Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Síða 37
JL3V LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 fréttir Fjórar „veikar" kröfur um endurupptökumál í Hæstarétti vegna meints vanhæfis Péturs Kr. Hafstein: Oþægilega berskjaldaður í „langsóttu fjaðrafoki" - forseti Hæstaráttar segir Pátur afdráttarlaust hafa haft kjörgengi til framboðs Farið hefur verið fram á að Hæstiréttur endurupp- taki fiögur dómsmál vegna meints vanhæfis Péturs Kr. Hafstein hæstardóm- ara og fyrrum forsetafram- bjóðanda. Haraldur Henrý- son, forseti Hæstaréttar, sagði í samtali við DV að dómurinn stefni að því að afgreiða fyrsta málið, svo- kallað Vífilfellsmál, fyrir næstu helgi. DV hefur rætt við fjölda lögmanna og dómara um þær kröfur sem þegar eru komnar fram. Nánast allir eru á einu máli um að litl- ar sem engar líkur séu á að Hæstiréttur telji efni til að fallast á neina af kröf- unum - menn hafa reynd- ar talað um að hér sé ein- ungis um að ræða fjaðrafok og fyrst og fremst „langsóttan og ómerkileg- an málarekstur" gegn Pétri í fjölmiölum. Það sjónarmið kom þó fram að þrátt fyrir að lögin séu hliðholl Pétri hvað varðar framboð á síðasta ári þá sé „hinn vamm- lausi“ og „geðþekki" mað- ur, sem ekkert aumt má sjá, frekar óþægUega ber- skjaldaður í dag gagnvart almenningi og málflytjend- um eftir að hafa tekið sæti sitt á ný í Hæstarétti. Forseti Hæstaréttar sagði við DV að „enginn vafi leiki á að hæstarétt- Fréttaljós á laugardegi w urupptöku þessa máls. Hins vegar skUja menn gjarnan reiði Kóka-kóla manna gagnvart því að vera nú gert að taka upp budduna og reiða fram 230 miUjónir króna. Tvö mál Jóns Oddsson- ar hrl. Óttar Sveinsson ardómarar séu kjörgengir fyrir framboð til embættis forseta ís- lands“ - dómurinn standi hins veg- ar frammi fyrir úrlausn á því hvort slíkt hafi áhrif á að viðkomandi hæstaréttardómari taki sæti sitt á ný - því vUdi hann ekki tjá sig frek- ar. En hver eru þessi endurupptöku- mál? Skiljanleg reiði? Fyrst skal nefna VífllfeUsmálið þar sem farið er fram á endurupp- töku máls félagsins gegn Gjald- heimtunni í Reykjavík en dómur gekk í því ágreiningsmáli, VifUfeUi í óhag, þann 30. janúar. Þar var um aö ræða 230 miUjóna króna kröfu Gjaldheimtunnar á hendur Vífil- felli. Rökstuðningur félagsins til stuðn- ings kröfu sinni um endurupptöku er m.a. sá að þar sem framboð Pét- urs hefði á sínum tíma leitað eftir fyrirgreiðslu VífilfeUs varðandi drykkjarföng en henni hefði verið hafnað. Auk þess hefði félagið hafn- að beiðni framboðsins um að Pétur kæmi á framboðsfund á umræddum vinnustað - því hefði Pétur verið vanhæfur. Þeir sem DV ræddi við telja afar hæpið að Hæstiréttur fallist á end- Tvö af þremur endurupptökumál- um sem Jón Oddsson hrl. hefur lagt fram í Hæstarétti fyrir hönd um- bjóðenda sinna varða skaðabóta- kröfur tveggja triUukarla á hendur ríkissjóði þar sem þeir fengu ekki úthlutað krókaleyfum. I héraðsdómi voru sjómönnunum dæmdar skaða- bætur en í Hæstarétti var dóminum snúið við þar sem fjórir dómarar, þar á meðal Pétur