábyrgð. Það kvartar yfir stjórnmálamönnum og heldur samt áfram að kjósa þá. Það telur, að einhverjir aðrir en það sjálft eigi að reka þjóðfélagið og sjá um að halda uppi almennri velferð. Það segir pass í lífinu. Fólk tekur ekki einu sinni ábyrgð á eigin heilsu. Það hegðar sér á heilsuspillandi hátt. Það reykir og drekkur og étur sykur. Það hreyfír sig ekki. Svo ætiast það til, að til skjalanna komi velferðarkerfi og hirði upp hræið til lyfjameðferðar og uppskurðar á sjúkrahúsum. Að sjálfsögðu tekur þetta fólk ekki heldur neina ábyrgð á uppeldi barna sinna. Það heldur, að þjóðfélag- ið hafi sett upp skóla til að taka að sér barnauppeldi. Af- skiptaleysið leiðir af sér agaleysi og körfuhörku nýrra kynslóða, sem láta teymast af síbylju og sápuóperum. Ranghugmyndir um eðli lýðræðis og stöðu almenn- ings í því þjóðskipulagi komu skýrt fram í Austur-Evr- ópu, þegar ríkin þar losnuðu undan oki kommúnismans. Almenningur stóð á gangstéttunum og klappaði fyrir komu vörubíla með sykurblönduðum koflHndrykkjum. Þetta fólk hafði fengið þær ranghugmyndir úr vest- rænu sjónvarpi, að vestrænt lýðræði fælist í gosdrykkj- um og hamborgurum handa öllum, poppkorni og síbylju- poppi. Svo þegar ímyndin úr sjónvarpinu brást, fór fólk í fýlu og kaus aftur yfir sig gamla kommúnista. Lýðræði er allt annað en sýndarveruleiki auglýsinga, vörukynninga og sápuþátta í sjónvarpi. Lýðræði er fyr- irhöfn. Það krefst þátttöku fólks í að ákveða, hvernig þjóðfélagið sé rekið, svo að unnt sé að gera það að betri íverustað. Sumir taka þátt, en fleiri gera það ekki. Margir detta alveg úr raunveruleikanum og lifa sig inn í sýndarveruleika sjónvarps, þar sem ofbeldi og kynórar ráða ríkjum í samfioti við auglýsingar og kynningar á meira eða minna óþarfri neyzlu. Vörumerki úr sjónvarpi koma í stað stjórnmálafiokka raunveruleikans. Disneylöndum fjölgar og fólk skiptist í fylkingar eftir gosdrykkjum eða boltaliðum. Á meðan reyna einstak- lingar og dagblöð að halda uppi vitagagnslausri umræðu um fiskveiðistjórnun, ríkisrekstur landbúnaðar og önn- ur atriði, sem geta ráðið úrslitum um velferð fólks. Því fleiri sem segja pass, þeim mun meiri líkur eru á, að þjóðskipulag lýðræðis grotni að innan. Valdir eru lak- ari stjórnmálamenn en ella, pólitísk umræða verður minni, rekstur þjóðfélagsins óskynsamlegri og velferð fólks að sjálfsögðu langtum minni en ella væri. Napurt er, að þetta skuli gerast um leið og vestrænt lýðræði hefur unnið sigur á kommúnisma og ógnar stöðu annarra menningarheima á borð við íslam. Sigr- um út á við fylgja ósigrar inn á við. Menn eru að breyt- ast úr borgurum í neyzludýr, sem búa í sýndarveruleika. Neyzlu- og sjónvarpsþrælar og fylgismenn vörumerkja verða svo að taka því sem hverju öðru hundsbiti, að lífs- kjör þeirra geta ekki fylgt sýndarveruleikanum. Jónas Kristjánsson Fátæktin hefur hrakiö marga Rússa til aö leita sér framfæris af ruslahaugum stórborga. - Myndin er frá Kemerovo. Harðlínumenn og umbótasinnar Kjallarinn Arni Bergmann rithöfundur Fjölmiðlamenn vilja hafa allt sem einfaldast. Þegar þeir segja frá stjórnmálum í rikj- ura, sem alráðir kommúnistaflokk- ar áður srjórnuðu, skipta þeir mönn- um og flokkum í tvennt: harðlínu- menn og umbóta- sinna. Harðlínu- menn eru oftast nefndir þeir menn og flokkar sem taldir eru arftakar fyrrverandi valda- flokka, og fylgir með að þeir séu á móti breytingum og ófærir um að stjórna löndum. Umbótasitmar eru svo þeir sem taldir eru stefna sem hraðast á vestræn- ar fyrirmyndir í markaðsbúskap og lýðræði og sýnist augljóst að stjórn- sýsla þeirra sé mun betri en ~~^^^^^^m hinna. - Veruleik- inn er hins vegar svo meinfýsinn að hann er sífellt að trufia þessa mynd. Ekkert er sem sýnist Ríkjum í Austur-Evrópu tekst misvel að breyta um búskapar- háttu hjá sér en það sýnist ekki fara eftir því hvaða litur er á ríkj- andi flokkum. Pólverjum og Tékk- um gengur á næstliðnum árum nokkuð vel að auka hjá sér þjóðar- framleiðslu - í Póllandi stjórna arftakar kommúnistaflokks, en í Tékklandi er hægristjórn. í Ung- verjalandi var hægri- stjórn sem lenti í þeim ógöngum að talið er að lífskjör hafi versnað um 20% meðan hún var við völd - síðan tók við eins konar sóslalistastjórn og undir henni versna