Kr. Hafstein, voru því hlynntir en einn dómari staðfesti héraðsdóminn. Ætlað vanhæfi Péturs er þarna talið felast í því að tveir menn fyrir hönd stefndu, ráðherrarnir Þorstein Pálsson og Friðrik Zóphusson teng- ist Pétri. Einnig er bent á að fram- boð Péturs hafi sótt um fjárstuðning hjá fjárlaganefnd Alþingis í sam- ræmi við þann virðisaukaskatt sem framboðið Péturs þurfti að greiða vegna reikninga þess. Fjórða málið Þriðja mál Jóns og þar með það fjórða sem er nú í Hæstarétti er mál Frægs hf. Þar var mál höfðað gegn lögmannsstofu og Sjóvá Almennum á þeim forsendum að skaðabótakröf- ur Frægs hf. á hendur Samskipum hafi fyrnst í höndum lögmannsstof- unnar. í þessu máli bendir Jón Oddsson á vensl Péturs Kr. við einn lög- manna lögmannsstofunnar. For- svarsmenn Frægs telja einnig ástæðu til að ætla að lögmannsstof- an og Sjóvá Almennar hafi verið meðal aðila sem lögðu til fé i kosn- ingasjóð Péturs. Tvö mál til viðbótar Fimmta meinta vanhæfismálið viðvíkur Elísi Þorsteinssyni, fyrr- um bónda að Hrappsstöðum í Döl- um, sem beið lægri hlut í Hæstarétti í landamerkjamáli gegn Dalabyggð. Krafa um endurupptöku hefur hins vegar ekki verið lögð fram ennþá. í þessu máli telur Elís að Pétur hafi verið vanhæfur þar sem Sig- urður Rúnar Friðjónsson, oddviti Dalabyggðar, hafi starfað í þágu framboðs Péturs í heimabyggð sinni fyrir forsetakosningamar. Lestina í þessari upptalningu rek- ur mál Magnúsar Hreggviðsson gegn íslenska ríkinu. Þar tók Pétur Kr. sjálfur ákvörðun um að víkja í ljósi þess að Magnús var stuðningsmaður hans í kosningunum síðastliði sumar. Þetta er út í hött Atli Gíslason hæsta- réttarlögmaður hefur eftirfarandi að segja um hin meintu vanhæfismál sem lögmennimir Hreinn Loftsson (fyrir hönd Vífílfells) og Jón Oddsson hafa nú lagt fram: „Mér finnst þetta út í hött, það stenst ekki að Pétur sé vanhæfur. Ef svo er væri hægt að ryðja allan Hæstarétt - ef þessi mál yrðu túlkuð jafnþröngt og raun ber vitni. Af sömu ástæðu væri hægt að ryðja hér- aðsdómstóla landsins. Mér finnst líka að það hafi verið ósmekklegt að kynna Vífilfellsmálið fyrir fjölmiðlum áður en Hæstiréttur var kominn með bréfið í hendur," sagði Atli Gislason. Hvað verður stuðst við? Það sem Hæstiréttur mun vænt- anlega styðjast við þegar ákvörðun verður tekin um endurupptökukröf- urnar er m.a. eftirfarandi lagákvæði úr 5. grein einkamálalaganna: „Dómari er vanhæfur til að fara með mál ef „fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa“. Blómabúðin Drekakústur, kr. 390 Suðurhlíð 35 - Sími 55 40 500 Friðarlilja 40 cm, kr. 440 Fíkus (tvílitur), 30-40 cm kr. 360 Fíkus 60-70 cm, kr. 490 100-130 cm, kr. 990 Meyjarkoss, kr. 440 Sólhlífarblóm 60 cm, kr. 490 Króton 30-40 cm, kr. 390 Drekatré, 40 cm, kr. 490 Bergflétta, kr. 440 Jukkur, 100 cm, kr. 740 Gúmmítré 50-60 cm, kr. 490 Árelía, 40 cm, kr. 490 Einirfrá kr. 177 Rósahjarta (á hengi) kr. 490 Kaktusar, 30-50% afsl. Opid alla daga kl. 10-21 Smáplöntur 5 plöntur að eigin vali á aðeins kr. 900 * M. <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.