lífskjörin líka að mun. Skrýrnast verður dæm- ið þegar risarnir tveir eru skoðaðir, Kína og Rússland. í Kína er Kommúnistaflokkurinn enn einráður á hinu pólitíska sviði og notar völd sin bæði til aö bæla niður hvers kyns andóf og til að innleiða harðsnúinn kapítalisma „Og Rússar eru sem vonlegt er orðnlr langþreyttir. Þeir taka hvorkl mark á harolínutali né umbótalof- oröum lengur. Ef þeir fengju aö kjósa sér nýjan forseta þá myndu þeir fíykkja sór um Lébéd..." í nokkrum áföngum. Árangurinn er hagvöxtur svo gífurlegur að gestir af Vesturlöndum mega vart vatni halda, Helmut Kohl og Jón Baldvin lofa hástöfum kínverska framkvæmdagleði og Göran Pers- son bendir á Kínverja Rússum til fyrirmyndar um „stöðugleika" í stjórnmálum. Rússlandsdæmiö í Rússlandi situr valdamikill forseti (þarf ekki að hafa veruleg- ar áhyggjur af því þótt hans menn séu í minnihluta á þingi). Jeltsín var eins og allir vita kosinn í nafni umbóta og gegn „harðlínu- mönnum" í flokkum þjóðernis- sinna og kommúnista - og ekkert til sparað í aðstoð og ráðgjöf frá Vesturlöndum, auk þess sem ríkis- sjóður var þurrausinn til að borga beinar og óbeinar kosningamútur til áhrifamanna og einstakra hér- aða og lýðvelda Rússlands. En þessi umbótastjórn fær því miður einna hraklegasta einkunn af öllum stjórnum á því svæði sem um ræðir. Allir kannast við gífur- lega spillingu sem hefur gefið ný- ríkri stétt þjóðareigur og auðlind- ir, auk þess sem glæpastarfsemi stendur með skelfilegum blóma, örbirgð er mikil og munur á kjör- um fátækra og ríkra margfaldur á við það sem Rússar áður þekktu. Ekki nóg með það: framleiðslan minnkaði við kerfisbreytingar, eins og búast mátti við - en hún hefur haldið áfram að skreppa saman. Á sl. fjórum árum (segir íllaríonov frá Haggreiningarstofn- uninni í Moskvu) hefur þjóðar- framleiðsla minnkað um 28% sem er meira en á árum heimsstyrjald- arinnar síðari, en þá er talið að hún hafi minnkað um 21%! Sá sami íllaríonov segir, að ráðamenn geti ekki kennt hinni kommúnísku fortíð um hvernig komið er: flestir sem hafa tekið við svipuðum verkefnum í öðrum löndum hafi staðið sig betur en þeir. Og Rússar eru sem vonlegt er orðnir langþreyttir. Þeir taka hvorki mark á harðlínutali né um- bótaloforðum lengur. Ef þeir fengju að kjósa sér nýjan forseta þá myndu þeir flykkja sér um Lé- béd, þótt hann viti sjálfsagt fátt um hagsrjórn - af þeirri ástæðu einni að margir halda að hann sé að minnsta kosti heiðarlegur. Árni Bergmann Skoðanir annarra Rétt fiskveioistjórnun „Það hlýtur að vera markmiö við srjórnun fisk- veiða íslendinga að hafa sem hagkvæmast fiskveiði- srjórnunarkerfi. ... Mér finnst að margir þeirra sem gagnrýna kvótakerfið hafi ekki á takteinum neinar nothæfar tillögur. Ég tel að núverandi kerfi hafi skil- að góðum árangri. Ég fullyrði að þrátt fyrir að ýmis- legt megi að kerfinu finna hafi það skilað okkur fram á við. Við erum hægt og rólega að rétta úr kútnum. Það getum við þakkað skynsamlegu fisk- veiðistjórnunarkerfi." Sigurður Einarsson í Mbl. 8. febr. Sjálfkeyrandi bákn „Munurinn á verkefnum og bótum er sá að verk- in skila einhverju til baka en bæturnar engu. Helm- ings heimtur eru hálfu betra veganesti en engar heimtur. ... Eru bætur til atvinnulausra orðnar að sjálfkeyrandi bákni sem atvinnumenn lifa á að reka? En peningarnir eru reyndar ekki kjarni málsins. At- vinnulaust fólk fær þarna verðug verkefni og leggur sig vafalaust í framkróka viö að láta verkin tala. Annars flokks þegnar landsins verða aftur lifandi hluti af samfélaginu og leggja sitt af mörkum eins og allt fyrsta flokks fólkið." Ásgeir Hannes í Degi-Tímanum 8. febr. Krókurinn makaður „Þðtt allir virðist sammála um nauðsyn aðgerða er sjaldnast annað gert en að greiða sérfræðingum laun fyrir athuganir og kannanir og prenturum fyr- ir skýrslur. Auðvitað fá hönnuðir og auglýsinga- skrifstofur einnig nokkuð í sinn hlut og segja má að það út af fyrir sig, að einhverjir fái makað krókinn, sé þó alltént af hinu góða. Að minnsta kosti skapar það atvinnu fyrir einhverja enda þótt það leysi ekki hin aðsteðjandi vandamál. ... Dæmi um þetta er hið síendurtekna kjaravandamál." Hrafn A. Harðarson 1 Lesbók Mbl. 8. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.